Morgunblaðið - 08.04.1965, Side 26
26
MORCUNSLAÐIÐ
1
Fímmtudagur 7. apríl 1965
Sundhöllinni í kvöld
Islandsmót
í KVÖLD, fimmtudag fer fram
í Sundhöll Reykjavíkur hið ár-
lega sundmót Ármanns. Keppt
verður. í 9 sundgreinum auk 2ja
boðsunda, en greinarnar eru 200
m. fjórsund kvenna, 100 m. skrið
sund karla, 200 m. bringusund
karla, 50 m. baksund kvenna, 50
m. skriðsund drengja, 100 m.
baksund karla, 100 m. bringu-
sund kvenna, 100 m. bringusund
svéina, 50 m. skriðsund stúlkna,
4x50 m. fjórsund karla og 3x100
l»essi mynd er tekin í Madi-
son Square Garden í New
York er ítalinn Willie Past-
rano fellur á kné í keppninni
við Jose Torres. Pastrano var
heimsmeistari og tók áskorun
Torres um keppni um heims- /
meistaratitilinn. Torres vann )
titilinn af Pastrano, því leik-
urinn var stöðvaður í 9. lotu
er Pastrano var gersamlega
viðutan eftir högg Torres.
Sigurvegarinn
rangnefndur
í GÆR var hér á síðunni sagt frá
innanfélagsmóti TB-R í badmin-
ton. Þá misritaðist nafn sigur-
vegarans í drengjaflökki. Hann
heitir Haraldur Jón Kornelíusson,
en ekki Haraldur Jónsson eins og
sagt var.
m. þrísund kvenna.
Á mótinu keppa allir okkar
beztu sundmenn og konur svo
sem Guðmundur Gíslason, Davíð
Valgarðsson, Árni Kristjánsson,
Gestur Jónsson, Reynir Guð-
mundsson, Kári Geirlaugsson.
Trausti Júlíusson, Hrafnhildur
Guðmundsdóttir, Matthildur Guð
mundsdóttir, Dómhildur Sigfús-
dóttir og margt fleira, búist er
við spennandi keppni í allflest-
um greinum og þá sérstaklega í
boðsundum en í kvennaboðsund-
inu má fastlega búast við meti,
en hinar ungu Ármannsstú.lkur
hafa varla dýft sér svo að ekki
settu þær met.
Keppt er um 6 bikara, 5 í
sundgreinunum sjálfum og svo
afreksbikar ÍSÍ, en hann vinnst
fyrir bezta afrek mótsins.
Keppendur eru milli 60 og 70
frá 9 félögum og héraðssambönd
um, og vegna fjölda þátttakenda
urðu undanrásir að fara fram í
4 greinum.
badminton um
næsfu mánaila-
mát
ÍSiLANDSMÓTIÐ í badminton
fer fram í íþróttahúsi KR og
hefst föstudaginn 30. apríl og
stendur í 3 daga. Mótinu lýkur
sunnudaginn 3. maí. Mun T.B.R.
sjá uni mótið og skulu tilkynn-
ingar um þátttöku sendar T.B.R.,
c/o Guðmundur Jónsson, borgar-
dómari, fyrir 22, april n.k.
ATHUGIÐ
að borið saman við útbreiðslu
er langtum ódýrara að auglýsa
S Morgunblaðinu en öðrum
biöðum.
Ensk tillaga um breytta
stigaveitingu í knattspyrnu
Tillaga um að lið fái fjórðungs
úr stigi fyrir hvert mark
FRAMKVÆMDASTJÓRN ensku
deildakeppninnar hefur gért
opinberar tillögur sem vægast
sagt vekja mikla athygli, því
verði þær samþykktar í Englandi
mun vart líða langur tími unz
þær gilda um heim allan. Er það
Ódnægja með
úrslitaleiki
í Evrópu
MTKK. ÓÁNÆGJA ríkir nú varð
andi ákvörðun um leikdaga í und
ankeppninni um Evrópubikar-
inn í knattspyrnu. Formaður
Liverpool hefur mjög mótmælt
þeirri ákvörðun Evrópusambands
ins að leikur Liverpool og Inter
nazionale Milan verði 21. apríl í
Liverpool og 5. maí í Milano. —
Segir hann að þessi ákvörðun
þýði 6 leiki — og það ekki svo
þýðingárlitla — fyrir Liverpool
liðið á 10 dögum.
Milan-menn hafa einnig mót-
mælt 21. apríl, sem leikdegi,
vegna landsleiks er ítalir eiga
að leika við Pólverja í Varsjá 18.
apríl og er sá leikur liður í und-
ankeppni heimsmeistarkeppninn
ar og því hinn mikilvægasti.
