Morgunblaðið - 04.02.1965, Side 28
lELEKTROLUX UMBOÐIÐ
1 iAUOAVEGI 6? sTmi 21800
29. tbl. — Fimmtudagur 4. febrúar 1965
Samkomulagið staðfest
Sjómenn: 254 gegn 181
*
— litvegsmenn: 134 gegn 42
í FYRRADAG fór fram atkvæða
grciðsla í félögum sjómanna og
útveigsmanna um samkomulag
það, sem náðist með deiluaðilum
á fundi með sáttasemjara rikisins
í fyrrinótt. Atkvæðum frá þeim
10 stöðum, sem í hlut áttu, var
'síðan safnað saman ogr fór taln-
ing fram í gærdag. Úrslit at-
kvæðagreiðslunnar urðu, þau, að
samkomulagið var samþykkt
bæði af sjómönnum og útvegs-
mönnum. Á kjörskrá í félögum
sjómanna voru 444, 254 greiddu
atkvæði með samkomulaginu, en
181 á móti. Auðir seðlar voru 9.
Á kjörskrá útvegsmanna voru
177. 134 greiddu atkvæði með, en
42 á móti. Einn seðill var ógildur.
Þegar í gær var hafinn undir-
búningur bátaflotans í Reykja-
vík, vatn, vistir og veiðarfæri
tekin um borð. Ætluðu margir að
láta úr höfn þegar í gærkveldi
og nótt.
Krafizt 95 þús. danskra kr,
til að leysa Jarlinn og skipsmenn úr haldi
— annars verður málsókn haldið áfram
SMYGÍ.MÁL það, sem upp er
komið í Kaupmannahöfn, vegna
íslenzka flutningaskipsins Jarls-
ins, var tekið fyrir þar í dag.
Eins og skýrt hefur verið frá,
hafa 5 skpiverjar, þar á meðal
skipstjóri og 1. vélstjóri, verið
hafðir í gæzluvarðhaldi að undan
förnu. Morgunblaðinu barst í
gær eftirfarandi skeyti frá frétta-
ritara sínum í Kaupmannahöfn,
Rytgaard:
Svo virðist sem smyglmál
flutningaskipsins Jarlsins frá
Flateyri me^gi útkljá, ef útgerð-
in með milligöngu íslenzka sendi
ráðsins vill fallast á að greiða
alls 95 þúsund danskar krónur
(589 þús. isl. kr.) í sektir og upp-
töku. Þessi lausn málsins var
rædd í bæjarþingi Kaupmanna-
hafnar, þar sem til meðferðar var
málið gegn skipstjóranum, 1. vél-
fsijóra. 2. stýrimanni og einum há
wta. Tveir aðrir voru í fyrstu
grunaðir, en hafa nú verið látn-
ir lausir.
Fyrsti stýrimaður hvarf af
skipimi í Landskrona og er ekki
kominn til Kaupmannahafnar
Gullfoss fekur
verkufólk
i Færeyjum
GULLFOSS fór í gær frá Kaup-
mannahöfn á heimleið. Mun
skipið að þessu sinni koma við í
Þórshöfn í Færeyjum og verður
þar væntanlega n.k. laugardag.
í Þórshöfn mun Gullfoss taka
um 110 færeyska sjómenn og
verkafólk, og jafnvel enn fleiri,
eem ætla að fara til að vinna á
vertíð á íslandi.
GuIIfoss er væntanlegur til
Reykjavíkur n.k. mánudag.
ennþá, en hann hefur mjög verið
til umræðu í réttinum.
