Morgunblaðið - 21.04.1965, Page 19

Morgunblaðið - 21.04.1965, Page 19
Miðvikudagur 21. apríl 1965 MORGU N BLAÐIÐ 19 Guðmundur Haukur BR við nokikrir bekkjarbræður úr ÍM.R. vorum að spranga um fjöll og firnindi í nágrenni Langjök- ul'S nú á öndverðum vetri, hefði okkur þótt það jnik.il býsn, ef okkur hefði verið tjáð, að í lok vetrar félli einn úr hópnum í val- inn. En tiltektir dauðans eru stundum harla kynlegar, og oft virðist hann slæma ljá sínum, þar eem sízt sikyldi. Og ekki höfðu hinir fyrstu smáfuglar tekið að þylja kvæðarugl sitt í vetrarauð- tim görðum og tilveran yfirleitt að glæðast lífi, en manni bárust þær hörmungarfréttir að Guð- mundur H. Guðnason væri allur. Ekki er nokkur von til þess að dragá upp heillegar minningar nin Guðmund eins og eitthvað, sem tekið er að hjúpast blámóðu tímans, því að áhrif hans og andi liggja raunar enn í loftinu, enda tæpast unnt að trúa því, að hann eé horfinn á braut. Guðmundur var fæddur 28. imarz 1943 sonur þeirra Petru Pétursdóttur og Guðna Kr. Guð- mundssonar, en hann lézt fyrir nokkrum árum. Kynni mín af Guðmundi hófust, er við lentum i sama bekk í M.R. fyrir tæpum 4 árum. Guðmundur var fremur fálátur dagfarsleiga og fór sínar eigin slóðir, en í hópi vina og fcunningja var hann hrókur alls fagnaðar og sagði þá svo snilldar- lega frá, að undrun sætti. Var hann raunar mesti mælskumaður og gæddur ríkri frásagnargáfu og átti jafnvel til að ávarpa menn með mjög forneskjulagu tungu- taki, svo að ekki var laust við, að sumir, sem lítt þekktu hann, yrðu flemtri slegnir. Frásagnar- gáfan ásamt ágætis húmor gerði það að verkum, að hann átti auð- vellt með að semja bráðskemmti- legustu ritgerðir og var hann oft svo fljótur að því, að furðu gegndi. Ekki er langt síðan ég las ritsmíð eftir hann, óhemju fyndna, sem fjallaði um skemmt- analif manna fyrr á öldum og nú á tímum. Ritigerðina sauð hann saman á örskömmum tíma að talsverðu leyti í frímínútum. Guðmundur var með afbrigð- um góður tungumálamaður og tók hann hvað mestu ástfóstri við enska tungu. Hafði hann afl- að sér svo mikillar þekkingar og orðgnóttar' á því máli, að helzt inátti líkja honum við lifandi orðabók, enda var honum veitt viðurkenning fyrir enskukunn- áttu sína á stúdentsprófi sl. vor og er óhætt að fullyrða, að sú við- urkenning hafi komið í réttan stað. Mér eru ákaflega minnis- stæðir orðalistar ýmsir og klaus- ur á ensku, sem Guðmundur samdi oft í tímum og sendi um bek'kinn mönnum til hrellingar. Hristi hann þær fram úr erminni löng og margslungin orð og pistla svo snúna, að okkur hinum minni spámönnum í ensku lá við að svima. Skapferli Guðmundar var þannig farið, að fengi hann mik- inn áhuga á einhverri sérstakri grein, lagði hann sig svo fram við námið, að hann hlaut að skara fram úr, en skeytti síður þeim greinum, sem voru honum hvim- leiðar. Sýnir þetta vel, hve heill og óskiptur Guðmundur var í hvívetna, en óheilindi og vingl voru honum framandi. Á þessum tímum sérhæfingar eru menn, sem sameina andlega og líkamlega kosti og hæfileika, fágætar undantekningar og var Guðmundur slík undantekning. Auk ágætra námshæfileika var hann heljarmenni að burðum og hinn harðskeytasti