Morgunblaðið - 11.04.1965, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.04.1965, Blaðsíða 17
Sunnudagur 11. apríl 1965 MÚRCUNBLAÐIÐ 17 Afmæli sem gleymdist HINN 10. apríl 1940 eða fyrir réttum 25 árum lýsti Alþingi yfir ]því, að þar sem ástand það, sem skapazt hefði, gerði konungi ís- lands ókleift að fara með vald sitt, þá fæli það ríkisstjórninni að svo stöddu meðferð þess. Með sama hætti var því lýst yfir, að ísland tæki að öllu að sér með- ferð utanríkismála og landhelgis- gæzlu vegna þess, að Danmörk gæti ekki að svo stöddu rækt meðt'erð þeirra. Með þessum yfir lýsingum var lýst þeirri stað- reynd, að atburðarásin hafði án ailrar íhlutunar Islendinga og þrátt fyrir fullan vilja Dana gert þeim ómögulegt að gegna þeim skyldum, er á þeim hvíldu sam- kvæmt sambandslögunum frá 1918. Rökin fyrir íhlutun Dana um meðferð íslenzkra mála höfðu verið þau, að hún veitti okkur aukið öryggi. Þegar mest á reið Þjóðstjórnin á fundi i stjórnarráðinu. — Talið frá vinstri: Eysteinn Jónsson, viðskiptamálaráð- herra. Jakob Möller, f jármálaráð herra, Hermann Jónasson, forsæt isráðherra, Stefán Jóhann Stef- ánsson, félagsmálaráðherra og Ólafur Thors, atvinnumálaráðhe rra- REYKJAVIKURBREF reyndist þetta vera þveröfugt. f>ar með var dauðadómurinn kveðinn yfir sambandi landanna. Ettir það gat einungis verið um það að ræða, hvernig því yrði formlega slitið. Þetta átti ekkert skylt við óvild til Dana, sem við höfðum innilega samúð með, Iheldur spratt af okkar eigin sjálfsbjargarhvöt. Þess vegna er 10. apríl 1940 einn merkasti dag- ur í þjóðarsögu okkar. Ekkert blaðahna minnist þó 25 ára af- mælis hans í dag, laugardag 10. apríl 1965. Elías Þorsteins- son látinn Utför Elíasar Þorsteinssonar fór fram fyrir réttri viku. Með honum er horfinn einn áhrifa- mesti maður um þróun íslenzks atvinnulífs síðasta aldarfjórðung. Elías var óvenju yfirlætislaus maður, en fáir framkvæmda- menn fengu meira áorkað um hans daga. Ólafur Thors var stundum spurður að því, hvort Elías væri nægur skörungur til að vera æðsti forráðamaður jafn öflugs fyrirtækis og Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna. Ólaf- ur svaraði jafnan á sama veg, að betri forystumann gætu þessi miklu samtök ekki fengið. SH hefur öðru hverju sætt gagnrýni, en fram hjá því verður aldrei komist, að þar hafa verið unnin stórvirki, bæði með uppbygg- ingu hraðfrystiiðnaðarins á til- tölulega skömmum tíma og mark aðsöflun, oft við hin erfiðustu skilyrði. E.t.v. þarf þessi félags- skapur eins og annar að breyta um starfshætti með breyttum tímum, en samtakamátturinn hefur verið honum ómetanleg stoð, svo sem m.a. fiskiðjuver hans vestan hafs sýnir. Elías Þor- steinsson var frá upphafi forystu maðpr í þessari atvinnugrein. Hann þekkti hana og raunar alla aðra fiskverkun til hlítar. Hann var maður einbeittur en gjör- hugull og hélt ætíð með slíkri sanngirni á málum, að hann hlaut að vinna málstáð sínum samúð. Mestu andstæður 19. aldar? Um þessar mundir er tveggja tnestu stjórnmálamanna 4 síðari Laugard. 