Eftir réttarhaldið í dag, munu
eftirfarandi atriði vera ljós: Mál-
sókn var hafin eftir'að tollrann-
sókn hafði verið gerð um borð í
skipinu. í ljós hafði komið, að
skipið var fljótandi áfengis-
skemma. Auk þeirra 85 flaskna
sem gefnar voru upp til tollyfir-
valdanna og sagðar allar birgðir
skipsins, fundu tollverðirnir víðs
vegar um skipið 600 til 700 flösk
ur af áfengi, aðallega genever,
viskí og romm. Flöskur þessar
voru geymdar á margvíslegum
felustöðum, t.d. í leyniskápi
nokkrum, bak við haglega gerð-
an vegg í balllesttanki skipsins.
>á fannst og nokkurt magn undir
rúmi skipstjórans.
Samkvæmt ákvæðum tollalag-
anna skulu vínbirgðir skips gefn
Verkalýðsnóm-
skeið í Valhöll
VF.RKALÝÐSRÁB Sjálfstæðis-
flokksins og Málfundafélagið
Óðinn hafa ákveðið að efna til
fræðslunámskeiðs um atvinnu-
og verkalýðsmál, er hefjast mun
um miðjan febrúar og standa
fram í miðjan april.
Námskeiðið verður haldið í
Valhöll við Suðurgötu, og verða
fundir haldnir einu sinni í viku.
Á námskeiðinu verða fluttir fyr-
irlestrar um ýmis málefni, er
sérstaklega varða félaga í laun-
þegasamtökunum, og einnig
verða haldnir málfundir.
Þeir, sem óska eftir að taka
þátt í námskeiðinu, eru beðnir
að tilkynna þátttöku sína í skrif-
stofu Verkalýðsráðs í Valhöll,
sími 17100, og þar verða einnig
gefnar nánari upplýsingar um
tilhögun námskeiðsins.
ar upp til fulls við komu til
danskrar hafnar, og það því ljóst
að bessi ákvæði höfðu verið brot-
in. Ennfremur kom það fram, að
skipverjum hafði heppnazt að
smygla 24 áfengisflöskum í land
í Kaupmannahöfn, þar sem þær
voru seldar fyrir .u.þ.b. 700 d. kr.
(4340 kr.). Þannig vörðuðu at-
hafnir Jarlsmanna einnig við
smyglákvæði tollalaganna.
Þannig voru'Guðmundur Krist
Framhald á bls. 27.
Gunnar Schram, símstjóri á Akureyri, tilkynnir Ingóifi Jóns-
syni ráðherra, að sambandið sé opnað.
Sjálfvirkt samband milli
Akureyrar og R-víkur
Akureyri, 3. fe<brúar.
SJÁLFVIRKT símasamiband m.illi
Akureyrar og sjálfvirku stöðv-
anna á Suðvesturlandi var opn-
að kl. 17 í dag. Gunnar Sdhram,
símstjóri, átti fyrsta samtali af
þessu tagi við Ingólf Jónsson,
póst- og símamálaráðlherra, og
tilkynnti honum, a'ð samíbandið
væri opnað og til'búið til afnota,
Nú geta símnotendur hér val-
ið sjálfir númer það, sem þeir
vilja tala við, með því að velja
svæðisnúmer viðtökustöðvarinn-
ar fyrst, t.d. 91 ef þeir vilja tala
við númer í Reykjavík, síðan
strax á eftir þa'ð númer, sem
samtals er óskað við. Á sama
hátt velja Reykvíkingar svæðis-
númerið 96, ef þeir vilja tala
hingað til Akureyrar.
Uppsetning á búnaði sjálf-
virka sambandsins hefur staðið
yfir á annað ár og margir menn
unnið við hana, undir yfirumsjón
Þorvarðar Jónssonar, verkfræ'ð-
ings, sem var viðstaddur opnun-
ina í dag. Tveir sænskir síma-
Kjarnorkufloti Atlantshafsbanda-
lagsins til umræðu á Atþingi
Utanrikisráðherra svaraði fyrirspurn i gær
A FTJNDI í Sameinuðu þingi í
gær, var á dagskrá m.a. fyrir-
spurn frá Ragnari Arnoids tii
utanríkisráðherra um kjanorku-
flota Atlantshafsbandalagsins. í
svari sánu tók utanríkisráðherra
m. a. fram, að við ísiendingar
höfum ávalit verið vopnlaus þjóð
og viö höfum engin áform um
eigin vopnabúnuð, og var það því
afstaða rikisstjórnarinnar tii
þessa máls að taka ekki þátt í
viðræðum, sem fram hafa fiarið
um hugmyndir Bandarikjastjórn-
ar um fyrirhugaðan kjarnorku-
flota Atiantshafsbandalagsins.
