Morgunblaðið - 08.04.1965, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 08.04.1965, Qupperneq 24
24 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 7. apríl 1965 ANN PETRY: STRÆTID Mennirnir, sem aldrei snertu á verki — og mundu aldrei gera — stóðu þar fyrir framan á morgnana. Og svo þegar dagur- inn mjakaðist fram yfir hádegi komu til iiðs við þá veðmang- arar og menn sem höfðu nætur- vinnu í búðum og verksmiðjum. Og svo að kvöldinu fylltist allt af mönnum, sem unnu í lyftum og hreinsuðu í húsum og á neð- anjarðarbrautunum. Allir þessir menn — bæði iðju- leysingjarnir og hinir, sem voru þreyttir eftir vinnu sina — fundu fróun og hressingu annaðhvort innan krárinnar eða utan hennar, og hve mikils virði þetta var þeim, fór mikið eftir aldri þeirra. Þarna var einskonar skemmti- klúbbur og fundarstaður. Með því að standa þarna var hægt að snapa upp nýjustu fréttir, knatt- leiksúrslit, happdrættisnúmer og nýjustu slúðursögu úr nágrenn- inu. Þeir, sem voru kvensamir gátu þarna heyrt matið á hverri einstakri stelpu, sem stikaði fram hjá í stuttum, þröngum pilsum. Drykkjumaður, sem var staur- blankur, vissi, að ef hann stæði þarna bara nógu lengi, mundi einhver múraður kunningi rek- ast framhjá og gefa honum hress ingu. Og maður, sem var ein- mana, en hvorki áhugasamur um vín né kvenfólk, gat notið þarna hlýjunnar og hlátursins, sem seitlaði út úr kránni. Inni í kránni var alltaf þétt- skipað, af því að afgreiðslumenn irnir í hvítu jökkunum heilsuðu fólki alltaf vingjarnlega. Þessi vingjarnlega kurteisi þeirra hlýj- aði mönnum um hjartaræturnar og átti sinn þátt í að auka þeim aftur sjálfstraust, sem lítið kvað að eftir l.angan og strangan vinnu dag. En Junto var allt annað í aug- um kvennanna í strætinu, og þýð ingin, sem kráin hafði fyrir þær, fór mest eftir aldri þeirra. Gaml- ar konur, siluðust þar frám hjá, litu krána illu auga og rykktu í innkaupapokana sína þangað til kál og annað innihald þeirra virt ist skjálfa af reiði bara af því að sjá dyrnar hjá Junto. Sumar gömlu konurnar stönzuðu meira að segja, aðeins og til að láta í ljós hatur jsitt á stofnuninni í orði, og svd*á mönnunum, sem skipuðu sér sem þéttast fyrir framan dyrnar svo að gömlu kon urnar gátu hvorki notið hitans né tónlistarinnar, sem þaðan barst út á götuna. Ungar konur, sem komu úr vinnu — óhreinar, þreyttar, nið- urdregnar — hlökkuðu til þeirr- ar stundar þegar þær gætu haft skipti og flýtt sér í þægindin hjá Junto. Þær flýttu sér að klæða sig í litlu forstofuherbergjunum sínum, og voru svo ákafar að komast í sollinn, að þeim varð stundum handaskortur af flýtin- um. Því að ungu stúlkurnar hungr- aði og þyrsti eftir félagsskap, og hjá Junto buðust karlmenn af öllum stærðum og gerðum: sleiktir, velbúnir menn, sem höfðu ofan af fyrir sér sem veð- mangarar, og jafnvel ennþá bet- ur búnir menn, sem græddu enn meira fé með því að útvega kven- fólk á markað, þar sem eftir- spurnin brást aldrei. Svo voru stórir, óhreinir hafnarverka- menn, sem gátu orðið gripnir snöggri gjafmildi, burðarkarlar 16 frá járnbrautunum, sem þurftu að bíða í borginni yfir nóttina en voru frá Washington, Chieago eða Boston, og kringum um þann fyrsta í mánuðinum voru sjó- og landhermenn með brakandi seðla í vasanum, nýbúnir að taka kaup lð sitt. En svo fóru margar til Junto, bara af því að þær þyrsti eftir að sjá og heyra annað ungt fólk og af því að þær þoldu ekki þögn ina og einmanaleikann í leigu- herbergjunum sínum. Lutie Johnson var ein í þeim hópi. Því að hún ætlaði hvorki að ná sér í karlmenn né heldur slökkva óslökkvandi þorsta. Hún ætiaði þangað bara til þess að ímynda sér, stutta stund, að hún hefði eitthvað af því, sem