Morgunblaðið - 04.02.1965, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 04.02.1965, Qupperneq 12
12 MORGU N BLADIÐ Fimmtudagur 4. febrúar 1965 Frá þeim stað þar sem danskan er fegurst töluð Stutt spjall vi5 ölaf P. IMielsen, rafvirkjameistara OLAF P. NIELSEN, rafvirkja- meistari, varð sjötugur sunnu- daginn 24. janúar sl. Nielsen er Reykvíkingum að góðu kunnur, enda hefur hann lengi starfað hér í bæ að- iðn sinni og er alþekktur fyrir sam- vizkusemi og kunnáttu. Við á Morgunblaðinu ættum að þekkja Nielsen frá fornu fari. Hann hefur ávallt fylgzt pneð rafmagnsmálum blaðsins, ef svo mætti að orði kveða, og jafnan sýnt óvenjulega trú- mennsku og samvizkusemi í starfi. Nielsen hafði eftirlit með vélákosti blaðsins, meðan það var í gamla húsinu í Aust- urstræti og hefur þann starfa enn á hendi. Hann annaðist raflögn í Morgunblaðshúsið. Við hittum hann því daglega á gangi og er þá stundum stanzað og spjallað um daginn og veginn, en þó ekki of lengi því Nielsen tekur störf sín of alvarlega til að vera of lengi á tali við værukæra og rabb- gjarna Morgunblaðsmenn. Eftir afmælið fengum við tækifæri til að hitta Nielsen að máli örstutta stund og spyrja um nokkra þætti í lífi hans. Samtalið hófst auðvitað á þessari gáfulegu spurningu: — Þú ert af dönskum ætt- um, Nielsen? — Ég er fæddur í Skive á Jótlandi og var faðir minn danskur að ætt, en móðir mín var sænsk. — Og þú ert uppalinn þarna á Jótlandi? — Já, það er ég. — Og talar józku. Er hún ekki hálfgert hrognamál? — Nei, síður en svo. I Skive er töluð fallegasta danska, sem um getur. Hvað sem þeir segja í Kaupmannahöfn eða annars staðar á Sjálandi eða Fjóni, þá fullyrði ég að þessi józka danska okkar í Skive er fallegasta málið, sem talað er þarna niðri. En þó skal ég við- urkenna að ekki er allsstaðar töluð jafngóð danska í Jót- landi. Hún er miklu fallegra mál austan Limafjarðar og á heiðunum austur að Arósum, heldur en vestah fjarðarins, eins og í Nyköping eða Thi- sted. — Hvenær laukst þú raf- virkjaprófi, Nielsen? Það var 1. maí 1914. Þá fór ég að vinna hjá fyrirtæki, sem heitir Siemens Scukert. Þar vann þá íslenzkur maður, Jón Sigurðsson, hinn mesti dugn- aðarforkur og ágætur raf- virkjameistari. Hann setti á stofn verkstæði, þegar hann kom" hingað upp til fslands, skrifaði mér síðan niður -til Danmerkur og bað mig koma til fslands og vinna á verk- stæði sínu. Mér hafði líkað vel við Jón, og tók því boði hans fegins hendi. Ég kom hingað 1919, og hóf þegar að vinna á verkstæði hans. — Þá var lítið um raflagnir í Reykjavík? — Já, það er rétt. Rafvirkj- un var þá tiltölulega ný iðn- grein hér á landi og skammt komin. Þá voru ekki nema 5 eða 6 rafvirkjar í allri Reykja- vík og rafmagn var síður en svo komið í öll hús í bænum. Nú þykir öllum Reykvíking- um sjálfsagt að hafa rafmagn, mundu nánast brosa að raf- magnslausu húsi. En á þessum árum höfðu aðeins fá hús raf- magn og fengu það frá ljósa- vélum, sem eigendurnir sjálfir þurftu að kaupa og annazt. Slík ljósavél var t.d. í húsi Geirs Zoega hér við Vestur- götuna, enda var hann víst auðugur maður og gat veitt sér ýmislegt, sem allir höfðu ekki efni á. En skömmu eftir að ég var hingað kominn var farið að leggja rafmagn í öll hús í bænum. Og nú sýnist mér ekki vanta ’ljósadýrðina í borgina okkar. — Þú segir borgina okkar. Þú ert auðvitað orðinn íslend- ingur fyrir löngu? — Já, það er ég, máttu vita. íslendingur í húð og hár. Hér hefur mér alltaf liðið vel, og hér vil ég eiga heima. Þó að vinnan hafi verið minni 4 gamla daga og kaupið lægra en nú er, get ég ekki annað sagt en allt hafi gengið að ósk- um. Hér kynntist ég konu minni, Dagmar Hansen, og eigum við tvö börn, sem nú eru uppkomin. Og hér hef ég eignazt marga góða kunningja og vini. Ég hef aldrei haft annað á tilfinningunni en ég ætti heima hér,á landi. — Hefurðu þá búið hér frá því þú komst 1919? — Þegar ég hætti hjá Jóni Sigurðssyni, fór ég aftur til Danmerkur, en skömmu síðar lézt Jón, og þá gerði ekkja hans mér orð um að koma hingað upp aftur og taka við verkstæðinu. Ég átti svo hlýj- ar minningar héðan og hafði svo góða reynslu af dvöl minni hér, að ég lét ekki segja mér það tvisvar. Vann ég svo á verkstæði Jóns heitins þangað til 1939, að ég setti upp eigið verkstæði og hef unnið sjálf- stætt æ síðan. Nú erum við að- eins tveir, enda er ég að draga saman seglin, kominn á efri ár, og orðinn nokkuð lúinn af margvíslegum erli og löngu starfi. Ég vil helzt ekki hafa fleiri en einn mann 1 vinnu af þeim sökum. Flest hafði ég átta menn í vinnu, enda alltaf nóg að gera og í mörgu að snúast. Þau eru orðin nokkuð mörg húsin, sem við höfum lagt rafmagn í, sum stór og erfið timburhús eins og Hótel ísland, sem brann á sínum tíma, eins og þið munið, en aldrei þessu vant er mér óhætt að fullyrða, að þá kviknaði ekki í „út frá rafmagni“, eins og segir í fréttunum. — Og hvað hefurðu unnið lengi fyrir Morgunblaðið, spyrjum við Nielsen að lok- um, og hann svarar: — Það eru víst orðin milli 30 og 35 ár. Ég vann í gamla húsinu við Austurstræti -við ýmis konar raflagnir og eftir- lit, og hef einhvern veginn orðið eilífðarháseti á þessari Ólaf P. Nielsen. skútu ykkar. — Og ertu nokkuð að hugsa um að fara aftur til Danmerk- ur? — Nei, það held ég ekki. Ég er mjög ánægður með lífið á íslandi, eins og ég sagði ykk- ur til þess, eða var það ekki skipta um. Ég vildi helzt fá að deyja hér uppi, og hef engan áhuga á að skreppa þarna nið- ur til þess, eða var það ekki það sem þið voruð að spyrja um? Við óskum Nielsen og fjöl- skyldu hans til hamingju með sjötugsafmælið og látum í ljós vonir um að eiga Nielsen sem lengst að, því mikið öryggi er í því að hafa svo dygga hjálp- arhellu, þegar gera þarf við vélar eða raflagnir prent- smiðjunnar, jafnt á nótt sem degi - I í ! i s Árni Öla: Náttúruvernd Hvað á að verða um Köllunarkletf? Köllunarklettur. REYKJAVÍK á mjög einkenni- lega klettaströnd inni í sjáííum bænum. Það er ströndin frá Lauganestöngum inn að tjörn- inni, sem var skammt frá Klepps- epítaianum. Innan við tjarnar- víkina taka svo við klettarnir á Skaftinu, og síðan lægri klett- ar inn með Elliðaárvogi, en í J>eim klettum var á einum stað tekið efni í gluggaumgerðir Við- eyjarstofu, veigna þess að hvergi þar nærlendis fannst fegurra og betra grjót til að höggva úr gluiggaumgerðirnar. Nú er í ráði að gera á næst- tinni hafnarmannvirki alla leið frá óliustöð BP-félagsins inn að Skafti. Og hvað verður þá um klettaströndina? Verða ekki < klettarnir brotnir niður og hafðir í uppfyllingu? Mér sýnist aliar