Morgunblaðið - 11.04.1965, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.04.1965, Blaðsíða 31
Sunnudagur 11. aprí! 1965 MOHGUNBLABIB 31 HANN bendir út um glugg- ann sinn á Hótel Sögu út á Reykjavíkurflugvöll og seg- ir: „Mikið fljúgið þið íslend- ingar — það er ekkert lát á umferðinni um flugvöllinn þarna. Ég held mér verði aldrei svo litið út um þennan glugga að þar séu ekki á ferð- inni ein og tvær og jafnvel fleiri flugvélar, stórar og smáar. — Og þetta er svo tákn rænt fyrir þjóðina og landið, hér er allt á svo mikilli hreyf- ingu, allir önnum kafnir.... Ralph Branscombe, fyrsti sendi ráðsritari við kanadíska sendi- ráðið í Osló er hér kominn í fyrsta sinn í snögga heimsókn — „en ég vona að þær verði fleiri en ein og fleiri en tvær íslands- ferðirnar mínar, ég er jjjeira að segja að hugsa um að koma hing að í sumarleyfinu mínu seinna í ár.“ Branscombe sendiráðsritari er hrifinn af því sem fyrir augu og Ralph Branscombe Hér er allt á fleygiferð — og hafgolan eins og heima Spjallað við Ralph Branscambe * um Kanada og Island og sitthvað þ&raðlútandi eyru hefur borið hér á landi. Hann segir það sannarlega ekki undarlegt, að íslendingar séu með tekjuhæstu þjóðum verald- ar eins og menn vinni hér mikið og eins sé það augljóst mál, að íslendingar eigi sjálfum sér og sinni miklu vinnu að þakka vel- megunina sem við blasi. „Og það er svo margt sem heillar hér“, segir hann, „svo margt sem kemur á óvart — ég sá Surtsmyndina í gær, það var stórkostlegt ævintýri, haldið þér ekki að myndin verði send utan? Það finnst mér tvímælalaust eiga að gera. Hún er einstæð." Hann brosir og bætir við: „Mér finnst meira að segja jafnvel eins og í Surti og í þessum ævintýralega jarðhita ykkar sé að finná lykil- inn að þessum ótrúlega „dynam- isma“ ykkar, þessari atorku og dugnaði — allar þessar bygging- ar, öll þessi nýju hús og ýmis' konar mannvirki — þessi öra þróun hvert sem litið verður. Það geta t.d. sannarlega ekki margar þjóðir státað af þvi að þær veiti þegnum sínum kost á ókeypis skólagöngu eins lengi og verkast vill, meira að segja í há- skóla.“ „Ég hefi mikinn áhuga á skóla málurn", segir Branscombe svo, eins og til skýringar, „ég hafði sjálfur hugsað mér að leggja fyr- ir mig kennslu — en þá vildi svo til að hvort tveggja kom í einu, að ég fékk áhuga á utanríkisþjón ustunni og þá vantaði fólk. Þetta var skömmu eftir stríðið, þegar Kanadamenn voru farnir að gera sér ljóst að þeim væri nauðsyn á að láta utanrikismál meira til sín taka en áður var og ég var að skrifa meistaraprófsritgerðina mína, sem einmitt fjallaði um utanríkismál Kanada. Það varð því úr, að þegar ég hafði iokið mínu meistaraprófi gekkst ég undir annað próf á vegum utan- ríkisþjónustunnar — og síðan hef ég verið á sífelldu flakki, frá Júgóslavíu til Belgíu og þaðan aftur til Kanada, svo til Chicago, þar sem ég var konsúll síðan aftur heim og til Osló kom ég nú fyrir skemmstu að aflokinni þriggja ára dvöl í Austurlöndum nær, í Teheran. — Gaman, jú víst var gaman eystra, en ég kann líka mjög vel við mig á norðurslóðum. Um sambúð Islands og Kanada sagði Branscombe að hún væri með þeim ágætum að ekki yrði á betra kosið, og sagði að þar myndu miklu um valda hin „ótrú lega sterku tengsl" milli íslend- inga austanhafs og vestan. „Sendi herrann okkar er Sigvaldason," sagði Branscombe, ,borinn og barnfæddur í Manitoba, þar sem einna mest er um Vestur-íslend- inga. Foreldrar hans voru fædd á íslandi og sjálfur talar hann og les íslenzku. Og það er ekkert einsdæmi og ekki heldur hitt, að Vestur-Islendingum vegni vel þar vestra. Það er ótrú- lega mikið um menn íslenzkrar ættar i áhrifastöðum i Kanada og er ánægjulegur vitnisburður um hvort tveggja, hversu vel þeir hafa sjálfir dugað í nýju landi og eins um hitt, að Kanada hafi ekki reynzt þeim slæm fóstra.