Morgunblaðið - 08.04.1965, Side 15

Morgunblaðið - 08.04.1965, Side 15
Fimmtudagur 7. apríl 1965 MORCUNBLAÐIB 15 Einar Ingimundarson, alþingismaður: FRÁ þvl að siðustu sumarsíld- veiðum lauk, sem þó raunveru- lega var ekki fyrr en um síðustu áramót, hefir mikið verið rætt og ritað um síldarflutninga, kaup á sildarflutningaskipum, bygg- ingu nýrra síldarverksmiðja og síldarverkunarstöðva og stækkun þeirra, sem fyrir eru. Stafar þetta vitanlega af því, að á síðustu síldarvertíð barst svo mikið hrá- efni til síldarvinnslustöðvanna á Austfjörðum, sem meginhluta síldveiðitímabilsins lágu næst miðunum, að þær höfðu hvergi nærri undan og hlutust af því allmikil vandræði, svo sem jafn- an hlýtur að verða, þegar ljóst er, að ómælanlegt magn dýrmæts hráefnis fer í súginn. f umræðum um það, hvernig Ihelzt verði úr bætt, þannig að sama sagan endurtaki sig ekki ura ófyrirsjáanlegan tíma, virðist mér þeir, sem málin hafa rætt skiptast í þrjá flokka: 1. Þá, sem leggja vilja alla áherzlu á að koma upp á Austfjörðum svo afkasta- miklum síldarvinnslustöðv- um, að þær reynist einfær- ar um að vinna það hráefni, sem að landi kann að berast, jafnvel þótt meginhluti sum- arsíldaraflans veiðist á Aust fjarðarmiðum og berist að landi á Austfjarðahöfnum. 2. í>á,sem vilja leggja höfuð- áherzlu á flutninga síldar- innar til þeirra staða, þar sem aðstaða er þegar til að vinna hana, jafnvel þótt þeir staðir liggi í mikilli fjarlægð frá síldarmiðunum, (t.d. út af Austfjörðum) og telja það annars álitamál, hvort rétt sé frá þjóðhagslegu sjónar- miði að festa öllu meira fé í nýbyggingar og stæ'kkanir þeirra síldarvinnslustöðva, sem um sinn kunna að hggja bezt við síldarmiðun- um, í stað* þess að tryggja þeim vinnslustöðvum hrá- efni, sem fyrir eru, hvar, sem þær kunna að vera á landinu og 3. Þá, sem fara vilja bil beggja, verja nokkru fé til nýbygg- inga oig stækkana síldar- vinnslustöðva á þeim stöð- um, sem undanfarin ár hafa legið bezt við síldarmiðun- um, en tryggja einnig með síLdarflutningum í stórum stíl, að afkastamiklar vinnslustöðvar í öðrum landshlutum standi ekki með öllu aðgerðarlausar og það allra sízt, ef svo vel afl- ast, að við ekkert verði ráð- ið á þeim stöðum, sem næst liiggja veiðisvæðinu. Ég skal taka það fram strax, að ég skil að vissu marki þá, sem hafa á þessu máli andstæðastar skoðanir, þ.e. þá, sem ég flokka hér að framan undir 1 og 2, en Skynsamlegast finnst mér þó þeir menn halda á málunum, sem fara vilja milliveginn, ‘þ.e. bæta aðstöðu til hráefnismóttöku á þeim stöðum, sem næst liggja veiðisvæðunum hverju sinni, en 'trygg'ja jafnframt, að þeir staðir, sem aðstöðu hafa til hráefnismót- töku í stórum stíl verði ekki af- skiptir, allra sízt, ef aflamagn er langt umfram afkastagetu þeirra vinnsiustöðva, sem um sinn liggja næst miðunum. Grein Hrólfs Ingólfssonar Flestir þeir, sem þátt hafa tek- ið í umræðum um það vandamál, sem upp hefur komið við það, að sterkar síldargöngur hafa á síð- ustu árum vanið komur sínar á mið, sem liggja fjarri afkasta- mestu síldarvinnslustöðvum á landinu, hafa yfirleitt rætt málið *f skynsemi og fært rök að skoð- uoum sínum á því, þótt ólíkar kunni