Morgunblaðið - 11.04.1965, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.04.1965, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLADID Sunnudagur 11. apríl 1965 — Jóhann Framh. af 'bls. 2. alls konar hluti. Ljóðið „Göm- ul koparstunga“ er þanniig til orðið, að ég var í járnbrautar- lest einhverju sinni við frönsk-beigísku landamærin. Þá fannst mér allt í ,einu, að ég hefði komið þarna áður og þekkti staðinn, jafnvel stund- ina. Þessi tilfinning grípur mig oft, mér finnst ég gerþekkja staðinn, kannst við það, sem sagt er, I stuttu máii: að mig hafi dreymt þetta áður eða jafnvel lifað það. Ljóðið „Spegillinn“ fjallar um sömu tilfinninigu. Þetta hefur verið mér nokkuð ríkt í huga, og bókin ber þess nokkur merki. — Varstu undir áhrifum frá nokkrum sérstökum skáldum, þegar þú ortir ljóðin í þessari bók? — Maður verður alltaf fyrir einhverjum áhrifum frá öðr- um skáldum, en þó held ég um sjálfan mig, að þess gæti minna en áður. Þó les ég jafn mikið og fyrr. Nei, ég get ekki nefnt nein sérstök skáld, Fylgist þú ekki vel með sænskri ljóðagerð? — Jú, ég hef þýtt talsvert út sænsku 0|g kynnzt persónu- lega ýmsum sænskum skáld- um. Eiginlega fylgist ég nok'k- urn veginn eins vel með nýj- um skáldskap í Svíþjóð og hér. — Þýðir þú eitthvað úr sænsku um þessar mundir? — Ég hef verið að vinna að þýðingum á kvæðum eftir sænsk ljóðskáld. Aðallega þýði ég eftir nútímaskáld. Ég veit ekkert um, • hvort þetta verð- ur gefið út, en ég hef hlotið styrk úr þýðimgasjóði sænska rithöfundarins Arthurs Lund- kvists. Hann stofnaði sjálfur þenna sjóð og veitir úr honum styrki til þýðinga á sænskum bókmenntum Hann frétti af því, að ég væri að vinna að þessum þýðingum, og bauð mér styrkinn að fyrra bragði, en annars hefur styrkurinn eingöngu verið veittur til þeirra, sem þýða sænskar bók- menntir yfir á tungumál fjöl- mennari þjóða en Svía. — Svo að við ví'kjum aftur að „Mig hefur dreymt þetta áður“. Á hvaða tímabili eru ljóðin ort? — Vorið 1964 varð mér drýgst, en mörg eru ljóð- in eldri að stofni. Auk þeirra, sem áður eru nefnd, get ég minnzt á „Daigskomu við Fær- eyjar“. Ég var á sigiingu við Færeyjar fyrir nokkrum ár- um á „Drottningunni". Mér þótti mjög til koma, þegar eyjarnar risu úr hafi, —hrika- íeg og einkennileg fegurð. Ljóðið er ort löngu seinna, eða á síðastliðnu ári. — Það er talsvert af ásta- ljóðum í bókinni. — Já, einn kaflinn er ein- göngu ástaljóð. Þau hafa aldrei verið svona mörg hjá mér áð- ur. Þetta er vorbók, það er igott veður í henni, — állt að því logn. — Það ber nok'kuð á mynd- um frá Reykjavík í þessum ljóðum þínum. — Já, þarna eru meira að segja hrein Reykjavíkurljóð, eins og t.d. „Ferðin til tungls- ins“ og „Kvöld við Hring- braut“. Mér finnst undarlegt, hve fá skáld hafa ort um borg- ina. Það er eins og menn séu alltaf gestir í henni, — þeir eru sífellt að yfkja um sveit- ina, töðuilm, hross og jafn- vel hrúta. Þetta er svo merki- leig borg, að það ætti að vera hægt að yrkja mikið um hana. Þetta er falleg og póetísk borg. — Ert þú ekki borinn og barnfæddur Reykvíkingur? — Ég er fæddur hér og hef veríð hér að mestu, en átti heima vestur á Snæfellsnesi nokkur ár. Ég hef e'kki alltaf sætt mig við borgina, og sann- ast sagna hefur maður alltaf verið að flýta sér svo mikið til útlanda, að allt of margt hér í Reykjavík hefur farið framhjá manni. Nú sætti éig mig miklu betur við borgina, enda er hér meira að finna en ég gerði mér áður ljóst. Ég er farinn að uppgötva margt hér, sem ég vissi ekki fyrr, að hér væri til, af því að mér lá svo mikið á að ‘komast utan. — Er um sérstaka breytingu að ræða hjá þér í þessari bók frá fyrri bó'kum? — Ég veit betur nú, hvað ég er að gera. Ljóðin eru meira meðvitund, ef þannig má kom- ast að orði. Ég læt ekki lemg- ur eftir mér að leika að orð- um, — læt ekki allt eftir mér, sem mér