Morgunblaðið - 08.04.1965, Side 10
10
MO*GUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 7. apríl 1965
,Þessi strákur veröur einhverntíma söngmaöur'
Afmælísrabb við Sigurð Þórðarson sjötugan í dag
Sigurdur við píanóið sitt.
SIGURÐUR Þórðarson tónskáld
er sjötugur í dag. f tilefni þess
gekk fréttamaður Morgunblaðs-
ins á fund hans og lagði fyrir
hann nokkrar spurningar um líf
hans og störf.
★
— Hver voru fyrstu kynni yð-
ar af tónlistinni?
— Fyrstu kynni mín af söng,
voru að sjálfsögðu á heimili for-
eldra minna, Þórðar Ólafssonar
og Maríu ísaksdóttur. Þau
bjuggu að Gerðhömrum í Dýra-
firði. Söngur var mikið hafður
þar um hönd, þótt ekkert væri
þar hljóðfærið. Faðir minn var
prestur. Hugvekjur voru lesnar
á sunnudögum og öðrum helgi-
dögum, eftir því sem við átti.
Sálmar voru sungnir fyrir og eft-
ir hvern lestur og Passíusálmar
voru sungnir á hverri föstu. Ver-
aldleg lög voru líka mikið sung-
in og við börnin lærðum mikið af
ættjarðarkvæðum og þótti okk-
ur lögin við þessi kvæði mjög
falleg. Ekki man ég hve ungur
ég var, er ég lærði fyrstu lögin,
en mér fannst ég kunna öll lög,
er eldri systkini mín sungu, hef
sjálfsagt lært þau án mikillar
fyrirhafnar.
Ég mun hafa verið um fimm
ára gamall, þegar einn af vinum
foreldra minna, bóndi af nálæg-
um bæ, kom heim til okkar. Eitt-
hvað mun ég hafa verið að dunda
í sama herbergi og faðir minn og
bóndinn ræddust við í. Segir þá
bóndinn: „Þessi strákur verður
einhverntíma söngmaður." —
„Hvers vegna heldur þú það?“,
spyr faðir minn. „Drengurinn
er svo hálslangur", svaraði bónd-
inn. Eftir þetta fór ég að veita
þeim mönnum athygli, sem
höfðu góðar söngraddir. Sérstak-
lega beindi ég augum mínum að
hálsi þeirra og dómur um feg-
urð söngsins fór auðvitað eftir
því, hvort söngvarinn hafði lang-
an háls eða stuttan.
Þrettán ára tók ég fyrst þátt
í kórsöng. Á þingeyri var starf-
andi karlakór — Karlakórinn
„Svanir“ — og stjórnaði honum
Bjarni Péíursson, kennari en
hann var einnig kirkjuorganleik-
ari hjá föður mínum. Bjarni var
góður vinur foreldra minna og
leyfði hann mér að sækja æfing-
ar hjá „Svönum" og taka þátt í
samsöngvum kórsins. Ekki taldi
ég það eftir mér að fara fótgang-
andi frá Söndum til Þingeyrar,
til þess að mæta þar á æfingum
og komið gat það fyrir, að ég
varð að gista á Þingeyri vegna
óveðurs. Ég var látinn syngja
annan tenór, en Bjarni tók það
mjög ákveðið fram við mig, að
á opinberu samsöngvunum yrði
ég að syngja mjög veikt svo
barnsrödd mín heyrðist ekki í
gegnum hinar raddimar. Þessu
lofaði ég hátíðlega og efndi það
loforð vel, þótt mér þætti miður
að rödd úr svo löngum hálsi fengi
ekki að njóta sín eða ná eyrum
áheyrenda, en þeim mun meira
og hærra söng ég, þegar heim
kom. Þetta voru mín fyrstu
kynni af karlakórsöng.
Einu sinni vorum við systkin-
in boðin til næsta bæjar, —
sennilega mun ég hafa verið
innan við fimm ára, — þar var
sungið og dansað. Sonur bónd-
ans á staðnum kunni nokkuð á
fiðlu og lék hann til skiptis á
fiðlu og harmoniku undir dans-
inum. Ekki var ég það stór að ég
gæti tekið þátt í dansinum og tók
þá fiðluleikarinn mig í fangið
og dansaði með mig um allt
gólfið.
Harmoniku hafði ég áður séð
en aldrei fiðlu. Fiðlutónarnir
höfðu mikil áhrif á mig og þeir
sunngu í kollinum á mér löngu
eftir að heim var komið. Nú
langaði mig mjög til þess að
eignast hljóðfæri í líkingu við
fiðluna, en hvernig sem ég velti
málinu fyrir mér, fann ég eng-
in ráð. Eitthvað skyldi þó gert.
