Morgunblaðið - 11.05.1965, Side 8

Morgunblaðið - 11.05.1965, Side 8
8 MORGUNBLADID Þriðjudagur 11. maí 1965 —Alþingi Framhald af bls. 1 l.úðvtk Jósefsson var fyrstur ræðumanna við útvarpsumræð- urnar í gærkvöldi og hóf mál sitt með því að geta þess a'ð mik- ió hefði verið að gera nú síðustu daga þingsins. Hefðu þá verið fyrir þinginu hvert sbórmáflið á fæt- ur öðru, sem lit ill tími hefði gef izt til að ræða til hlítar. Hvað hann ráðleysi hafa gætt í störf um þingsins fyrr 1 vetur, sem kenna mætti ríkisstjórninni. Benti á niður- skurð til opinberra framkvæmda efltir nýsamlþykkt fjárlög. Ekki væri ástandið glæsilagt Iðhaðurinn teldi sdg að þrotum kominn og sjávarútvegurinn á vonarvöl. Kæðumaður kvað þetta að kenna gróðahyggjustefnu rikis- stjórnarinnar, sem væri til handa einstökum gróðamönnum. Þessu veeri aðeins hægt að mæta með kröfum um launa'hækkun hins almenna launþega. Það væri fná- leitt áð neita að fram gæti farið launahækkun meðan hækkun yrði um 7—8% á útflluttum sjú- varafurðum. Þá ræddi Lúðvik stofnun al- uminverksmiðju á vegum erlends auðhrings, sem ætti að fá ótióf- lega lágt rafmagn tii reksturs og (eftirgjöf innflutningtBgjalda á vélum til verksmiðjunnar. Taldi Framhald af bls. 6 því að Guðmundur var farinn til Danmerkur fyrir örfáum dög- um. Guðmundur varð seinna undir skáldheitiniU Jón Trausti einn vinsælasti og afkastamesti rithöfundur landsine. Réðist Þórarinn sem háseti á róðrarbát sem ' gerður var út frá Brimnasi við Seyðisfjörð, en alls var þá róið á um eitt hundr- að bátskeljum frá firðinum. Kaupið var kr. 45 á mánuði auk flæðis og húsnæðis og var greitt með innskrift í reikning hjá kaupmanni á Seyðisfirði. Þegar róðrum lauk um haustið réði Þórarinn sig sem matvinn- ung hjá múrara á Seyðisfirði og vann hjá honum í hálft annað ár. í sama húsi og Þórarinn bjó var bókbandsvinnustofa Péturs Jóhannssonar og hjá honum nam Þórarinn bókbandsiðn í fristund- um sínum. Stundaði Þórarinn verzlunar- og veitingastörf hjá Stefláni Steinholt á Seyðisfirði í nokkur ár, en veiktist af berklaveiki, sem þá var mjög útbreidd hér á landi. Taldi Þórarinn, að skurðaðgerð Guðmundar Hannes sonar þáverandi héraðslæknis á Akureyri hafi bjargað lífi sínu, en Þórarinn var alla ævi bækl- aður á vinstri ökla eftir þessi veikindi og gekk við staí. ★ ★ ★ Haustið 1906 settist hann að á Húsavík og var þá aftur kominn á slóðir frænda og vina. Þar stundaði hann bókband, bóksölu, blaðaafgreiðslu, Ijósmyndun og fljölda trúnaðarstarfa, sem á hann hlóðust. Hann var deildarstjóri I stærstu deild Kaupfélags Þing- eyinga og jafnframt gæzlustjóri Kaupfélagsins, formaðxxr skatta- nefndar, í stjóm sparisjóðsins og sjúkrahússins, umboðsmaður Út- vegsbanka íslands í Þingeyjar- sýslu, umboðsmaður Brunabóta- félags Islands og Happdrættis Háskólans, fékkst við mála- færslustörf, formaður sóknar- nefndar og sáttanefndar, um- sjónarmaður og reikningshald- ari Síldarverksmiðju ríkisins á Húsavík og loks hreppstjóri í 39 ár, sá eini sem verið hefur á Húsavík. Þórarinn var maður grandvar í starfi og hinn áreiðanlegasti í öllum viðskiptum. Hann var vel að sér í íslenzkum bókmenntum og kunni góð skil á höfuðatvinnu yegum íslendinga. Hann var hann ráðstöfun þessa ólhyggilega og