Morgunblaðið - 13.03.1965, Síða 27
Laugardagur 13. marz 1965
MORGUNBLAÐIB
27
Benedikt Gunnarsson við eitt af málverkum sínum á sýningunni.
Eenedikt Gunnoisson heldui
sýningu í Bogusul
1 DAG klukkan 3 opnar Bene-
dikt Gunnarsson listmálari sýn-
ingu á málverkum sínum í Boga-
sal Þjóðminjasafnsins. Benedikt
hefur víða tekið þátt í samsýn-
ingum auk þess sem hann hefur
haldið nokkrar sjálfstæðar sýn-
ingar.
Á sýningunni í Bogasalnum
sýnir Benedikt að þessu sinni um
35 olíumálverk. Auk þess sýnir
hann þar nokkrar „gríngrafik“-
myndir, en nafnið „gríngrafik"
hefur hann búið til sjálfur. Mynd
irnar eru gerðar á þann hátt, að
ljós er látið skína mismunandi
mikið á framköllunarpappír. —
Þessum myndum sínum hefur
Benedikt gefið ýmis nöfn, svo
sem „Harakiri“, „Póstmeistar-
inn“ og ,,Geimgaldur“.
Benedikt hefur, eins og áður
er sagt, tekið þátt í mörgum sýn-
ingum. Fyrsta sýning hans var í
Frakklandi árið 1953. Hann hef-
ur haldið 4 sjálfstæðar sýningar
hér á landi, én tekið þátt í sam-
sýningum í Finnlandi, Dan-
mörku, Italíu og Sovétríkjunum.
Hann hefur auk þess haldið eina
sýningu á glermálverkum hér á
landi.
Þau listaverk Benedikts, sem
hafa vakið hvað mesta athygli
síðustu mánuði, eru fjórir glugg-
ar, sem hann gerði sérstaklega
fyrir hið nýuppkomna Hótel Holt
í Reykjavík.
Benedikt er bróðir annars
þekkts listmálara, Veturliða
Gunnarssonar. Lét hann þess
getið til gamans í viðtali í gær,
að þetta væri í fyrsta skipti, sem
þeir bræður halda sýningu á
sama misseri.
— Alahama
Framhald af bls. 1
í Selma til að vaka þar og biðjá
íyrir séra Reeb. Þangað kom
Willjam Baker, öryggismálafull
trúi borgarinnar, að tilkynna lát
prestsins. Þögn sló á hópinn sem
stóð í rigningunni úti fyrrr
kirkjudyrum og söng sálma er
3aker bar að, og fréttin um lát
Reebs vakti mikla sorg og
gremju. í Birming’ham komu
mörg hundruð manna saman í
skemmtigarði einum til að biðja
fyrir séra Reeb.
Forsetinn hefur lýst hryggð
sinni vegna atburðar þessa, og
sömuleiðis dr. Martin Luther
King.
f dag átti að fara hópgöngu í
Selma í minningu séra Reebs en
borgarstjórinn, Joseph T. Smit-
herman, bannaði að gangan yrði
farin, þó áður hefði verið lýst
heimild til göngu blökkumanna
þar í borg þennan dag. Voru
göngumenn óráðnir nokkra
stund er borgarstjóri byrsti sig
og kvaðst hafa velferð borgar-
innar að leiðarljósi. Blökku-
mannaprestur einn, L. L. Ander-
son, spurði þá Smitherman hvort
hann myndi ekki heimila sér og
fylgismönnum sínum að fara til
þinghússins og 'hafa þar 15 mín-
útna bænastund, það myndi stór
um stuðla að friði og spekt í
borginni, en Smitherman neitaði.
„Við verðum þá hér áfram“,
sagði Anderson, „við erum komn
ir að mörkum fyrirheitna lands-
ins þó við séu:m ein um að sjá
það. Þetta er eins og í hernuim
—- og ég hef verið í hernurn —
við saekjum fram og vinnum á“.
Ég vona að guð auðsýnl
your miskunn.
Ríkisstjórinn í Alaska, Willi-
am Bgan, sa.gði frá því í Was-
hington í gærkvöldi, að hann
hefði sent Wallace ríkisstjóra í
Alabama skeyti vegna láts séra
James Reeb. Skeyti ríkisstjórans
nyrðra til starfsbróður síns í Suð
urríkjunum hljóðaði svx>: „Af
öllu hjarta, George Wallace, er
það mín U’ú, að á yður hvíii
meiri sök en á þeim, sem vopn
unum beittu og drápu James J.
