Morgunblaðið - 27.06.1965, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudiigur 27. jfed; 1«>65
Fálkinn til-
einkaður Svíum
í’ÁLKINI'Í kemur út á morgun
iwánudag óg er i tilefni af heim-
sókn utanríkisráðherra Svía,
Thorstens Nilssons, tileinkaður
Sviþjóð, landi og þjóð. Með.al
greina er frásögn urh helztu ævi
atriði Gustavs VI Svíakonungs;
samtal við Thorsten Nilsson, einn
ig. brugðið upp myndum frá heim
ÍIÍ "sænska sendiHéfrans hér í
teörg, nvo óg shmtal Við sendi-
|ierra-.Íslands í Stokkhólmiv >«-
Þá er sagt frá .heimsókn „Fálk-
ans‘‘ til.tveggja s.tærstu dagblað
anpa i Svjjþjóð. Fjöldi ljósmynda
lyýða groinarnar sem al'.s eru ,11
talsins, tile.inkaðar .Svíþjóð, til-
einkaðar Svíþjóð. Fálkinn er 68
fíður að þessu sinni.
k —---------------------
— Als'ir
Framhald af bls. 1
verið að- fremja skemmdarverk á
rafmagnsleiðslum byggingarinn-
ar.---
í>á skýrði fréttastofa AP frá
því í dag, að símasambandið milli
Alsír og Parísar hefði rofnað um
morguninn og var engin skýring
* því gefin.
Mikil ólga er enn í Alsír. í
gærkvöldi beitti lögreglan í Al-
geirsborg táragassprengjum gegn
stúdentum, sem höfðu í frammi
mótmælaaðgerðir gegn því, að
Ben Bella var vikið frá völdum.
Þá áttu sér einnig stað mótmæla-
aðgerðir í austurhluta landsins,
m.a. í hafnarborginni Bone.
Enn er óvíst um ráðstefnu
Asíu- og Afríkuríkjanna og var
það hermt eftir Shastri, forsætis-
ráðherra Indlands, í dag, að hann
myndi ekki taka þátt í henni,
enda þótt hún yrði haldin.
Stúdentar við Lumumbaháskól
ann í Moskvu hafa sent símskeyti
til Boumediene ofursta, formanns
byltingarráðsins í Alsír, þar sem
þess var krafizt, að Ben Bella
verði strax látinn laus. í hópi
stúdentanna voru stúdentar frá
Alsír, en einnig stúdentar frá
öðrum löndum Afríku, svo og frá
Asíu.
Blað eitt í Líbanon skýrði frá
því í dag, að samkvæmt heimild-
um, sem það hefði frá New York,
væri Ben Bella dáinn, og hefði
hann verið skotinn til bana strax
í upphafi byltingarinnar sl. laug- j
ardag. Engin staðfesting hefur
fengizt á þessari frétt.
— Bardagar
Framih. af bls. 1
taka Ameríkuríkja (OAS) var
send til San Franciseo de Mac-
oris í gærkvöldi til að rannsaka
ástandið í borginni. Eftir
skamma dvöl tilkynntu nefndar-
menn, að þar væri allt með kyrr-
um kjorum og lögregla og her-
menn, hlynntir Ibmert, hershöfð-
ingja, og stjórn hans, hefðu yfir-
höndina í borginni. Segir 'nefnd-
in, .að átökin þar hafi hafizt, er
flokkur úr liði uppreisnarmanna
Caamanos kom þangað frá
Santo Domingo. Tóku þeir að
láta ófriðlega á götunum og lög-
reglan og herinn í borginni veitti
þeim mótspyrnu.
— Kmverjar
Framhald af bls. 1
an raóstefnu um framtíð lands-
ins.
í yfirlýsingu sinni í gær skora
ráðherrar samveldislandanna á
stjórn Rihodesíu að reyna að
draga úr ólgunni í landinu með
því að láta lausa alla leiðtoga úr
hópi Afríkumanna, sem nú sitja
þar í fangelsi.
Samveldisráðherrarnir ræddu
einnig deilur Malaysíu og Indó-
nesíu. Lögðu þeir áherzlu á rétt
MalaysLu til að verja land sitt
og sjálfstæði, en kváðust vona,
að unnt yhði að koma á vinsam-
legum samskiptum Malaysíu óig
Indónesíu,
HOLLENDINGAR bíða þess
nú með töluverðri óþreyju,
að upp renni þriðjudagurinn
29. júní, afmælisdagur Bern-
hards prins, eiginmanns Júlí-
önu drottningar. Ástæðan tiL
þessa er sú, að þann dag, eða
jafnvel kvöldið áður, búast '
menn við því, að kunngerð
verði trúlofun Beatrix krón-
prinsessu og Þjóðverjans
Klaus von Amsberg. Holl-
enzka ríkisstjórnin hefur þeg-
ar lagt blessun sína yfir ráða-
hag þennan, en samþykki
þingsins þarf til að prinsessan
haldi erfðarétti sínum til
krúnunnar. Þykir nú fullvíst,
að það fáist, en með nokkrum
semingi þó.
