Morgunblaðið - 11.04.1965, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.04.1965, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudfagur 11. aprfl 1965 ,Ekki get ég skrííað bailett' Talað við Indriða G. Þorsteinsson um nýtt smásagnasaín hans, „Mannþing“, rithöíunda, sagnagerð og íleira FYRSTA útgáfubók Al- menna bókafélagsins á þessu ári, janúarbók AB, er smásagnasafnið „Mann- þing“ eftir Indriða G. Por- steinsson. Þetta er þriðja smásagnasafn Indriða, en auk þeirra befur hann gef- ið út tvær skáldsögur. — „Mannþing“ hefur að geyma ellefu sögur. — Kristín Þorkelsdóttir teikn aði kápu og titilsíðu. Blaðamaður Mbl. ræddi við Indriða um þessa nýju bók hans ekki alls fyrir löngu og spurði fyrst, hvort nokkur sér- stök ástagða væri til nafns bókarinnar. — Auðvitað. Þetta eru sög- ur um mannfólk. — Hafa þær verið lenigi í smíðum? — Já, eiginlega hafa þær verið að verða til á árunum 1957 til 1964. Ég var að skrifa þessar sögur jafnframt því að ég skrifaði „Land og synir“, en við samp.ingu þeirrar sögu voru mikil uppihöld hjá mér. l>að var erfitt að koma henni saman, og ég skrifaði þessar sögur mér til hugarhægðar á meðan. Ein sagan „Brúnu meyjarnar frá Bellevue". Henni lauk ég ekki fyrr en á siðastliðnu hausti, og hafði hún þá verið lengi í gerð, eða frá því haustið 1955, þegar ég átti leið um Kaupmannahöfn á leið til Kína. Þetta var upp- haflega riss, en ég réð ekki við hugmyndina fyrr en nú í haust. — Margar sögurnar virðast gerast norður í Skagafirði. — Já, sumar gerast þar landfræðilega að nokkrum hætti. Fyrsta saigan í bókinni, Dagsönn við ána, gerist til dæmis „landfræðilega“ við Glaumbæjarkvísl í Skagafirði. Næsta sagan, Kona á næsta bæ, gerist á líku svæði. Sagan sem ber nafnið Kynslóð 1943, gerist í vegavinnu norðan- lands, en seinasta sagan, Hófadynur um kvöld, gæti gerzt alls staðar, þar sem menn stunda sport á hestum. Aðrar sögur eru eiiginlega ekki sérstaklega staðbundnar í landfræðilegum skilningi. Ég geri satt að segja dálítið af því að nota sama landslag í sög- um mínum. Ef nota á lands- lag í sögu, svo að það komist til lesenda, verður höfundur- inn að þekkja það. Það dug- ir ekki að sletta fjalli hér og þar inn í lýsinguna, ef það hefur ekki verið til í því lands- lagi, sem höfundurinn befur kynnzt og tileinkað sér. Þá er það ónothæft. Ég tel ekki ástæðu til þess að ljúga upp landslagi. Þær sögur mínar, sem gerast í sveit, gerast á mjög litlum bletti. — Ég minntist á Skagafjörð, af því að mig langaði til þess að spyrja, hvort þú gætir alla ævina verið að vinna úr efni, sem þú viðaðir að þér á æsku- árum þínum nyrðra. — Ég gæti það, ef nógu hægt er farið, því að af nógu er að taka. Ég á ekki við endur- minnirigar, heldur blæinn, hughrifin, sem gripu mig á þessum árum. Þetta er hægt að nota sem staðreyndir í nú- tímanum. Þess vegna fer ég oft norður í Skagafjörð, til þess að leita. Indridi G. Þorsteinsson. er sannleikurinn sá, að það er hægt að skrifa allt, sem máli skiptir, í eina bók, en það skilja menn ekki fyrr en eftir fimm til sex bækur og standa svo upp á igamals aldri og kvarta yfir því að hafa sagt of mikið. Ég er á móti hvers kónar barlómi rithöfunda, mennirnir eru sjálfráðir, hvort þeir eru að þessu eða ekki, og fjandinn sjálfur vorkenni þeim í minn stað. Þetta gild- ir bæði í listum og öðru, menn ráða þessu sjálfir. En það er sami mórallinn hér hjá allt of mörgum: Fyrst byrja þeir að gera eitthvað, og svo vilja þeir láta aðra taka við og borga brúsann. Það er mis- skilningur, að einhver eigi að borga. Almenningur getur ekki borgað, því að hann veit ekki fyrr en löngu seinna, hvað hann er í rauninni að borga fyrir. Vissi nokkur í gamla daga, hvers virði Jónas Hallgrímsson yrði okkur nú? Svo eiga menn ekki að reka list eins og sigurpólitík, ekki að hugsa alltaf um conquest, frægð og fé. Maður á að vera einn með verki sínu. Hefurðu svo athugað það, að- hið eina, sem gæti hamlað listalífinu í landinu, væri almennt at- vinnuleysi? Hugsaðu