Reeb. Þegar dómsdagur rennur
up vona ég að guð í sinni óendan
legu náð geti fundið einhverja
leið til þess að miskunna yðar
aumu sál“,
Stríðir mót alríkislögum.
Nicholas Katzenbach, dóms-
málaráöherra, saigði í gær að
atferli ríkislögreglunnar í Ala-
bama í átökunum við göngu
blökkumanna í Selma á sunnu-
daig stríddi móti alríkislögum og
myndu hinir seku sæta réttri
refsingu fyrir. Sagði dómsmála
ráðherann að alríkisyfirvöld
hefðu skorizt í leikinn fljótt og
af festu, til þess að hindra frek-
ari óeirðir, og myndu gera aftur
ef þörf krefði. Ekki sagði hann
þó að tekin hefði verið ákvörðun
um að senda airíkislögreglulið
suður.
Út með alla mótmaelendur.
Johnson forseti gaf í dag út
fyrirskipun þess efnis að fjar-
lægja skyldi úr Hvíta húsirau
alla þá er þangað kæmu til mót-
mælaaðgerða, án tillits til þess
hvaða málstað þeir styðji. Þessi
ráðstöfun forsetans er til komin
af því að í gær tók sig til hópur
ungmenna og vildi láta fyrirber-
ast í Hvíta húsinu til að undir-
strika kröfurnar um íhlutun al-
rikisyfirvalda í Alabama. Lög-
reglan kom hópnum brott eftir
sjö stunda setu þar á göngum.
Kirkjunnar menn koma saman.
Um 4000 og aðrir kirkjunnar
menn af öllum trúarflokk-
um komu saman í Wash-
hington í dag til þess að lýsa
stuðningi sínum við málstað
blökkumanna í Alabama. Komu
klerkar til Washington með flug
vélum, í lestum, í eirakabílum
og með langferðabílum. Hófst
fundurinn með söng, en síðan
var beðið þess að aftur kasinu
prestarnir 16, sem gerðir höfðu
verið út af örkinni til fundar
við Johnson forseta. Létu þeir
vel af viðræðunum og kváðust
ánægðir með ráðagerðir forset-
ans til úiiausuax í málin.u.
i
Leikf élag Reykiavíkur f rusii'
sýnir ítalskan skopleik
LEIKFÉLAG Reykjavíkur frum
sýnir n.k. miðvikudagskvöld
skopleikinn „Þjófar, lík og falar
konur*‘ eftir ítalska rithöfund-
inn og leikarann Dario Fo, í þýð
ingu Sveins Einarssonar, leik-
hússtjóra. Leikstjóri er Christian
Lund frá Borgarleikhúsinu í
Stokkhólmi.
í leikritinu er tónlist eftir
Fiorenzo Garpi og dansar, sem
Lilja Hallgrímsdóttir hefur æft.
Dario Fo er mjög kunnur leik
ritahöfundur í heimalandi sínu,
og á síðustu árum hafa leikrit
ettir' hann verið sýnd er-
lendist. Þannig voru til dæmis
á síðasta leikári sýnd verk eftir
hann í 12 leikhúsum á Noröur-
löndum. Hann skrifaði fyrsta
leikrit sitt 1959, og hefur síð.rt
skrifað fjögur önnur. Auk ‘þess
hefur hann samið átta einþátt-
unga. Ekkert verka, hans hefur
fyrr verið sýnt eða leikið hér á
landi.
Sjálfur hefur höfundur leik-
flokk á ítalíu, og skrifar leikrit
sín fyrir hann. Ætlar harm þá
sjálfum sér aðal karlmannáhlut
verkið, en konu sinni, sem einn
ig er þekkt leikkona, aðal kveu
hlutverkið. Sýna þau venjulega
nýtt leikrit á hverju hausti í
stærsta leikhúsi Milanó. Þar snj.
þau í þrjá mánuði, en íerðast
síðan um landið.
Skopleikurinn, sem hér «r
sýndur, er í rauninni þrír ein-
þáttungar. Að sögn Sveins Ein-
arssonar, leikhússtjóra, er leik-
urinn fjörugur á yfirborðinu, en
með alvarlegum undirtón. Hlu-t-
verk eru alls 14, og með þau
fara Gísli Halldórsson, Bry.tijólf
ur Jóhannesson, Haraldur Björns
son, Guðmundur Pálsson, Guð-
rún Ásmundsdóttir, Margrét
Ólafsdóttir, Bríet Héðinsdóttir-,
Erlingur Gíslason, Amar Jéns-
son, Borgar Gar’ðarsSon, Pétur
Einarsson, Jóhann Pálsson,
Bjarni Steingrímsson og Valgerð
ur Dan.
