Morgunblaðið - 08.04.1965, Side 19

Morgunblaðið - 08.04.1965, Side 19
Fimmtudagur 7. apríl 1965 MORGUNBLAÐID 19 — Þessi strákur Framh. af bls. 10. stofnaður 3. janúar 1927. í 35 ár var ég söngstjóri kórsins. Kór- inn hefir sungið víðs vegar um landið, sungið inn á fjölmargar grammófónplötur, hérlendis og erlendis, farið í sex söngferðir til útlanda (til þriggja heims- álfa) og mjög víða sungið í út- varp. Hvarvetna var kórnum vel tekið erlendis og blaðadómar voru glæsilegir. Erfiðastar voru söngferðirnar um Bandaríkin og Kanada. Fyrir kom, að kórinn varð að syngja 20 daga í röð og ferðast langar leiðir sömu dagana. Þá var hvíldardagur milli konserta vel þeginn. Aðsókn var ágæt og flestir konsertanna löngu séldir fyrirfram. í sumum borgum sungum við fyrir 5 þús. áheyrendum. Hér heima á kórinn stóran hóp unnenda, og hefir ávalt mætt mik illi hlýju hjá hlustendum, enda er styrktarfélagahópur sá, sem kórinn hefir að baki sér, fjöl- mennari en hjá nokkrum öðrum félagssamtökum, sem að tónlist vinna í þessu landi. Ekki er þó hægt að segja, að alltaf hafi andað hlýju frá blöðunum og gagnrýnendum þeirra í minn garð, sem söngstjóra. Hefi ég lát- ið mér það í léttu rúmi liggja. Tónlistargagnrýni blaðanna hér 'hefi ég aldrei tekið mark á og geri ekki enn í dag. Komið gat það fyrir, að ein- hverjir „huldumenn" gerðu til- raun til þess í blöðum og á ann- an hátt, að skapa vantraust á getu kórsins til þess að flytja erlendum þjóðum íslenzka list. Meira að segja gekk slíkur áróð- ur „huldumanna“ svo langt, að þeir höfðu orð á því, að kórinn hlyti að hafa keypt þessa glæsi- legu blaðadóma, sem margir tug- ir erlendra blaða höfðu birt um söng kórsins. Nei, það voru ekki alltaf óskiptar árnaðaróskir, sem fylgdu okkur úr hlaði. Árið 1937 fór ég með kórinn í söngför til Danmerkur, Þýzka- lands, Tékkóslóvakíu og Austur- ríkis. Tveimur órum áður eða 1935 höfðum við farið mjög glæsilega söngför um Norður- lönd. Jónas Þorbergsson, útvarps stjóri, sótti til menntamálaráðu- neytisins um leyfi að mér væri heimilt að fara í þessa söngför til Mið-Evrópu. Þáverandi menntamálaráðherra veitti mér umbeðið leyfi, en tók það fram, að fjarvera mín úr starfi þenn- an tíma, mætti ekki hafa neinn aukinn kostnað í för með sér fyr- ir stofnunina. Þá og alltaf siðan hefi ég notað sumarleyfi mín í þær utanlandsferðir, sem kórinn Ihefir farið. Til þess að baka út- varpinu engan kostnað vegna þessara ferða, hefi ég að sjálf- sögðu lagt hart að mér við vinnu, bæði áður en ég lagði upp í fórina og einnig eftir að heim var komið. Þetta var oft mjög erfitt, en ég mundi vel s'kilyrði menntamálaráðherrans frá 1937 og lét mig hafa það að fara eftir þeim. Sama ár og menntamála- ráðherrann veitti mér þetta vin- samlega og skilningsrika ferða- leyfi, var núverandi menntamála ráðherra, dr. Gylfi Þ. Gíslason, við háskólanám í Vínarborg. Um söng kórsins í Vín skrifaði hann í Nýja dagblaðið 1. des. 1937: „..... Áheyrendur sýndu það með undirtektum sínum, að þeim féll söngurinn vel. Vínarbúar klappa ekki fyrir kurteisissakir. Líki þeim illa, láta þeir heyra til fóta sinna eða munns, finn- ist þeim fátt um, sitja þeir hljóð- ir, en líki þeim vel, láta þeir það óspart í ljósi. Og svo var hér. Lófatakið óx með hverju lagi, unz það náði hámarki sínu eftir síðasta lagið, Dónárvalsinn. Varð kórinn að syngja aukalög og var söngstjórinn kallaður fram hvaðeftir annað. .. .