“ „Svo er eitt enn“, segir Brans- combe og brosir við, „sem tengir okkur vestra og ykkur hér og það harla skemmtilegt. Ég á við nýju Rolls Royce flugvélarnar, sem Loftleiðir hafa keypt hjá Canadair-verksmiðjunum í Mon- treal. Það er gaman til að vita að frá þessarri höfuðborg flugs- ins, eins og hún er einatt köll- uð, komi ykkur íslendingum, þessari miklu loftflutningaþjóð, ykkar stærstu og fullkomnustu vélar. Loftleiðir voru einmitt að kynna „.Vilhjálm St.efánsson“ í Noregi þegar ég fór þaðan og sú kynning fór ekki framhjá mönn- um, það megið þér bóka." Ralph Branscombe verður litið út um gluggann — 8g mikið rétt. þarna er flugvél að Ienda og önn- ur flýgur yfir rétt í þessu. —• Það er logn úti, milt og vorlegt, og Branscombe brosir og segir: „Þetta veður — hver skyldi trúa því að óreyndu, að hægt væri að leggja upp frá Osló og halda í norðurátt á vit vorsins — mér hlýnaði öllum um leið og ég steig út úr flugvélinni hérna. Þetta er dásamlegt veðurfar. Og ekki spillir anganin af hafgolunni hérna — hún er eins og heima í Nýju Brúnsvík og á Nova Scotia, Atlantshafsangan — já, við eigum margt sameiginlegt, íslendingar og Kanadamenn.' Samtalið varð ekki lengra — sendiráðsritarinn var að verða of seinn á fund gestgjafa síns það kvöldið. Blaðamaður kvaddi og hélt leiðar sinnar — í áttina að höfninni og hafrænunni, sem ang ar eins vestur á ströndum Kan- ada og við bryggjuna í Reykja- vík. Indver jar og Pak- ístanir saka hvorir aðra um yfirgang Rawalpindi, Pakistan og Nýju Delhi, 8. apríl. (NTB-AP) 35 indverskir hermenn hafa fallið í skærum á landamærum Indlands og Pakistans, að því er Pakistan-stjórn greinir frá. Seg- ir stjórnin, að til átaka hafi kom- ið á landamærunum á föstudag og sunnudag, er indverskir her- menn hafi farið þar yfir landa- mærin og hafið skothríð á her- menn og óbreytta borgará hand- an landamæranna. Ekki er getið um mannfall Pakistana í tilkynn ingu stjómarinnar. Innanríkismálaráðherra Ind- lands, G. L. Nanda, hefur aftur á móti borið Pakistani þeim sök- um, að þeir hafi komið sér upp tveimur varðstöðvum um mílu vegar innan við landamæri Ind- lands og hótaði að þeir skyldu reknir þaðan með valdL IR Haestiréttur hefur kveðið upp dóm í máli, er Bjarni Hjaltalin, verkamaður, Akureyri, höfðaði gegn Rafveitu Akureyrar til greiðslu bóta að upphæð kr. 597.187,00, ásamt vöxtuni og máls kostnaði. Mál þetta er risið vegna ^ slyss, er Bjarni varð fyrir er hann var að vinnu i þágu R.V.A. Málavextir eru þeir, að 31. des. 1958, hafði stefnandi, sem starf- aði hjá R.V.A., byrjaði starf eins og venjulega kl. 7.20 að morgni. Fór hann til þess starfa að skipta um Ijósaperur í götuljóskerum í bænum, þar sem með þurfti. Með Bjarna var annar maður og ók hann bifreið þeirri, er þeir höfðu til umráða og beið samstarfs- maður Bjarna jafnan við staur- inn á meðan hann fór upp í staurana. Um kl. 10.30 voru þeir staddir í Þórunnarstræti, skammt norðan við hús nr. 106, en þar var vitað um bilað ljósastæði. Bjarni bjóst nú til að fara í ljósastaur þarna, en samstarfs- maður hans ók í burtu og fór heim til sín í kaffi. Bjarni gekk upp staurinn í stauraskóm, sem hann var vanur að nota og hafði hann fest við sig öryggisbelti, en hafði það ekki spennt utan um staurinn meðan hann gekk upp. Þegar Bjarni var kominn upp undir ljóskerið, og var að nema staðar missti hann jafnvægið og datt niður, sem var 6—7 m. fall, og slasaðist mikið. Enginn maður var viðstaddur, þegar Bjarni féll, en einn maður, sem hafði verið staddur við glugga í húsi sínu, hafði séð þegar maðurinn féll úr staurnum og fór hann strax á vettvang og kom síðan boðum um að senda sjúkrabíl, er flutti manninn í sjúkrahús. Enginn opinber rannsókn fór fram á slysinu strax eftir að það bar að, en samkvæmt beiðni lög- manns Bjarna, dags. 4. okt. 960, fór fram rannsókn á slysinu í sakadómi Akureyrar þann 11. og 13. okt. það ár. Allmargir að- ilar gáfu skýrslu við réttarrann- sóknina og allmörg vitni voru leidd undir rekstri þessa bóta- máls, en eigi er unnt að rekja vitnisburði þeirra hér sérstak- lega. Bjarni byggði bótakröfu sína á því að R.V.A. væri bótaskyld vegna slyss þessa. Hann hefði verið ráðinn sem verkamaður