Mýr aðalféhirðlr
Utvegsbankans
Á FUNDI bankaráðs Útvegs-
banka íslands í gær, var ísak
Örn Hringsson ráðinn aðalféhirð
ir bankans. ísak Örn hefur starf
að 1 bankanum um 16 ára skeið
og jafnan verið gjaldkeri.
Hann er tæplega 35 ára að
aldri.
— Úlvarpið
Framhald af bls. 5
sem áríðandi væri að finna Iaúsn
á hið bráðasta. Þó yrðu menn að
kynna sér þessi mál sem ýtarleg-
ast, áður en reynt yrði að kippa
þeim í lag til frambúðar og flasa
ekki að neinu að vanhugsuðu
máli. Vitnaði hann í því sam-
bandi í spakmæli eftir Goethe:
„Ekkert er uggvænlegra en at-
hafnasöm fáfræði“.
Sá atburður gerðist fyrir Norð
urlandi þessa viku, að sögn út-
varpsins, að þar sást hafísjaki,
sem, eins og það var orðað ,4«ær
eins langt norður og skyggm
leyfir“. Sem vænta mátti var
frétt þessi endurtekin a.m.k. einu
sinni. — Þetta bendir til þess,
að í slæmu skyggni kunni hafís-
jakarnir að sýna engu minni var-
hygli en ýmsir sæfarar af mann-
legum kynstofni. Þetta hefur þá
„landsinsf forna fjanda“ farrð
fram, síðan hann var hér á ferð
á árunum. Hann skyldi þó ókki
vera farinn að hallast að frið-
samlegri sambúð eins og Kosy-
gin? Sveima Kristinssoa.
Neytendoblaðið með séistökum
uppl. vegnu sporaaðunriku
SPARNAÐARVIKA sú, er Neyt-
endasamtökin boðuðu nýlega, að
þau myndu efna til í margþætt-
um tiigangi, mun hef jast í næstu
viku, svo sem nánar mun þá
skýrt frá. Var beðið eftir því, að
hið nýja verð á kjötvörum og
mjólkurvörum yrði tilkynnt. En
í Neytendabiaðinu, sem kemur
út í sanibandi við sparnaðarvik-
una, verður birtur ýtarlegur
iisti yfir verð á öllum helztu
matvörum, sem hér er á boðstól-
um: á þriðja hundrað vöruverða
er getið, og mun mörgum þykja
það fróðlegur lestur og gagn-
legur.
Verðþekking manna hér á
landi er ekki upp á marga fiska,
enda er ætlunin að bæta úr því.
Blaðið er sent meðlimum sam-
takanna í pósti, en árgjald er að-
eins kr. 100.—, og mætti t.d. auð-
veldlega ná þeim á einum sunnu-
degi af ársins fimmtíu og tveim-
ur, án þess að maturinn væri
neitt lakari en venjulega, nema
síður væri.
Verðlistinn nær yfir kjötvörur
hvers konar, fiskmeti, mjólkur-
vörur, mjölvörur, brauðvörur,
garðávexti og grænmeti, nýja
ávexti sem og þurrkaða og niður
soðna, nýlenduvörur, öl og gos-
drykki. Þá er þess einnig getið,
hvernig hvert verð er til komið,
þ.e. hvaða aðili standi þar að
baki. Þá er birtur útreikningur á
vísitölu framfærslukostnaðar,
skýrt frá skyldum um verðmerk
ingar og ýmislegt fleira er í rit-
inu.
Alhingi
Framh. af bls. 8.
Björn Pálsson sagði enrafrem-
ur, að mörg ákvæði frumvarps-
ins væru þannig, að ómögulegt
væri að framfylgja þeim, því
að börn ynnu t.d. ekki lengur
en 8 tíma á dag.
að fólk n.yndi blátt áfram ekki
komast hjá því að brjóta þau.
Einar Oigeirsson (Alþbl) sagði
m.a., að þetta frumvarp, sem
væri stjómarfrumvarp, væri eitt
hið bezta, sem frá núverandi
ríkisstjórn hefði komið. Hefði
verið unnið að þessu frumvarpi
í menntamálanefnd af miklurn
áhuga allan veturinn og hefði
verið full samstaða um það þar.