lítinn gróða verða af alumin- verksmiðju. Taldi hann xtök er- lendra aúðhringa hættuleg hér á landi og að fleiri myndu koma eftir þennan. Hann kvað nauð- syn að efla atvinnuvegi þá, sem fyrir væru í landinu með sam- starfi launastétta og ríkisvalds og að tryggja yrði sjálifstæði þjóð- arinnar bæði efnahagslegt og menningarlegt. Bjarni Benediktsson, forsætis- ráffherra, hóf ræðu sína með því að bjóða velkominn í stjórnarsess hinn nýja fjármálaráðherra Magnús Jónsson um leið og hann þakkaði fráfarandi ráðherra Gunnari Thoroddsen fyrir á- nægjulegt samstarf í ríkisstjórn og öll þau störf, er hann hefði unnið í þágu alþjóðar. Þá óskaði hann Karli Kristjánssyni, einum mikilsvirtasta stjórnarandstæð- ingi til hamingju með sjötugs- afmælið, er haxxn átti í gær. Þá gat forsætisráðherra þess að núv. stjórnarflokkar hefðu farið með stjórn í 5Vi ár og spurði hver væri dómur reynsl- unnar um þetta samstarf. Þá drap ráðherra á samanburð við fyrri skeið í stjórnmálasögu síðustu áratuga og þeirra miklu sveifla er verða á þjóðartekjum landsmanna vegna þess hve háð- ir atvinnuvegirnir eru veðurfari, aflabrögðum og verðlagi og því væri nauðsyn að fá stöðugri at- vinnuvegi, svo sem stefnt væri að með Búrfellsvirkjun og stór- iðju. Meðalvöxtur þjóðartekna hefði á árunum 1945-1960 verið 1,9% á mann, en 1961-64 6,1%. ættfróður, mannþekkjari mikill og manna ráðhollastur. Naut hann alla starfsævi sína trausts og virðingar þeirra, sem til hans þekktu, en það voru flestallir Þingeyingar og margt manna víðsvegar um land. Kemur manni í ihug, að ís- lenzka þjóðin hafi mikils missts við það, að Þórarinn skyldi ekki njóta s'kólamenntixnar á upp- vaxtarárxxjn sínum, því að þá hefði hann eflaust verið í for- ustuliði þjóðarinnar allrar, í stað þess að störf hans voru að mestu tengd við Húsavxk og Þingeyjarsýslur einar. í þróun Húsavíkur úr smá- þorpi í blómlegt bæjarfélag með 1800 íbúum átti hann sinn heilla- rika þátt, sem geymast mun í sögu þess staðar. Þórarinn var eindregin fylgis- maður landvarnarmanna og sjálf stæðis þjóðar og einstaklinga. Hann var svarinn andstæðingur hverskonar banna og hafta. Hann fagnaði mjög lýðveldis- stofnunni og því aukna við- skiptafrelsi, sem vér íslendingar njótum í vaxandi mæli eftir að breytt var um stefnu í við- skiptamálum fyrir fimm árum. Á dögum Þórarins Stefánsson- ar varð sú breyting á högum lands manna og þar á meðal á högum afkomenda Magnúsar Eiríksson- ar bryta á Hólum, forföður hans, sem hraktist þaðan norður á Langanesstrandir fyrir rúmum tveim öldum, að í stað allsharjafl örbirgðar eru lífskjör íslendinga nú sambærileg við kjör þeirra þjóða, sem bezt eru á vegi staddar. Þessi gjörbreyting til hins betra gladdi Þórarin innilega, þótt honum væri Ijóst að „efeki er minni vandi að gæta fengins fjár en afla þess.