Ragnar Amalds gerði fyrst
grein fyrir fyrirspurn sinni, sem
var á þessa leið:
1. Hver er afstaða ríkisstjórn-
arinnar til fyrirhugaðs kjarnorku
flota Atlantshafsbandalagsins
(MLF — Multilateral force)?
2. Hvernig hyggst ríkisstjómin
beita atkvæði Islands á ráðherra
fundi NATO, ef éformin um
Framhald á bls. 8
tæknimenn hafa starfað hér við
frágang stöðvarinnar síðustu vik
urnar.
Verð 'hverrar tímaeiningar,
sem er 6 sekúndur, verður 110
aurar milli Akureyrar og Reykja
víkur, þannig að samtal, sem
stendur í 3 mínútur kostar 33
krónur, svipað og 1 viðtalsbil
með handvirka sambandinu. Hins
vegar ver'ða samtöl ódýrari nú,
ef ek'ki er talað í fullar 3 mín-
útur.
Nýja laginu fylgja þeir ann-
markar, áð ekki er hægt að fá
slíkt samtal með kvaðningu, þar
sem teljarinn telur frá því er
viðtökusíminn svarar. Og ekki
er iheldur hægt að fá sérstakan
reikning fyrir samtalinu.
Rétt er þó að benda á, að
Framh. á bls. 27
Flugfélagið flutti yfir
112 þús. farþega sl. ár
eða fleiri, en nokkru sinni fyrr
FLUTNINGAiR Flugfélags ís-
lands árið 1964 gengu mjög vel,
og fluttu flugvélar félaigsins fleiri
farþega en nokkurntíma áður.
Einnig varð veruleg aukning á
vöruflutningum og póstflutning-
um, en færri leigufiug voru far-
in en árið á undan.
Millilandaflug.
Farþegar félagsins í áætlun-
arfiugi milli landa árið 1964 voru
samtals 36.952, en voru 28.937
árið á undan. Aukning 27,7%.
Vörufiutningar milli landa námu
412 lestum. Árið áður voru flutt-
ar 332 lestir og var'ð aukning því
tæpieiga 24%. Þá voru fluttar
115 lestir af pósti á móti 90,6
lestum árið áður; aukning 26,4%.
Innanlandsflug
Farlþegar Fiugfélagsins á flug-
leiðum innan lands voru á árinu
69.834, en voru 62.056 árið á
undan. Aukning í farþegaflutn-
ingum innaniands er 12,5%. Vöru
flutningar á innanlandsleiðum
námu 1049 lestum, en voru 974
lestir árið áður; aukning er 7,7%
og fluttar voru 128 lestir af p>ósti
á móti 117,5 lestum árið áður;
aukning 9,4%. Þess ber að geta
Framihaild á bls. 27.
Loðnuverðið
5S aurar pr. kg.
VERÐLAGSRÁÐ sjávarútvegs-
ins hefur ákveðið að lágmarks-
verð á loðnu til vinnslu í verk-
smiðjum á loðnuvertíð 1965 skuii
vera kr. 0,56 pr. kg.
Verðið er miðað við loðnuna
komna á flutningstæki við hlið
veiðiskips.
Seljandi skal skila loðnu til
bræðslu í verksmiðjuþró og
Igreiði kaupandi kr. 0,04 pr. kg.
í flutningsgjald frá skipshlið.