dettur í hug, enda á ég þá á hættu að verða að vél, sem ungar út ljóðum af ýmsum gerðum, undir ýmsum áhrifum, úr ýmsum áttum, en þó aðallega frá ýmsum höf- undum. — Hefurðu spreytt þig á öðru bókmenntaformi en Ijóðasmíð? — Upp á síðkastið hef ég aðeins verið að reyna við prósa, eins og öll ljóðskáld langar kannske til. Til þess að hvíla mig á Ijóðagerð hef ég skrifað nokkurs konar ævintýri. Upphaflega hafði ég böm í buga sem áheyrendur, en þeim, sem hafa heyrt það hjá mér, finnst það ek'ki vera fyrir bö»n. í ævintýrinu átti að vera mi'kil orrusta, en af henni gat ekki orðið, og ef til vill er það vegna þess, að mönnum finnst sagan ekki vera fyrir börn. Annars birt- ist þetta ævintýri í Lesbók Morgunblaðsins bráðlega. — Hafðirðu gaman af að skrifa þetta? — Já, ekki get ég neitað því. Ég vann allt öðru vísi við að skrifa það en ljóðin, skrifaði alltaf á hverjum degi a.m.k. tvo tíma, stundum þrjá til fjóra, þangað til é|g var búinn. Ljóðin yrki ég stundum þegar í stað eftir að ég hef orðið fyrir einhverjum áhrifum, en læt þau síðan liggja lengi hjá mér og breyti þeim síðar. Fyrsta „stemningin“ helzt þó alltaf, enda er hún sterkust. Hér birtist svo að lokum eitt ljóð Jóhanns í „Mig hefur dreymt þetta áður“, Kvöld við Hringbraut: Glefsandi rakkar skýjanna á dreyralitum himni Andar ljóskeranna flaðra upp um dökkar Skeljar húsanna mjóslegin tré með lauf eins og gangþófa og menn sem gelta á stjörnumar. — Indriði Framhald af bls. 2 Fyrsta persóna er e.t.v. of ná- lægt höfundinum. Löng skáld- saiga þolir meira, — alls konar klaufagkapur hverfur þar. Ég er feginn, þegar ég sendi sögu endanlega frá mér, feginn að vera laus við hana og geta ekki breytt henni meira, þurfa ekki að hafa áhyggur af henni framar. Sögurnar eru alveg A E C Eldavélasett sendum um land allt. Skapalell Sími 1730. — Keflavík. farnar frá mér, þegar þær eru komnar á prent. — En vildir þú ekki stund- um ,geta skrifað þær aftur? — Það er aðeins fyrsta bókin mín, sem ég vildi gjarn- an geta skrifað aftur. Ég vildi skrifa mikið af henni aftur. Ég býst Við, að þetta sé algengt hjá rithöfundum. Maður lærir það af fýrstu bók sinni, að bók verður ekki aftur tekin. Það er holl lexía. Það er hægt að segja hitt og þetta í dagblaði, svo er alltaf hægt að laiga, breyta pg bæta, unz það kem- ur út í endanlegu og réttu formi. En bókin er þarna og verður þar löngu eftir að mað- ur er dauður. Það er mikill 'kross, ef hún er mislukkuð. — Hefurðu fengizt við aðrar tegundir bókmennta en sagna- gerð? — Nei, ég get ekki bögglað saman vísu, hef enigan áhuga á leikritun, og ekki get ég skrifað ballett, því að ég veit ekki, hvernig ég á að fara að því. Ég held því, að ég haldi mér við að skrifa sögur. Ann- ars hef ég aldrei litið á mig sem rithöfund og ætti ákaf- lega erfitt með það. Ég hef þvi Htið að seigja í svona viðtali, en það, sem ég segi, er þá ekki talað fyrir munn listamanna. Ég umgengst þá lítið, og þeg- ar farið er að tala við mig um listir, kem ég af fjöllum. Ég vinn alltaf á dagblaði, hef mikinn áhuga á að gera það spm bezt úr garði oig get talað miklu meira um það en bók- menntir eða listir. Án þess að það valdi mér nokkurri sorg, þá hef ég alltaf litið á mig sem utangarðsmann í listum. Ég skrifa mér til hugarhægðar heima hjá mér á kvöldin. AFMÆLISTÚNLEIKAR Sigurðar Þórðarsonar ÞAÐ voru fjölbreyttir og virðu- legir tónleikar, sem Karlakór Reykjavíkur og Ríkisútvarpið efndu til í heiðursskyni við Sig- urð Þórðarson tónskáld á sjöt- ugsafmæli hans sl. fimmtudag. Samkomuhús Háskólans var þétt skipað áheyrendum, og meðal þeirra var forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson. Samkoman hófst með því, að formaður Karlakórs Reykjavík- ur, Ragnar Ingólfsson, ávarpaði heiðursgestinn nokkrum orðum og þakkaði sérstaklega forystu hans 1 starfi kórsins hálfan fjórða áratug. Að