Dag nokkurn áræddi ég að taka
reglustriku föður míns af skrif-
borði hans, það var breið en
þunn reglustrika úr trjáviði og á
henni var gat á endanum. Síðan
varð ég mér úti um tvinnaspotta,
sem ég strengdi eftir reglustrik-
unni og litla spítu setti ég undir
strengina. Síðan greip ég í streng
ina með mínum litlu puttum og
viti menn? Strengirnir gáfu frá
sér hljóð, en ekki í líkingu við
fiðlutónana — og þó —, veikt
hljóð úr tvinnaendum. Síðar
komst ég í nánari snertingu við
fiðluna, og þó aldrei að verulegu
ráði, en það er önnur saga.
— En fyrsta hljóðfærið, sem
þér eignuðust?
— Það var munnharpa. Ekki
vildu foreldrar mínir gefa mér
harmoniku, sem var öndvegis-
hljóðfæri í þá daga.
Um fermingu eignaðist ég
fyrstu fiðluna, hún kostaði fimm
krónur og þótti ekki ódýr. Seinna
eignaðist ég harmoníum.
Fyrsta nótnabókin, sem ég
eignaðist, var Kóralbók séra
Bjarna Þorsteinssonar. Hana
keypti ég fyrir sumarkaupið
mitt, en sumarkaupið var lamb,
sem ég seldi í kaupstaðinn og
fékk fyrir það sjö krónur eða
nákvæmlega andvirði bókarinn-
ar. *
Næstu árin eftir fermingu, var
ég við tónlistarnám í Reykjavík,
en námið var stopult og aðeins
hægt að stunda það fáa mánuði
út vetri hverjum vegna fjárhags-
erfiðleika. Prestar voru sjaldn-
ast efnaðir menn og foreldrar
mínir höfðu meiri ánægju af því
að veita en þiggja.
Þegar ég hafði lokið burtfar-
arprófi frá Verzlunarskóla fs-
lands og unnið eitt ár við verzl-
unar- og bankastörf, lá leið mín
til Þýzkalands. Ég.hafði kynnzt
Páli ísólfssyni, sem verið hafði
í DAG hyllum við Sigurð Þórð-
arson, hið sjötuga tónskáld okk-
ar. Svona líður tíminn. En það
er líka margs að minnast er litið
er yfir farinn veg, og fátt er
manni meira virði en minning-
arnar um góðan og ljúfan sam-
ferðamann, er litið er til baka.
Og fátt er mér ofar og sterkar í
hug en námsár okkar Sigurðar
í Leipzig, þar sem við stunduð-
um báðir tónlistarnám, og í raun
og veru hefir þessi sameiginlega
skólavist okkar ekki enn tekið
enda. Áratuga náið samstarf okk
ar Sigurðar í Útvarpinu, hefir í
senn verið okkur skóli og starf
fyrir land og þjóð, þar sem Sig-
urður hefir alla tíð verið hinn
trausti, sterki persónuleiki, klett-
ur sem stendur upp úr, jafnt í
stórveðrum hafsins og lognsævi,
alltaf á sínum stað hvað sem yf-
ir dynur, eins og viti og leið-
sögumerki. Sigurður er ekki eitt
í dag og annað á morgun. Hinn
skapstóri, drenglyndi tilfinninga
maður, gæddur þeirri prúð-
mennsku sem einstæð er, fyrir-
lítur ekkert meira en sýndar-
mennsku og yfirlæti.
Störf Sigurðar hafa verið æði
margþætt. Tónskáldskapur, söng
stjórn, skrifstofustörf. Afköst
Sigurðar eru ótrúleg, enda er
hann afreksmaður á hverju sem
hann snertir. Sem tónskáld hefir
hann samið hvert verkið af öðru,
fyrir píanó, ,orgel, hljómsveit,
auk fjölda einsöngslaga og karla-
kórslaga, Messu og söngleikinn
í álögum, við texta Dagfinns
Sveinbjarnarsonar. Og söng-
stjórn hans þekkja allir. Karla-
kór Reykjavíkur var hið volduga
við tónlistarnám í Leipzig, en
var nú um þessar mundir til
hvíldar heima. Hann kenndi mér
um tíma á harmoníum en jafn-
hliða var ég stuttan tíma í fiðlu-
leik hjá Þórarni Guðmundssyni.
