Morgunblaðið - 29.01.1965, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 29.01.1965, Qupperneq 24
Opinberir starfsmenn fá kjarabætur I samræmí vIÖ lúnisamkomulagið MBL. barst í gær eftirfarandi fréttatilkynning frá f dag (2S. janúar) var undir- ritaður samningur milli fjár- málaráðheria f.h. ríkissjóðs og Kjararáðs f.h. Bandalags starfs- manna ríkis og bæja um 6,6% launahækkuu til ríkisstarfs- manna frá 1. október 1964 að telja. Þó helzt yfirvinnukaup og vaktaál.ag óbreytt til 1. janúar 1965. Frá 1. janúar 1965 lækkar eftir vinnuálag úr 60% í 50% og verð- ur því kaup fyrir eftirvinnú ó- breytt að krórutölu, en nætur- og helgidagakaup hækk.ar jafnt og föstulaunin, svo og vaktaálag. Um verðlag.suppbót á allar launagreiðslur fer samkvæmt lögum. í júnímánuðl sl. óskaði stjóm B.S.R.B. eftir samkomulagi við ríkisstjórnina á sama grundvelli og gert var milli ríkisstjómar- innar, Alþýðusambands íslands og Vinnuveitendasambands ís- lands. Þegar þeirrf 6sk hafði verið synjað af ríkisstjórninni og kom- ið fram í desember, ákvað banda lagsstjórnin að gera iaunahækk- unarkröfu á grundvelli 7. gr. kj arasamningalaganna, e n d a voru orðnar almennar launa- hækkanir annarra stétta. Banda- lagsstjórn taldi rétt að taka þá upp að nýju kröfu um 16% launahækkun, sem Kjaradómur synjaði 31. marz 1964, til þess að ítreka fyrri kröfur, ef málið gengi til Kjaradóms. í uppbafi viðræðna samnings- aðila í desember sl. kom það skýrt fram, að ríkisstjómin léði ekki máls á viðræðum um 15% kröfuna, sem Kjaradómur þegar hefðx hafnað, en lýsti sig þá reiðubúna að ræða um launa- hækkanir, sem byggðust á júní- samkomulaginu. Þegar svo var komið töldu Kjararáð og stjóm B.S.R.B. rétt að takmarka viðræðumar að þessu sinni við grundvöll júní- samkomulagsins og fresta kröf- unni um 15% launahækkun þang að til í heildarendurskoðun kjarasamninganna, sem fram mun fara á þessu ári. Ofangreindur samningur er því eingöngu byggður á júní- samkomulaginu. (Fréttatilkynning frá B.S.R.B.). Handritanefndinni hafa borizt öll umbeðin svör Kaupmannahöfn, 28. jan. Einkaskeyti til Mbl. EFTIR að handritanefnd danska þingsins barst svar Jóns Helga- sonar, prófessors, hefur hún móttekið öll þau svör, er nefnd- armenn óskuðu eftir varðandi málið. Á morgun, föstudag, munu nefndarmenn vinna úr svörunum en að því loknu leggur formað- ur handritanefndarinnar til að nefndin hafi samráð við K. B. Ande'rsen, menntamálaráðherra. Búizt er við að handrita- nefndin muni setja ákveðin skilyrði fyrir afhendingu, ekki breytingar á frumvarpinu í heild, heldur fara fram á fyrirheit um •bætt fjárbagsskilyrði varðandi rannsóknir á handrifunum. Mun nefndin m.a. krefjast þess að þeim vísindamönnum, sem vænt- anlega fara í framtíðinni til Reykjavíkur til rannsókna á frumhandritum, verði séð fyrir ríflegri fjárhagsaðstoð. Enn- fremur mun nefndin krefjast þess að engin handrit megi af- henda fyrr ljósmynduð. en þau hafa verið Rytgaard. Mynd þessi var tekin á flugvelli við Lundúnaborg, þegar forseti Islands, herra Asgeir Asgeirsson, kom þangað ásamt dætrum sínum með flugvél frá Flugfélagi fslands síðastliðinn föstudag. Frá vinstri talið: Jóhann Sigurðsson, formaður íslendingafélagsins í Lundúnum, herra Ásgeir Ásgeirsson, frú Björg Ásgeirsdóttir, frú Vala Thoroddsen og Henrik Sv. Björnsson, sendiherra íslands í Bretlandi. Þunglega horílr SATTAFUNDUR sá í sjó- mannadeilunni, sem hófst kl. 17 á miðvikudag stóð aðeins til kl. 20, 01? tókust engar sættir. Þykir nú heldur þung- lega horfa, að sættir náist í bráð. Loftleiðir hsíja fost leiguflug í sumur með tveimur „sexum“ LOFTLEIÐIR munu hefja fast leiguflug (charter-flug) með tveimur „sexum“ þ.e. flugvél- um af gerðinni DC-6B, á sumri komanda. Félagið á nú fimm flugvélar af slíkri gerð, og verða þá þrjár áfram í áætlunarflugi, að því er Kristján