Morgunblaðið - 27.06.1965, Síða 3
Sunnuðagur 27. júní 1965
MORGUHBLAÐID
I
Niður
KAMBABRÚN — og sól yfir
Suðuriandi. — En við stönz-
um ekki og sleppum þess
vegna öllúm „Det er jo et helt
Kongerige’s“ hugleiðingum
um Suðurlandsundirlendið að
þessu sinni. f>að eru líka nógu
margir sem gera það á þessum
stað, þegar þeir hafa þessi
ósköp af íslenzku láglendi fyr-
ir fótum sér. Við höldum hik-
laust áfram — setjum í 3ja og
steypum okkur beint niður
brekkuna. — — Beint? Nei,
því fer vitanlega fjarri. Það
vita allir sem fara Kambaveg.
Þótt margir hlykkir og krókar
hafi verið lagaðir, þá er þetta
næstum því eins bugðótt leið
og. vegir stjórnmálanna. En
einu sinni var hér farið beint
— alveg þráðbeint — en það
er fyrir löngu síðan — víst um
KAMBA
120 ár. Hvernig væri samt að
rifja upp þá sögu.
Það vita allir, sem lesið hafa
bók Brynjólfs á Minna-Núpi,
að Þuríður formaður var einn
mesti kvenskörungur í Árnes-
þingi á síðustu öld. Á efri ár-
um sínum dvaldi hún um
nokkurra ára skeið í Hafnar-
firði. Þá fékk kaupmaður einn
hana til að fara austur í Grafn
ing snemma vetrar. Átti hún
að semja þar um rjúpnakaup.
Maður varð Þuríði samferða,
Kotstrandarkirkja.
Séra Eiríkur J. Eiríksson
„Sunnudagur
á morgun"
er Magnús hét, kallaður
Kastról. Hann var lausingi og
drykkjumaður. Þau Þuríður
gistu í sæluhúsinu á Bolavöll-
um, fóru þaðan fyrir dag og
ætluðu beinustu leið austur í
Grafning. Þau hrepptu byl á
heiðinni og vissu ekki hvar
þau fóru, erfda þótt Magnús
þættist rata, því hann hafði
farið þessa leið áður. En hann
reyndist ekki traustur leið-
sögumaður. . Imríður hafði
brennivínsflösku í poka sín-
um. Krafðist Magnús nú þess
að fá hressingu, neitaði að
halda áfram að öðrum kosti.
Veitti Þuríður honum það.
En þegar þau höfðu bæði sop- .
ið á, sló Þuríður flöskunni við
staf sinn, svo hún fór í mola
og sagði um leið: „Þó að við
kunnum að komast í hann
krappan, þá skal flaskan ekki
drepa okkur“. Magnús brást
hinn versti við, en Þuríður
tók forustuna og hélt í þá átt,
sem hún taldi réttasta. Kom
hann þá á eftir. Undir kvöld
komu þau fram á bratta brún,
sem hjarnfönn lá L Þar taldi
Magnús ófært, en Þuriður sett
ist á staf sinn eins og börn
tíðka og reið honum fram af
brúninni og ofan á jafnsléttu.
Lék Magnús það eftir og'gekk
allt slysalaust. f vögulok komu
þau að Reykjakoti í Ölfusi.
oOo
Volvóinn er fljótur í förum.
En hann geldur þess hve
margir krókar eru á veginum.
Þessvegna getur hann ekki
farið beint af augum og því
verða þau Þuríður formaðúr
og Magnús Kastról, ríðandi
stöfum sínum, á undan okkur
niður. Við hittum þau við ræt-
ur fjallsins og þótt við viljum
taka tal saman ganga samræð-
urnar ekki vel. Við komum
sitt úr hverri áttinni og geng-
ur svo bágt með að skilja
hvort annað, setja okkur inn
1 hvors annars hugarheim.
Viðhorfin eru svo ólík, tím-
arnir hafa breyzt svo mikið og
við mennirnir með.
G. Br. skrifar
En eitt skiljum við þó af
þvL sem þessi skörulegi og
skarpvitri Kven-Árnesingur
vill segja okkur í dag. Hún
talar til æsku landsins, ekki
sizt ungu stúlkunnar, sem vill
vera fullorðin og vera með í
öllum lífsins leik áður en hún
er komin af barnsaldri. Við
hana vill Þuríður segja: Það
er villugjarnt víðar en í hríð-
arkófinu uppi á Hellisheiði.