“ Þórarinn var trúmaður og myndi á hinstu skilnaðarstund eflaust hafa viljað taka sér í munn erindi afa síns Erlends Gottskálkssonar úr kvæðinu: Við ævilokin: Mörg þó villumst manna börn um myrka lífsins braut, blíðan bróður eigum, sem bætir hverja þraut, hann er ljós, hjálp og líf, heilög sættargjörð, er sameinaði sæluheim við aynduga jörð. Blessuð sé minning hins mæta manxis Þórarins Staflánssonar. Sveinn Benediktsson. Ekki væri sann- gjarnt að þakka þetta eingöngu betri stjórnar- háttum, en jafn fráleitt, það sem stjórnarand- staðan hefði haldið fram að stefna núv. stjórnar leiddi til stöðnunar allra framfara. Þessu næst drap ráðherrann á skiptingu þjóðarteknanna og sagði að niðurstöður athugana, sem birtar hefðu verið 1964 sýndu að á árabilinu 1948-1962 hefði í höfuðdráttum hlutskipti laun- þega fylgt þróun þjóðartekna. Færði hann fram tölur þessu til stuðnings. Næst ræddi ráðherrann kaup- mátt tímakaupsins og sýndi fram á að þar sem segir í ávarpi full- trúaráðs verkalýðsfélaganna 1. maí sl. um hækkun verðlags og auknar álögur yllu því að júní- samkomulagið hefði ekki náð til- gangi sínum fenigi ekki staðizt. Sýndi ráðherrann síðan fram á það tölulega að kaupmátturinn hefði hækkað frá 1959. Benti hann á að eiginlegir verkamenn hefðu orðið aftur úr og einungis haldið sínum hlut í vexti þjóðar- tekna með því að auka vinnu- tíma sinn úr hófi, meðan aðrar stéttir hefðu getað stytt hann. Væri hér um að ræða mestu mein semd í atvinnulífi okkar nú. 1 júní-samkomulaginu hefði verið stigið fyrsta skrefið þessu til lag færingar. Stéttir þær, sem nú hefðu tryiggt sér viðhlýtandi vinnudag yrðu að sætta sig við það, að ráðstafanir yrðu gerðar til að stytta vinnutíma verka- manna, án þess þeir misstu við það í kaupi og án þess aðrar gerðu sér það að tylliástæðu til eigin kjarabóta. Ella myndu kjarabæturnar étnar upp fyrir öllum og verðbólguþróunin enn mögnuð óheillaöflum þjóðfélags- ins einum til gagns. Þá kvað ráðherra að hvorugt fengi staðizt að júní-samkomulag ið hefði verið rofið með skattá- lagningu 1964 né hækkun sölu- skatts. Benti hann á lokaorð júní- samkomulagsins, þar sem segir að það væri háð því að samning- ar næðust milli verkalýðsfélaga og vinnuveitenda, er ekki gilti minna en .eitt ár og feldi ekki í sér neina hækkun grunnlauna. Bjarni Benediktsson kvað það einlægan vilja ríkisstjórnarinnar að tryggja góða afkomu allra og beita sér fyrir að bæta hag hinna verzt settu. Benti hann á þings- ályktun um ráðstafanir til að koma á 8 stunda vinnudegi verka fólks. Álit nefndar þeirrar, er kjörin var til þess verks væri ekki fram komið. Ráðherrann taldi það sannfær- ingu sína að þeir, sem nú hefðu lífvænleg kjör án óhóflegs vinnu dags ættu að doka við um kröfu- gerð meðan lagfæring færi fram á þeirri missmíð, sem á hefði orðið. Taldi hann samninga um þetta undixstöðu nýts júnfl-samkomu- lags. Forsætisráðherra kvað ríkis- stjórnina að lokum aðeins vilja að almennar kauphækkanir komi launþegum að gagni, þ.e.a.s. að þær setji jafnvægi í efnahagsmálum ekki úr skorðum og knýi fram gagnráðstafanir. Hann lauk máli sínu með þess- um orðum: „Leggjumst á eitt um að bæta úr bersýnilegum göllum og höld- um vinnufriði svo að unnt verði að tryggja öllum landsins börn- um sanngjarna hlutdeild í gæð- um landsins og afrakstri þeirra og tóm gefist til að haignýta þau betur en nú, öldnum og óboi-n- um til ævinlegra heilla.