Morgunblaðið - 13.03.1965, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.03.1965, Blaðsíða 26
26 MQRGUNBLAÐIÐ Laugardagur 13. marz 1965 ÉG GET EKKI \ LEIKIÐ I ALABAMA New York, 12. marz — AP BANDARÍSKl píanóleikarinn Byron Janis hefur aflýst hljómleikum, sem hann átti að halda í Mobile, Alabama og segir atburði undanfarinna daga þar í ríki vegna rétt- indabaráttu blökkumanna hafa svipt sig allri getu til hljómleikahalds þar. Þeir sem að hljómleikunum stóðu báðu Janis að endur- skoða a'fstöðu sína og sögðu að Mobile væri mesta fyrir- myndarborgsnen píanóleikar- inn sat við sinn keip. Þó bauðst hann til þess að koma, ef fé það sem honum bæri fyrir hljómleikana (5.000 dal- ir) yrði látið renna til greiðslu á sjúkrahúskostnaði þeirra, sem slösuðust í göngunni á sunnudaginn. „Þá hefði mér fundizt ég geta spilað þarna syðra", sagði Janis. „En það fékkst ekki“. Byron Janis er kunnur píanóleikari vestra og víða um heim og hefur m.a. farið í hljómleikaferð til Sovétríkj- anna við mjög góðan orðstír. Hann er einn þeirra sem leika á „flóttamannaplötu" SÞ. Janis kvaðst áður hafa hald ið hljómleika í Alabama, í Birmingham og öðrum borg- um, en sagði að nú væri sér það gersamlega um megn. — Sagðist hann hafa horft á það í sjónvarpinu, er ríkislögreglu menn lögðu til atlögu við göngu blökkumanna í Selma á sunnudaginn og beittu bæði kylfum og táragasi. „Og svo var það presturinn", sagði Janis“, sem var barinn til ó- bóta — nei, ég get ekki leikið í Alabama". Búnaðarþing afgreiiídl 37 iiiál á Ekki samþykklr loðdýraeSdi, en e.t.v. irJiikaeldi — Síldarflutningar Framhald af bls. 28 og geymslur fyir sáldanmjöl og síldarlýsi. — Hafsdld h.f., sem Ingvar Vil hjálmsson, útgerðarmaður, og fleiri standa að, er að reisa síld arverksimiðju á Seyðisfirði með 2.500 mála afköstuim á sólar- hrirug. — Þá er einnig í byggingu verksmiðja á Djúpavogi með 1.000 til 1.200 mála afköstum á sólarhring. — Auk þess fara að sjólfsö'gðu fram ýmsar endurbætur á verk- smiðjunum á Norðurlandi. Ekki mun þó vinnast tími til að enid- urbyggja löndunarbryggju SR á Siglufirði fyrir næstu síldarver- tíð, eins og ráðgert hafði verið. — Afköst síldarverksmiðjanna á Norðurlandi, sem voru um 40 þús. mál á sólarhring s.l. sum- ar, munu ekki breytast, en hins vegar mun verða afkastaaukn- ing hjá síldarverksmiðjunum á Austfjörðum úr um 26 þús. mál um á sólarhring í u.þ.b. 32 þús. mál. — Stjóm SR hefur ákveðið að leigja til síldarflutninga skip með allt að 25—30 þús. mála burðarmagni. A.m.k. eitt þeirra skipa, sem leigt verður til flutn- inganna, verður tankskip. Verð ur stuðst við hina nýju síldar- geyma á Seyðisfirði til miðlun- ar, þannig að flutningaskipin geti haldið flutningum áfram með sem minnstum töfum. — Jafnframt hefur stjóm SR ákveðið að kaupa tvær síldar- dælur og setja þá afkastameiri, sem afkasta á 12—1400 málum á klst., upp á Siglufirði í því skyni að landa úr flutningaskip- unum. Hin dælan verður sett upp á Seyðisfirði, eins og fyrr segir, til þess að landa úr síld- veiðiskipunum. Hún afkastar um 300 málum á klst. — Síldarverksmiðjur ríikisins hafa sérstöðu að því leyti miðað við aðrar verksmiðjur, að þrjár af verksmiðjum SR, verksmiðj- umar á Raufarhöfn, Seyðisfirði og Reyðarfirði, sem næsta sum- ar verða með samtals 15.000 mála afköst á sólarhring, liggja allar vel við miðunum, eins og síldargöngum hefur verið háttað síðustu árin. Til þesis að bæta af- greiðslu