Morgunblaðið - 08.04.1965, Side 14
14
MORGVNBLAÐIB
Finrmtudagur 7. apríl 1963
f
jlloggttitljflftfrUÞ
Útgefandi:
F ramkvæmdast j óri:
Ritstjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Auglýsingar:
Ritstjórn:
Auglýsingar og afgreiðsla:
Áskriftargjald kr. 90.00
í lausasölu kr.
Hf. Árvakur, Reykjavílc,
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Árni Garðar Kristinsson.
'Aðalstræti S.
Aðalstræti 6. Sími 22480.
á mánuði innanlands.
5.00 eintakið.
VERKFALL
HJÁ LOFTLEIÐUM
4 llir íslendingar hafa glaðzt
yfir því, hve ört og mynd
arlega Loftleiðir hafa fært út
kvíarnar á undanförnum ár-
um. Þetta litla íslenzka flug-
félag hefur af frábærum
dugnaði rekið millilandaflug
milli Norður-Ameríku og Ev-
rópu, eignazt myndarlegan
flugflota og verið landi sínu á
margan hátt til hins mesta
sóma.
Nú hefur það gerzt, að flug
menn á stærstu flugvélum
Loftleiða hafa gert verkfall
og stöðvað þessi afkastamestu
flutningatæki félagsins. Sam-
kvæmt greinargerð, sem birt
hefur verið um þessa deilu,
hafa flugstjórarnir krafizt
launahækkana, sem myndu
þýða það, að þeir fengju allt
að 810 þúsund krónur í árs-
tekjur.
Flugmennirnir, sem í verk-
fallinu eru, hafa að vísu ekki
ennþá birt greinargerð um
sín sjónarmið í málinu. En
vitað er, að þeir eru meðal
hæstlaunuðustu íslendinga og
njóta auk þess margvíslegra
fríðinda, sem stöðu þeirra
fylgir. Þeir hafa vafalaust átt
kost á því að fá nú einhverja
kauphækkun. En sú stað-
reynd blasir við, að verkfall
hefur hafizt hjá Loftleiðum
vegna hina geysilegu kaup-
hækkunarkrafna flugmann-
anna.
Það er vissulega illa farið,
að til þessa verkfalls hefur
komið. Enginn veit í dag
hvaða áhrif það kann að hafa
á framtíðarafkomu fyrirtæk-
isins. Öllum almenningi á ís-
landi mun virðast kröfur flug
mannanna óhóflegar og engu
tali taka. Vel má vera, að rík-
ustu og stærstu flugfélög
heimsins borgi einhverjum
flugstjórum þau geysilaun,
sem Loftleiðaflugmennirnir á
stóru flugvélunum nú krefj-
ast. En því fer víðs fjarri, að
það út af fyrir sig þurfi að
réttlæta kröfur þeirra. Þetta
íslenzka flugfélag er að
byggja upp starfsemi sína.
Það stendur í stórkostlegum
framkvæmdum, bæði flug-
vélakaupum og bygginga-
framkvæmdum og það á í vök
að verjast vegna harðrar sam
keppni við erlend flugfélög.
Afkoma Loftleiða hefur
sem betur fer undanfarið
verið góð. Allir íslendingar
vita að hin lágu flugfargjöld
félagsins yfir Atlantshaf og
sérstaða þess sætir stöðugri
gagnrýni og ádeilum af hálfu
keppinauta þess.
Það kemur vissulega úr
hörðustu átt, þegar flugmenn
irnir sjálfir hefja aðgerðir,
sem haft geta örlagaríkar og
óheillavænlegar afleiðingar
fyrir félagið í framtíðinni. ís-
lenzka þjóðin horfir undrandi
á þessar aðfarir.
RÁÐSTAFANIR
BREZKU STJÓRN-
ARINNAR
I>rezka Verkamannaflokks-
99 stjórnin hefur átt í mikl-
um erfiðleikum allt frá því
að hún tók við völdum og
hefur neyðzt til þess að gera
margháttaðar ráðstafanir til
að reyna að treysta efnahag
Breta og bæta gjaldeyrisstöð-
una. Hefur hún bæði hækkað
tolla og vexti í þessum til-
gangi eins og menn minnast.