Varaðu þig á flöskunni. Inni-
hald hennar hefur mörgum
körskum á kollinn steypt.
oOo
Meira heyrum við ekki af
því, sem Þuríður formaður
hefur að segja, þarna við ræt-
ur Kamba þennan bjarta, sól-
glaða vormorgun. Okkur ligg-
ur á eins og öllum nú til dags
þótt við vitum varla hvert við
erum að fara eða til hvers við
erum að flýta för okkar svo
mjög. Vig ökum áfram veginn
austur. Hér er þéttbýli Hvera-
gerðis á vinstri hönd, þorp
hinna miklu möguleika, hinn-
ar stóru framtíðar, því þótt
mikið sé búið að gera hér, er
það þó meira, sem ókomni
tíminn býr yfir Það gerir
hverahitinn, orkan og ylurinn,
sem jörðin býr yfir. Nú er það
af sem áður var. Lítum til
baka 7 aldarfjórðunga aftur í
tímann. Það er 20. júní árið
10 e. Eld. (1793), nóttlaust vor
yfir landinu og menn, sem
komið hafa austur yfir heiði
slá tjöldum sínum stundu fyr-
ir hádegi að Reykjum í Ölfusi
og liggja þar fram á næsta
dag. Þarna er náttúrufræðing-
urinn Sveinn Pálsson á ferð
og honum farast svo orð um
staðinn:
„Kringum þennan bæ, jafn-
vel í túninu, og fast við bæjar-
húsin er aragrúi lauga, sjóð-
andi hvera og ljótra leirpytta.
Margir þeirra gjósa við og við
en heldur lágt. Brennisteins-
fýlan er óþolandi og litlu
munar að jörðin leggist alveg
í eyði, því að stöðugt koma
upp nýir og nýir hverir“.
En svona snúast hlutimir
við.'Einmitt það sama og næst
Framh. á bls. 12
n. sunnudagur eftir Trinitatis.
Guðspjallið Lúk. 14,16—24.
HANN var mikill hugmaður,
blessaður. Varla var hann kom-
inn inn úr dyrunum, er hann
mælti: „Áttu kaffi, Dísa mín.“
Gamla konan hafði ekki ráð-
rúm til að svara. Gesturinn var
fyrri til: „Nei, auðvitað ekki.
Hvað ætli þú eigir kaffi um
þetta leyti dags.“ Og svo var
hann kannske þotinn og heim-
sóknin á enda.
Hún átti nú raunar alltaf kaffi
á könnunni, gamla konan, en
það mátti ekki vera að stolsa.
Kaffið varð að vera heitt á
könnunni. Lífsbaráttan hörð.
Hver stundin dýr. •
„Ég hefi keypt akur----------.
Ég hefi keypt fimm pör ak-
neyta----------. Og annar sagði:
Ég er nýgiftur og þess vegna
get ég ekki komið.“
Á vorin, hyggja menn að ökr-
um sínum og hafi menn keypt
jörð eða jarðarskika, fará menn
að athuga með hagnýtingu lands
ins. Heima fyrir er og að mörgu
að hyggja.
Vinnudagurinn var oft lang-
ur. Jörð bóndans, er getið var
um, var frekar lítil, hvert strá
varð að nýta, börnin mörg og
mátti ferðin að heiman ekki
taka of langan tíma.
Erfitt var oft að gegna kvöld-
máltíðarkalli guðspjallsins. Enn
er annríkið mikið, en stundum
er allur asinn með öfgum. Það
er eins og líf manna þeytist
eftir færiböndum í verksmiðju.
Menn þurfa ekki alltaf að vera
að flýta sér svona, fara áður
en þeir eiginlega koma.
Vitur maður sagði nýlega við
mi’g: Guðsþjónusta hefði verið
nóg á Þingvöllum 17. júní 1944.
Það þurfti að drífa þessi ósköp
in öll af, og bænin skyldi vera
stutt.
„Beyg kné þín, fólk vors
föðurlands,
þinn fjötur Drottinn leysti."
Menn hittast í þeim flýti, að
enginn þekkir lengur neinn.
Guðssamfélag tekur tíma.
Skipuleggjendur borga telja,
að hvert heimili þorrfi að hafa
dálítið landrými umhverfis. Fræ
kornið fýkur eftir gangstéttinni,
en staðnæmist, þar sem mold er.
Við þurfum að geta séð hver'
annan mennimir, nálægðin má
ekki skyggja á náungann. Hrað-
inn og flýtirinn gefur aðedns tóm
til stuttrar bænar, ef þá nokk-
urrar.