10. apríl 'hluta 19. aldar minnzt víða um heim. Otto von Bismarck átti 150 ára afmæli hinn 1. apríl og hinn 14. apríl nk. eru liðin rétt 100 ár frá því að Abraham Lincoln var skotinn til bana. Hann andaðist aðfaranótt hins 15. Margir þeirra, sem tii þessara manna hugsa og hafa eitthvað kynnt sér sögu þeirra, telja þá höfuðandstæður aldar sinnar. Bismarcks er minnzt sem járnkanzlarans, Lin- colns sem þess er gaf þrælunum frelsi. Bismarck var af æfagöml- um aðalsættum, jarðeigandi, sem umgekkst kónga og keisara áður en hann komst til æðstu valda, sem hann hafði í tæp 28 ár. Lincoln fæddist og ólst upp á sléttum Ameríku á meðan þar ríkti enn ósvikinn landnámsandi, stundaði viðarhögg í æsku og lítt arðvænleg málfærslumanns- störf 1 útbyggðum Ameríku á manndómsárum sínum. Að lok- um hlaut hann þó einnig æðstu völd í landi sínu, en gegndi þeim einungis um fimm ára skeið. Þá féll hann fyrir morðingjahendi eftir að hafa unnið sér ágætari orðstír en nokkur annar forseti Ba nda rí k j a n na. Ekki eins ólíkir oj* ætla mætti Bismarck andaðist að vísu í hárri elli, en völdunum var hann sviptur af þeim, sem sizt skyldi og mest átti honum að þakka, sonarsyni þess, er hann hafði gert að keisara Þýzkalands. Báð- ir fehgu þeir því, Bismarck og Lincoln, að reyna vanþakklæti heimsins. En líkingin þeirra í milli er raunar miklu meiri en sú ein. Bismarck sameinaði Þýzkaland úr ótal smáríkjum, Lincoln hindraði að Bandaríkin liðuðust í sundur. Þessi ríkja- sameining var höfuðafrek beggja, og báðir þurft.u að beita valdi til þess að ná takmarki sínu. Bis- marck varð frægur, eða réttara sagt alræmdur, af því, að hann 3agði skömmu eftir að hann tók við völdum, að vandamál sam- tíðarinnar yrðu ekki leyst nema með „blóði og járni“. Þegar hann mælti þessi orð, hafði hann sjálf- ur ekki tekið þátt í neinni styrj- öld, en þá stóð borgarastyrjöldin í Bandaríkjunum sem hæst. Þar beitti Lincoln einmitt þeirri að- ferð, sem Bismarck lýsti með orðum sínum. Borgarastyrjöldin £ Bandaríkjunum stóð í hér um bil fjögur ár og skildi eftir sár, sem enn eru ekki gróin til fulls. Svipað má raunar segja um her- farir þær, sem Bismarck þurfti að heyja, til þess að koma sam- einingu Þýzkalands fram. Saman lagt stóðu þær þó einungis skamma hríð miðað við styrjöld- ina í Bandaríkjunum og hafa alveg. bliknað miðað við þau ó- sköp, sem yfir Evrópu hafa síðan gengið. Báðir urðu að beita valdi Auðvitað er sannleikurinn sá, að báðir beittu valdi einungis af ihri nauðsyn. Allir gera sér nú ljóst, að Þýzkaland hefði ekki verið sameinað nema eftir svip- aðri leið og Bismarck fór, og Bandaríkin hefðu sundrazt, ef Lincoln hefði ekki haft kjark til að kúga til hlýðni þá, sem burtu vildu brjótast. Hér virðist því ekki ýkja mikill efnismunur á. Hreinskilni Bismarcks, er hann berum orðum lýsti þeim ráðum, sem hann ætlaði að beita, hefur verið lögð honum til lasts. Og þá hafa ekki síður ófrægt hann þeir, er höfðu hag af sundrung og nið- urlæging Þýzkalands, með svip- uðum hætti og sumir Suðurríkja- menn Bandaríkjamanna telja enn Lincoln vera hinn mesta skaðræðismann. Þrátt fyrir mis- jafna dóma verða þessir menn tvímælalaust báðir taldir meðal fremstu og þó öllu heldur fremstu stjórnmálamenn sinna tíma. Báðir unnu stórvirki — að vísu með valdbeitingum, sem eng inn getur út af fyrir sig talið æskilega en varð ekki