hana langaði í. Á leiðinni til Junto varð henni sú staðreynd Ijós, að hún hafði ekki efni á glasi af öli. Það yrði ódýrara að kaupa flösku í mat- vörubúðinni og drekka hana heima, ef það væri ölið sem hún væri að sækjast eftir. ölið var lítilvægt aukaatriði. En hún sótt- ist eftir öðru, sem Junto hafði á boðstólum; hláturglyminn, skvaldrið, fólkið og björtu ljós- in, ljómann af stóra speglinum og háttbundna tónlistina ú.r spila kassanum. Þegar hún kom inn, hikaði hún og var í vafa um, hvort hún ætti að fara í þéttu röðina við af- greiðsluborðið eða setjast ein sér við eitt litla borðið í miðjum salnum, eða í einhverjum básn- um við veginn. Svo sneri hún sér snöggt að langa borðinu og hugs- aði sem svo, að það sem hún þarfnaðist í kvöld væri félags- skapur, þó ekki væii nema þetta fólk, sem var þarna eins og síld í tunnu, upp við borðið. Það var hér í sömu erindum og hún sjálf — af því að það þoldi ekki að hírast allt kvöldið í dimmum herbergjum, og af því að það þoldi ekki að horfast í augu við það, sem það gat séð af framtíðinni, meðan það hlust- aði á útvarp eða læsi kvöldblað. — Öl, sagði hún við afgreiðslu- manninn. Það voru raðirnar af flöskum beggja megin við stóra spegilinn bak við afgreiðsluborðið. Þær sáust líka í speglinum og Lutie sá, að þær margfölduðust að stærð og glitruðu, svo þær virt- ust fullar af bráðnu gulli. Hún skoðaði sig í speglinum og svo fólkið, sem stóð við borðið, og athugaði, hvaða breytingu spegillinn gerði á því. Það var einhver viðkunnanlegur þökki í svipnum á öllum. Hún tók eftir því, að hún sjálf sýndist svo ung — kornung — og ánægð í spegl- inum. Hún lét augun reika yfir allan salinn. Það ljómaði aílt í spegl- inum. Fólkið var í einhverri upp- lyftingu. Allt nema Junto gamli, sem sat einn við borð, lengst frá. Hún horfði á hann aftur og aftur, af því að spegilmyndin af honum töfraði hana. Jafnvel í þessari fjarlægð virtist þessi litli maður drottna yfir öllum salnum, Liklega stafaði það af miklu herð unum, sem stóðu í engu réttu hlutfalli við manninn að öðru leyti. Hvenær sem hún hafði komið þarna inn, hafði hann alltaf setið við þetta sama borð, með hönd- ina bak við eyrað, rétt eins og hann væri að hlusta eftir hljóð- inu í peningakassanum; þarna sat hann og hafði auga með öllu — gestunum, afgreiðslumönnun- um, þjónunum. Rétt sem snöggv- ast, á sekúndubroti, mættust augu þeirra í speglinum, en þá leit hann undan. En svo gleymdi hún honum aftur, því að spilakassinn úti í horninu lengst burtu, tók að leika dægurlag. Hún sönglaði með um leið og hún hlustaði á það, án þess eiginlega að vita af því að hún var að söngla, eða hversvegna, en hitt vissi hún, Vantar þig eld? Blaðburðarfólk óskast til blaðburðar í eítirtalin hverfi Skioholt II Laugaveg frá 105 - 177 Sími 22-4-80 að hér þóttist hún frjáls, af því að hér var svo rúmgott. Stóri spegUlinn á veggnum margfaldaði salinn hjá Junto, svo hann sýndist geysistór. Hann ýtti veggjunum aftur á bak og eitthvað út í buskann. Hann margfaldaði ljósin í loftinu og byrgðu ljósin, sem voru í horn- unum. Hann varpaði Ijósrauðum bjarma á mennina og konurnar, sem stóðu við borðið, hann ýtti heimi eldhúsvaska annars fólks þangað sem hann átti heima og hann eyddi óhreinu strætunum og litlu, dimmu herbergjunum. Hún tæmdi ölglasið sitt í ein- um löngum teyg. Viðkunnanlega beizka bragðið var enn í munn- inum á henni, þegar afgreiðslu- maðurinn rétti henni verðmið- ann. — Ég ætla að fá einn til, sagði hún lágt. Það er nú sama, hvað það kostaði, hugsaði hún, en fólk varð að geta skroppið á staði eins og Junto. Það varð að fá eitthvað í staðinn fyrir þessa drepandi þögn í leiguherbergj- unum og íbúðunum, eitthvað eins