“ Kórinn hefir alla tíð átt á að skipa beztu einsöngvurum lands- ins og hefir mér verið það mik- il ánægja að eiga samvinnu við þá. Þeir hafa átt mikinn þátt í vinsældum kórsins hér innan- lands og aukið á glæsileika kórs- ins í ferðum hans erlendis. Söng- mennirnir hafa allir unnið að framgangi kórsins af frábærum dugnaði og fórnfýsi. Margir aðrir ágætismenn koma við sögu kórs- ins, og vil ég aðeins nefna hér, þá Sigurð Birkis, Fritz Weiss- happell, sem báðir eru horfnir augum okkar, og Gunnar Páls- son, söngvara, sem búsettur er í Florida og er umboðsmaður kórs ins í Ameríku og Kanada. Sam- vinna mín við þessa menn í gegn um árin, hefir verið mjög ánægju leg og vinátta þeirra mér mik- mikils virði. Þótt bóndi vestur í Dýrafirði hafi spáð því, að ég myndi verða mikill söngmaður, vildi forsjón- in ekki láta slíka spá rætast, þótt fyrir hendi væri nokkur rödd og langur háls. Ég trúði enn á langa hálsinn og fékk mér tíma í söng hjá Sigurði Birkis og Guðrúnu Heykholt, en hún hafði stundað söngnám í Kaupmanna- höfn og Berlín. Þessi kennsla fór fram eftir að ég stofnaði Karla- kór Reykjavíkur, og skyldi ég nú sýna þeim góðu mönnum hvernig þeir ættu að syngja. Eftir nokkurn tíma hjá svo ágæt- um kennurum, taldi ég mig fær- an í flestan sjó. Ég fór að æfa óperuaríur heima hjá mér og lét oft stofuhurðina standa opna, svo konan mín, sem ég var nýlega giftur, gæti heyrt til mín fram í eldhúsið, því mér þótti eðlilegt að hún vildi fylgjast með hinum sönglegu framförum mínum. Þegar ég hafði lokið við aríuna, varð ég þess var að búið var að loka dyrunum. Þetta endurtók sig nokkrum sinnum, þar til kon- an mín kom í dyragættina og bað mig í guðanna bænum að hafa lokað að mér, því hljóðin v^ru svo ömurleg. — Ha? ömur- leg, — hugsaði ég, — ömurleg hljóð úr þessum langa hálsi? Ég hætti við söngnámið og missti þar með allan áhuga á löngum hálsum. Ég fór nú að veita því athygli, að konan mín var prýði- ( legur gagnrýnandi og benti ó- j trauð á galla, þótt ég ætti sjálfur j í hlut. Ég spilaði fyrir hana — j en söng ekki — hverja nýja tón- smíð og var mjög annt um að heyra hennar dóma. Einu sinni j lét ég hana heyra nýtt lag, sem i ég var sjálfur ánægður með. Þegar ég hafði lokið við að leika : lagið, segir konan mín: „Mér finnst vera hálfgert saétsúpu- bragð af þessu lagi.“ Ég sagði ekkert, en í huganum bölvaði ég allri sætsúpu. Seinna meir var þetta sama lag sungið hér af ágætum einsöngvara. Eftir kon- sertinn segir konan mín: „Ég held að sætsúpubragðið sé að hverfa af laginu þínu“. Mér fannst ég vaxa í áliti hjá sjálfum mér eftir þessa yfirlýsingu. Venjulega fékk ég konuna mína til þess að koma á síðustu æf- ingu áður en samsöngvar áttu að hefjast. Líðan mín á fyrsta kon- sert fór nokkuð eftir því, hver umsögn hennar hafði verið eftir lokaæfingu. Síðustu árin var traust hennar á mér orðið það, að hún taldi óþarft fyrir mig að mæta á lokaæfingu. — Hvenær fóruð þér fyrst að semja lög? — Um fermingaraldur mun ég hafa látið mér detta í hug, að festa á pappír tónalínur, sem komu upp í huga mér. Mig skorti alla þekkingu til þess að geta fært þessar hugsanir