þér, ef ekki væri lengur hægt að vinna á eyrinni! Ég hef alltaf unnið, meðan ég hef verið að Ætti ai vera hægt að // yrk ja mikið um Reykjavík" | hans, „Mig hefui dreymt þetta áður“, er nýkomin út — Áttu eftir að ausa meiru úr þessum brunni? — Ég veit það ekki, en ef ég skrifa tvær bækur enn, þá finnst mér að óg hafa lokið góðu ævistarfi. — Já, ef þú verður lengi að skrifa þær. Þú ert ungur enn! — Maður er enn kallaður ungur. Því meira sem ég eld- ist, því lengur er ég að skrifa. Því lengur, sem ég er með bækurnar, þeim mun hrædd- ari er ég að skrifa þær. Það er slæmt að vakna upp við það á efri árum að hafa sagt of mikið; fyllt heilar hillur með kjaftæði. Það er furðulegt, og ég velti því oft fyrir mér, hve stórlega vantar inn í rithöf- undahópinn, sem hér er svo kallaður. Ég er kominn um fertugt og enn kallaður ung- ur; vitaskuld þykir mér vænt um þá nafngift. Því fylgir mátulega mikið ábyrgðarleysi. Hér ,á íslandi er talað um unga höfunda og gamla, en svo vantar allt þar á milli. Það er ósköp þægilegt að vera kallaður ungur. Það er hæigt að gera höfundi lífið leitt með því að kalla hann virðulegan, gera hann að stofnun. Það er auðveldara að skrifa fyrir .* Ta höfundinn og auðveidara að Rætt vio Johann Hjaimarsson, en ljcoabok lesa fyrir lesandann. — Þú átt við það, að meiri kröfur séu gerðar til „gamals og viðurkennds" höfundar? — Já, ef þú lest lárviðar- skáld, þá setur þú þig i stell- ingar og býst við einhverjum stórmerkjum. Svo kemur allt í einu djöfuls prump í miðri bók, og allt hrynur saman! Um leið og rithöfundur er viður- kenndur stór póstur, þá er límdur heftiplástur fyrir munninn á honum. — Er eitthvað sérstakt við að vera rithöfundur á íslandi? — Það er gott að vera rit- höfundur hér. Þótt talað sé um, að illa sé búið að rithöf- undum hér á landi, þá verður að segja eins og er, að allir aðiljar eru á varðbergi. Ég á við það, að þótt lesendahóp- urinn sé ekki alltaf svo ýkja stór, þá er það misskilningur, að nýjum höfundum, eða höf- undum, sem hafa nýtt að segja, sé ekki veitt næg athygli. Það er einmitt furðulegt, hve almenningur eða fólk hér á landinu hefur tekið öllu því vinsamlega, sem ég og aðrir hafa verið að skrifa. Almenn- ingur sinnir nýjum höfundum. Það er aðalatriðið, en ekki hitt, hve mikið er upp úr því að hafa að gefa út nýja bók. Það er alls ekki spurningin, — þetta er ekki heildsala eða síldarútvegur. Menn skrifa, ef þeir vilja og geta ekki krafið þjóðfélagið um neitt. Þeir geta ekki krafið það um fé og ekki einu sinni um athygli. Samt er þessi athygli fyrir hendi í þjóðfélagi okkar, og eiga rithöfundar að vera þakk- látir fyrir það. Listamenn spilla sjálfum sér með þessu eilífa rövli, alltaf að víla og væla, kvarta yfir „ástandinu" og svoleiðis vitleysu, sem enginn veit í rauninni hvað er. Ef mig vantar peninga, þá vinn ég mér þá inn. Ef ég vildi skrifa eins og Cavling, framleiða nokkrar metsölu- bækur á ári, þá ég um það. Þá gæti ég selt hverja bók I tíu þúsund eintökum, og eng- inn væri bættari fyrir það og engum kæmi það við! Annars skrifa, og ekki tapað á því. Hér á landi er það bara alls ekki fyrir hendi, að listamenn séu sárþjáðir af skorti og hafi ekki nóg að éta. — Sögur þínar bera þess stundum vott, að þú ert ekki hræddur við að nota lýsinigar- orð. Nú er i tízku hjá sumum að varast lýsingarorð en láta sagnorð og nafnorð duga, Hvað segirðu um það? , — Allar kenningar um stíl- hreinsun eru afstæðar. Þetta fer alveg eftir aðstæðum hverju sinni. Sums staðar á að spara lýsingarorðin, ann- ars staðar verður að nota þau. Annars ætti enginn að ganga um og banna mönnum eitt eða annað. Engin regla er al- gild. Það er eins með bók- menntir og tónlist: engin regla er algild. Þó er eitt tabú í báð- um; verkið má ekki vera vont. — Breytast smásögur þínar mikið frá fyrstu gerð til endanlegrar? — Já, þær geta gerbreytzt. Smásagan er svo viðkvæm fyrir því, hvernig skrifað er, hún þolir svo lítið. Það er til dæmis mjög mikilsvert, hvort