hjá SR liggur því beint við að auka afköst verksmiðj- unnar á Seyðisfirði og jafnframt síldargeymslur hjá þeirri verk- smiðju, til þess að hægt sé að taka síld, sem safnazt hefur í geymana í síldarhrotum, og flytja hana til verksmiðja SR á Siglufirði, þegar síldveiði er lítil 9em engin á vissum tíma- bilum. — Aðrar verksmiðjur, sem standa að síldarflutningum, eru á Norðurlandi, við Faxaflóa og aðiljar við að geta tekið á móti síldinni á hafi eða í höfnum inni á Austfjörðum, eftir því sem bezt hentar, og flytja hana til feinna fjarlægari verksmiðja, en munu hins vegar ekki a.m.k. enn sem komið er, hafa gert ráðstaf- anir til miðlunar á sdld við flutn ingana. — Kunnuigt er, að Síldar- og fiskimjölsverksmiðjan á Kletti hefur keypt tankskipið Hertu, sem ber um 20.000 mál, og er að láta útbúa skipið til síldarflutn- inga til verksmiðja sinna á Kletti og í Örfirisey. Skipið verð ur útbúið með fjórum síldardæl- um, sem munu dæla hver fyrir sig um 300 málum á klst. — Verksmiðjumar hér við flóann, aðrar en Síldar- og fiski mjölsverksmiðjan á Kletti, munu ætla sér að leigja a.m.k. tvö tankskip til síldarflutninga. Verksmiðja Einars Guðfinnsson- ar í Bolungarvík og ísfirðingar hyggjast leigja eitt skip saman, og síldarverksmiðjan Rauðka, Hj a ] teyrarverksmiðj an og verk- smiðjan í Krossanesi munu standa í samningum um leigu á tveimur til þrem.ur tankskipum alls. — Ef samningar takast um leigu á síldarflutningaskipum í þeim mæli, sem nú er ráðgert, þá er sennileigt, að síldarflutn- ingaskipin afkasti flutningum, sem svara til 8 þús. mála vinnslu á sólarhring, til Norð'urlandsverk smiðja, og um 6 þús. mála vinnslu á sólarhring til verk- smiðjanna á Suður- og Vestur- landi. Þessar tölur eru mjög ó- vissar, þar sem flutningarnir eru háðir veiði, veðri og ýmsum at- vikum, sem erfitt er að sjá fyrir. — Allar síldarverksmiðjurnar á Austfjörðum og á Raufarhöfn höfðu á s.l. sumri ekki meiri af- köst á sólarhring en um 26 þús. mál, og þróarrými þeirra var aðeins um 170 þús. mál. Síldar- flutningar á s.l. sumri á vegum SR námu um 95 þús. málum, og sildarflutningar annarra verk- smiðja um 43 þús. málum. Horf- ur eru því á stórkostlega auikn- um síldarflutningum næáta sum- ar. — Að sjálfsö'gðú koma til álita flutningar á sdld til söltunar frá Austfjörðum til Norðurlands- hafna, en auðveldasta leiðin til slíkra flutninga virðist vera að ísa sdldina með skelís í flutninga skip eða ísa þau í veiðiskipunum sjálfum, þegar svo stendur á, að þau verða ekiki fyrir miklu veiði tapi við það að sigla með síld- ina til þessara fjarlægu hafna. Betiir þekktur undir öðru nafni f greininni Hagnýting vísind- anna eftir Benjamin Eiríksson sem birtist í blaðinu í gær er minnst á Arngrím Bjarnason, sem hét fullu nafni Arngrímur Frímann Bja-mason Amgríms- son, og er betur þekktur undir nafninu Frímann B. Arngrímsson BÚNAÐARiÞINGI var slitið í gær. Hafði það staðið í 18 daga og verið haldnir 14 fundir. Fékk þingið 40 mál til meðferðar og afgreiddi 37 þeirra. Á fundi þingsins fyrir hádegi í gær voru afgreidd þrjú mál, en ,3ð því búnu sleit formaður Þor- steinn Sigurðsson þingi. Þinginu hafði borizt til umsagnar frá Al- þingi frumvarp til laga um loð- dýrarækt og gerði þingið eftir- farandi ályktun um það: Búnaðarþing • telur að ekki komi til mála að leyfa loðdýra- eldi almennt. Við íslendingar erum enn lausir við ýms dýr, sem í’öðrum löndum eru skað- valdar. Hinsvegar