umflúin, ef háleitu marki átti að ná. Eftir að þeir höfðu náð því, sem þeir töldu mestu máli skipta, þá kunnu báðir sér hóf. Sonur síns tíma Bismarck átti ætíð við að etja í eigin flokki öfgamenn, sem vildu ganga milli bols og höfuðs á andstæðingunum. Því snerist hann oftast öfluglega á móti. Eng inn skyldi ætla, að það væri til- viljunin ein, að þau verk hans hafa staðið lengst þar sem hóf- semi hans fékk bezt notið sín. Allir líkjast meira eða minna því umhverfi, sem þeir lifa í og eru vaxnir upp úr. Fyrir einni öld var frelsi og lýðræði víðast hvar í mun minni metum en pú og bjátar þó enn víða á. Ýmsir, sem valdbeiting Bismarcks bitn- aði harðast á, voru honum engu betri. Svo var vissulega bæði um Franz Jósef Austurríkiskeisara og Napóleon III Frakklandskeis- ara. En Danir, sem Bismarck hrifsaði Slésvík-Holstetaland frá í stríðinu 1864? Ekki voru þeir þó yfirgangsþjóð! Svo hafa Danir talið sjálfum sér trú um og kennt okkur og öðrum, er á þá hafa hlustað. Fyrir jólin 1963 gaf Berlingske Tidende út fróðlega minningabók eftir undirforingja H. P. Henriksen að nafni, sem m.a. er byggð á bréfum hans úr stríðinu 1864. Þar segir hann m.a. í bréfi frá 27. febrúar 1864: „Fyrir nokkrum dögum feng- um við heilan hóp af gömlum Slésvíkingum inn í herflokk okk ar. Þessir óþokkar strjúka til Þjóðverjanna strax og þeir sjá sér færi á, hvort heldur þeir eru •á verði eða í bardaga. (Þetta á auðvitað ekki við þá nærri alla); en talað er um, að við eigum að losna við þá aftur, og það er gott, því að þeim er ekki hægt að treysta“, Þessi fáorða lýsing sannar, svo að ekki verður um villzt, að margir þeirra, sem með Dönum voru neyddir að berjast, voru í raun og veru á móti þeim. Það voru menn af þýzku þjóðerni, er töldu sig sæta kúgun með því að vera undir danskri stjórn. Þetta ættum við Islendingar því frem- ur að skilja sem við háðum sjálf- ir okkar frelsisbaráttu um þess- ar mundir og fullyrt er, að danska stjórnin hafi þá boðið Þjóðverjum ísland í skiptum til þess að fá að halda Slésvík-Hol- setalandi, að öllu eða nokkru. Löngum hefur sannazt, að sjaldan veldur einn þá tveir deila. „Beztu eftirmæli sjálfs hansu Óneitanlega geðjast okkur þó mun betur að Lincoln. Hefni- girni var ekki til í huga hans og ást hans á lýðræði og frelsi verð- ur ekki véféngd. Rúmum mán- uði áður en hann var myrtur, var hann í annað sinn settur inn í forsetaembættið, og segir svo frá því í Skírni, Tíðindum Hins íslenzka bókamenntafélags frá 1865: „4. dag marzmán. vann Lin- coln á ný eið að lögunum. Avarp hans til þingsins og þjóðarinnar má í alla staði kalla hin beztu eftirmæli sjálfs hans. Hann sýndi fram á hvernig stríðið, er allir skirrðust í fyrstu, hefði magnazt um allra vonir fram, en það væri þó eigi furða, er Suðurríkin hefðu svo búið um sinn hag og hagsmuni, að þeir voru samfelid- ir þrælaeigninni. Áttundi partur íbúa sambandsins hefði verið þrælar, þá er stríðið býrjaði. Suðurbúar hefði viljað auka þá tölu, til þess um leið að geta eflt hagsmuni sína, en til þess að fiá því framgengt hefði þeir viljað sundra sambandinu. „Vér héldum hvorir um sig,“ segir hann, „að sigurinn mundi auðunnari, og það mundi aldrei koma að þeim