skrifað er í 1. eða 3. persónu. Framhald á bls. 30 NÝKOMIN er út ljóðabók- in „Mig hefur dreymt þetta áður“, eftir Jóhann Hjálmarsson. — Almenna bókafélagið og Bókaverzl- un Sigfúsar Eymundssonar gefa bókina út í félagi. Jó- hann þarf ekki að kynna ýtarlega fyrir lesendum Morgunblaðsins, því að hann hefur skrifað um bók menntir og listir í blaðið síðan árið 1961. Þótt ungur sé, — fæddur árið 1939, hef ur hann þegar gefið út fimm Ijóðahækur, að þess- ari síðustu meðtalinni, og safn ljóðaþýðinga að auki. Fyrri hækur hans eru Aungull í tímann (1956), Undarlegir fiskar (1958), Af greinum trjánna, ljóða- þýðingar (1960), Malbikuð hjörtu (1961) og Fljúgandi næturlest (1961). Blaðamaður Mbl. hitti Jó- hann að máli fyrir skömmu og spjallaði við hann vegna út- komu bókarinnar „Mig hefur dreymt þetta áður“. Bókin er vel og smekklega úr garði gerð, orj Sverrir Haraldsson, listmálari, hefur skreytt hana og teiknað kápumynd. — Eru myndirnar ekki sér- staklega gerðar fyrir þessa bók? — Jú, Sverrir fékk handrit- ið til yfirlestrar, áður en hann teiknaði myndirnar, en þær tákna kaflaskipti í bókinni. Ég er ánægður yfir því, að Sverr- ir skyldi vilja taka þetta að sér. — Bókin er tileinkuð Ragn- heiði. Það er náttúrulega .... — .... konan mín. — Mér sýnist, að mörg ljóðanna séu ort í Svíþjóð. — Já, það er rétt, enda hef ég dvalizt þar töluvert. — Nafn bókarinnar? — Nafngiftin er þessi, veigna þess að minningin er ákaflega mikilvægt atriði í mörgum ljóðanna. Tökum til dæmis ljóðið „Saltsjöbaden“, sem er nokkuð langt Ijóð í fjórum köflum. Til Saltsjöbaden, sem er nálægt Stokkhólmi, kom ég fyrst vorið 1957 og var þar nokkrar vikur. Mér fannst ég ekki verða fyrir neitt sérstak- lega sterkum áhrifum af um- hverfinu þá, en svo fór ég þangað stutta ferð á árinu 1962. í það skipti var ég þar aðeins einn dag, en þá brá svo ^við, að umhverfið hafði miklu meiri áhrif á mig en áður. Þá um kvöldið skrifaði ég langt prósaljóð um staðinn. Þegar ég kom heim aftur frá Sví- þjóð vorið 1964 fór ég að lesa ljóðið aftur. Fannst mér það þá ekki nógu gott, en upp úr því orti ég þennan flokk. Það getur tekið nokkur ár að átta siig á viðfangsefninu. — Og nú er ljóðið komið á prent og verður ekki aftur tekið. Er ekki gott að vera laus við það? — Jú, það er viss léttir fólg- irin í því. Ég losna undan því, sem ég læt frá mér fara, og get sagt við sjálfan mig: Nú er þessum ákveðna hluti lok- ið. Áður get ég ekki byrjað á öðru að gagni. Satt að segja er ég feginn að vera laus við það, sem er endanlega frá mér farið. Ég vil ekki koma ná- lægt þeim Ijóðum framar, — þau mega fljúga frjáls, og menn geta gert við þau hvað sem þeim sýnist. — í þessari nýju bók er nokkuð magnað kvæði, sem heitir „Úr Fjölleikahúsinu“. Það er dálítið frábrugðið hin- um ljóðunum í bókinni. Hvernig varð það til? — Ja, hvað skal segja? Ég fór í „cirkus“ eða hringleika- hús og hafði gaman af því. Þessi fjölleikahússför mín hafði töluverð áhrif á mig, og Jóhann Hjálmarsson nokkrum vikum síðar orti ég alllangt. ljóð, sem ég fór svo að athuga betur löngu síðar, eða árið 1964. Þá fannst mér það ekki nógu gott og lagði það frá mér. Samt gat ég ekki losnað við það alveg og orti þetta ljóð að lokum undir sömu hughrifum og hið fyrra. Það er ekki mildur blær yfir því eins og flestum hinna. Ég býst við, að ég hafi haft margt í huga, ýmiss konar „cirkus“. — Þú hefur víða farið, Jó- hann, og dvalizt lanigdvölum erlendis. Kemur það ekki fram í skáldskapnum? — Jú, lengst hef ég verið í Svíþjóð, en hitt hefur verið hálfgert flakk. Ég hef ekki beinlínis orðið fyrir áhrifum af sænskum skáldskap, en aftur á móti af sænsku um- hverfi. Annað hefur þó e.t.v. haft meiri áhrif á mig: stuttar dvalir í Frakklandi, á Spáni, og lestarferðir um E v rópu, t.d. um Þýzkaland. Lestarferð- ir hafa alltaf haft einkennileg áhrif á mig; ég er þá undir annarlegum hughrifum, læt mig dreyma, eða ímynda mér Framhald á bls. 30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.