Undanfarnar vikur hefur
ekki verið um annað meir
rætt í Hollandi og um fátt
deilt harðar, bæði í þinginu, í
blöðum og manna á meðal,
hvórt Þjóðverji geti talizt
frarnbærilegur eiginmaður til
hándá krónprinsessu Hollend-
inga, þó svo hann sé sjálfur
sléttur ög felldur og hafi enga
stríðsglæpi á samvizkunni.
Hollendingar muna enn vel
þýzka herinn og setu hans í
landinu á stríðsárunum, og
Klaus von Amsberg var her-
maður í Wehrmacht Hitlers
eins og svo ótal margir aðrir
ungir Þjóðverjar í þá daga.
Á sunnudaginn var birtu
fimm félagar úr andspyrnu-
Hvergi fær kóngafólkið frið — ekki einu sinni í garðinum
heima hjá sér. Þau Beatrix og Klaus voru á gangi um garð-
inn 1. maí og leiddust og voru lukkuleg — þegar ljósmyndari
nokkur kom allt í einu auga á þau oig smellti af. Þau sáu hann
líka, hættu að leiðast og vera lukkuleg — og fóru heim í höll-
ina að drekka te.
Harðar deilur í Hollandi um
biðil Beatrix krónprinsessu
- en búizt við trúlofunar-
tilkynningu eftir helgi
hreyfingunni hollenzku opið
bréf til þjóðar sinnar og mót-
mæltu harðlega áformaðri gift
ingu prinsessunnar og sögðust
með engu móti geta samþykkt
að Beatrix gengi að eiga fyrr-
verandi' félaga í Hitler-Jug-
end, hermann sem verið hefði
handbendi Hitlers. Það væri
ekki til þess hugsandi, sögðu
fimm-menningarnir, að naz-
isti ætti eftir að verða drottn-
ingarmaður í Hollandi og
hershöfðingi í hollenzka hern-
um. — Fimmtán félagar aðrir
úr andspyrnuhreyfingunrii
brugðu þá við skjótt og lýstu
því yfir, að nú væri svo langt
um liðið,' fyrnzt hefði yfir
gamlar væringar og þeir
hefðu ekkert á móti fyrirhug-
uðum ráðahag Beatrix.
Klaus von Ámsberg, þessi
umdeildi biðill krónprins-
essunnar, er 38 ára gamall,
starfsmaður í utanríkisþjón-
ustunni þýzku', lj óshærður,.
hávaxinn aðalsrriaður, sem
ekur bláum Forsche og. er
sagður maður vel á sig kom-
inn og vel þokkaður af kven-
þjóðinni. Þau Beatrix kynnt-
ust fyrir ári, í brúðkaups-
veizlu einhvers' ótilgreinds
aðalsfólks og endurnýjuðu
kynni sín í Gstaad í Sviss í
febrúar í vetur. Ekki fór þá
miklum sögum af samdrætti
þeirra, enda vel á haldið én
það er erfitt fyidr kóngafólk
að vera leynilega trúlofað til
lengdar.
Þegar Klaus von Amsberg
kom að heimsækja Beatrix
1. maí s.l. og þau fóru í göngu-
ferð í garðinum prinsessunnar
(Beatrix flutti að heiman
þegar hún varð fullyeðja, fyr-
ir sex árum, og í sína eigin,
ekki ýkjastóru höll, sem heit-
ir Drakensteyn) — höfðu
einhverjir naskir blaða-
menn og ljósmyndarar haft af
því pata. Og daginn eftir birt-,
ust í blöðunum myndir af
Beatrix og biðli hennar —
sem fæstir vissu þá reyndar
hver var — þar sem þáu vóru
á gangi í garðinum og héldust
í hendur og voru ósköp lukku-
leg.
Svo fór Klaus von A'msberg
heim til Þýzkalands en Bea-
trix tií Ltmdúna að halda
undir skírn lítilli • frænku
sinni, dóttur Margrétar Svía-
prinsessu o.g brezka karip-
sýslumannsins John Ambler.
(Stúlkubarnið var skírð Sib-
ylla Louise í höfuðið á Si'byllu
ömmu sinni og Louisu Svía-
drottningu, sem lézt í marz
sl.). Við þetta tækifæri varð
mörgum starsýnt á krón-
prinsessu Hollendinga. Það
var ekki einleikið, hvernig
Beatrix hafði breytzt. Hún
hafði lézt um heil tíu kíló og
var orðin hin ásjálegasta, en
ekki nóg með það, heldur
blátt áfram geislaði af henni
gleði og hamingja. Beatrix
hafði alltaf verið broshýr, en
það voru ósköp skyldurækin
bros og vanabrindin og alls
ólík brosum hennar nú.