og mannamál og hlátur, það varð að tæma tvö eða þrjú glös af þessu bráðna gulli, svo að það gæti aftur fengið trúna á sjálft sig. Hún hleypti brúnum. Tveir bjórar og bíóið handa Bub, þá var nú þessi fjárhagsáætlun, sem hún hafði samið svo vandlega, öll rokin út í veður og vind. Ef hún færi oft svona að, hafði það litla þýðingu að vera með nokkra fjárhagsáætlun, því að ekki var hægt að skipuleggja það, sem ekki var til. Rétt sem snöggvast reyndi hún að skyggnast inn í framtíðina. Enn var þar ekkert að sjá nema 116. strætið og þessa vinnu, sem var rétt fyrir húsnæði og fæði og svo ef til vill einhverri vit- undarögn af fatnaði. Svona yrði það óbreytt ár eftir ár. Hún reyndi að handsama aftur sjálfs- traustið, sem hún hafði haft fyrr um kvöldið, en það vildi bara ekki koma aftur, því að hugur hennar gerði uppreisn gegn til- hugsuninni um að vinna allan KALLI KÚREKI — -K- Teiknari: J. MORA HO* BEAVE WHlTE iMAM* A GOT GUN IN HANO - SCARrr. T’ USE-UM' LISTEM* YOUR PEOPLE ARE DOW’ FIWE OW TH’ RESEKVATIOK).- K AISIW’ TH’ &EST CATTLE IN TH’ TERRITDUY/ M0 MORE FIG+tTIN’ AK>’ RAIDlM’, NO MORE RUNNIN’ FROM TH’CAVALRY/ Hrausti hvíti maðurinn er með byssu í hendinni — hræddur við að nota hana. — Hlustið þið nú á. Ættbálkur ykkar lifir góðu lífi á landsvæðinu, hafa t.(L komið sér upp beztu kvik- fjárhjörðinni í öllu héraðinu. Allar skærur eru um garð gengnar einnig óttinn svo og að lengur þurfið þið ekki að flýja undan riddaraliðssveit- mni. — Tímamir hafa breytzt og þið haf ið erfiða tíma en það, er ekki þannig núna. Snúið aðeins við og ég skal ekki koma neinum vandræðum af stað. — Hvíti maðurinn talar nú með tungu snáksins. daginn og kúldast svo allt kvöld- ið í þessari íbúð, sem engar skúr ingar gátu nokkurntíma haldið hreinni. Hún hreyfði ölglasið til á borð- inu. Það skildi eftir votan hring, og hún hreyfði það aftur til að reyna að hitta á sama hringinn aftur. Það var hlýtt þarna inni hjá Junto og ljósin þægileg, og tónlistin, sem kom úr spilakass- anum indæl. Hún hlustaði með athygli á plötuna. Þetta vár „Darlin“ og þegar röddin á plöt- unni þagnaði, hélt hún áfram að raula viðkvæðið. Karlmennirnir og konurnar þyrptust að borðinu og hættu að drekka til þessað glápa á hana. Það var einhver angurværðar- tónn í rödd hennar, sem gerði meira úr laginu en áður, lét það rétt eins og segja sögu, sem var annars ekki til í textanum — sögu um örvæntingu, einmana- leik . og vonbrigði. Þetta var saga, sem allt fólkið þarna kunní utanbókar og hafði alltaf kunn- að, af því að það hafði lært hana sköinmu eftir fæðinguna og mundi halda áfram að bæta við hana, þar til yfir lyki. Rétt áður en platan var gengin út, stanzaði rödd hennar á tón, sem var svo lágur og langur, að það var ekki hægt að segja hvenær hún þagnaði. Sem snöggv ast varð þögn við borðið, en svo var glösum lyft, afgreiðslumenn irriir fóru að gefa til baka og opnuðu síðan hálslangar flöskur og samræður hófust aftur. Afgreiðslumaðurinn rétti henni annan miða. Hún tók hann eins og ósjálfrátt og lagði hann síðan ofan á hinn og hélt þeim báðum Höfn i Hornafirði BRÆÐURNIR Ólafur og Bragi Ársælssynir á Höfn í Hornafirði eru umboðsmenn Morgunblaðsins þar. Þeir hafa einnig með höndum blaðadreifinguna til nær- liggjandi sveita og ættu bændur, t.d. í Nesjahreppi að athuga þetta. Sandur UMBOÐSMAÐTJR Morgun- blaðsins á Sandi er Herluf Clausen. Gestum og gang- andi skal á það bent, að í Verzl. Bjarg er Morgun- blaðið selt í lausasölu. Grundarfjörður VERZLUN Emils Magnús- sonar í Grundarfirði hefur umboð Morgunblaðsins með höndum, og þar er blaðið einnig selt í lausasölu, um söluop eftir lokunartíma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.