mínar í búning, og ekki hafði ég fyrir því að halda einu eða neinu áf þessu tagi til hiaga. Ég mun hafa verið um 16 ára þegar lag var sungið eftir mig. Séra Sigtrygg- ur Guðlaugsson, prestur og skóla stjóri að Núpi, hafði fengið þetta lag hjá mér og lét nemendur skólans syngja það, einnig mun það hafa verið sungið á héraðs- móti, sem haldið var að Mýrum í Dýrafirði. — Veturinn sem ég var við nám að Núpi, las ég söng- fræði hjá séra Sigtryggi og sam- tímis fékk ég tilsöng í að leika á harmoníum hjá Kristni bróð- ur hans. Báðir voru þeir ágætir kennarar. Ekkert hrafl á ég eftir af þessari frumsmíð minni eða öðrum lögum mínum frá þeim tíma. Að vísu man ég enn nokkr- ar af þeim melódíum, sem ég var að föndra með um fermingar- aldur og raulaði þær þá stund- um þegar ég var að smala án- um, þá gat enginn heyrt til mín. Við smalamennskuna mun lagíð „Uppi á heiði hátt, hóar smal- inn ánum heim að kvíunum", hafa orðið til. Eftir tveggja ára tónlistarnám í Leipzig, mun ég hafa fengið nokkra nasasjón af raunverulegri tónlist, en jafnframt fann ég sárt til þess, að geta ekki aflað mér meiri lærdóms á því sviði. Minni- máttarkenndin gerði stöðugt vart við sig og ég taldi réttast að snúa baki við öllu, sem kallaðist tón- list. Ég átti t.d. kost á því að leika á fiðlu á Hótel ísland. Ég undirritaði samning og byrjaði á æfingum. Á hverri æfingu sá ég sjálfan mig í huganum vera að leika á fiðluna undir skvaldri og kaffibollaglamri gestanna. Þessa draumsýn hélt ég ekki lengur út og fékk mig lausan frá samningnum. Taldi mig held- ur ekki vera neinn sóló-fiðluleik- ara. Þegar einn af vinum mín- vm, Þórarinn Guðmundsson, frétti að ég hefði fengið mig lausan frá því að spila á Hótel ísland, sagði hann þessa bráð- snjöllu setningu: „Ég gat komið Sigurði inn á Konservatoríið en Konservatoríið gat ekki komið honum inn á Hótel ísland.“ Einu sinni bað ég kunningja mínn, sem persónulega þekkti Sveinbjörn Sveinbjörnsson, tón- skáld, að sýna honum hefti með nokkrum lögum, sem ég hafði sumpart samið á námsárum mín- um í Leipzig. Óskaði ég eftir að fá álit þessa gamla meistara á þessum tónsmíðum mínum. Nokkur þessara laga ætlaði Guð- mundur Gamalíelsson, bóksali, að gefa út, og var ég búinn að fá dálítið „forskot" út á hand- ritið. Mér var því mjög í mun að heyra álit Sveinbjarnar á lög- unum áður en þau kæmu fyrir almenningssjónir. Nokkrum dög- um síðar kemur kunningi minn með handritið. „Hvað sagði meistarinn?", spyr ég. „Viltu heyra hvað hann sagði?“ svaraði kunningi minn. „Já, að sjálf- sögðu“, segi ég. Dómurinn hljóð- aði svo: „Ég finn ekki „neistann", en handbragðið sýnir mikla kunnáttu.“ Ég þakkaði kunningja mínum fyrir milligönguna en hafði ekki orð á vonbrigðum mínum. Næsta kvöld gerði ég upp reikninginn við sjálfan mig. Ég tók handrit, sem ég var bú-. iinn að semja um útgáfu á, svo og öll önnur handrit mín, kveikti í ofninum og lét „loga“ hafa fyrir því að gera þau að ösku. Það var engin músík í snarki glæðanna þetta kvöld. Seinna fór ég að efast um að ég hefði gert rétt. Ég fór aftur að festa ýmislegt á pappír. Hvort „neistinn“ fyrirfinnst í þeim verkum, læt ég aðra dæma um. Afmœliskveðja til Sig- urðar Þórðarsonar M É R hefur veitzt sú ánægja og sá heiður að hafa haft nokkurt samstarf