“ Eysteinn Jónsson sagði að stjórnarfar landsins væri einn allsherjar óskapnaður eftir 5 ára stjórn nýverandi stjórnarflokka á mestu góðærum, sem komið hefðu yfir þetta land á þessari öld. Hann sagði að stjórnarflokk- arnir hefðu kallað tillögur Fram- sóknarmanna yfirboð, þó hefði svo verið, að stjórnin hefði orðið að taka upp ýmsar til- lögur Fram- sóknarmanna og gera þær að sín- um og þannig neyðst til að taka þær til greina. Hann taldi fyrirheit ríkisstjórnarinnar hafa verið mörg og góð, en í engu verið við þau staðið og algert öngþveiti ríkti nú í efnahagsmál- um þjóðarinnar. Allt hefði farið á annan veg en lofað hefði verið og væri nú í fullkomnu ráðleysi og engin úrræði framundan. Stjórnin ætlaði nú að bjarga sér vegna vanrækslu á raforku- framkvæmdum með samning við erlenda aðila. Framsókn hafði alla tíð talið eðlilegt að taka er- lend lán til stórframkvæmda, en að fslendingar hefðu sjálfir á hendi stjórn atvinnutækjanna. í sambandi við stóriðjufarm- kvæmdir hef ðu Framsóknarmenn ávalt lagt mikla áherzlu á hyggðavandamálin og staðsetn- ing stóriðjuvera hefði verið mikið atriði. Að því athuguðu, sem nú hefði fram komið þyrfti að endurskoða stóriðjumálin frá rótum. Hann kvað stjórnarandstöðuna ekki treysta núverandi stjórn í sam- skiptum við útlendinga og benti á sjónvarpsmálið því til stuðn- ings. Þá ræddi Eysteinn kröfur manna úr öllum fiokkum í iðnaði og sjávarútvegi og kvað þær áfellisdóm yfir núverandi stjórn- arstefnu. Kjaramálum þyrfti að snúa við með kauphækkunum án verðlags hækkana. Þá þyrfti að auka vél- væðingu og tækni í atvinnuveg- unum ásamt hagræðingu í rekstri, en til þess þyrfti fé, sem væri fyrir hendi eins og þjóðar- tekjurnar sýndu. Ríkisstjórnin gæti betur þjón- að hagsmunum þjóðarinnar með því að fara frá, svo hægt væri að gera máiin upp. Emil Jónsson kvað þing það, sem nú lýkur senn störfum, hafa verið með hinum athafnameiri í lagasetningu. Ræddi hann um fyrirhugaða stórvirkjun í Þjórsá, og sagði, að með henni yrði virkj að afl í landinu þrefaldað, þótt í áföngum yrði. Til þessara fram kvæmda væri nú tryggt nægi- legt fjármagn og kaupandi feng- inn að þeim hluta raforkunnar, sem íslending ar þyrftu ekki að nota sjálfir. — Sparnaðurinn af því að leggja nú í stórvirkjun næmi hundruðum milljóna króna frá því, sem verða mundi, ef ráðizt yrði í smærri og óhagstæðari virkjan ir. Stóriðja, sem gert væri ráð fyrir í sambandi við þessar virkj anir, mundi afla þjóðinni mik- illa gjaldeyristekna, auk þess sem hún renndi styrkum stoðum undir íslenzkt atvinnulíf. Ríkis- stjórnin hefði látið Aliþingi í té skýrslu um væntanlega alúmín- bræðslu, en samningarnir sjálfir kæmu til ákvörðunar á næsta iþingi. Afstaða flokkanna til þessa máls yrði ekki skilin á ann an' veg en þann, að komm- únistar vildu fyrir alla muni fyrirbyggja, að tengsl okkar við vestræn lýðræðisríki styrktust, því að auðvitað væri þeim augljóst, að við gætum ekki ráðizt í slíka stóriðju af eigin rammleik. Framsóknarmenn hefðu í þessu máli tekið þá at- hyglisverðu afstöðu, að þykjast bæði vera með málinu og á móti því. Þá ræddi Emil þau mál, sem minni ágreining hefði orðið um á Alþingi; stórauknar tryggingar og bætt aðstaða öryrkja í land- inu. Um húsnæðismálin sagði Emil, að þaxi væru eitt mesta vandamál almennings hér á landi. Starfaði það m.a. af því, að hér væri yfirleitt byggt miklu stærra en í nágrannalöndum okk ar og nefndi hann tölur þar aS lútandi. Sagði hann, að frá 1968 hefði vísitala byggingarkostnað- ar hækkað