„En er einn af þeim, er til
borðsins sátu, heyrði þetta,
sagði hann við hann: Sæll er sá,
sem etúr brauð i guðsríki.“
Athyglisvert er, að Jesús tek-
ur ekki þannig undir þessi orð,
að hann fari að útmála gæði
guðsríkis máltíðarinnar.
Hann þurfti þess ekki eða
öllu heldur, hann vildi það ekki.
Hann leggur ávallt mesta á-
herzlu á veginn, baráttuna, fóm
ina, þjáninguna, en dvelur lítt
við larrn þessa utan þessa sjálfs.
Hann lætur sig mestu varða •
gildi hins mannlega gjalds Og,
að þar eru launin fólgin.
Þær eru margar matreiðslu-
'bækur guðsrikismáltiðarinnar
hér á jörð. Hver kynslóð á »ér
slíka bók, en inargir lifa það að
sjá hana bregðast. Matföngin
kunna að vera óaðfinnanleg, en
mönnum verður ekki alls kost
ar gott af réttunum. Þeir eru
ekki í sem beztu samræmi við
þarfirnar, of eða van einatt.
Guðsríkið er ekki, hiinn dýrð-
legasti mannfagnaður né Vieins
konar íburður fata, matar, lifn-
aðarhátta ljúfra. Guðsríkið «r
að vísu réttlát skipting heims-
gæðanna, að allir fái, það sem
þeir eiga skilið, en umfram allt
er það vöxtur og þroski, land-
nám sumaraflanna og þá fyrst
og fremst i manninum sjálfum,
því að þar er það og allt, sem
er utan við manninn á að þjóna
manngildi hans, að fögnuður
hans fullkornnist í góðu barátt-
xmni.
„Og þeir tóku allir í einu
hljóði að afsaka sig.“ Síðan
ganga þeir til veraldlegra við-
fangsefna sinna.
Vandinn er að heyra kaiU
Krists til kvöldmáltíðarinnar
miklu, heyra það í viðfangsefn-
um og ’vanda manlífsins, heyra
klukknahljóm í þungu fótataki
daganna, bumbur fallveltis barð
ar ,en skynja sigursöngva lífs
og framtíðar því, sem gott er
salt og í sannleika fagurt. Af-
sökunarbeiðni hinna boðnu er
sök þeirra. Menn vilja sleppa
við að þjóna lífinu og höfundi
þess undir yfirsskini sjálfrar
iifsþjónustunnar, menn ætla að
rækta án þess, að sáning fari
fram hins góða sæðis, elska, án
þess að lind sannrar ástar fái
að streyma fram.
Menn stunda rányrkju á
kostnað lífsins, vilja sitja að
nægtaborði þess afla ávaxtanna
án þess að itía upp til trésins.
Mennirnir í guðspjallinu
máttu vel fara tii vinnu sinnar,
ef þeir hefða litið á verkahring
sinn sem sjálfan veizlusalinn.
Það mun reynast drjúgt til
hamingju og velferðar að finna
gleðina í starfi sinu og á heim-
■ili.
Jafnvel dauðinn getur verið
mönnum fuilnægmg þarfar að
fóma og þjona. Skildið lítur
þannig á hinz+u fótmál Jóns
Arasonar:
„Fór með flýti og greizlu
fagnandi sem til vfizlu.“
Það væri vel, ef hver* ein-
staklingur gæti Þmdið sér verka
hrmg að k’.ukknanna rniúr
kvæði þér v:ð og kvöldmáltíðar-
kalilið.
Þrátt fyrir a'.lc hefur sú orðið
raunin um feður t kkar og mæð-
ur í kristnu lar.di.
Getið var um hugmann. Um
heyskapartímann lá oft mikið á
og þurfti þá að ýta daiítið við
l'öi i.unum, so’n að visu voru
sérstakt manndómsfólk:
„S.unnudagur á morgun. Eng-
inn slær þá né heylar.‘
Varðveitu-n við sunnudaginn
nú, er heyannir taka að nálgast,
hvcrsu er um hlýðni okkar við
kaL kvöldmáitiðarinnar í dag-
snr.a þraut og baráttu?
Kirkja va' nýlega reist um
guðræikna hug- og eljumann-
inn og eiginkonu hans og böm
af svni þeim og öðrum systkin-
um, og fleiri studdu þar að.
Klukkur þeirrar kirkju munu
óma með öðrum klukkum þessa
lands húsanna helgu og manns-
hjartnanna, að við iðjum og
biðjum og hlýðumst þannig kalli
guðsspjallsins.
mmmm Anm>n
Arnarbæli í ÖlvesL