Morgunblaðið - 27.06.1965, Side 18

Morgunblaðið - 27.06.1965, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 27. júní 1965 Byltingén ■ Alsír UNDANFARIN þrjú ár hefur Ahmed Ben Bella haft mikil á- hrif á gang mála í Arabaríkjum N-Afríku. Er frelsisbaráttu Alsír lauk, sneri hann baki við sam- herjum sínum, og tók við æðstu völdum. Ben Bella mistókst að bæta úr matvælaskortinum í Alsír, og atvinnuleysi ríkti eftir sem áður. Hann hallaðist að kommúnistum, og gerði Algeirs- borg að annarri aðalmiðstöð þeirra, sem berjast fyrir stefnu Nassers, Egyptalandsforseta. — Stefna Ben Bella hefur löngum verið ráðamönnum á Vesturlönd- um áhyggjuefni. Fyrir rúmri viku lauk valda- tíma hans. Er undirbúningur stóð sem hæst í Algeirsborg fyrir ráð- stefnu Asíu- og Afríkuríkja, óku skriðdrekar skyndilega um götur höfuðborgarinnar, og skömmu síðar var lesin í útvarp tilkynn- ing frá yfirmanni alsírska hers- ins, Houari Boumedienne: bylt- ingarráð hafði tekið völdin í landinu; Ben Bella var steypt af stóli, og myndi „hljóta örlög allra einræðisherra“. VERÐ FRÁ kr: 591.00. PÓSTSENDUM. Austurstræti 10 — Laugavegi 116. Í.VfJ+IY ■itMr *•? Fjrrstu dagana eftir byltinguna var ekki fyllilega Ijóst, hverjir það voru, sem tekið höfðu hönd- um saman gegn Ben Bella. Tals- menn utanríkisráðuneyta stór- veldanna voru orðfáir. Soyézka útvarpið tilkynnti stuttlega, hvað gerzt hafði, en ráðamenn í Moskvu höfðu á sínum tíma heiðrað Ben Bella, og veitt hon- um titilinn „Hetja Sovétríkj- anna“. í París var fylgzt nákvæm lega með öllum fregnum frá Al- geirsborg, en Frakkar eiga enn mikilla hagsmuna að gæta í Alsír. - Margir Alsírbúar höfðu ástæðu til að vinna gegn Ben Bella. í þeirra hópi eru nokkrir af upp- hafsmönnum byltingarinnar gegn Frökkum 1954. Er Ben Bella tók völdin, lét hann ýmist fangelsa þá, eða þeir urðu að fara í út- legð. Gömlu byltingarforsprakk- arnir hafa sakað forsetann fyrr- verandi um að hafa svikið mál- stað frelsissinna, og tekið upp ó- ábyrga sósíalíska stefnu, þjóðnýtt landbúnað og iðnað, sem fyrr var í eigu Frakka, með þeim árangri, að framleiðsla hafi verið í lág- marki. Afleiðing þess hafi verið, að ekki hafi verið hægt að taka upp það efnahagssamstarf við Frakkland og önnur Vesturlönd, sem leitt hefði getað til betri kjara landsmanna. Þó hefur það aðeins verið einn maður, sem fram til þessa hefur sýnt andúð sína í verki í Alsír. Hocine Ait Ahmed, leiðtogi þjóð- arminnihluta í Kabýlafjöllum, gerði byltingartilraun, sem mis- tókst. Nú var það hins vegar Boumedienne, yfirmaður hersins og varnarmálaráðherra, sem lét til skarar skríða. Hann tók hönd- um saman við Ben Bella á sínum tíma, og hefur starfað við hlið hans síðan. Þó hafa margir þótzt greina, að hann hefði sínar eigin skoðanir á mörgum málum, og væri metorðagjarn. Sakir þær, sem hann hefur bor- ið á forsetann fyrrverandi, eru þungar. Boumedienne sagði í til- kynningu sinni eftir byltinguna, að öll völd í Alsír hafi verið í höndum eins manns, og það vald hafi verið misnotað á versta hátt, og því ríki nú skelfingarástand í innanríkismálum Alsír. Af þess- um orðum hafa margir, sem vel þekkja til í Alsír, talið, að Boume dienne njóti stuðnings frjáls- lyndra afla í landinu. Þó er það á engan hátt tekið sem sterk vís- bending um, að mikilla breyt- inga sé að vænta í málefnum Alsír. Margir hafa þvert á móti talið Boumedienne róttækari en Ben Bella.. Boumedienne heimsótti Fidel Castro í Havana í júlí sl. ár, og er byltingarmaðurinn al- sírski talinn bera mikla virðingu fyrir starfsbr.