Morgunblaðið - 21.04.1965, Page 31

Morgunblaðið - 21.04.1965, Page 31
Miðvikudagur 21. aprfl 1935 MORCUNBLAÐiÐ 31 Talsvert berst að af togarafiski AFLI virðist heldur vera að glæðast hjá togurum. Um helg- ina hafa nokkrir togarar komið itieð afla inn til Reykjavíkur og var verið að landa úr þeim. Ing- ólfur Arnarson kom á laugar- dag með 195 tonn frá Austur- Grænlandsmiðum og Marz kom ó páskadag með rúm 200 tonn. Var í gær unnið að því að landa úr honum. Þá beið Þorkell máni og átti að byrja að landa úr hon- um 230 tonnum í morgun. Hafði hann þá beðið í 2 sólarhringa. Hallgrímur í Togaraafgreiðsl- unni sagði að biðin stafaði af því að ekki væri nógur mann- skapur til að vinna að löndun þegar margir togarar koma inn í einu og í ýmsu fleiru er að snúast. Menn vilja líka síður vinna að löndun en öðru, því það þykir hlífðarfatafrek vinna og heldur leiðinleg. Ef um veru- legar landanir úr togurunum væri að ræða, mundi brátt horfa til vandræða með það. Þormóður goði er væntanleg- ur á föstudag með afla, ekki vit- að hve mikið. Og Sigurður kem- ur frá Nýfundnalandsmiðum með um 400 tonn á sunnudag eða I mánudag. Svo talsvert berst nú I að af togarafiski. — Skákþingið Framhald af bls. 32 félagi Menntaskólans og þar stendur reyndar yfir mót núna, en ég gat ekki tekið þátt í því vegna skákþingsins. — Mér fannst skákþingið allerfitt og var ég einkum orðinn þreyttur undir lokin. — Það er enn óráðið um minn skákferil í framtíðinni, því ég hugsa fyrst og fremst um að Ijúka námi í mennta- skólanum. En ég held sjálf- sagt áfram að tefla og stúdera skákblöð, bæði erlend og inn lend eins og ég hef gert hing- að til. Annars fer það sjálf- sagt eftir því, hverslu mikinn tíma ég hef aflögu þegar ég er búinn að lesa lexíurnar. — Það er enginn sérstak- ur skáksnillingur, sem ég hef tekið mér til fyrirmyndar. Þeir eru svo margir góðir, en ég hef mikið dálæti á Friðrik Ólafssyni, sem teflir mjög skemmtilega. — Núna verður vist ekki mikið um tafl, því prófin fara að byrja, sagði Guð- mundur Sigurjónsson. Lærði mannganginn 8 ára gaimall Yngsti þátttakandinn á skákþinginu var 16 ára piltur, Haukur Angantýsson, sem er nemandi í 3. bekk MR. Hann varð í 3. sæti ágamt 3 öðrum og munu þeir tefla sérstak- lega um réttindi til að keppa í landsliðsflokki. Haukur sagði Morgunblað- inu í gær, að hann hefði verið 8 ára að aldri, þegar hann lærði mannganginn og hefði hann upp úr því farið að kynna sér skák nánar og stúd era hana. Hann er Keflvíkingur, en býr nú í Reykjavík hjá for- eldrum sínum, þeim Arina Ibsen og Angantý Guðmunds- syni. Haukur kvaðst hafa teflt innan Taflfélags Keflavíkur og síðan í 1. flokki innan Taflfélags Reykjavíkur og komist þar í meistaraflokk ár ið 1961 og tekið þátt í flest- um mótum félagsins. Hefði sér verið boðin þátttaka nú ó Skáklþingi íslands. Að lokum sagði Haukur, að mótið nú væri það sterkasta, sem hann hefði tekið þátt í, einkum hefðu yngri skák- mennirnir reynzt erfiðir. „Nú ætla ég að fara að lesa undir próf og ætla mér í stærðfræðideild, ef vel geng ur“, sagði hann. Hinn slasaðl fluttur upp úr lest FJallfoss. Til vinstri sést hlerinn sem á hann féll. (Ljósm. Mbl.: Sv. Þ.) Verkamaður ÞAÐ SLYS varð unj borð i F'.illfossi á skírdag, að lúguhleri féll niðut á verkamann um