Benefica og Vasas (Ungverja-
landi) sem mynda hinn arm und
anúrslitanna hafa samþykkt leik
’ í Budapest 30. apríl og leik í
Lissabon 6. maí.
um breytta stigagjöf fyrir upna
og tapaða leiki í knattspyrnu og
eru tillögurnar fram settar
þeirri von, að þær geti stuðlað að
betri knattspymu -og skemmti-
legri fyrir áhorfendur.
Á Til að fjölga áhorfendum.
AðaltiUagan er um það að
félögin fái fjórðung úr stigi að
auki við önnur stig fyrir hvert
skorað mark. f»að lið sem skorar
t.d. 4 mörk í leik fær þá eitt stig
aukalega fyrir mörkin.
Lengi hefur verið rætt um ráð
til að auka áhorfendafjölda að
knattspyrnukappleikjum og er
tillaga þessi árangur þeirra við
ræðna. Flestir hafa fallizt á þá
skoðun að það sé tilhneiging hjá
öllum liðum að forðast sem mest
að fá á sig mörk. — Varnarspil
geri knattspymuna leiðinlega,
einkum fyrir áhorfendur sem
ekki hafi þeim mun meiri skilning
á knattspyrnu. Þessi leikaðferð
M0LAR
ENGLAND og Tékkóslóvakía
léku unglingalandsleiks í
Leeds í gær. Urslit urðu 0:0.
BELGfA og Pólland léku
landsleik í knattspyrnu í
Brússel í gær og urðu úrslit
0:0.
sem tíðkast hefur á undanförn-
um áratugum hafi því fælt frá
áhorfendur og skaði knattspyrnu-
félögin fjárhagslega.
if Nýja stigaskiptingin.
Samkvæmt hinni nýju til-
lögu verður stigaveiting á knatt-
spyrnuleikjum þessi:
0—0 gefur hvoru liði 1 stig.
1—0 gefur liðinu er sigrar 2,25
stig.
1— 1 gefur báðum liðum 1,25
stig.
2— 1 gefur liðinu er sigrar 2,5
stig en liðinu er tapar 0,25 stig.
4—0 gefa sigurliðinu 3 stig, en
það er tapar fær ekkert.
Tillagan hljóðar einnig um það,
að séu tvö lið í ensku keppninni
jöfn að stigum í lok keppnistíma-
bils þá sigri það lið er betra
markahlutfall hefur.
Þessi róttæka tillaga innan
knattspymunnar verður lögð
fyrir ársþing ensku deildarlið-
an,na í maí og það er búizt við
því að tillagan hljóti samþykki.
Sigurvegarinn Gísli Erlendsson. (Ljósm.: Þorsteínn Jónssonj.
Ágœt en fásótt keppni
MR-nema á skíðum
SÍÐASTLIÐINN sunnudag fór
fram skíðamót Menntaskólans í
Reykjavík í Bláfjöllum. Snjór
er þar mjög farinn að taka upp,
en þó hamlaði það ekki fram-
kvæmd mótsins. Valdimar Örn-
ólfsson lagði brautina, sem var
200 m. löng og voru í henni 27
hlið. Fallhæð var 100 m. Veður
var mjög gott, en áhorfendur fáir
og er leitt til þess að vita, að
ekki er meiri áhugi fyrir skiða-
íþróttinni í skólanum.
Skíðadeildin hefur starfað af
miklum krafti í vetur og efnt til
fjölmargra skíðaferða í Bláfjöll.
Einnig sýndi Valdimar Örnólfs-
son fyrr í vetur kvikmynd á veg-
um deildarinnar, sem hann hafði
tekið á vetrarolympíuleikunum í
Innbruch og fleiri myndir. En
áhugaleysi meiginþorra nemenda
hefur orsakað, að margir hafa
farið á mis við þessa starfsemi og
hún því ekki borið þann árangur
sem skyldi.
Sundmót Armanns í
Mótsstjóri var Björn Kristleifs-
son.
Úrslit keppninnar urð'u
Undanfarar:
Valdimar Ömólfsson 34 sek
Georg Guðjónsson 35,4 —-
Bjarni Einarsson 35,7 —
Keppendur:
1. Gísli Erlendsson 4-R 40,9 sek
2. Örn Ingvarsson 5-U 44,3 —•
3. Trausti Eiríksson 5-U 45,3 —
4. Ragnar Kvaran 3-M 48,7 —
5. Gunnar Anderss. 3-C 52,3 —
6. Reynir Geirsson 5-B 52,5 —■
7. Bragi Jónsson 3-J 52,9 —-
8. Stefán Pálsson 4-Y 56,7 —