Morgunblaðið - 13.03.1965, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.03.1965, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐID Laugardagur 13. marz 1965 Ræktun lerkis á Fljótsdalshéraði SL. miðvikudag mælti Jónas Pétursson fyrir þingsályktunar- tillögu í Sameinuðu þingi um ræktun lerkis á Fljótsdalshéraði. Var hún á þessa leið: Alþingi ályktar að fela Iand- búnaðarráðherra að hlutast til um, að Skógrækt ríkisins hefji nú þegar ræktun lerkis á Hall- ormsstað eða grennd með það fyrir augum að leitast við að fullnægja þörfum íslendinga fyr- ir girðingastaura. Tillögunni fylgdi stutt grein- argerð, sem Jónas Pétursson rakti, en þar voru dregin fram helztu rökin fyrir tillögunni. — Kru þau í stuttu máli þessi: Að Fljótsdalshérað virðist bezta skóg ræktarhérað landsins, að lerki er fljótvaxnasta viðartegúndin og sú, sem bezt hentar til þess að framleiða girðingarstaura. Og einnig að Fljótsdalshérað er yfir- leitt einna bezt fallið til skógrækt ar af héruðum hér og sérstaklega að því er snertir einmitt þessa tegund viðar. Las Jónas síðan upp stuttan kafla úr ritgerð í Ársriti Skóg- ræktarfélags íslands frá 1964, sem fjallar um ræktun lerkis hér á landi og er hún eftir skógar- vörðinn í Hallormsstað, Sigurð Blöndal. Þar er dregið saman á glögg- an hátt allt hið helzta, sem vitað er um ræktun þessa viðar hér, og niðurstöður dregnar af þeirri reynslu, sem fengin er hér á landi. En þar segir, að þetta sé sá staður á landinu, sem mestu lerki hefur verið plantað í. Þar hefur það unnið sér fullkominn þegnrétt, því þar hefur það bor- ið þroskað fræ, og þegar er önn- ur kynslóð í uppvexti. Rakti Jónas síðan stuttlega sögu lerkisins á Hallormsstað. Plöntuninni má skipta í 3 kafla. Fyrstá árið 1922, annað árið 1937 og 1938 og þriðja frá árinu 1951. Búið er að planta alls 189.400 lerkiplöntum í 33 ha. Árið 1922 var plantað sex aðskildum þyrp- ingum af lerki, alls á þriðja hundrað trjáa. Uppruni fræsins er óþekktur. Árið 1937—38 var plantað lerki á tveimur stöðum í skógin- um, alls 5.850 plöntum í 0,8 ha. Annar teigurinn er Guttorms- lundur. Árið 1951 hófst svo aftur plöntun lerkis eftir langt hlé. Síðan hefur lerki verið plantað flest árin að Hallormsstað. Af þessu sést, að þar er komin allgóð reynsla. Aðeins þar og í Eyjafirði er nokkuð til að ráði, af lerki frá því fyrir 1951. Ef lögð er saman reynsla af eldri árgöngunum og hinum yngri get um við slegið því föstu, að lerkis ræktin er örugg á þessum tveim ur svæðum. Aðrir staðir á Héraði: Laust eftir 1920 voru gerðir trjágarðar víða við bæi á Héraði. Meðal annars var lerki plantað í þá flesta. Eru þannig til þyrping- ar eða einstök tré frá þessum tíma, allt utan frá Héraðsflóa og inn í Fljótsdal. Þessir litlu lund- ir gefa ofurlitla vísbendingu um vaxtarskilyrði lerkisins, og svo vel vill til, að þetta lerki er allt af árganginum, sem plantað var á Hallormsstað 1922, svo að viss samanburður fæst við skilyrðin þar. Fljótsdalshérað hefur sér- stöðu af dölum íslands í því, hversu lágt það liggur yfir sjáv- armál langt inni í landi. Þegar komið er 85 km inn frá Héraðs- flóa að Valþjófsstað, er hæðin yfir sjávarmál ekki nema um 40 metrar. Á Héraði eru því betri aðstæð- ur til þess en annars staðar á landinu að gera sér grein fyrir því, hver áhrif nálægð hafsins hefur á trjágróður án þess að á- hrifa gæti af hækkun landsins. Kemur greinilega í ljós að vöxt- ur lerkisins fer jafnt og þétt batnandi eftir því sem lengra kemur inn í dalinn. Nær þetta bæði til trjáhæðar og lögunar. Árið 1938 var 800 lerkitrjám plantað á Eiðum, en sá staður er nokkuð utan við mitt Hérað. Þessi plöntun fór vel af stað, en stórskemmdist 1952 í norðan- veðri, sem kom seint í maí eftir undanfarandi hlýindi. Munu trén seint losna við þau örkuml, er af kalinu leiddi. En lerkitré af sama kyni, semf voru fyrir ofan mitt Hérað, skemmdust ekkert né heldur elzta lerkið í Hjalta- staðaþing há,sem áður var getið. Árið 1951 hófst svo plöntun lerkis á nokkrum stöðum á Upp- héraði, eins og víða á landinu. Af þvi er svipaða sögu að segja og því, sem hér hefur verið rakið frá Eyjafirði. Það hefur vaxið vel, enda þótt því sé alls staðar plantað í rýran móajarðveg nema í Ranaskógi í Fljótsdal. Þar er