að vera. — Undantekning- ar eru þó frá þessu. — Þröng- sýnismenn hafa einnig lagt orð í belg í ræðu og riti, menn, sem annaðhvort hafa ekki viljað eða getað komið auga á nema eina hlið málsins og hafa ekki verið til viðtals um aðrar leiðir en þær, sem bezt hafa þjónað stundarhags munum þeirra sjálfra. Einkenn- andi fyrir þá menn, sem þannig hugsa tala og rita, tel ég vera grein, sem birtist í Tímanum laugardaginn 3. þ.m. og er höf- undur hennar Hrólfur Ingólfsson, bæjarstjóri á Seyðisfirði. Nefn- ist greinin „Síldarflutningar frá Austfjörðum." Skýtur annars upp kollinum í grein þessari, hvað eftir annað, skoðun, sem ég hefi Einar Ingimundarson orðið var hjá einstaka Austfirð- ingi síðustu ár, en hún er þessi: Við eigum hafið út af Austfjörð- um (hvað langt út veit ég ekki). Það er séreign okkar. Við eigum líka síldina, sem á þessu hafkvæði veiðist. Hún er líka séreign okkar og við viljum ennfremur helzt eiga sildarleitina einir. Síldin er fyrir Austfjörðum, þannig á það að vera og svo verður það um aldur og ævi. Hafið úti fyrir Norðurlandi er og verður sann- kallað „T)auðahaf/‘ Hversvegna fóru Norðmenn frá Austfjörðum? Þegar líða tók á síðustu öld hófu Norðmenn síldveiðar og síld arverkun hér við land. Voru þeir þá þegar búnir að fá nokkra reynslu af síldveiðum og síldar- verkun í heimalandi sínu, þótt harla myndu aðferðir þeirra frá þeim tímum við veiðar og verkun þýkja frumstæður nú. Þeir héldu til hinna löngu, djúpu fjarða á Austurlandi, en þangað var stytzt frá þeirra heimahögum. Þar var hin ákjósanlegasta aðstaða fyrir síldarverkun og inni á þessum fjörðum og á hafinu fyrir utan óð síldin í stórum torfum sumar eftir sumar. Við þessa firði sett- ust því Norðmenn að og hófu þar starfrækslu sína. — Fór svo fram um hríð. — Miklar likur, ef ekki örugg vissa, er fyrir því, að á sama tíma, þ.e. síðari hluta síð- ustu aldar, hafi síld vaðið í engu minni torfum fyrir Norðurlandi og allt til Vestfjarða — en við og úti fyrir Austfjörðum. Þannig segir t.d. Jóhannes Nordal, is- hússtjóri í viðtali við Valtý Ste- fánsson, ritstjóra árið 1940, að þegar ísinn fór frá landinu sum- arið 1867 hafi flóinn (Húnaflói) fyllzt af síld „svo langt sem aug- að eygði og alla leið inn að Þing- eyrasandi og vestur að Vatns- nesi. Það voru meiri ódæmin“. (Valtýr Stefánsson: „Þau gerðu garðinn frægan" 1956, bls. 126). Varla hefir þessi síldarganga fyr- ir Norðurlandi sumarið 1867 ver- ið neitt einsdæmi á þessum árum, en einmitt þá voru Norðmenn að hefja síldveiðar og síldarverkun á Austfjörðum. Við skilríka Norðlendinga hefi é|g einnig rætt, sem muna mikla vaðandi síld á Skagafirði og víð- ar fyrir Norðurlandi á síðasta tug 19. atdar. Það er því ofmælt, sem Hrólfur Ingólfsson segir á einum stað í grein sinni, sem hér er gerð að umtalsefni, að enginn viti, hvort sild hafi verið fyrir Norðurlandi, þegar síldveið ar Norðmanna fyrir Austfjörðum stóðu sem hæst. Ég held þvert á móti, að sannað sé, að þó hafi einmitt nóga síld verið að finna á Norðurlandsmiðum. Þegar fram liðu stundir munu hinir norsku síldar-„spekúlantar“ hafa haft af þvi spurnir, að mikil vaðandi síld fyllti firðina á Norðurlandi og jafnvel