Fyrir áeggjan Páls, varð ég hon-
um samferða til Leipzig ásarnt
Jóni Leifs. Ég hafði tekið þrjú
þúsund króna lán, með ábyrgð
sex góðra manna. Þetta vega-
nestí var það eina, sem ég hafði
til þess að standa undir kostn-
aði við námið. Nú varð að lifa
spart. Ekki reyndist það erfitt,
því ekki var hægt að ganga inn
í verzlanir og kaupa það sem
augað girntist, því þá var fyrri
iheimsstyrjöldin i algleymi og
ekkert að fá nema út á úthlut-
unarkort. Dag nokkurn tók ég
eftir því, að botninn í buxunum
mínum var orðinn ískyggilega
gegnsær og litlu síðar brast botn-
inn. Nú voru góð ráð dýr. Ég
átti enga peninga til þess að
kaupa fyrir nýjar.buxur. Áður
en ég fór úr Reykjavík, var ég
það fyrirhyggjusamur að taka
með mér nál og hvítann og svart-
an tvinna, einnig nokkrar tölur.
Nú kom nálin og tvinninn að
góðu gagni. Dökka taupjötlu átti
ég í fórum mínum og nú var
byrjað á því að bæta rassinn á
buxunum. Klæðskeri hefði auð-
vitað litið með fyrirlitningu á
þennan saumaskap en viðgerðin
gerði þó sitt gagn. Auðvitað forð-
aðist ég, eins og bezt ég gat, að
snúa óæðri hlutanum að fólki,
sem ég átti eitthvert erindi við
og sama gegndi um komu mína
í kennslutíma. Jæja, þessar þrjú
þúsund krónur dugðu-mér í tvö
ár, þá var allt uppétið og nám-
inu þar með lokið. Skuldin ein
stóð eftir og engin frekari lán
að fá. Með þungum huga sagði
ég „bless" við Leipzig.
— Þér hafið lengst af starfað
hjá Útvarpinu?
— Ég hóf starf hjá Ríkisút-
varpinu í byrjun janúar 1931.
hljóðfæri í höndum hans, og má
eflaust telja hann einn meðal
allra fremstu karlakóra Norður-
landa. Sem skrifstofustjóri Rík-
isútvarpsins hefir Sigurður unn-
ið ómetanlegt starf, er stofnunin
mun lengi að búa. Og hann hefir
átt sinn mikla þátt í þróun og
rekstri þessarar miklu menning-
arstofnunar þjóðarinnar.
Þegar litið er yfir starfsferil
Sigurðar, er það beinlínis undra-
vert hverju hann hefir afkastað.
Mætti í því sambandi minna á
öll ferðalög Karlakórs Reykja-
víkur, meðan annars til þriggja
heimsálfa. Það er ekki heiglum
hent að æfa og skipuleggja fyrir
slík ferðalög. Til þess þarf mikið
þrek og viljakraft. Má telja ferð-
ir kórsins til margra landa
heimskringlunnar, meiri land-
kynningu en svo að hægt sé að
meta til peningaverðs. Flutti kór
inn, sem jafnan var skipaður
mörgum úrvalsssöngvurum, mik-
ið af íslenzkri tónlist á hinum
fjölmörgu tónlistarferðum sínum
erlendis, og söng inn á fjölda af
hljómplötum, er síðar hafa farið
vítt um lönd. Standa íslenzk tón-
skáld í mikilli skuld við Sigurð
Þórðarson fyrir það eitt, auk
annars.
Hugur Sigurðar hneigðist
snemma að tónlistinni, Hann
hafði lært á fiðlu hjá Þórarni
Guðmundssyni (eins og fleiri af
okkar góðu fiðluleikurum). Síð-
an lagði hann leið sína til Leip-
zig og stundaði þar nám, hjá
hinum heimskunna fiðlukennara
Hans Sitt. Heyrði ég prófessor-
inn oft lýsa ánægju sinni yfir
Fyrstu árin' hafði ég á hendi
skrifstofustjórn, bókhald allt og
gjaldkerastörf. Það var nóg að
starfa. Þá var ekki verið að líta
á klukkuna, til þess að sjá hvort
hún væri orðin Jimm. Ó, nei!
Manni þótti gott að vera kominn
heim fyrir kvöldmatinn, allflesta
daga.
Ég minnist að sjálfsögðu margs
úr starfi mínu hjá útvarpinu,
því margt getur skeð á skemmri
tíma en 34 árum. Ofarlega er í
huga mér hin fátæklegu vinnu-
skilyrði og þröngi fjárhagur, sem
útvarpið átti við að búa í upp-
ísólfssyni
nemanda sínum og í mín eyru
harmaði hann mjög, að hafa hann
ekki lengur í hópi nemenda
sinna, er hann hvarf heim 1918.