óður sínum á Kúbu.. Stjórnmálamenn í París, sem sennilega hafa fylgzt hvað bezt með þróun mála í Alsír undan- farið, telja ekki ólíklegt, að inn- anríkismál hafi ráðið mestu um, að byltingin var gerð. Ben Bella reyndi að koma á sáttum við Kabýlinga, .deilur hafa staðið milli forsetans fyrrverandi og nokkurra yfirmanna hersins, vegna skipana í há embætti, og hefði Ben Bella fengið að koma fram sem æðsti maður lands síns á fundi Asíu- og Afríkuríkja, telja margir, að það hefði orðið til að tryggja hann enn meira í sessi. Sé sú skoðun á rökum reist, að innanríkismál hafi reynzt þyngst á metunum, er vart meiri háttar breytinga að vænta í afstöðu Alsír til erlendra ríkja. AHMED BEN BELL.A Forsetinn, sem nú hefur verið steypt af stóli, leitaðist við að verða sjálfskipaður leiðtogi van- þróaðra Afríkuríkja. Hann fór eitt sinn þeim orðum um sjálfan sig, að „hann væri eina von Alsír“. Ben Bella er bóndasonur, fædd ur 1961 í smábæ nærri landamær- um Marokkó. Hann gerðist þjóð- ernissinni á unga aldri, en var kvaddur í franska herinn í síð- ari heimsstyrjöldinni. í stríðslok fór hann að gefa sig að stjórn- málum í æ ríkara mæli. Nánasti samstarfsmaður hans fyrr á árum var Mohammed Khider, og í sameiningu gerðu þeir eitt sinn sprengjuárás á póst hús í Oran. Ben Bella náðist, og 'var varpað í fangelsi. Þaðan tókst honum að sleppa, og var um tíma í Kairó í útlegð. Þar kynnt- ist hánn Nasser, Egyptalandsfor- seta. Ben Bella var einn af stQfn* endum þjóðfrelsishreyfingarinn- ar, sem hóf baráttu sína fyrir frelsi Alsír 1. nóvember 1954. Á næstu árum var ferill Ben Bella mjög stormasamuf, og hann var margoft fangelsaður. Á þeim ár- LANCÓME I KREM eru óborganleg. Veljið Abyssale, Frescabcl, Nutrix eða Fraicheur eða Bien Aise, Grain Fiu, Creme No. 2, Adieu Rides. .. . Allt eftir því hvað hæfir húð yðar og útlitL Hin heimsþekktu LANCOME krem fást einungis hjá: SÁPUHÚSINU, OCULUS Tízkuskóla ANDREU og Hafnarfjarðarapóteki. um varð hann að alsírskri þjóð- hetju, og var dáður í Arabalönd- unum. Er vopnahlé var samið í Alsír 1962, var Ben Bella leystur úr haldi, og tók við embætti vara- forsætisráðherra. Hann tók þá höndum saman við Houari Bou- medianne, sem hafði með hönd- um yfirstjórn hersins. í september 1962 varð Ben Bella forsætisráðherra. Hann tók upp kommúníska stjórnarhætti, þjóðnýtti landbúnað og iðnað. Forseti var hann kjörinn árið eftir. HOUARl BOUMEDIENNE Houari Boumedienne hefur löngum verið umdeildur maður. Hann fæddist Í925 í A-Alsír, og er bóndasonur eins og Ben Bella. Boumedienne er kunnur fyrir þá hörku, sem hann hefur ^sýnt af sér á liðnum árum. Hann gengur aldrei með heiðursmerki á einkennisbúningi sínum, og er oftast sagður ganga í síðum regn- frakka, nema á heitasta tíma árs- ins. Boumedienne var kennari i heimabæ sínum, er baráttan fyrir frelsi Alsír hófst. í upphafi barátt unnar gegn Frökkum flúði hann til Karió, þar sem hann kynnt- ist Ben Bella. Síðan hélt hann til Moskvu og síðar Peking, þar sem hann hlaut herþjálfun. Að henni j lokinni gerðist hann forsprakki byltingarmanna í Oran. 1957 var hann gerður að yfir- manni frelsissinna í Oran-héraði, og ári síðar var hann látinn taka við stjórn herforingjaráðs frelsis- sinna, og hafði þá aðsetur í N- Marokkó. Þá tók hann einnig sæti í þjóðarráði alsírsku bylting arinnar, þingi frelsissinna. 1960 var honum fengið það verkefni að koma á fót sérstökum frelsisher, og tókst honum að sameina útlaga í Túnis og Mar- okkó. Þeir urðu síðar sterkasta baráttuvopn í löndum Araba. Er Ben Bélla tók alræðisvald I Alsír 1963, var Boumedienne skip aður varnarmálaráðherra. — Skömmu síðar varð hann vara- forseti, næst mestur að völdum á eftir Ben Bella. ABDELAZIZ BOUTEFLIKA Er Ben Bella gerði fyrstu end- urskipulagningu á ráðuneyti sínu, í september 1963, varð Abdelaziz Bouteflika utanríkisráðherra. Ben Bella taldi þetta ráðherra- embætti svo mikilvægt, að frá því, að Mohammed Khemisti, ut- anríkisráðherra, var myrtur, I maí það ár, og þar til í septem- ber, að Bouteflika tók við, gegndi j Ben Bella sjálfur þessum emb- ætti. Margir stjórnmálamenn á Vest- urlöndum tóku vel fregninni um skipan Bouteflika, því að hann var þekktur fyrir góðar gáfur og réttsýni í mörgum málum. Vélahreingerningar og gólfteppahreinsuni. Vanir menn J0 Vönduð vinna Þ R I F Símar: 21857 — 33049 ilK. I ÓLAFUR STEPHENSEN LÖGGILTUR SKJALAÞÝÐANDI ENSK BRÉFAVIÐSKIFTI HAFNARSTRÆTI 22 SÍHI 21285 í| Opið tSI klukkan 9 RUMGOÐ 1 BUASIÆfll KIÖRBÚfi á mánudág og alla næstu viku SIMINN ER 1 LAIIGAVEGI164 24339 I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.