um 77% og hefði kaup Dagsbrúnarmanna hækkað um nákvæmlega hið sama, en hins vegar hefðu lánveitingar til íbúðabygginga hækkað um 300% á þessu tímabilL Þetta væri að mjög verulegu leyti að þakka júní-samkomulaginu, og sýndi það, að fleira væri kjara- bót en bein kauphækkun. Um þetta hefði náðzt ágæt samstaða á Ailþingi milli allra stjórnmála- flokka, allt þar til að því kom, að ákveða hvernig ríkissjóður skyldi afla sér tekna til að standa undir þessum kostnaði. Síðan nefndi Emil ýmislegar bætur, sem orðið hefðu með júnxsamkomulaginu, þ.á.m. leng- ing orlofs úr 18 í 21 dag og hækls un á greiddu orlofi úr 6% í 7%. Eðvarð Sigurðsson fyrstur ræðumanna í 2. umferð, sagði að efnahagsmáiin hefðu verið talin hin erfiðustu mál þjóðarinnar. Skiljanlegt væri að þau væru erfið í óáran en erfitt að skilja að menn þyrftu að herða sultar- ólina í góðæri, eins og að undan- förnu hefði gengið yfir þjóðina. Hann kvað ríkisstjórnina jafn- an hafa gert ráðstafanir til að taka aftur kjarabætur launfólk3 með gengisfell- ingu, hækkuðum sköttum og hækkun á verð- lagi nauðsynja. Þá hefði núv. ríkisstjórn þrá- faldlega skert með valdboði frjálsan samn- ingsrétt laun- þega og nú síðast með flugmatina deilunni. Ræðumaður benti á, að aldrei hefði verið meiri afli eða hrærri þjóðartekjur sem nú, en þó hefðu hinir lægst launuðu orðið að leggja á sig lengri vinnu dag til að halda hlut sínum. Þessa öfugþróun yrði að stöðva og verkalýðssamtökin myndu beita samtakamætti sínum til að stöðva hana. Hann kvað verkalýðinn ekki viðurkenna framfærsluvísitöluna sem grundvöll við launasamn- inga. Þá sagði hann júnísamkomu- lagið hafa verið bundið þeim skilyrðum að verðbólguþróunin yrði stöðvuð. Skattalög væru nú til endurskoðunar og þar væri gert ráð fyrir nokkrum lagfær- ingum fyrir þá lægstlaunuðu, en þó væru þyngstu byrgðarnar enn lagðar á launafólk, en gróða- mönnum sleppt. Hann kvað verða að stytta vinnutíma ófaglærðs verkafólks, sem væri lægst laun- að og hann krafðist hærri launa- tekna fyrir verkafólk og aukinn- ar hlutdeildar í þjóðartekjum. Að lokum kvað hann stjórnar- stefnuna verða að þreytast. Gils Guðmundsson var annar ræðumanna Alþýðubandalagsins í síðari umferð og byrjaði meS því að vitna til ummæla Árna Páissonar þar sem hann hefði sagt: „Satt er það, að þitt var ríkið, en hvorki mátturinn né dýrðin“. Þannig væri um núv. ríkisstjórn. Þessu næst ræddi hann ríkis- stjórnina og utanríkisstefnu hennar frá því þjóðin hefði ver- ið ginnt til að fórna hlutleysis- stefnu sinni. Hefði hún síðan oft orðið að taka áfevarðanir, sexn gerðar hefðu verið á erlendri grund af erlendum mönnum, erlendum dátum Ihefði ver- ið heimilað að beina sterk- asta fjölmiðlunartæki inn á íslenzk heimili og við hefðum ver ið á margan hátt undirlægjur er- lends valds. Talið væri nauðsyn- legt að við yrðum að ganga 1 Efnahagsbandalag Evrópu og samningurinn við Breta um land- helgina hefði verið til vanza. Nú væri áformuð stóriðja 1 stað þess að efla íslenzkan sjáv- arútveg, landbúnað og iðnað og selja ætti erlendum aðilum það ódýrasta rafmagn, sem við ætt- um völ á. ' Andmælti hann samningum erlenda aðila um þessi mál. j 'vramh. á bls. 31 ] Þórarinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.