sex- tugt sem var við vinnu í lest skipsins. Maðurinn, sem heitir Þorsteinn Sveinsson, Kirkju- stræti 2, var flujtur í sjúkrahús og er mikið slasaður. Slys þetta gerðist um kl. 14.25 á skírdag. Orsakir þess voru þær, áð vírkrækjur slitnuðu úr þung um lúguhlera úr stáii, og féll Ihlerinn niður . í lest skipsins. Lenti hlerinn á Þorsteini, sem slasast hentist ti.T og festist undir hin- um þunga stálhlera. Fljótlega tókst að losa hlerann af Þorsteini og var hann fluttur í skyndi á Slysavarðstofuna og þaðan í sjúkrahús, þar sem hann liggur enn. Við rannsókn kom í ljós, að Þorsteinn hafði viðbeinsbrotn að og lærbrotnað, auk þess sem hann hlaut áverka á höfði, sem ekki er vitáð hversu alvarlegur er. | Virkrækjur þær, sem notaðar voru, slitnuðu vegna þess hversu ryðbrunnar þœr voru. '> Hafís á Eskifirði. ís frá Norðurlandi langt norður í íshaf Gfærl fil McrðurSíitids að cLiistari og vestan ÓFÆRT virtist bæði Langanes- megin og fyrir Horn til Norður- landsins vegna ísbreiðunnar, er flugvél landhelgisgæzlunnar fór ísflug á 2. páskadag. Virðist ís- inn mjög út af Húnaflóa og fyr- ir Skaga og er þar illfært skip- um, en víðast annars staðar er fært með landinu fyrir norður- landi. ísbreiðan liggur síðan alla leið norður til ísjakans Arlis II við Grænlandsströnd, að því er flugmenn af Keflavíkurflugvelli hafa séð. Landhelgisflugvélin sá þéttan ís út af Þistilfirði og var hann að leggjast að einnig sunnan megin Langaness og ófært norð- ur fyrir Horn. Ennfremur lá ís upp að Digranesi, en autt var með landi þaðan og suður úr. Sjálf ístungan teygði sig svo út á haf allt suður á móts við Hval- bak, en lítið var í henni syðst. Við sjálft Horn vestan megin virtist fært, en ekki austur af Horni. Mikill is var í gær á Húnaflóa, inn Miðfjörð og Hrútafjörð. — Fréttaritarar blaðsins á Blöndu- ósi og Hvammstanga símuðu eftir farandi isfréttir: Miðfjörður fullur af ís HVAMMSTANGA, 20. apríl. — Miðfjörður er nú fullur af hafís og svo langt sem séð verður. ís- inn rak hér inn fyrir rúmri viku og er nú alveg samfrosinn bakka á milli. Stillt og bjart veður hefur verið undanfarið, en í dag er þiðviðri. Mikill hafís er einnig inni á Hrútafirði. Snjólaust má heita í Vestur- Húnavatnssýslu og því vel fært um allar sveitir. Inflúensufaraldur sá sem geng- ið hefur að undanförnu virðist vera frekar í rénun. — S.T. - Iþrótfir Framhald af bls. 30 Jóna Jónsdóttir ísaf. 77.96 Karólína Guðmundsd. Ak. 78.84 Svig karla Kristinn Ben. fs. 99.31 sek. Hafsteinp Sigurðss. ís. 102.99 Svanberg Þórðarson Ól. 103.76 Björn Olsen Sigluf. 104.40 Hjálmar Stefánsson Sigluf. 111.10 Jóhann Vilbergsson Sigluf. 111.96 Alpatvíkeppni karla Kristinn Benediktss. ís. 0 stig Svanberg Þórðarson Ól. 44.20 Hafsteinn Sigurðsson ís. 64.82 Jóhann Vilbergsson Sigluf. 80.82 Alpatvíkeppni kvenna Árdís Þórðardóttir Sigluf. 