líkur benda til þess. Nú eru þarna tveir klettar, sem eiga gamla og allmerkilega söig-u að baki sér. Þeir eru næstir fyrir austan grjótnám bæjarins. Nærri kiietturinn heitir Köllunarklettur, en á næsta kletti fyrir ausan hann stóð um aldir landamerkja- varða milli Laugarness og Klepps og átti einkennilegt nafn, því að 'hún var kölluð Líkavarða. Þessi örnefni eru frá pápiskri tíð, eða frá þeim tímum er klaust ur var í Viðey. Á þennan stað voru flutt lík þeirra manna, sem höfðu keypt sér leg að klaustur- kirkjunni í Viðey. Af Köllunar- kletti var kölluð ferja yfir sund- ið, en meðan beðið var eftir ferj- unni, voru lí’kin geymd í brekku hjá Líkavörðu og hét sú brekka Líkabrekka. Mörg lík hafa verið flutt þar yfir sundið, ag í Við- eyjartúni eru tvö örnefni sem einnig benda til þessara flutn- inga. Þar hét Líkaflöt og Þvotta- hóll, þar sem líkin voru lauguð áður en þau væru flutt heim á klaustrið. Örnefni þessi kallast því á yfir sundið og eru óljúg- fróður vitnisburður um sið, sem lagðist niður fyrir 425 árum. Viðeyjarklaustur stóð í 314 ár með miklum blóma. Það varð auðugasta klaustur hér á landi. Þegar það lagðist niður, átti það 118 jarðir. Ekki mun það þó hafa verið nema lítill hluti af þessum jörðum, er menn höfðu gefið klaustrinu til þess að fá þar kirkjuleg. En menn gátu keypt þau fríðindi ag sáluhjáip fyrir annað en fasteignir. Verður því ekkert um það sagt hve mörg lík hafi verið flutt út í Viðey til greftrunar. En þau geta hafa ver- ið nokkuð mörg á þremur öldum. Og leið þeirra flestra hefir leg- ið yfir sundið frá Köllunarkletti til lendingarinnar niður af klaustrinu. Staðirnir og örnefnin beggja vegna við sundið eru minninigar um trúarlíf fslendinga á pápiskri tíð, en hún nær yfir helminginn af sögu þjóðarinnar. Einhvern tíma rekur að því, að Reykjavík eignast Viðey. Væri þá ekki skemmtilegt fyrir hana að eiga örnefni og minning- ar frá þessum tíma báðum megin við sundið? En auk þess að vera sögustaður, mætti Köllunarklett- ur gjarna varðveitast sem sýnis- horn af klettaströndinni norðan á þessu nesi. Sorglega lítið hefir verið hulgs- að um að varðveita sögustaði hér í Reykjavík, eða þá staði sem sagnir og minningar voru við bundnar. Þeim hefir verið rutt burt hverjum af öðrum, eftir því hvað mönnum þótti hagkvæmt i svipinn. Nú sýnist mér röðin vera komin að Köllunarkletti, og heiti því á alla góða menn að bjarga honum. Ég heiti á hafnar- stjórn, bæjarstjórn og bæjarráð, og ennfremur á Náttúruvernd ag Þjóðminjavernd að hlífa Köllun- arkletti og Líkavörðu. Kirkju- garðurinn í Laugarnesi hefir ver ið friðaður. Má ekki friða Köll- unarklett líka? Sumir munu ef til vill segja að þetta séu engir merkisstaðir og ósannað að þeir beri þessi nöfn. Ég skal ekki fjölyrða um það hér, en aðeins vísa til greinar í bók minni „Horft á Reykjavík" (bls. 166-178). Þar þykist ég hafá sann að, að á þessum stað sé að finna Köllunarklett og Líkavörðu og þessi örnefni geti hvergi verið annars staðar. En til viðbótar skal ég geta þess, að eftir að bókin kom út, hafa gamlir Reyk- víkingar sagt mér, að í aesku hafi þeir alltaf heyrt stóra klettinn þarna nefndan Köllunarklett. Nafnið hefir því loðað við hann fram undir seinustu aldamót.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.