Morgunblaðið - 13.03.1965, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.03.1965, Blaðsíða 5
Laugardagur 13. marz 1965 MORGU NBLAÐIÐ 5 Þessar tvæ-r myndir eru frá Drangey, sem frægust er af Grettissögu, en þó einnig fræg fyrir það að vera bjargvætt- ur Skagfirðinga, því að þá var úti vetrarþraut er fuglinn kom í eyna á vorin og hægt var að veiða hann. Fyrrum var talið a'ð óvættir margir ætti byggð í björgum Drang- eyar og grönduðu sigamönn- um. Þess vegna var Guðmund ur biskup Arason fenginn til að vígja björgin. Hann byrjaði í Hæringshláupi suðvestan á eynni og hélt svo áfram rang sælis umhverfis eyna þar til hann kom að bjargi því hinu • miklá,' sem er fyrir norðan Lambhöfða. Þá seildist stór og loðin loppa út úr bjarginu og skar á vað biskups með biturri skálm, en þó hélt einn þátturinn festarinnar, því að hann var þaulvígður. Um leið heyrði biskup rödd í bjarginu: „Vígðu nú ekki meira, Gvendur biskup, ein- hvers staðar verða vondir að vera“. Lét biskup þá ctraga sig upp og kvaðst eigi mundu vígja bjargið. Heitir þáð síð- an Heiðnaberg. Þar í bjarginu má sjá svartan kross, sem myndast af dökkum grjótlög- um, en þjóðsagan segir, að þennan kross hafi Guðmundur biskup markað í bergið til að varna því að óvættirnar þar gerðu illt af sér. í björgunum austan á eynni heitir á einum stáð Vatnshyllu torfa. Þar er hin eina upp- sprettuvæta sem til er á eynni og er sagt að í henni muni vera um 20 lítrar vatns þegar hún er full. En ekki er það heiglum hent að sækja þang- að vatn og mun það sennilega örðugasta vatnsból á íslandi. Það er merkt með hvítum krossi á bjargið á stærri mynd ÞEKKIRÐI) LANDIÐ ÞITT? VÍSUKORN HAF AÐGÁT Vill á bjáta veslings — menn, vörumst fát í þokum. Lífsins gáta óleyst enn, erum mát að lokum? St. D. FórnarlambSð Höskuldur Skagfjörð. Vestmannaeyingar lögðu land unuir fót og gerðu innrás á meg- inlandið, og nú skal Fórnarlamb- inu fórnað í Reykjavík og á Ak- ureyri. Sýningar fara fram í Tjarnarbæ í dag og á morgun, sunnudag kl. 8.30. Miðar seldir á sama stað. Góður rómur var gerður að þessu leikriti þar í Eyjum úti og eins í Hornafirði og þar fyrir austan, og er þess að vænta, að Reykvíkingar taki mannlega á móti Vestmannaeyingum og fjöl- menni í Tjarnarbæ til að horfa á fórnina. Leikstjórl Fórnarlambs- ins er Höskuldur Skagfjörð, en hann hefur að undanförnu sýnt lofsverðan dugnað við að leið- beina fólki úti á landsbyggðinni við leiklist. Sntóvarningur Smurningsolíur eru notaðar til að minnka núning milli tveggja hluta. Áður fyrr voru feitar olí- ux úr dýraríkinu og jurtaríkinu algengustu smurningsefnin, en nú eru olíur úr steinaríkinu lang mest notaðar. 60 ára er í dag Petrína Nikul- ásdóttir, Pálkagötu 20. Hún verð- ur stödd í dag á Hvassaieiti 35. Laugardaginn 6. marz opin- beruðu trúlofun sína ungfrú Hrafnhildur V. Rodgers, Gar’ða- stræti 15 og Arnór Sveinsson, Sigtúni 29. Málshœttir GAMALT os Fuglinn í fjörunni hann heitir kría. Svo skal ég kveða og barninu minu bía. Von er vakandi manns draum- ur. Vinur, þegar þú vilt mér eitt- hváð. Vín inn, vit út. Verkin sýna mer' - Viljugan er hvc.. rszt að kjósa. Viljinn dregur hálft hlass. Hver þekkir staðinn ? Við rákumst á þessa gömlu mynd í myndamótasafninu hér. Ekkert stóð við hana. Við óskum eftir að fá að vita frá lesendum, hvaða hús sjást á myndinni, en hún er úr Reykjavík, og einnig hvort nokkur þekkir gamla vatnsberann, sem gengur á götunni? Gaman er einnig að veita athygli ljóskerinu og tilhöggnu grágrýti, sem ligg- ur á gangstéttinni. Svar oskast sem fyrst, ef hægt er, og sendist DagbókinnL Sængur — Koddar Endurnýjum gömlu sæng- urnar. Eigum dún- og fið- urheld ver. Dún og fiðurhreinsunin Vatnsstíg 3. — Sími 18740. Lögregluþjónn óskar eftir 2—3 herb. íbúð nú þegar eða 14. maí, í Hafnarfirði eða Reykjavík. Algjör reglusemi. Upplýs- ingar í síma 50054. Atvinna óskast Togarasjómaður öskar eftir einhvers konar vinnu í landi. Hef bílpróf. Tilboð merkt: „Vinna—9952“ send ist Mbl. fyrir mánudagskv. Keflavík — Njarðvík íbúð óskast nú þegar, eða síðar. Góð leiga og fyrir- framgreiðsla. Tilboð óskast sent afgr. Mbl. í Keflavík, merkt: „Húshjálp—823“. Ætlið þér í ferðalag 1965? Góður ferllaundirbúrtingur er grundvöSlur goðs ferðalags Hvort sem þér siglið með „FOSSUNUM“ eða fljúgið með flugvélum FLUGFÉLAGS ÍSLANDS eða LOFT- LEIDA, eða annarra flugíélaga, hvert sem halda skaL GETIÐ ÞÉR PANTAÐ OG KEYPT FARSEÐILINN í Ú T S Ý N . ÁN NOKKURS AUKAKOSTNAÐAR. ★ FARPANTANIR OG FARMIÐASALA ★ HÓTELPANTANIR — BÍLALEIGA. ★ HINAR VIÐURKENNDU, VÖNDUÐU HÓP- FERÐIR Ú T S Ý N A R . ★ SKIPULAGÐAR FERÐIR EINSTAKLINGA Á LÆGSTU FÁANLEGU FARGJÖLDUM. ★ FERÐIR MEÐ ENSKUM OG DÖNSKUM FERÐA- SKRIFSTOFUM, GREIÐSLA í ÍSL. KRÓNUM. Ferðaþjónusta okkar kostar ekkert, en sparar yður fyrirhöfn, mistök og óþörf fjárútlát. Komið fyrst í Ú T S Ý N , áður en farpöntun er gerð. Við munum leitast við að veita yður örugga og aðlaðandi ferðaþjón- ustu í nýjum húsakynnum í hjarta borgarinnar. ÚTSÝNARFERÐ ER ÚRVALSFERÐ FYRIR VÆGT VERÐ! DRAGIÐ EKKI PÖNTUN YÐAR! FERÐASKRIFSTOFAN ÚTSVlNI Austurstræti 17 — Sími 20 100. Dugleg skrifefofustúlka óskast í nokrra mánuði. Vélritunarkunnátta nauð- synleg. Gott kaup. Tilboð merkt: „Dugleg — 9948“. breiðfirðinga- m. > u&in< DANSLEIKUR í kvöld kl. 9. Tvær hljómsveitir leika uppi og niðri ORIOIM og ? Aðgöngumiðasaa frá k. 8. ✓

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.