Gagnrýndi Einar hrðlega þau
sjónarmið, sem fram höfðu kom
ið hjá Birni Pálssyni. Xallaði
hann þau hreppstjórasjónarmið
og sagði, að með þeim væri ver-
ið að vekja upp hugsunarhátt
síðustu aldamóta
Guðlaugur Gíslason (S) sagði
m.a., að margt í frumvarpinu
væri til bóta, þótt sumt kynni að
orka tvímælis. Þá ræddi hann
um ákvæði frumvarpsins um há-
marksvinnutíma barna og sagði
þau mjög til bóta. Hann kvaðst
samt vera sannfærður um, að ef
ætti að banna vinnu barna fram
til 15 ára ldurs, eins og Einar
Olgeirsson hafði mælt með, þá
væri það ófram/kvæmanlegt
vegna almenningsálitsins. Sagði
hann, að gæta yrði þess að láta
ekki frumvarpið fara þannig frá
Alþingi, að ekki yrði unnt fyrir
fólk að framfylgja ákvæðum
þess.
Umræðum um frumvarpið var
síðan haldið áfram á kvöldfundi.
Þar fylgdi Björn Pálsson skoðun
um sínum eftir, með því að hann
lýsti því yfir, að hann myndi
greiða atkvæði gegn frumvarp-
inu og krafðist nafnakalls. Að
umræðum loknum var frumvarp
inu vísað til Efri deildar að við-
höfðu nafnakalli samkv. kröfu
Björns Pálssonar og var hann
eini þinigmaðurinn, sem greiddi
atkvæði gegn frumvarpinu.
Önnur mái.
Frumvarpi um hjúkrunarlög,
sem var á dagskrá, var vísað til
3. umræðu. Þá var frumvarpi til
girðingarlaga vísað til 3. um-
rasðu. Frumvarp um breytingu á
lögum um almannatrygginigar
var til 1. umræðu og var visað
til 2. umræðu og nefndar. Þá var
frumvarpi varðandi Landsspitala
Islands, sem einnig var til 1. um
ræðu, líka vísað til 2. umxæðu
og nefrxlar.
— Utan úr heimi
Framhald af bls. 14.
og umsækjendum um stöður
við sjónvarpið þar að fylgj-
ast með starfseminni við hin-
ar ýmsu sjónvarpsstöðvar á
Norðurlöndum. Hægt væri að
lána dagskrármyndir og láta
í té ýmisskonar leiðbeiningar
um tæknileg atriði o.a. Slík
hagnýt norræn samvinna á
svfði menningarmála gæti
rennt styrkum stoðum undir
íslenzka sjónvarpið er það
hefur göngu sína.
Norðurlandaráð hefur ný-
lokið fundum sínum í Reykja
vík. Fundarmenn hafa snúið
heimleiðis fullir aðdáunar og
hrifningar ekki einasta af eld
gosum og umbrotum jarðar
heldur einnig af sköpunar-
mætti þeim sem birtist í bess-
um sömu eldgosum og um-
brotum, svo við vitnum í orð
rithöfundarins Olofs Lager-
cranz. Ættum við þá ekki að
leggjast á eitt um virka greið
vikni — og vináttuvott —
handan yfir Atlantsála?
— Sólarlöndin
Framhald af bls. 15
prenta milljónir af bækling-
um til dreifingar. Bæjar- og
sveitarfélög 9vo og einstök
fyrirtæki gefa líka út fjöl-
skrúðuga bæklinga til dreif-
ingar erlendis, því jafnan
þarf að legja út peninga ef
von á að vera á hagnaði. Og
tekjur Dana af ferðamön.num
eru geysilegar, sagði Vil-
hjálmur.
— Við hér í Kaupmanna-
höfn sjáum lítið eða ekkert
frá Ferðaskrifstofu ríkisins —
þ.e.a.s. af áróðurs- og kynn-
ingarefni. íslenzk stjómar-
völd mættu að * skaðlausu
leggja meira fé til þessarar
starfsemi — og við mundum
kunna vel að meta alla að-
stoð hverju nafni sem hún
nefnist. Flugifélagið hefur
keypt Surtseyjarkvikmynd og
á undanförnum ámm höfum
við verið með eitt og annað
af því tagi, sem við lánum
félögium og ýmsum samtök-
um til sýninga á félagsfund-
um, notum við kynningu á
ýmsum sviðum. Aldrei er of
mikið af sliku efni, því góðar
kvikmyndir eru áhrifameiri í
landkynningu en flest — eða
allt annað. Þess vegna sakna
ég þess m.a. hve sjaldan ís-
land sést í daraska sjónvarp-
inu. Vonandi stendur það til
bóta. — h.j.h.