0 stig Jóna Jónsdóttir ísafirði 181.72 Hrafnhildur Helgad. Rvík 207.14 Boðganga Siglufjörður 3.15.14 klst. ísafjörður 3.18.13 klst. Fljótamenn 3.19.56 klst. Skíðastökk Ljósm.: Axel Tulinius. Frýs milli jakanna BLÖNDUÓSI, 20. apríl. — Síð- an í lok marz hefur hafís verið mjög nærri landi úti fyrir Blöndu ósi. Fram í miðjan apríl var hann að mestu kyrrstæður og oftast landfastur við Þingeyrar- sand og Vatnsnes. Um bænadag- ana rak þann ís norður með Skaga, en á laugardaginn fylltist Húnaflói af ís, eins langt og séð varð frá Blönduósi, nema hvað mjó renna var auð við landið frá Ytri-Laxá inn að Húnaósi. í morgun var ísinn óbreytbur og sjórinn allagður milli isbrúac- innar og lands. í dag hefur verið SA-átt og þíðviðri. ísinn hefur færzt nokkuð frá, en sýnir þó ekki á sér verulegt fararsnið. Og ailtaf í frosti hefur ísinn lagt milli jakanna. Allstór borgarísjaki er strand- aður skammt frá landi móts við Vindhæli á Skagaströnd og gnæf- ir hann upp úr ísbreiðunni. Björn Ólafsson Ól. 213.0 stig Björnþór átti lengsta stöfck keppninnar, 38 m Sveinn Sveinsson Sigluf. 221.0 Geir Sigurjónsson Sigluf. 202.8 Haukur Freysteinsson Sigl. 195.2 Stökk unglinga, 17—19 ára Haukur Jónsson Sigl. 213.2 stig Sigurjón Erlendsson Sigl. 145.2 Norræn tvíkeppni Sveinn Sveinsson Sigl. 555.06 st. Sveinn var eini keppandinn Norræn tvíkeppni, 17—19 ára Haukur Jónsson Sigl. 277.2 stig Sigurjón Erlendsson Sigl. 177.8 30 km ganga Gunnar Guðmundss. Sigl. 1.31.69 Trausti Sveinss. Flj. 1.32.50 klst. Frímann Ásmundss. Flj. 1.35.40 Flokkasvig ísafjörður 448.16 sek. í sveit ísfirðinga voru Krist- inn Ben., Samúel Gústafsson, Árni Sigurðsson og Hafsteinn Sigurðsson. Siglufjörður 457.71 sek. Reykjavík 484.87 sek. B. B. Fólk fennti inni á Raufarhöfn Varð að brjótast upp um þakið RAUFARHÖFN, 16. apríl. Til Raufarhafnar hafa engin skip komið í meira en mánuð, vegna siglingaörðugleika, sem ís- inn veldur, en hann hefur legið hér fyrir höfninni og lokað henni, þótt dag og dag hafi verið fært fyrir Horn eða Langanes. Fyrir síðustu helgi var orðið svo til snjólaust hér um slóðir, og bílfært um flesta vegi. Nú um helgina byrjaði svo að snjóa, og var leiðinda veður suma dag- ana. í gær var svo komin vonzku stórhríð og kingdi niður óhemju snjó. Allir vegir eru ófærir út frá bænum, og ekkert farartæki nema þá helzt snjó'bíll, kemst lihér urn götumar, en því miður er hann ekki til á staðnum. Marg ir skaflarnir, serrr. komu í gær eru fjögra til fimm metra háir, og sumstaðar hafa hús hreinlega fennt í kaf og valdið íbúunum nokkrum erfiðleikum. Einna alvarlegast mun ástand- ið hafa verið í húsi Magnúsar Jónssonar en það er tveggja hæða steinhús og stendur í brefcku, og er sú hliðin, sem að brekkunni veit, nokkuð niður- grafin. í morgun er Magnús hugðist líta út, var fennt fyrir alla glugga á báðum hæðunum svo og báðar útgongudyrnar. Svo var snjórinn mikill og harður fyrir gluiggunum, að ekki var unt að opna þá og komast þar 1 út. Á þaki hússins var gluggi j og komst fólkið þar út og kom I þá í ljós að aðeins reykháfur- inn og smá blettur á þakinu kring um gluggann, stóð uppúr snjónum. Hitt var allt í kafi. Var nú safnað mönnum og far ; ið að moka frá dyrum og glugg- I um efri hæðarinnar, svó og þak- | inu, því nokkur hætta var á að | það brysti undan snjóþunganum. j Nokkurs loftleysis var farið að gæta, áður en þak glugginn var opnaður, en fólk sakaði þó ekki. Þess má að lokum geta að er snjónum hafði verið rutt að þak- inu, reyndist full seilingar hæð frá þakbrúninni upp á skafUrtn, þar sem hann var hæstur. Frá efri brúm skaflsins að jafnsléttu, götu megin við húsið mun vera a.m.k. átta metrar. — st. e. sig.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.