en ekki sem línumaður, og hann hefði verið lítt vanur þessu starfi og því hefði verið meiri nauðsyn á að hafa mann með honum, enda hefði það komið fram í skýrslum vitna, að það hefði verið venju- legra að tveir væru saman við slík störf. í því efni skírskotaði Bjarni til álits öryggismálastjóra. í áliti öryggismálastjóra sagði m.a. að sjálfsagt væri að hafa stöðvireim beltisins lokaða frá því klifur hæfist og flytja hana upp eftir því sem maður hækk- aði sig í klifinu. Þetta ætti að vera ljóst bæði verkstjóra og mönnum þeim sem slíka vinnu stunduðu og verkstjóra bæri að leggja fyrir menn sína að haga sér þannig við verkið, að þeir gerðu slíkt ótilkvaddir. Þá taldi öryggismálastjóri verk það sem hér væri verið um að ræða, þ. e. að skipta um gler í götuljósker- um, krefðist ekki fagkunnáttu og því fullforsvaranlegt að fela það ófaglærðum manni. Þá sagði enn- fremur í áliti öryggismálastjóra, að þó hann teldi lítil líkindi til, að maður á jörðu niðri hefði get- að dregið úr falli hins úr staurn- um, þá teldi hann það sjálfsagða öryggisráðstöfun að tveir menn væru ávallt við slíkt verk og að báðir hefðu til umráða ócyggis- belti. Þá taldi Bjarni, að sérstök ástæða hefði verið til að brýna fyrir honum öryggisráðst.afanir, en það hefði ekki verið gert og hann hefði ekki óhlýðnast settum öryggisreglum. Þá benti stefn- andi og á að umræddum ataur- skóm hefði verið breytt á þann veg að skorið hefði verið otan af hælklöppunum á stauraskónum, og hefði það verið óráðlegt, þar eð möguleiki væri á því, að maður- inn hefði ekki losnað úr skóí.um í upphafi eða eftir að hann missti jafnvægið, ef skórnir hefðu verið óbreyttir. Þá hélt stefnandi því og fram, að R.V A. ætti að bera hallann af því, að vanrækt var að láta opinbera rannsókn fara fram út af slysinu, en það hefði valdið því að mállð upplýstist ekkj sem skyldi. R.V.A. krafðist sýknu í málinu. og byggði þær kröfur sínar á því, að stefnandi hefði lengi verið bú- inn að vinna sem línumaður hjá varnaraðila, þegar slysið varð og hefði því gjörþekkt allar aðstæð- ur við starf sitt. Honum hefðí verið ljósar, hverjar hættur væru starfi þessu samfara, þ. á m. að láta hjá líða að spenna öryggis- beltið við uppgöngu. Taldi stefndi að ekki yrði séð, að nokkru máli skipti, þótt hæl- köjipum á stauraskóm hefði ver- ið breytt eins og raun var á. Niðurstaða málsins varð sú í héraðsdómi, að báðir aðilar ættu nokkra sök á slysi þessu og skyldu þeir bera tjónið að hálfu hvor. Samkvæmt því var R.V.A. gert skylt að greiða Bjaraia Hjaltalín kr. 195.000,00 þúsund ásamt vöxtum og kr. 35.000,00 í málskostnað. í forsendum að dómi Hæsta- réttar segir, að við mat á ábyrgð á slysinu beri að hafa þetta í huga: Klifurskór þeir, sem stefnandi hafði til afnota, veittu mun minna öryggi en skór með óbreyttum hælköppum, sérstak- lega þar sem snjór hefði verið á jörðu, enginn hefði verið stefn- anda til aðstoðar á jörðu niðri og látið hefði verið óátalið af hálfu stefnda þótt öryggisbeltin hefðu ekki verið notuð fyrr en í vinnuhæð. Hinsvegar væri ó- véfengt, að öryggisbelti það, sem stefnandi notaði, hefði verið í fullkomnu lagi og telja yrði sann að, að stefnandi hefði klifið staurinn án þess að hafa stöðvi- reim beltisins lokaða um hann. Hefði stefnanda, sem hafði nokkra reynslu við þessi störf mátt vera Ijóst að það væri háska samlegt, sbr. 2. mgr. 26. gr. laga nr 23/1952. Komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að fallast mætti á sakarskiptingu héraðs- dómsins þ. e. að Bjarni fengi helming tjónsips bættan. Heildar tjón hans var talið samtals kr. 421.310,00 þar af vegna örorku kr. 320.000,00 þúsund, þegar frá hefðu verið dregnar greiðslur Tryggingarstofnunar ríkisins til stefnandi, kr. 90.000,00 í miska- bætur og útlagður kostnaður kr. 11.310,00. Samkvæmt þessu var talið að stefnandi ætti að fá í greiðslu frá R.V.A. kr. 2I0.6®6,00 auk vaxta og kr. 45.660,901 mál«- kostnað í héraði og fyrir Hæsta- rétti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.