Vestfjörðum líka. Víst er um það, eins og Hr. I. lýsir réttilega, að skömmu eftir síð- ustu aldamót fluttu Norðmenn á tiltölulega stuttum tíma starf- rækslu sína frá Austfjörðum til Norðurlands og Vestfjarða. Hins vegar er ég ekki viss um, að það sé rétt, sem greinarhöf. heldur fram, að síldin hafi „einn góðan veðurdag" flutt sig af Aust- fjarðarmiðum á Norðurlands- og Vestfjarðamið og, að það hafi verið af þeim sökum, sem Norð- mennirnir fluttu sig um set. Glöggur og greindur Austfirð- ingur sagði t.d. þeim, sem þetta ritar, að hann hafi með eigin aug- um séð síld vaða úti af Reyðar- firði sumar eftir sumar, löngu eftir að Norðmenn og aðrir hættu að leita þar síldar. Staðreynd er það einnig, að síld veiddist fyrir Norðaustur- landi og jafnvel suður á Vopna- firði bar stundum uppi síldveið- arnar einhvern hluta sumars á síldarárunum miklu 1937—1944. Svo var t.d. um fyrri hluta hins mikla síldarsumars 1940, sam- kvæmt öruggum heimildum. — Það er þvi álit mitt, að vísu leik- mannsálit, að það, sem gerðist á fyrstu áratugum þessarar aldar, þegar Norðmenn og aðrir, sem fengust við síldarvinnslu- og verkun fluttu sig með veiðar sín- ar og starfrækslu frá Austurlandi til Norðurlands- og Vestfjarða- hafna, hafi verið þetta. Fyrir norð an Langanes, vestur með öllu Norðurlandi og allt til Vestfjarða óð síld sumar eftir sumar og emgu síður þar en á Austfjarða- miðum, en síldin norðan og vest- an Langaness reyndist stærri, feitari og jafnari og því ákjósan- legri til söltunar en Austfjarða- sildin og þegar þetta var Ijóst orðið, hafi hin skyndilega hreyf- ing komizt á Norðmenn á Aust- fjörðum og aðra þá, sem á þeim tímum lögðu fyrir sig síldveiðar og síldarverkun. Fiskifræðingar, sjómenn og síldarsaltendur geta einnig um það borið, hvor síldin hafi undanfarin sumur reynzt betri vara með tilliti til söltunar, sú, sem veidd var fyrir Norður- landi eða Norðausturlandi ann- arsvegar eða sú, sem veiddist fyrir Austfjörðum hinsvegar. — Það hafi því verið vitneskjan um mismunandi gæði síldarinnar fyrir Norðurlandi annarsvegar og Austurlandi hinsvegar, sem úrslitum réði um tilflutning Norðmanna og annarra frá Aust- fjörðum til Norðurlands, en ekki endilega það, að síldin hafi „einn góðan veðurdag“ horfið af Aust- fjarðamiðum, sem ég held, að hún hafi ekki gert, og flutt sig á Norðurlandsmið, þar sem ég held, að hún hafi verið búin að halda sig í langan tíma, áður en til- fiutningur Norðmanna átti sér stað, eins og ég hefi reynt að leiða rök að hér að framan. Rangt er það líka hjá greinar- höf., að alls engin síld hafi veiðzt á hafinu úti fyrir öllu Norðurlandi síðastliðið sumar. Síðast í maí og fyrrihluta júní s.l. var sæmileg veiði djúpt norð- ur af Langanesi. Var það tví- mælalaust jafnasta og bezta söltunarsíldin, sem að landi barst alit sumarið 1964, en þá veiddist. svo sem kunnuigt er,’ megnið af sumarsíldinni á Austfjarðamiðum og reyndist hún, eins og svo oft áður, mjög óheppileg til söltun- ar, vegna smæðar og misstærðar. Áðurnefnd síld af Norðurmiðum var ekki söltuð, vegna viðbragða þeirra, sem með síldarsöltunar- mál hafa að gera hér á landi. Má þó telja nokkurnveginn ör- uggt, að hefði