vöxturinn betri en á Hallorms- stað, ef nokkuð er“. „Suður- og Suðvesturland: í þessum landshlutum hefur litlu verið plantað, sem vonlegt er. f 1 Múlakoti og í Haukadal í Bisk- væru þau rök, að einmitt á Fljóts dalshéraði mun vera auðveldast og öruggast að framleiða lerki. Segja mætti, að það ætti ekki að skipta máli, hvort hér væru um allsherjarræktun að ræða, hvort heldur sem væri til staurafram- leiðslu eða annars. En hann vildi benda á það, að samkv. reynslu í því efni, og væri þá ekki sízt um reynslu á Hallormsstað að ræða, þá kæmi það í ljós, að til þess að fá góða girðingarstaura, þyrfti að planta með sérstökum hætti. Það þyrfti að rækta sam- felld svæði, planta miklu þéttar en ef fyrirhuguð er ræktun á stærri viði til lengri tíma. Því þyrfti að gera sér grein fyrir því þegar í upphafi, í hvaða skyni þessi ræktun yrði gerð. Oft væri minnzt á fábreytni fram- leiðslu okkar og atvinnuvega. Jónas Fétursson upstungum eru til örlítil sýnis- horn frá 1938. í Haukadal hafa trén lengi borið merki vanþrifa og í Múlakoti skemmdust þau allmikið í páskahretinu 1963. í Reykjavík eru lerkitré til allvíða í görðum. Þessi tré eru víða snotur, en vöxtur þeirra fremurJ SÍÐASTLIÐINN fimimtudag lauk hægur, en þau stóðu sig furðan- lega í páskahretinu 1963. Frá ár- inu 1951 hefur ofur litlu af lerki verið plantað við og við, bæði í Heiðmörk og Haukadal. í Hauka dal hafa trén skemmzt dálítið og vöxturinn verið hægur. í Heið- mörk hefur stundum skemmzt allmikið í vorhretum, einkum 1963“. Jónas Pétursson kvaðst hafa rakið þennan kafla til þess að menn sæju við hvað hann stydd- ist sérstaklega við 'flutning þings ályktunartillögunnar, en það Þetta væri að vísu ekki stór lið- ur, þegar um framleiðslu- eða atvinnumál væri að ræða. En það gildir þó alltaf hinn gamla máls- háttur, að það er kornið, sem fyllir mælinn. Þess vegna eigum við aldrei að vanmeta þá þætti, sem hægt er að snúa sér að i framleiðslumálum okkar, ekki heldur þeirra, sem kannske virð- ast vera litlir í fyrstu. Að lokum tók Jónas Péturs- son það fram, að hann vænti þess, að þingmenn hefðu áttað sig á, að það lægju sérstök rök að baki þessarar tillögu um að benda á ákevðna ræktun á þessu ákveðna svæði. Sagðist hann þvi vænta þess að hún fengi góðar undirtektir á Alþingi. ; Umræðum um tillöguna var síðan frestað og henni vísað til f j árveitinganefndar. Björn Pálsson, alþm.: Vinnuvernd barna gerð of mikil umræðum í Neðri deild AlþingLs um stjórnarfrumvarp, um vernd barna og ungmenna. Urðu þá harðar umræður um frumvarpið og kom þar fram, að alþingis- menn telja það yfirleitt til bóta. Einn þingmanna, Björn Pálsson var þó að ýmsu leyti annarrar skoðunar, og hafði hann frum- varpið að háði og spotti. Einar Olgeirsson aftur á móti taldi frumvarpið eitt hið bezta, sem frá núverandi rikisstjóm hefði komið. Björn Pálsson (F) saigði m.su, að frumvarpið hetfði mátt vera svo sem þrisvar sinn.uim styttra og hetfðu þá sjáifsagit verið þrisvar sinnum fæirri vitleysur í þv£. Rakti hann síðan þaiu á- kvæði, sem honum fundust vera ágallar á, og fann sérstaklega afl því, að vinnuvernd bama væri gerð of mikil með frumvarpinu. Taldi hann, að aðstæður hér á landi væru það sérstakar, að ekki yrði unnt að kama því við, Framhald á bls. 27 UNGIR SJÁLFSTÆÐISMENN EFNA TIL RÁÐSTEFNU UM VÍSINDI OG TÆKIMI Ráðstefnan verður haldin helgina 13. — 14. marz í Sjálfstæðishúsinu í Hafnarfirði og hefst báða dagana kl. 13.30. LAUGARDAGUR 13. MARZ 1. Ráðstefnan sett: Árni G. Finnsson, form. S.U.S. 2. Ávarp: Matthías Mathiesen, alþm. 3. Sveinn Einarsson, verkfræðingur: „Hagnýting tækniframfara í íslenzku atvinnulífi“. 4. Dr. Bjarni Helgason: „Skipulag rann- sókna í þágu atvinnuveganna“. 5. Umræðuhópar starfa. SUNNUDAGUR 14. MARZ 1. Prófessor Magnús Magnússon: „Fræðslukerfi og vísindi“. 2. Umræðuhópar starfa. 3. Almennar umræður. 4. Ráðstefnunni slitið. Stjórnandi ráðstefnunnar er Þórir Einarsson, viðskiptafræðingur. SVEINN EINARSSON, VERKFR. DR. BJARNI HELGASON PRÓF. MAGNCS MAGNÚSSON SJALFSTÆÐISMENN FJOLMENNID TILKYNNIÐ ÞÁTTTÖKU í SÍMA 17100 FYRIR HÁDEGI Á LAUGARDAG. S.U.S. HEIMDALLUR, FUS; FUS í KJÓSARSÝSLU; TÝR, FUS; STEFNIR, FUS; HEIMIR, FUS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.