Guðlaugsson, stjórnarformaður Loftleiða, skýrði Mbl. frá í gær. Loftleiðir hafa stundað nokk- uð leiguflug, og hafa allir um- boðsmenn félagsins visst umboð til að taka á móti tilboðum, sem stjórnin hér í Reykjavík tekur svo ákvörðun um. Nú verður leiguflugið fastur liður í starf- semi félagsins. Farið verður í einu og öllu eftir skilyrðum, sem sett eru fyrir leiguflug í alþjóðalegri IATA-reglugerð. Kaupmannahafnarblaðið B. T. segir frá þessu undir fimm dálka fyrirsögn sl. þriðjudag. Fyrir- sögnin hljóðar svo: „Nú byrja Loftleiðir líka að lokka okkur með leiiguflugi. Hinn íslenzki erí'ðafjandi SAS, hið óháða félag Loftleiðir, er aftur í baráttuhug" („pá krigsstien igen“). Segir í greininni, að fxamvegis verði það ekki áðeins áætlunarflug- félög, fyrst og fremst SAS, sem fái að finna fyrir samkeppninni við hið litla en atorkusama ís- Ienzka flugfélag. Nú eigi leigu- flugfélögin líka að kynnast ást- Framhald á bls. 23 Drengur beiö bana í bílslysi ENN HEFUR orðið hörmulegt banaslys. Á sjöunda tímanum í fyrrakvöld varð tólf ára dreng- ur fyrir langferðabifreið á Suð- urlandsveginum á móts við Selás búðin fyrir ofan Árbæ og beið hann þegar hana. Laust fyrir kl. 7 þá um kvöld ið var 34ra sæta langferðabifreið af Mercedes-Benz gerð á leið aust ur Suðurlandsveg. Bifreiðastjóri hennar segir svo frá, að þegar hann kemur á móts við Selásbúð ina, mætir hánn bíl með mjög sterkum ljósum, og víkur hann vel út á vinstri vegarbrún, en maibikaði vegurinn þarna er mjög mjór. Um leið og bílarnir eru að mætast, sér hann skyndi- lega dreng á reiðhjóli á vegin- um fyrir framan sig. Kveðst hann þegar hafa hemlað, en það var þá um seinan. Rann bíllinn um 20 metra áfram, enda blautt á malbikuðum ^ginum. Bíllinn skall á drengnum og reiðhjólinu og mun bæði hann og hjólið hafa dregizt nbkkurn spöl með bílnum, því að hvort tveggja lá fyrir framan bílinn þegar þílstjórinn kom út. Var þá ekkert lífsmark með drengn um. Má telja víst, að hann hafi látizt samstundis. Drengurinn hét Benedikt Jóhann Hafstein Jakobsson og átti heima að Ár- bæjarbletti 33, sonur hjónanna Steinunnar Kristjónsdóttur og Jakobs Jóhannssonar. Þeir, sem kynnu að hafa orðið sjónarvottar að þessu hörmulega slysi eru beðnir að hafa sam- band við rannsóknarlögregluna, og sömuleiðis er ökumaður bif- reiðar þeirrar, sem mætti lang- ferðabifreiðinni við Selásbúðina beðinn að gefa sig fram. Kristmundur Sigurðsson varð- stjóri hjá rannsóknarlögreglunni tjáði blaðinu í gær, að svo virt- ist af öllu, að bæði ökumaður langferðabifreiðarinnar og dreng urinn, sem lézt, hafi sýnt fulla aðgæzlu og farið að umferðar- reglum. Á bls. 2 er sagrt frá útboði á fyrsta áfanga fyrirhugaðrar Sundahafnar. Uppdráttur þessi sýnir nýju höfnina, sem fullgerð verður í Vatnagörðum á árinu 1967. og hugsanlega stækkun hennar síðar. Le ngst til vinstri er olíustöð BP í Laugarnesi og Vatnagarðar til hægri. Jeppi lendir ofan á vörubíl HARÐUR árekstur varð klukkan liðlega eitt í gærdag í Keflavík. Fólksbíll ætlaði inn á Hafnar- götu, sem er aðalgata, frá benzín- afgreiðslu Aðalstöðvarinnar. í sömu svifum var jeppa ekið norð- ur götuna, og skullu bílarnir sam- an. Brunaði jeppinn áfram og til vinstri upp á gangstétt. Þar tókst hann á loft og lenti ofan á vélar- húsi á kyrrstæðum vörubíl. 1 leiðinni hafði steyputunna krækzt framan á jeppann, og fylgdi hún með í flugferðinni. Menn voru þarna við vinnu, og þykir mildi, að enginn skyldi verða fyrir jepp anum. Hvorugur bílstjóranna slasaðist, en bílarnir eru allir mikið skemmdir. ★ ULBRICHT HEIMSÆKIR EGYPTALAND Bonn 27. janúar (NTB) AUSTUR-ÞÝZKA frétta®tofan ADN hefur skýrt frá því, að Walter Ulbrieht, leiðto'gi austur-þýzkra kommúnista, hafi þegið boð Nassers forseta um að heimsækja Egyptaland í febrúar n.k.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.