Nú síðast hefur Verka-
mannaflokksstjórnin birt fjár
hagsáætlun, þá fyrstu, sem
flokkurinn leggur fram í 14
ár, og þar eru m.a. boðaðir
nýir skattar, sem nema um
20 þúsund milljónum króna
á þessu ári, hækkun á tóbaki
og áfengi og fleiri ráðstaf-
anir, sem eiga að draga úr
útflutningi á brezku fjár-
magni og treysta þannig gjald
eyrisstöðuna.
Brezka Verkamannaflokks-
stjórnin grípur þannig til
„gömlu íhaldsúrræðanna“
eins og einn af ráðherrunum
í vinstri stjórninni hér á landi
komst að orði, þegar sú stjórn
var að bagsa við að halda
þjóðarskútunni á réttum kili,
sem allt var þó unnið fyrir
gýg, eins og menn muna.
Sannleikurinn er sá, að
brezku Verkamannaflokks-
stjórnina virðist skorta til-
trú, og þess vegna bera að-
gerðir hennar í efnahagsmál-
um ekki tilætlaðan árangur.
Eru aðgerðir hennar því fálm
kenndar, ekki ólíkt því sem
var með vinstri stjórnina ís-
lenzku
OPIN
HLUT AFÉLÖG
flngur hagfræðíngur, Sig-
finnur Sigurðsson, ritar
grein í Morgunblaðið í gær,
þar sem hann ræðir um verð-
bréfamarkað og opin hluta-
félög. Hann segir m.a.:
„Heilbrigður verðbréfa-
markaður er talin ein farsæl-
Frá Þýzkalandi
Þar sem gimsteinar grda
Þjóðverjar rækta
stnaragða i
í DÁL.ITLV og ekkl sérlega
ásjálegu húsi í vestur-þýzka
gimsteinabænum Idar-Ober-
stein, að baki harðlæstra dyra
efnafræðirannsóknastofu einn-
ar, stendur kerald með sjóð-
andi, vellandi saltvatni. En
hvað í keraldinu er auk salt-
vatnsins vita ekki einu -sinni
starfsmenn rannsóknarstof-
unnar.
Hitt vita ]»eir aftur á móti
— og það vita fleiri nú — að
upp úr keraldinu koma — með
mánaða millibili — hinir feg-
urstu smaragðar, gimsteinar
sem engan veginn standa að
baki smarögðum þeim er
Móðir Náttúra framleiðir á
einum 200 milljónum ára og
eru einhverjir eftirsóttustu
skrautsteinar heims.
Uppfinningamaðurinn, sem
stendur að baki þessari „rækt-
un“ smaraigðanna, hefur ekki
sótt um einkaleyfi á henni.
„Eg blátt áfram þori ekki að
hætta á að setja formúlurnar
minar fyrir þessu á blað“, seg-
ir hann, „nú, þegar við erum
loks farin að hljóta einhverja
umbun fyrir meira en tólf ára
vinnu að þessum rannsóknum
okkar og tilraunum."
Fyrstu smaragðarnir, sem
upp komu úr keraldinu góða í
Idar-Oberstein voru engan
veginn fullkomnir og græna
slikjan á þeim svo dauf, að
hana var varla að greina. En
á síðari árum hafa komið upp
úr keraldinu æ litsterkari og
fegurri gimsteinar oig nú er
svo komið, að þessi smaragða-
gróður í saltvatnskeraldinu
stenzt fyllilega samanburð við
gimsteina Móður Náttúru.
f>eir eru meira að segja að
mörgu leyti betur til skart-
gripasmíði fallnir, því þeir
eru lýtalausir, en eðalsteinar
úr djúpum jarðar bera oft ým-
is merki um tilkomu sína og
langa „lífdaga“ — kolbletti,
sprungur og aðra galla —
enda eiga flestir smaragðar,
sem grafnir eru úr jörðu, að
baki um 200 milljón ár.
Uppfinningamaðurinn í Id-
ar-Oberstein skýrði frá þess-
um tilraunum sínum á ráð-
stefnu gimsteinafræðinga, sem
haldin var þar í bæ fyrir
nokkru. Hafði hann meðferð-
is nokkra smaragða sinna og
undruðust sérfræðingarnir
stórlega ágæti þeirra og furð-
uðu siig á því, að ekki skyldi
hafa vitnazt fyrr um þessa
gimsteina-„ræktun“. Hlaut
hann mikið lof fyrir smaragð-
ana, sem eins og fyrr segir,
eru taldir jafnokar Chatham-
smaragðanna bandarísku og
hvorir tveggja sagðir skáka
meðalgæða sambærilegum
gimsteinum Móður Náttúru.