því búnu söng Karlakór Reykjavíkur nýtt lag eftir Þórarin Guðmundsson við kvæði eftir Axel Guðmundsson, fyrrverandi formann kórsins, og var hvorttveggja samið í tilefni Iþess afmælis, er hér var minnzt. Á efnisskrá tónleikanna voru annars eingöngu lög og tónverk eftir afmælisbamið, Sigurð Þórð- arson. Fyrst söng Karlakór Reykjavíkur undir stjórn Páls Pampichlers Pálssonar þrjú lög, hið síðasta með aðstoá einsöngv- aranna Guðmundar Jónssonar Og Kristins Hallssonar. Síðan gengu fram hver af öðrum einsöngvar- arnir Guðmundur Guðjónsson, Kristinn Hallsson, Guðrún Á. Símonar, Guðmundur Jónsson og Svala Nielsen og sungu sín tvö lögin hver, en loks lék Bjöm Ólafsson konsertmeistari einleik á fiðlu og flutti þátt úr Hátíða- messu Sigurðar. í öllum þessum þætti tónleikanna aðstoðaði Guð- rún Kristinsdóttir með undirleik á píanó. Þá gekk fram á sviðið Sinfóníu hljómsveit íslands og flutti fyrst, ásamt fyrrnefndum einsöngvur- um, þrjá stutta þætti úr óperett- unni „í álögum“, síðan þrjá þætti úr svítunni „Ömmusögur" og loks, ásamt Karlakór Reykjaví’k- ur, lagið „Þér landnemar". Þess um þætti tónleikanna stjórnaði Páll Pampichler Pálsson. FERIVflllGARGJAFIR Mikið úrval af: TJÖLDUM SVEFNPOKUM BAKPOKUM VINDSÆNGUM FERÐA-MATARSETT 2ja, 4ra og 6 manna. T JALDHÚSGÖGN i»w..;£r m *•/ T- • „ TiF WM \ S&L .... \ ifcvi i.j. ’ 0 )—' GAS PRÍMUSAR OLÍU-PRÍMUSAR Skdtabáðln Áður en síðasta atriði efnis- skrárinnar var flutt, kvaddi sér hljóðs útvarpsstjóri, Vilhjálmur Þ. Gíslason, og ávarpaði Sigurð Þórðarson. Minntist hann með virðingu og þökk hins mikla ævi- starfs Sigurðar, jafnt í þjónustu sönggyðjunnar sem í þáigu Ríkis- útvarpsins, og bað áheyrendur að lökum að hylla afmælisbarn- ið með ferföldu húrrahrópi. Lok3 flutti Sigurður Þórðarson stutta ræðu og þafckaði þá virðingu og vinsemd, er honum hafði verið sýnd á þessum tímamótum ævi hans. Sigurður Þórðarson hefir ásamt Karlafcór Reykjavífcur gert víð- reistara á undanförnum áratug- um en nokkur annar islenzkur tónlistarflytjandi, og að öllu sam- anlögðu mun áheyrendahópur hans innan lands og utan vera orðinn stærri en þeirra flestra eða allra. Með þessu hefir hann unnið merkilegt kynninigarstarf, eins og réttilega var tekið fram í blaðagreinum á sjötugsafmæli hans, og sýnt í því frábæra at- orku og fórnarlund. Mundi mörg- um hafa reynzt þetta nægileg tómstundaiðja frá erilsömu og ábyrgðarmifclu starfi sem skrif- stofustjóri og stundum settur for stjóri svo umfangsmikillar oig ört vaxandi stofnunar sem Ríkisút- varpið er. Alkunna er, að sem embættismaður á Sigurður Þórð- arson fáa sína jafningja að sam- vizkusemi og trúmennsku, og tor- fundnir munu þeir vera, er þar taki honum fram. Þó hafa hon- urn enn enzt tómstundirnar til að semja mikinn fjölda tónverka af margvíslegu tagi, og eru sum lög hans löngu orðin alþjóðareigh. Lítið sýnishorn þess starfs var fram borið á tónleifcum þeim, er hér um ræðir, — þó nægilega stórt til að igefa nokfcra hugmynd um hve fjölbreytilegar tónsmíðar Sigurðar Þórðarsonar eru og á okfear mælikvarða miklar að vöxt um. Tónleikarnir sjálfir, eins og til þeirra var stofnað, aðsókn að þeim og undirtektir áheyrenda bera ljóst vitni þeim vinsældum og virðingu sem tónskáldið nýtur jafnt meðal tónlistarmanna sem almennings. Jón Þórarinsson. Bogalusa,, Lousiana, 8. apríl, NTB í MORGUN 'skiptust á sfcotum félagar úr Ku Klux Klan og CORE, samtökum þeirra er starfa að því að afla blökkumönnum fullra borgaralegra réttinda i Bandaríkjunum. Efcki er greint frá mannfalli í viðureiginni, en lögreglan hefur staðfest skot- hríðina. Eínn félagi COREv Willi- am Yates, sagði að Ku Klux Klan- menn hafi gert tvær atrennur að húsi því er CORE-menn höfðust við í og skotið á það úr bifreiðum sínum otg hefði þá skothríðinmi verið svarað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.