við Sigurð Þórðarson vegna Fálkans um alllangt skeið. Er þar um að ræða hljómplötu- útgáfur Karlakórs Reykjavíkur undir stjórn Sigurðar Þórðarson- ar, en Karlakór Reykjavíkur mun hafa sungið inn á annað hundrað lög fyrir Fálkann og His Master’s Voice á síðastliðn- um 30 árum. Hafa margar af þessum upptökum verið með afbrigðum góðar og sumar tví- mælalaust á heimsmælikvarða. Er það álit sérfræðinga His Master’s Voice í London. Vil ég aðeins nefna lögin: Nú hnígur sól eftir Bortnianski, Rímnalög Jóns Leifs, Agnus Dei og Skín frelsisröðull fagur. Mið langar til að geta þess, að þegar kórinn söng fyrst inn á hljómplötur árið 1933 — og var kórinn þá tiltölulega ungur að árum — var hann þegar orðinn mjög góður, og bera plötur kórs- ins frá þeim tíma þess vitni. Auk þess stjórnaði Sigurður blönduð- um kór, sem söng inn á þrjár plötur, þar á meðal þjóðsönginn, Ó guð vors lands. Að því er mér er bezt kunnugt, hefur sú hljóð- ritun verið notuð af Ríkisútvarp- inu fram á þennan dag, enda hygg ég, að ekki sé enn til betri upptaka af þessu lagi á hljóm- plötu að því, er söng varðar. Einnig hefur Karlakór Reykja- víkur sungið inn á tvær stórar, hæggengar mjög vandaðar hljóm plötur, er Ríkisútvarpið tók upp fyrir fyrirtækið Monitor í New York. Er hin síðari þeirra í stereó-upptöku, og mun það vera eina hljómplatan í stereó-útgáfu með íslenzkri tónlist. Ég mun áður hafa getið þess, að Sigurður Þórðarson hafi skap- að Karlakór Reykjavíkur, þenn- an kór, sem undir afburða- snjallri stjórn Sigurðar Þórð- arsonar hefur náð því að verða einn af allra beztu karlakórum Norðurlanda. Mun Karlakór Reykjavíkur vera þekktastur ís- lenzkra karlakóra erlendis, og á ég þar sérstaklega við Ameríku, en þar gekk hann undir nafn- inu: The Icelandic Singers. En það nafn hefur Fálkinn einnig notað sem einkunnarorð á síð- ustu hljómplötu Karlakórs Reykjavíkur, sem er stór, hæg- geng hljómplata. Um samstarf mitt við íslenzka tónlistarmenn vil ég geta þess, að oft hafa mér fundizt söng- stjórar vera þeirra vandlátastir, og vona ég, að tónskáldið mis- virði það ekki, þótt ég geti þess, að hann hefur verið meðal hinna erfiðustu, en það er að minni hyggju einmitt ástæðan fyrir því, að Karlakór Reykjavíkur hefur komizt svo langt á þessu sviði. Ég minnist þess t.d., að ár- ið 1958 var afráðið, að Karlakór Reykjavíkur syngi ein 20 lög inn á plötur fyrir Fálkann hjá His Master’s Voice í Kaupmanna- höfn. Var allt undirbúið og hljóð- ritun hafin, en söngstjórinn var ekki ánægður og ákvað, að hætt skyldi við upptökuna eftir nokk- urn tíma. Ári síðar voru þessi 20 lög tekin upp með hinum nýju tækjum Ríkisútvarpsins, og heppnaðist sú upptaka mjög vel. Eins langar mig til að geta þess, að í samstarfi mínu við Sigurð Þórðarson veitti ég því sérstaka athygli, að það var honum algert aukaatriði, hvort kórinn fengi nokkra greiðslu eða enga fyrir söng sinn, heldur var hitt ávallt aðalatriðið, að sem bezt væri vandað til söngs, upptöku og út- gáfu platnanna. Um tónverk Sigurðar Þórðar- sonar eru aðrir miklu færari að dæma en ég, en þó vil ég geta þess, að plötur með tónverkum hans hafa ávallt notið mjög mik- illa vinsælda, eins og mátt hefur sjá af hinni miklu sölu þeirra. Ég vil því leyfa mér að votta Sigurði Þórðarsyni