gæti komið til mála að leyfa minkaeldi til skinnaframleiðslu, en þó því að- eins að sýnt væri að verulegur fjárhagslegur ávinningur yrði af því fyrir þjóðina í heild. Verði að því ráði horfið, þarf að setja í löggjöf um þetta efni, ákvæði er tryggi fyllsta öryggi, sem hugsanlegt er til að fyrirbyggja tjón af innflutningum, m. a. að gerð loðdýragarðanna verði á- kveðin af veiðistjóra og hann hafi strangt reglulegt eftirlit með þeim og umgengni um þá. Ályktuninni fylgir greinar- gerð: í frumvarpi þessu er gert ráð fyrir, að landbúnaðarráð- herra geti leyft eldi loðlýra al- mennt í landinu, ef fullnægt er fyrirfram ákveðinni gerð búra fyrir þau. Ekki eru í frumvarp- inu ákvæði um gerð loðdýra- garðanna, en gert ráð fyrir að þau verði sett í reglugerð, en veiðistjóri fylgist með að regl- unum sé fylgt. Ekki sést í greinargerð þeirri, sem frumvarpinu fylgir, hversu hagfellt eldi loðdýra kann að verða fyrir þjóðina. Mbcins er vitnað í ummæli einhvers ónafn- SIGLUFIRÐI, 12. marz. — Hér var haldinn í gær og raunar fram á daginn í dag fundur í bæjar- stjórn Siglufjarðar. Hófst hann kl. 1 e.h. í gær og stóð þangað til kl. rúmlega fjögur í morgun. Á dagskrá voru m. a. fjárhagsáætl- anir bæjarsjóðs Siglufjarðar og stofnana hans fyrir árið 1965, síð- ari umræða. Umræður voru fjör- ugar og allheitar á köflum. Eink- um voru það bæjarfulltrúar Framsóknar og Alþýðubandalags ins, sem héldu uppi maraþon- ræðuflutningi, þó innihaldið væri í öfugu hlutfalli við fyrirferðina. Niðurstöðutölur áætlunar eru 17.915.060 kr. Helztu gjaldaliðir eru almannatryggingar og lýð- hjálp, 3.400.000, stjórn kaupstað- arins 1.090.000, löggæzla 560.000, félagsmál 568.000 fræðslumál 1.400.000, vegamál 1.370.000, af- borganir skulda 2 millj. Áætluninni er lokað með 3,6 millj. kr. halla. Skýringin er at- vinnuárferði hér sl. ár, þegar varla var söltuð síldarbranda á Siglufirði og aðalatvinnuvegur kaupstaðarins brást þannig að tekjur bæjarbúa drógust almennt saman og sömuleiðis umsetning söltunarstöðva. í öðru lagi sökum þess, að milli 70 og 80% af at- vinnurekstri á Siglufirði er ríkis- rekinn og greiðir hvorki útsvör nó aðstöðugjöld. Bæjarstjórn greinds erlends manns, sem hafi fullyrt, að af því mundi verða hagur að ala mink hér til skinna- framleiðslu. En um þetta atriði þyrftu að liggja fyrir fyllri upp- lýsingar. Tekizt hefur hin siðari ár að fækka villiminkum mikið. Yrði innflutningur til þess, ' að honum fjölgaði að nýju, gæti það orðið landbúnaðinum ærið tjón. Verði minkaeldi leyft Og leiti eigendur loðdýragarða eftir lán- um, til þeirra framkvæmda hjá Stofnlánadeild landbúnaðarins, leggur Búnaðarþing á 'það á- herzlu, að aflað verði sérstaklega fjár til þeirrar starfsemi, svo það skerði á engan hátt aðstöðu deild arinnar til að sinna þeim verk- efnum, sem fyrir eru. Um fuglafriðun og um landgræðslu Frá Alþingi hafði þingið fengið til umsagnar tvö önnur frum- vörp, annað um fuglaveiðar og fuglafriðun og hitt um land- græðslu og voru þau bæði af- greidd í gær. Telur Búnaðarþing að nokkur nýmæli séu í frumvarpinu um landgræðslu, sem miði að aukinni starfsemi við lapdgræðslu, gróð- urvernd og rannsóknir þar að lútandi. Þar sé í meginatriðum stefnt í rétta átt, en þingið vekur þó sérstaklega athygli á að jafn- framt verði að tryggja nægilegt fjármagn til að lögin nái þeim tilgangi sem stefnt er að, og ger- ir auk þess tillögur um nokkrar breytingar á