þessi snemmveidda síld fengizt söltuð síðastliðið vor, hefðí ekki svo farið, sem fór, að ekki tækist að salta upp í gerða samnimga á öllu sumrinu, þrátt fyrir mokveiði á Austfjarðamið- um. — En það er önnur saga. En hverjir eiga síldina? Á einum stað í margnefndi grein sinni getur höf. þess, að eftir að Norðmenn og aðrir höfðu fengið sig fullsadda af Aust- fjarðasíld, hafi hafizt mikil upp- bygging á Norðurlandi af völdum síldarinnar og þá fyrst og fremst á Siglufirði, þar sem byggðar hafi þá verið söltunarstöðvar og verksmiðjur, margar verksmiðj- ur. Ekki skal ég fjölyrða um það hér, hvort greinarhöf. . harmar það nú, að byggðar voru sölt- unarstöðvar og verksmiðjur, margar verksmiðjur — á Siglu- firði á sínum tíma, til að vinna söluhæfa vöru úr einhverju dýr- mætasta hráefni okkar íslend- inga. — Hitt er þó staðreynd, að ekki var uppbyggirugin, sem hann ræðir um, í stærri stíl og hraðari I en það, og ekki voru verksmiðj- urnar fleiri en svo á Siglufirði og annarsstaðar á Norðurlandi, að á síldarárunum miklu frá 1937—1944 lágu íslenzk síldveiði- skip, víðsvegar að af landinu, tugum saman, bundin við bryggj- ur í norðlenzkum höfnum, marga daga samfleytt, drekkhlaðinn af síld, sem morknaði og spilltist í sólskininu, vegna þess, að af- kastageta söltunarstöðvanna og verksmiðjanna — mörgu verk- smiðjanna — var í engu samræmi við aflamagnið, sem að landi barst. Þá báru flest síldveiðiskip- in þó ekki nema brot af því, sem er venjulegt burðarmagn ís- lenzkra veiðiskipa nú á dögum, en úti fyrir var sjórinn svartur af síld dag eftir dag, meðan skip- in lágu bundin við bryggjur, eins og áður segir, í löndunarbið og jafnvel veiðibanni. — Sá, sem þetta ritar hefir séð skip eftir skip sigla út úr Siglufirði, til þess eins að láta moka nýrri síld í hafið. Ég þori að fullyrða, að ekki einum einasta Norðlend- ingi, hvorki Siglfirðingi, né öðr- um, hefði komið til hugar að am- ast við því á þessum árum, hvað þá að skrifa um það grein í Tím- ann, þótt sildinni, sem ekki réðst við að vinna á staðnum, hefði verið mokað oig dælt í skip, sem fluttu hana beint til Aust- fjarða eða jafnvel til Reykjavík- ur, þar sem aðstaða kunni að vera fyrir hendi til að vinna hana og bjarga henni frá skemmdum eða eyðileggingu og þar sem vinnufúsar, en atvinnu- litlar hendur kunnu að bíða i landi. — Oft var mikið um það talað á síðastliðinu sumri, að mörg skip með mikinn afla biðu löndupar á Seyðisfirði og ann- arsstaðar á Austfjörðum. Hvort þær biðraðir kunna að Hafa ver- ið eins stórfenglegar og sam- felldar og biðraðirnar á Siglu- firði og víðar á Norðurlandi voru forðum, skal ég ekki segja um. — Hitt þykist ég hinsvegar vita með vissu, að þegar ójafn leikur kann að verða háður, hvenær sem það verður, milli síldar- vinnslu- og verkunarstöðvanna á Norðurlandi og þess aflamagns, sem að landi berst þar, þá muni Norðlendingar ekki telja sig, og sig eina eiga þann afla, sem þeir ráða ekki við sjálfir, jafnvel þótt sá afli sé fenginn á Norðurlands- miðum, en aðrir hafa þörf fyrir og igetu til að vinna og bjarga frá skemmdum. Um slikan hugsun- arhátt veit ég, að Norðlendingar vilja láta greinarhöf, og sáiu- félaga