Blaðamenn gengu á Beatrix
að fá úr því skorið, hvað eða
hver væri valdur að þessum
ánægjulegum umskiptum en
Þegar Beatrix hélt Sibyllu
svo hýr og- hamingjusöm á
eitthvað byggi undir.
prinses^an varðist allra frétta,
og fór heim í snatri og bar siigi.
upp við móður sína. Júlían^
drottnirfg lét boð út ganga til
þegna sinna og- bað menn láta
Beatrix í friði, og lofa henní
að skoða hug sinn rækilega,
Sá friður hefur reyndpi;,, einS
og áður segir, verið npkkuð
illa haldirin, og súmir lándar
Beatrix voru farnir að hugsa
um það í alvoru, hversu igra
myndi ef hún fenglehlfi viljá'
’ sírium frámgerigt — hvort 'I
hún myridi þá sætta sig við
örðinn hlut, eða h'vort hún
myndi fára að eiris og Iréna'
yngri systir hennar, er áfsál,-
aði sér rétti sínum til ’ höll-
enzku krúnunnar (sem hún
stóð næst Beatrix að érfa) til
þess að giftast spánska priíis-
inum Carlos Hugo fyrir rúmu
ári. Og hvað yrði þá um holl-
enzku krúnuna ef engiri væri
krónptinsessan? Júlíana
drottning hefrir lengi verið ‘
• sögð hlakka til þess dags-, er
hún gæti sagt af sér stjórnár-
störfum og falið dóttur sinni
forsjá ríkisins — en ef nú
dóttirin kysi að láta krúnuna.
fyrir Klaus von Amsberg?
Það hefur sem sé gengið á
ýmsu í Hollandi undanfarið
varðandi krónprinsessuna og
biðil hennar. En nú er fengið
samþykki rikisstjórnarinnar,
að því er áreiðanlegar
heimildir greina, þirigið
hefur gefið góð orð um
að það muni líka leggja bless-
un sína yfir ráðahaginn — og
Klaus von Amsberg dvelst
þessa dagana í Hollandi, hjá
æruverðugri hirðfrú Júlíönu
drottningar, frú Rovell, þeirri
hinni sömu, segja langminn-
ugir Hollendingar, sem hýsti
Bernhard prins af Lippe árið
1936, meðan verið var að
þinga um það, hvort hann
fengi Júlíönu. Og þrátt fyrir
hörmungar heimsstyrjaldar-
innar og óskemmtilegar minn-
ingar um dvöl þýzka hersins í
Hollandi á stríðsárunum eru
flestir landar Beatrix því
fylgjandi, eins og félagarnir
fimmtán úr andspyrnuhreyf-
ingunni, að láta hið liðna lönd
og leið og lofa' krónprinsess-
unni að éiga Klaus von Ams-
berg, þrátt fyrir þjóðernið.
litlu Louise undir skirn og var
svipinn aS fólk fór að gruna að
Mi
12 km. vatnsleiðsla til
Sláttur hafinn
SELJATUNGU, 26. júní: — Hér
er góður þurrkur. Bændur hófu
slátt 22. júní og var þá slégið í
vothey, sem nú er komið í turna.
Nú eru bændur hér víða farnir
að slá, en grasspretta er í meðal-
lagi miðað við árstíma, á túnum
sem ekki hafa verið beitt. Á
blettum sem beitt hefur verið, er
aftur á móti langt í slægjugras
/egna langvarandi þurrka.
— Gunnar.
EIN leiðin, sem Vestmannaeying-
ar hafa haft í athugun til að
ráða bót á vatnsskorti sínum, ér
að ieggja leiðslu úr landi til Eyja.
Hafa þeir t.d. fengið enska og
norska verkfræðinga til að at-
huga það mál. Nú hefur verið
ákveðið að leita tilboða í slíka
lögn, en bæjarstjórn gerði sam-
þykkt þar að lútandi, á fundi
sínum á fimmtudag.
Mbl. spurði Guðlaug Gíslason,
bæjarstjóra í Vestmannaeyjum,
um þessa fyrirhuguðu leiðslu.
Hann sagði að sjóleiðin til Vest-
mannaeyja úr landi væri 12—13
km. og væri áformað að leggja
tvær tommu pípur til að flytja
Eyja
vatnið. Með því ættu að fást
2100 til 2500 tonn- af vatni á
sólarhring, sem er 400—500 lítrar
á mann. Mundi það nægja fyrst
um sinn til að sjá Vestmanna-
eyingum fyrir fersku vatni.
Verður nú leitað tilboða í.leiðsl
una, bæði í efnið í hana og einn-
ig efni og lögn.