sundmaður. Keppti hann iðulega í sundi ým- ist fyrir skólann eða fyrir félag sitt K.R. f haust hóf Guðmundur nám í ensku við Háskóla íslands, en skömmu eftir áramót fékk hann starf sem gtundakennari við Voigaskólann í Reykjavík og fcenndi þar jafnhliða náminu. Efa ég ekki, að hann hafi reynzt í því starfi svo skýr sem hann var í hugsun og ákveðinn í at- höfnum. Það hlýtur að vera sérstaklega Minning sárt smáu þjóðfélagi að missa sína mestu atgervismenn á unga aldri og við sem kynntumst Guð- mundi Guðnasyni, skynjum, að nú er skarð fyrir skildi og það skarð er vandfyllt. Við bekkjar- bræður Guðmundar vottum móð- ur hans, systkinum og ættingjum öllum, okkar dýpstu samúð. G.K. Fæddur 28. marz 1943. Dáinn 12. apríl 1965. ÉG var harmi lostinn, er mér var tilkynnt lát vinar míns og fyrr- verandi skólabróðurs Guðmundar Hauks Guðnasonar. Kom mér þá í hug þetta gamla spakmæli: Þeir sem guðirnir elska, deyja ungir, og var það mér hugarsvölun í þeim harmi er gagntók mig. Hann var unigur og efnilegur piltur í blóma lífsins, og lífið virtist blasa svo undur- samfega bjart móti honum. En svo er hann allt í einu hrifinn burtu af sjónarsviðinu. Þetta eru grimm örlög, sem erfitt er að sætta sig við. Guðmundur, eins og hann var alltaf kallaður, var fæddur 28. marz 1943, og var því rúmlega 22 ára gamall er hann andaðist. Kynni mín af honum voru fyrst í Reykholtsskóla veturinn 1958-59 Oig hafa þau haldizt æ síðan, en þó einkum hin síðari ár. Guð- mimdur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum £ Reyk j a vík síðastliðið vor, með 1. einkunn. í haust settist hann í Háskóla íslands og stundaði þar nám í ensku og fröns'ku og sóttist hon- um námið vel, enda frábær mála- maður. Hann var í hópi okkar beztu sundmanna og mun það K.R. mik i'll skaði, að missa svo góðan og elskulegan mann úr hópi sínum. Þótt við værum ekki í sama sund- félagi, var það ekki til að skyggja á okkar góðu vináttu, sem milli okkar var. Hann var vinur vina sinna og allt, er hann sagði stóð eins og stafur á bók, og alltaf var hann boðinn og búinn til að rétta þeim hjálparhönd er til hans leit- uðu. Stuttu og flekklausu lífi er lok- ið og þínar björtu vonir horfn- ar, einu góðu mannefni færra, björt minning vakinn, sem aldrei gleymist þeim sem honum kynnt- ust. Ollum ástvinum þínum votta ég mína dýpstu samúð, og bið guð að styrkja þá og blessa. Vertu sæll minn bezti vinur, guð varðveiti þig. Sæmundur Sigursteinsson. Fæddur 28. marz 1943. Dáinn 12. apríl 1965. Kveðja frá vinnufélögum í Skálholti. VIÐ helfregnina setur mann 'hljóðan, og því fremur sem um er að ræða ungan mann og góð- an vin. Þannig varð okkur vinnu félögunum við, er við fréttum, að Guðmundur Haukur Guðnason væri horfinn af landi lifenda. Hann var einn af þeim ungu mönnum, sem óhætt var að binda miklar vonir við, afreksmaður í námi, dugmikill tií vinnu. Hann Guðnason 75 ára: 7rú Pálína Þorfinnsdóttir var ósvikinn íslenzkur sveitapilt- ur og náttúrubarn. Við, sem viljum minnast hans með þessu litla greinarkorni, kynntumst Guðmundi heitnum, er hann að loknu stúdentsprófi byrjaði að vinna með okkur að byggingu sumarbúðanna í Skál- holti síðastliðið sumar. Hann kom