hans, ef nokkrir eru, eina. Eða hafa Sunnlendingar nokkru sinni talið sig eiga allan þann þorsk, sem dreginn er á Selvogs- banka eða Vestfirðingar þorsk- inn af Halamiðum? — Ég held varla. Síldarflutningar eða ótakmöruð fjárfesting Það skín út úr nefndri grein Hr. I., enda er það oftar en einu sinni sagt berum sagt berum orð- um, að flutnimgar á sild af fjar- lægum miðum til staða, þar sem ✓ aðstaða er til að vinna hana, svo sem tíðkazt hefir nokkur undan- farin sumur og fyrirhugaðir eru í stærri stíl næsta sumar, sé só- un á fé, með öllu óréttlætanleg at- höfn, en leggja beri hinsvegar alla áherzlu á að skapa þá að- stöðu á þeim stöðum, sem um sinn liggja næst miðunum, að þar verði unnt að vinna allá þá sild, sem að kann að berast. Ger- um ráð fyrir, að síldin haldi sig aðallega eða eingöngu á Aust- fjaramiðum næstu ár. Talið er, að með síendurbættum veiðibún- aði og hraðvaxandi burðargetu geti íslenzki síldveiðiflotinn hæg lega aflað 100—150 þúsund mál síldar á sólarhring í góðum veiðihrotum, sem oft geta staðið vikum saman óslitið. Heldur nú greinarhöf. því virkilega fram í alvöru, að unnt sé að koma af- kastagetu síldarvinnslu- og verk- unarstöðvanna á Austurlandi eða jafnvel á Norðurlandi í það horf á fáum árum, að stöðvarnar réðu við slíkt aflamagn stundinni lengur? Samanlögð afkastageta flestra eða allra síldarvinnslu- stöðva á landinu gæti e.t.v. farið langt með það með auknu þróar- og geymslurými, en til þess þyrftu flutningur á síldinni í stór um stíl að koma til, ef veiðisvæð- ið væri takmarkað við hafið úti fyrir einum landshluta. Eða hef- ur greinarhöf. nokkru sinni reynt að gera sér grein fyrir, af hve mikilli veiði sí'darskipin urðu síðastliðið sumar, meðan þau lágu fullfermd tugum eða jafnvel hundruðum saman inni á Aaust- fjarðahöfnum tímunum saman? Nei, til þess að fyrirbyggja eða draga úr hættunni á, að slíkt endurtaki sig, ef sildin heldur sig á tiltölulega litlum afmörkuðum svæðum á næstu árum, þarf á- reiðanlega allt að koma til: auk- in afkastageta þeirra vinnslu- stöðva, sem næst liggja líklegum veiðisvæðum, stóraukið þróar- og geymslurými og stórauknir síldar flutningar. Myndu þá, ef að þessu ráði yrði horfið, fleiri geta unað glaðari við sitt, en rauo sannaði síðastliðið sumar. Síld, sem ligg- ur dögum og vikum saman óunn- in í veiðiskipum og þróum í sum- arhitum hlýtur að vera öllum til ama, greinarhöf. líka. Að annarri hlið nærri ótak- markaðrar fjárfestingar til síldar vinnslu og verkunarstöðva, hvort sem vera kann á Austfjörðum eða annarsstaðar, hlýtur einnig greim arhöf., Hr. I., að hafa leitt hug- ann, þótt hann vilji kannske lítt ræða þá hlið málsins. Segir hann þó í upphafi umræddrar greinar, að síldin, allra fiska sízt, sé við eina fjöl felld, í göngum sínum og háttum. Eftir þeim fiskifræð- ingi, sem hvað ötullegast hefir kynnt sér lifnaðarhætti og göng- ur sildarinnar allra íslenzkra manna, Jakob Jakobssyni er ný- lega haft, að síldin gæti gengið á Norðurlandsmið hvenær sem væri við breyttar aðstæður, sem borið gæti að hvenær sem væri. Vonandi lifum við það, og það Framhald á bls. 17

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.