orðalagi. Þingið gerir tillögur um nokkr- ar breytingar á frumvarpi til laga um fuglaveiðar og fuglafriðun. Og í annan stað telur þingið að fresta beri lögfestingu ‘á tíma- takmörkum um sinubrennslu, þar til skipaðir menn hafi skilað álitL Siglufjarðar hefur sent áskorun til ríkisstjórnar og anþingis þess efnis að tekjustofnalögum sveit- arfélaga verði breytt á þá lund, að hér megi leggja a.m.k. að- stöðugjöld á hinn O'pinbera rekst- ur og jafnframt að jöfnunarsjóðs- lögum verði breytt á þann veg, að frarrilag fáist úr jöfnunarsjóði til sveitarfélag, þegar lögboðin álagningarstigi útsvars hefur ver ið notaður til fulls, ef tekjuiþörf sveitarfélags er þá ekki fullnægt. Bæjarstjórnin hér er einkum að vinna að því • að reyna að koma hér upp dráttarbraut, sem gæti tekið skip allt að 450-500 tonn, en mjög hagstætt er að koma slíku fyrirtæki fyrir í svo- kallaðri innri höfn hér. Þess má líka geta að bæjarstjórn hefur sent áskorun til ríkisstjórnar og alþingis varðandi aukna sildar- flutninga í því skyni að nýta þann verksmiðjukost sem fyrir er í landinu og færa atvinnuna þangað sem hennar er mest þörf. — Stefán. Kópavogur ELDRIDÁNSAKLÚBBUR Týs í Kópavogi heldur dansleik í kvöld kl. 21 í Sjálfstæðishúsinu Kópa- vogi. — Félgar fjölmennið otg takið með ykkur gesti. Á MORGUN kemur hinn kunni leikari Poul Reichardt ásamt undirleikara sínum til ísiands, á vegum Flugmálafélagsins. Þeir skemmta á fiugmálahátíðinni að Hótel Sögu sunnudagskvöidið 14. marz. Poul Reichardt er í dag einn fremsti leikari Dana, til marks um það var hann á síðasta ári kjörinn heiðurslistamaður dönsku stúdentasamtakanna. Poul Reichardt i leikritinu „Nei“ eftir Kaj Munk. Kvóldvaka Hraunprýóí HAFNARFIRÐI — Kvöldvaka slysavarnadeildarinnar Hraun- prýði verður í Bæjarbíó á morg- un og verður að venju allfjöl- breytt skemmtiatriði. Leggja konurnar mest til sjálfar í þeim efnum, enda- hafa þær undirbúið sig vel og hafa upp á ýmislegt að bjóða. Eftir aðsókn að dæma undan- farin ár, má búast við að kvöld- vakan verði endurtekin eftir helgina, því að færri komast jafnan að fyrsta datginn en vilja. slóð upp að Oki, þar sem Þjóð- verjarnir voru í gær að undir- búa myndatöku í góðu veðri. Nú hefur fryst og færðin orðin góð. Scott notaði sem kunnugt er hesta á ferð sinni til Suðurpóls- ins og hafa kvikmyndatökumenn irnir 4 hesta hjá sér, og ætla einmitt að taka þann hluta, sem hestarnir eru í, á Oki. Þar hafa þeir fundið góða hengju, sem hestur og maður eiga að fara fram af, en ekki má æfa atriðið til að skemma ekki hengjuna. Á Langjökli ætla þeir aftur á móti að taka útsýni yfir mikla snjóbreiðu og þurfa til þess víð- áttumikinn jökul. Þá þurfa þeir að brjótast með sleðana yfir klungur og munu finna það þar við jökuljaðarinn. Leiðangurinn ætlar að dvelja á Húsafelli til 22. marz. Hann hefur fengið íbúðarhús Krist- leifs bónda til umráða, en fjöl- skyldan flutti í gamla bæinn, og einnig hafa Þjóðverjarnir sumar- bústaði, sem Húsafellsbændur leigja út í skóginum. Með leið- angrinum er maður frá Ferða- skrifstofu ríkisins, og tvær stúlk ur sjá um matinn. Til ferðalaga hafa þeir líka tvo Dodge Weapon bíla og tvo bílstjóra. í leiðangr- inum eru bæði leikarar og tæknl menn, og honum fylgir læknir. Fiárhagsáætlun Slgluf jar£ ar 17,8 ntilljGnlr króna Slæmt atvimiuávferði veldiir 3,6 mill]. kr. halla — Hestur Framhald af bls. 28.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.