okkur fyrst fyrir sjónir sem ljós- hært þrekmenni, ákveðinn en dul ur um eigin hag. Munaði strax mikið um hann til verka. Hann samlagaðist fljótt hópnum, sem fyrir var á staðnum. Ekki mátti þó kalla það skyldu hans, eins og okkar hinna, að sækja hinar dag- legu bænastundir okkar í dóm- kirkjunni. Samt sem áður tók hann þátt í þeim af einlægni. Af mörgum þessara stunda áttum við dýrlégar minningar,' sem seint munu fyrnast. Þegar menn eru langdvölum saman á einum stað og vinna að verkefnum, sem öllum er umhug- að um að leysa sem bezt af 'hendi, mótast hópurinn á sérstæð an hátt. Hver einstaklingur legg- ur til sinn þátt í myndina. Þátt, sem gerir myndina ríkari að blæ- brigðum. Og það magum við með sanni segja, að með hvarfi Guð- mundar heitins úr hópi Skálholts sveina 1964, hefur einn mikilvæg- ur þáttur í myndinni brostið. Hann var nógu rikur til að sikilja eftir afmáanlega mynd í vitund okkar, sem vorum honum sam- tíða þetta sumar. Og nú er hann genginn. Efcki höldum við, að hann vilji láta hafa miklar harmatölur yfir sér látnum. En eitt höfum við þó handa honum: herbergi í höll endurminninga okkar, þar sem mynd hans er sveipuð umgjörð Skál'holtsstaðar í sumardýrð. Og við viljum vona, að síðar fáum við að sjá hann í annarri dýrð og meiri, þegar við mætum frels aranum, sem allt hefur gefið okk ur af óverðskuldaðri náð. . Vinnufélagar í Skálholti sumarið 1964. Afli Akranes- báfa um páskana AKRANESI, 20. apríl. — 116 tonn var afli miðvikudag og skírdag. Aðeins 3 bátar reru hér á skírdag. Flestallir bátar héðan voru á sjó laugardaginn fyrir páska Heildaraflinn þá var 100 tonn. Aflahæstur var Sólfari með 29,7 tonn. Jafnóðum og þeir lönduðu var fiskurinn lagður í ís og geymdur þannig til morguns 2. páskadag. Á 2. páskadag reru flestallir bátar héðan og öfluðu á þriðja hundrað tonn. Á þorska- netunum var aflinn 4—13 tonn á bát. Höfrungur III. fiskaði 30 tonn og Sigrún 14 tonn, báðir í þorskanót. Ms. Katla lestaði hér í gær- kvöldi og í morgun hrogn. — Oddur. ÞEGAR merkilegum aldurs áfanga er náð á lífsferli manna, kemur í ljós að það er ekki ald- urinn ein, sem máli skiptir, held- ur hvað eftir manninn liggur og þá ekki hvað sízt það, er orðið hefur þjóðfélaginu til nokkurs gagns og framfara. Þessar hugleiðingar komu fram í huga þess, er þetta ritar þegar minnast skal 75 ára .af- mælis frú Pálínu Þo'rfinnsdóttur, Urðarstíg 10, hér í borg, en hún náði þessum aldri á páskadaginn 18. þ. m. Fyrir rúmlega 50 árum var Reykjavík bær upp á rúmlega 13000 íbúa, atvinna stopul og skipulagning verkalýðsmálanna á frumstigi. Þá er það að verka- konur stofna Verkakvennafélag- ið Framsókn haustið 1914. Meðal stofnenda var frú Pálína Þor- finnsdóttir, ung að árum en með eldmóð hugsjóna og réttlætis- kenndar fyrir bættum kjörum verkakvenna. Vinnudagurinn var langur og erfiður og eril söm heimilisstörf biðu þegar heim var komið að kvöldi. En frítíminn var notaður til að vinna að áhugamálunum og að uppbyggingu félagsins, með þeirri atorku og stefnufestu, sem konum er svo lagið þegar þær hafa ákveðið að hrinda málunum í framkvæmd. Frú Pálína hefur unnið sleitu- laust og ávallt verið endurkos- in í varastjórn