Nú eru liðin 15 ár síðan gim
steinaslíparinn í Idar-Ober-
istein hóf undirbúningsrann-
sóknir sínar. Það var þó ekki
í fyrsta sinn sem Þjóðverjar
reyndu að framleiða þessa
igimsteina. Fyrir stríð voru á
boðstólum í Þýzkalandi gervi-
smaragðar, sem þóttu góðir en
dýrir og gimsteinasalar tóku
fálega þá, þó þeir myndu vafa-
laust fegnir þiggja þá nú.
I Bandaríkjunum hefur efna
fræðingur einn, gimsteinasér-
fræðingur að auki einnig feng
izt við að „rækta" smaragða.
Enginn veit heldur formúlur
hans, en gimsteinarnir eru
sagðir mjög líkir þeim, sem
framleiddir voru í Þýzkalandi
fyrir stríð. Steinar þessir —
sem gimsteinasalar kalla sín á
milli „Chatham-smaraigðana“
eru lýtalausir, grænljómandi
og skilur varla í milli með
þeim og smarögðum Móður
Náttúru um ljósbrot og tær-
leika. En þeir eru sjaldgæfir
líka, enda ekki framleiddir í
hendingskasti — það getur tek
ið manga mánuði að rækta
einn einasta smaragð, sem tal-
izt geti hæfur til að nota í
Skartgrip. Verðlag á gimstein-
um þessum er í kringum 500
þýzk mörk fyrir hvern karat,
eða um 5.000 ísl. kr. og er það
helmingi lægra verð er greitt
er fyrir venjulega smaragða
meðalgæða, sem seldi eru á
100 þýzk mörk eða um 10.000
ísl. kr. hver karat.
Fréttir í
stuttu
máli
HINN nýi ambassador ísrael, Nathan Bar-Yaacoy afhenti fyrir
nokkru forseta íslands trúnaðarbréf sitt við hátíðlega athöfn á
Bessastöðum. Myndin er tekin við það tækifæri.
asta leiðin til dreifingar fjár-
magnsins yfir á margar hend-
ur, um leið og framleiðslu-
tækjunum er aflað fjár til
aukinna og bættra afkasta.“
Hann víkur síðan að þeirri
kenningu, að ríkisvaldið verði
að ráðast í stærri fyrirtæki
vegna þess, að nægilegt fjár-
magn sé ekki til hjá einstakl-
ingunum. Þessi kenning á
auðvitað enga stoð í veruleik-
anum. Ef fjármagnið er til í
þjóðfélaginu, þá er það ekki
síður eign þegnanna heldur
en ríkisins, og engin ástæða
tii að ríkið sölsi undir sig
eignarráð yfir fénu, né held-
Ur að það taki að láni mik-
inn hluta sparifjár lands-
manna.
Hin rétta stefna er sú, að
borgurum sé gert kleift að
taka þátt í atvinnurekstri
eins og gert er í öðrum lýð-
ræðisríkjum, þar sem stofn-
uð eru stór opin hlutafélög
og borgararnir geta keypt
hlut í þeim á almennum verð
bréfamarkaði. Þetta er sú
stefna, sem hlýtur að verða
ríkjandl í framtíðinni, en
ekki ofstjórn ríkisvaldsins.
ORBSENDING FRÁ CHOU
SÞ, New York, 6. apríl
(AP).
U Thant, framkvæmdastjóra
Sameinuðu þjóðanna mun
hafa borizt orðsending frá
Chou En-lai, forsætisráðherra
Kína, að sögn talsmanna SÞ.
Segir forsætisráðherrann þar
að þeir einir eigi að vinna að
lausn deilunnar í Vietnam,
sem aðild eiga að henni, þ.e,
Viet Cong annarsvegar og
Kandarikin eða stjórn Suður
Vietnam hinsvegar. Segir
Chou að hvorki Kína né Norið
ur Victnam séu styrjaldarað-
ilar.
PRESTON OG SALLERT
New York, 6. apríl (AP),
Robert Preston, sem leikur
aðalhlutverkið í Broadway-
París“ sagði í dag að hann
mundi kvænast mótleikarar
sinum, sænsku barónsfrúnni
Ulla Sallert, strax og haeðí
hafa fengið skilnað' frá núver.
andi mökuni sinum. Preston
hefur verið kvæntur í 24 ár,
Ulla Sallert í 19.