Morgunblaðið - 04.02.1965, Síða 6
6
MORCUNBLADIÐ
Fimmtudagur 4. febrúar 1965
Karlinn veltir því fyrir sér um leið og hann spýtir út fyrir borðstokkinn, hvaða eiturkvik-
indi leggi ekki á flótta út í hafsauga undan svona áhöfn.
Gei piverð á íslenzkum
frímerkjum í New York
SÆNSKA blaðið Dagens Ny- voru sænskir frímerkjasafnar frímerkjum farið ðrt vaxandi
heter skýrir frá því, að á upp- ar- Hefur áhugi á íslenzkum í Svíþjóð hin síðari ár.
boði í New York fyrir ■ - —
Söngskemmtun
F. Lazaros
ÞAÐ leyndi sér ekki, að söngur
spánska tenorsöngvarans Franc-
isco Lazaro féll í góðan jarðveg
hjá gestum Tónlistarfélagsins í
sl. viku. Fögnuður slíkur sem þar
var látinn í ljós er næsta fátíður
á tónleikum í þessu kalda landi.
Það er því eiginlega með hálf-
um huga sem ég geri það upp-
skátt, að, hrifning mín af þvi sem
þarna fór fram var miklum tak-
mörkum bundin. Liggja til þess
ýrnsar ástæður.
í fyrsta lagi finnst mér of mik-
ið að heyra á rúmum klukku-
tíma tíu helztu „glansnúmerin'* *
úr næstum jafnmörgum óperum.
Gildi þeirra oig áhrifamáttur er
— eins og flest annað sem tónlist
varðar — algerlega „relatívt",
og þegar slíkum verkefnum er
raðað upp eins og hér var gert,
bókstaflega drepa þau hvert
annað. f öðru lagi fannst mér
raddbeiting söngvarans og allur
söngmáti ákafleiga ein’hæfur og
beinlínis þreytandi, þegar til
lengdar lét
Því verður ekki með rökum
neitað, að raddefni söngvarans er
að ýmsu leyti glæsilegt, og það
mátti heyra, að hann fylgdist
með því, sem hann söng, og „lifði
sig inn í“ hin margvíslegu hlut-
verk sín að vissu marki. Tel ég
vafalaust, að gaman væri að
heyra hann í óperu, þar sem
kraftasöngur af þessu tagi væri
ekki alveg eins einráður og 'hér
var. En ég er hræddur um, að
hann verði ek'ki annar Caruso,
eins og hér virðist vera almenn
trú, nema hann breyti mjög um
söngaðferð, og það heldur fyrr
New York, 2. febr. (NTB)
• Allsherjarþing Sameinuðu
þjóðanna hefur ákveðið að
gera viku hlé á störfum, með
an gerðar séu enn frekari til-
raunir til að ráða bót á fjár-
hagsvandræðum samtakanna.
en síðar. Með þessari rneðferð á
rödd sinni getur hann varla enzt
nema fá ár enn.
Árni Kristjánsson lék hlut-
verk hljómsveitarinnar á þessum
tónleikum og fór það vel úr
hendi, eftir því sem efni stóðu tiL
Jón Þórarinsson.
LÖGREGLAN í Reykjavík hef-
ur í mörgu að snúast. Stór hlutl
af störfum hennar er að veiia
borgurunum aðstoð sína, þegar
vandi steðjar að. Hér eru tveir
lögregiluþjónar að klifra milll
hæða utan á einu af háhýsum
borgarinnar, en húsfreyja hafði
læst lyklana inni.
(Ljósmynd Mbl. Sv. Þorm.).
skömmu hafi selzt umslag,
sem á voru nokkur hinna
elztu íslenzku frímerkja, fyrir
150 þús. ísl. krónur. Merkin
eru að verðgildi tveir skilding
ar og þriggja skildinga sam-
stæða. Þau eru ekki metin
nema á nokkur hundruð krón
ur. En frá tímabiiinu 1873 til
1876, þegar þessi merki voru
í gangi á íslandi, eru ekki til
varðveitt nema 18 frímerkt
hréf — og þegar eitthvert
þeirra fer á markaðinn, er eft
irspumin gífurleg.
Þessi eftirspurn hefur aldrei
verið meiri en einmitt nú.
Hjá uppboðsfyrirtækinu Ir-
win Heiman varð hennar fyrst
vart, og þegar merkin voru
boðin upp, hljóðaði fyrsta til-
boðið upp á 53.750 ísl krónur,
en að nokkrum mínútum liðn-
um, áður en uppboðshaldar-
inn sló þrjú högg í borðið, var
tilboðið komið upp í 150.000
ísl. krónur. Tilboðið kom frá
bandarískum frímerkjasafn-
ara og hreppti hann hin ís-
lenzku frimerki, en meðal
■þeirra, sem höfðu augastað á
þessum fágætu frímerkjum
★ DAVÍÐSHÚS
„Gömul sveitakona“ skrifar
okkur um Davíðshús:
„Ég fagnaði þeim fréttum, að
Akureyringar hefðu tekið þá
ákvörðun, að leita til þjóðar-
innar í heild með kaup.á húsi
Davíðs skálds Stefánssonar.