Verkakvennafé- lagsins Framsóknar frá stofnun þess. Á sl. hausti var hún gerð að heiðursfélaga á 50 ára afmæli félagsins. Sá er þetta ritar kynntist frú Pálínu fyrir 15 árum, er hún var kjörin í Safnaðarstjórn Frí- kirkjunnar í Reykjavík. Kom þá fljótt í Ijós að hjá henni fóru saman mannkostir og samvinnu- þíðni, enda hefur hún verið end- urkjörin í safnaðarstjórnina ávalt síðan. Hún er hrein og bein — Gulífoss Framhald af bls. 17 um prýdd og gluggar verzlana skreyttir til heiðurs skipinu. Lúðrasveit lék á Steins- bryggju, verzlunum og skól- um var lokað. Eftir hátíðina hér í Reykjavík hélt skipið til Hafnarfjarðar og síðan á Vest firði til ísafjarðar. Hvarvetna var því fagnað af mikilli gleði, fjöldi heillaskeyta bár- ust og mörg kvæði voru ort til vegsemdar hinu nýja skipi. Nú eru liðin 50 ár frá komu fyrsta skips íslendinga. Margt hefir breytzt og stórstígar framfarir hafa orðið í sam- göngumálum þjóðarinnar. Eim skipafélagið hefir vaxið og dafnað. Það er von og ósk Morgunblaðsins að félagið haldi áfram að halda hátt merki sínu og bjóða velkomin mörg skip, sem jafnan fylgi gifta landsins frá höfn til hafn ar og frá hafi til hafs. og kemur til dyranna eins og hún er klædd. Setti trú og mannúð- armál öllu ofar og fylgdi fram- kvæmdum þeirra mála fast eftir með óeigingjarnri vinnu og dugn aði. Kom það ekki hvað sízt fram, þegar um fjársafnanir var að ræða í þágu fegrunar kirkj- unnar og annara framfaramála safnaðarins. Þar standa fáir henni á sporði. Auk þessa hefur frú Pálína starfað af sama dugnaði í fjöldá félagasamtaka, í Kvenfélagi Frí- kirfcjusafnaðarins í meira en ára tug og Kvenfélagi Alþýðuflokks- ins, svo nokkur séu nefnd. StarJ hennar fyrir Hallgrímskirkju í fjársöfnun og fleiru er viður- kennt af þeim er til þekkja. Það er furðulegt hvað hægt er að af- kasta miklu þegar tekið er tillit til þess, að öll eru störfin unnin utan vinnutíma og heimilis- verka. Frú Pálína ber aldurinn vel, þrátt fyrir veikindi undanfarna mánuði, enda dvelur hún nú í heilsuhæli N.F.L.Í. í Hveragerði. Á þessum merkisdegi sendir safnaðarstjórnin, fyrir hönd alls Fríkirkjusafnaðarins í Reykja- vík, frú Pálínu hjartanlegar árn- aðaróskir um fljótan bata og aft- urkomu til starfa. Það er einlæg ósk og von, að þau verðmæti, sem myndazt hafa úr óeigingjörnum og dyggilega unnum störfum, veiti henni þá ánægju og uppfyllingu, sem er einasta veganestið er við getum tekið með okkur að leiðarlok- um. Magnús J. Brynjólfsson. íbúðir óskasf Höfum kaupenidur að 4ra, 5 og 6 herb. íbúðum. Einnig rað- húsum og einbýlisliúsum. — Háar útborganir. FASTEIGNASALA Vonarstræti 4 (VR-húsinu) Sími 19672. Heimasími sölumanns 16132. YILHJÁLMUR ÁRNASON hrl TÓMAS ÁRNASON hdL LÖGFRÆÐISKRIFSTOFA Ihnaharfaankahúsinu. Simar Z4G3S og 1G3Q7 Ingi Ingimundarson hæstaréttarlögir.aðui Klapparstíg 26 IV hæð Hœlonsloppar Vegna mikilla breytinga í báðum verzlununum seljum við okkar vinsælu kvensloppa úr prjónanæloni á sérstöku niðursettu verði. Komið strax því þetta tilboð stendur aðeins í nokkra daga. Verð aðeíns kr. 198— ATH.: Þetta verð býðst aðeins í nokkra daga. Lækjargötu 4 — Miklatorgi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.