aðdáun mína og virðingu og flytja honum beztu þakkir vegna Fálkans fyr- ir gott samstarf og færi honum og konu hans, frú Áslaugu, mín- ar beztu heillaóskir á þessu merkisafmæli. Haraldur V. Ólafsson. Og þessi dómur annara á verk- um mínum, sem flutt hafa verið erlendis, hefir verið fyrir mig mjög uppörvandi.. T.d. voru nokkur af lögum mínum sungin á tónleikum í Berlín 1949. Músík- gagnrýnandinn dr. H. K. skrifar í „Zeitgenössisohe Kammermusik in Hause Metzeltin“ og segir þar í þýðingu lögg. skjalaþýðanda: „...... en sérstaklega einstæð- ur atburður var flutningur ljóða- laga eftir íslenzka tónskáldið Sig- urð Þórðarson. Þau báru vott um mikla tilfinningadýpt og sterka tjáningarhæfni. En ein- földustu meðal þeirra skópu svo hnitmiðuð áhrif, að þau verða skilyrðislaust að skoðast meist- araverk. Eftir að hafa heyrt- þessi verk, hlýtur maður að bíða með eftirvæntingu eftir frekari verkum þessa og annarra ís- lenzkra tónskálda". Mjög áþekka dóma hefi ég fengið víða erlend- is, þar sem lög mín hafa verið flutt. — Vinnudagur minn hefir á stundum verið æði langur, sagði Sigurður Þórðarson að lokum. — Því sem ég hefi komið í verk, á ég ekki sízt konu minni að þakka. Hún hefir aldrei latt mig til starfa þótt hún færi margs á mis vegna minna margþættu starfa. Hún hefir verið minn bezti gagnrýnandi í tónlistar- starfi mínu, stundum ströng en alltaf sanngjörn. Hún hefir verið mér ómetanlegur styrkur í starfi mínu og alltaf sterkust, er veik- indi og aðra erfiðleika bar að garði. Nú er vettvangi mínum á sviði opinberra starfa, að verða lokið. Hinu mörgu ágæta fólki, sem ég hefi kynnzt á langri ævi, þakka ég góð kynni. Öllu samstarfsfólki mínu þakka ég ánægjulegt sam- starf og óska því heillaríkrar framtíðar. Um 90 ísl. un«;l- ingar í sumar- skólum á Norð- urlöndum UM 90 íslenzkir unglingar á aldr- inum 14—18 ára munu dveljast á sumarskólum á Norðurlöndum í sumar fyrir milligöngu Nor- ræna félagsins. Langflestir fara til Danmerk- ur, dvelja þar 2—3 mánuði, flest ir frá júníbyrjun til ágústloka, aðallega til framhaldsnáms í dönsku. Unglingunum er dreift á milli 20 og 30 æskulýðsskóla víðs vegar um Danmörku. Algengast er að 2—4 íslenzkir nemendur séu saman á skóla. í fyrra nutu rösklega 50 ís- •lenzkir unglingar fyrirgreiðslu Norræna félagsins til námsdval- ar á sumarskólum á Norðurlönd- um. Áhugi íslenzkra unglinga á sumardvöl í Danmörku, einkum til framhaldsnáms í dönsku fer ört vaxandi. Þess má enn fremur geta, að í vetur eru 109 íslenzkir nem- endur í lýðháskólum víðsvegar um Norðurlönd að tilhlutan Nör ræna félagsins, flestir í Noregi, og hafa þegar borizt milli 60 og 70 umsóknir um skólavist á nor rænum lýðháskólum næsta vetur. Nemendamiðlun félagsins nær nú þannig til um 200 íslenzkra ungmenna árlega. (Frá Norræna félaginu). Lítil fiskveiði og dauft atvinmilíf Sauðárkróki, 28. marz: _ ENGINN fiskafli hefur borizt á land hér síðustu vikurnar og nýjan fisk því ekki að fá í fisk búðum staðarins. Hrognkelsaveiði sama og engin enn sem komið er, enda lítill friður með netin vegna ísjakaburðar með fram- landi. Dauft er yfir atvinnulífinu, og mun svo verða þar til róðrar hefjast að nýju og fiskvinnslu- stöðvarnar hefja rekstur. — Jón.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.