Vitanlega getur Akureyrarbær
einn ekki lagt út svo mikið fé,
hefur þó þegar keypt hið mikla
bókasafn. Það ber að þakka
erfingjum fyrir að gefa hús-
muni ag listverk skáldsins, en
ég get þó ekki varizt þeirri
hugsun, að það séu helgispjöll
að meta Davíðshús til peninga,
úr því skáldið átti ekki eigin-
konu né börn. En ég trúi því
samt að það safnist fé til að
kaupa húsið og ég vona að guð
gefi fslendingum, að þeir kunni
að meta Otg njóta þeirrar feg-
urðar og unaðar, sem Davíð
Stefánsson, þjóðskáldið ástsæla,
gaf þjóð sinni í verkum sínum.
Árlegur kostnaður við safnið
og viðhald hússins, að vinna að
fegrun garðsins umhverfis hús-
ið og borga gæzlumanni, verður
auðvitað mikill. Garðurinn
þarf að verða reglulegur Fagri-
skóigur Davíðs, svo sem mig
minnir að Páll ísólfsson hafi
komizt að orði einu sinni. Það
hefur líka verið bent á að í
framtíðinni verði þar tryggari
staður fyrir styttu Skáldsins en
á jörðinni Fagraskógi, því að
vitanlega er engin trygging
fyrir því að ættmenn Davíðs
skálds búi þar um ár og aldir.
Það gæti orðið svipað eins og
þar, sem ættangrafreitir eru á
jörðum, en vandmenn fluttir á
braut. Æskilegt væri að söfn-
unin yrði það stór að afgangur-
inn nægði til sjóðmyndunar til
að kosta safnið framvegis,
a.m.k. að einhverju leyti. Ekki
fyndist mér heldur fráleit hug-
mynd, að einn bekkur í barna-
Skóla Akureyrar gyldi vor
hvert eitt dagsverk hver nem-
andi í garðinum í þegnskyldu-
vinnu. Við þetta gæti farið
saman minni kaupgreiðsla og
að uniglingarnir kynntust, a.m.k.
sumir hverjir, betur Davíðs-
húsi og þeim andlegu verðmæt-
um, sem það geymir. Þá fengju
þeir varanlega greiðslu fyrir
dagsverkið sitt.
Gömul sveitakona".
* HÁVAÐI FRÁ BÍLSKÚR
Og svo er hér bréf frá
„Friðsælum borgara", sem
kvartar yfir ónæði:
Er ekki kominn tími til að
þeim lögum, sem Reykjavíkur-
borg setur, sé framfylgt? Þar
á ég við notkun þeirra bílskúra,
sem byiggðir hafa verið við
íbúðarhús í íbúðarhverfum
borgarinnar.
Um nökkurt árabil hefur
verið frjálst að byggja atvinnu
og iðnaðarhúsnæði, svo óþarfi
er að sjá lengur í gegn um
fingur sér fyrir þá ráðamenn
borgarinnar, sem eiga að hafa
eftirlit með að bílskúrar séu
ekki leigðir út við íbúðarhúa
til bílaviðlgerða, jámsmíði, tré-
smíði oig annars skylds atvinnu-
rekstrar, sem er okkur íbúun-
um til ama og armæðu.
Heimilisfól'k er bæði stundar
atvinnu og nám á heimtingu á
að fá ró og frið fyrir þungum
höggum, dunum og dynkjum,
er það kemur þreytt heim að
kvöldi og um heligar. Að ég tali
nú ekki um þá slysahættu sem
þessu fylgir, er stórir vöru-
flutningabílar koma til ferm-
ingar og áffermingar og börnin
eru að leik eða ruslið og bíla-
hræin sem fylgja flestum bif-
reiðaverkstæðum.
Ég vona nú að þeir ráða-
menn borgarinnar, sem með
þetta hafa að gera, vakni nú af
dvala og átti sig skjótt á að
slíkt á ekki heima í íbúðarhverf
um Reykjavíkur og að þeir
hreinsi borgina af þessu fyrir
hina árlegu hreingerningu 17.
júní.
Friðsæll borgarbúi*'.
spennustillar, í miklu
úrvali.
BRÆÐURNIR ORMSSON hJt.
Vesturgötu 3. — Sími 114®7