stórræðum, er orðin eru. Hvoru- tveggju lesa eð sama guðs orð heilagrar ritningar og senda bæu ir sínar upp til e;is sama guðs. Það má að sönnu kalla furðan- legt, að maðurinn skuli ákalla hinn réttláta guð sér til aðstoðar, að hann megi gjöra sér að mun- um sveita bróður sins undir þrælsoki. En vér megum eigi dæma, að vér eigi verði sj'álfir dæmdir!" Þá segir hann það vott um réttlæti drottins, er hann hefði vitjað svo hvorratveggju, Suðurbúa og Norðurbúa, sökum þess hneykslis, er þrælkunin væri, og síðar þetta: „Vér vonum og biðjum af hug og hjarta, að styrjöldinni megi af létta, en sé það guðs vilji að hún haldist, unz allur sá auður er eyddur og horf inn, er safnað hefur verið í 259 ár með k^uplausri vinnu enna ánauðugu, unz hver blóðdropi er komíð hefur undan svipuhöggun- um er goldinn með öðrum, er renna úr sverðsundum -s- skul- um vér samt sem áður játa, að vegir drottins eru vegir sann- leika og réttlætis.“ Að endingu hvetur hann til að leiða það til lykta, er byrjað væri, „að binda um sár þjóðarinnar," annast munaðarleysingja enna föllnu og gæta réttlætis og friðar innan- lands og við allar þjóðir.’ „Með óvild til einskis46 Af þessum hundrað ára gamla Skirni er auðsætt, að menn hafa þá þegar skilið, að innsetningar- ræða Lincolns var frábær. Er sízt orðum aukið, að sú ræða, ásamt Gettysborgarávarpi hans, sem flutt var 1863,- eru með beztu ræðum, sem nokkru sinni hafa haldnar verið. Því einkennilegra er, að höfundur Skírnisfrásagn- arinnar drepur aðeins stuttlega á síðasta kafla hinnar frægu ræðu, einmitt þann kaflann, sem mesta frægð hefur hlotið. E.t.v. er skýringin sú sama og hjá Thorolf Smith í bók hans um Abraham Lincoln, þar sem hann segist verða að birta þessa kafla á frummólinu, væntanlega vegna þess að þeir hljóti að missa svo mikils í við þýðingu. Síðasti kaflinn hljóðar svo á ensku: • „With malice toward none; with charity for all; with firm- ness in the right, as God gives us to see the right, let us strive on to finish the work we are in; to bind up the nations wounds; to care for him who shall have borne the battle and for his widow, and his orphan — to do all which may achieve and cherish a just and lasting peace among ourselves, and with all nations". Þó að þýðingin sé erfið má lauslega hafa hana svo;. „Látum oss leitast við að Ijúka því verki, sem vér höfum tekizt á hendur, án þess að bera í huga óvild til nokkurs, en með góð- vild til allra, öruggir í því að gera rétt á þann veg, sem guð gefur oss að sjá hið rétta, að binda um sár þjóðarinnar, að annast um þann, sem staðið hef- ur í bardaganum og sjá fyrir ekkju hans bg þeim, sem hann hefur látið eftir sig munaðar- lausa — að gera allt, sem við getum til að ná og halda við rétt- látum og varanlegum friði á meðal sjálfra vor og allra þjóða". Engum getur blandast hugur um, af hverjum Lincoln lærði þennan boðskap. Því miður lifði hann ekki nógu lengi til að koma þeim í framkvæmd, því að fáum vikum síðar, á sjálfan föstudaginn langa, var Lincoln myrtur af leikara, sem hrópaði, er hann hafði lokið ódæðisverki sínu: „Sic semper, tyrannis“ —- þannig fer ætið fyrir harðstjór- unum!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.