Ég tel það illa farið að Sigurð-
ur skyldi þá að mestu leggja
fiðluna á hilluna. En tónskáld-
skapurinn og söngstjórnin tóku
allan hug hans. Með lögum sín-
um hefir Sigurður náð til hjarta
þjóðariinnar, og eru þau á hvers
manns vörum, enda mikið flutt í
útvarpi og á tónleikum.
Ég á vini mínum og starfs-
bróður margt og mikið að þakka.
Er mér þá jafnt í huga örfandi
gáfur hans og fádæma dreng-
skaparlund, sem aldrei gat brugð
ist. Skapfesta hans og starfs-
þróttur er mér ógleymanlegt
ekki síður en hlýhugur hans og
óbrigðul tryggð.
Ég lýk þessum afmælisorðum
mínum með því að endurtaka
það sem ég sagði um hann sex-
tugan, og er enn í fullu gildi:
Hann er velviljuð hjálparhella
allra sinna félaga og samstarfs-
mánna. Hann hefir aldrei brugð-
izt trausti nokkurs manns, og
þó tónlistin sé honum allt,*rauði
þráðurinn í lífi hans, missir hann
aldrei sjónar á þeim vanda, sem
hin daglegu störf leggja mönn-
um á herðar, og er undirstaða
menningarlífs í listum, sem á
öðrum sviðum mannlegra sam-
skipta.
Ég óska þér, kæri Sigurður,
allra heilla og blessunar Guðs
á þessum tímamótum í lífi þínu,
og þakka dýrmæta vináttu að
fornu og nýju.
Páll ísólfsson.
hafi. Húsakynnin voru þröng.
Einu herbergi var skipt að jöfnu
milli útvarpsstjóra og útvarps-
ráðs annars vegar og aðalskrif.-
stofu hins vegar. Önnur húsa-
kynni útvarpsins voru í bilutfalli
við þetta.
Fyrsta árið voru tekjur út-
varpsins af afnotagjöldum kr.
80.000,00 og má segja, að þá hafi
verið „þröngt í búi hjá smá-
fuglunum". Stundum var leitað
til ráðuneytisins um lán, þetta
fimm og tíu þúsund krónur, til
kaupa á nauðsynlegum hlutum
til reksturs útvarpsins, svo sem
borðum, stólum, ,ljósalömpum
o.fl.,- kom það þá stundum fyrir,
að spurt var hvort útvarpið
þyrfti á öllum þessum peningum
að halda, hvort nauðsynlegt væri
að kauþa alla þessa hluti strax.
Þetta sýndi að vísu ekki mikinn
stórhug hinna ráðandi manna í
fjármálum eða þekkingu þeirra á
uppbyggingu og þörfum hins ný-
stofnaða ríkisútvarps, en segja
má þeim það til hróss, að þeir
héldu fastara utan um hverja
krónuna en kollegar þeirra gera
í dag.
Fljótlega sleit útvarpið barns-
skónum. Útvarpsnotendum fjölg-
aði ört og sú nýlunda var tekin
upp, sem ekki þekktist á Norð-
urlöndum, að útvarpið tók að
flytja hlustendum sínum auglýs-
ingar. Þessi þjónusta hefir farið
ört vaxandi og gefur nú útvarp-
inu góðar tekjur. í fyrstu kostaði
orðið tíu aura, nú kostar það
tíu krónur. Útvarpið hefir alla
tíð verið efnalega sjálfstætt og
nýtur ekki styrks úr ríkissjóði.
Þó er því ekki að neita, að þró-
unin í tekjuöflun útvarpsins hef-
ir orðið öfug við það sem var,
borið saman við blaðagjöldin. f
fyrstu var afnotagjaldið kr. 30,00
en á sama tíma kostaði stærsta
dagblaðið — Morgunblaðið —
24,00 á ári. f ár er afnotagjaldið
kr. 530,00 en þar af ganga kr.
35,00 í söluskatt til ríkissjóðs.
Sama blað, sem kostaði 24,00 ár-
ið 1931, kostar í dag kr. 1,080,00.
Útvarpið hefir því orðið langt
aftur úr í kapphlaupinu um
hækkuð útvarps- og blaðagjöld.
Þessa öfugþróun getur útvarpið
þakkað hinum framsýnu og fyr-
irhyggjusömu stjórnmálamönn-
um.
— Og Karlakór Reykjavíkur?
Karlakór Reykjavíkur var
Framhald á bls. 19
Afmælískveðja frá Páli