Morgunblaðið - 02.07.1965, Page 8
8
MORCUNBLAÐIÐ
Fðstudagur 2. júlí 1965
Guðmundur Hlíðdal póst- og
símamálastjóri — Minning
Kveðjuorð frá bekkjarbróður.
Æ VI og störf Guðmundar
Hlíðdals eru efni mikillar
sögu, merkilegs þáttar ís-
landssögú á hálfrar aldar
skeiði stórfelldra breytinga
og byltinga. Þessum fáu orð-
um er einungis ætlað að minn-
ast lítils atriðis, sem verður
með öllu gleymt, þegar fáein-
ir gamlir menn eru fallnir
frá. En stundum lýsa þess
háttar smámunir mönnum
ekki síður en stórvirkin.
"Við nýsveinarnir, sem geng-
um undir inntökupróf í
latínuskólann vorið 1900 og
kölluðum okkur aldamóta-
busa, vorum sextán að tölu.
Næstu ár bættust níu í hóp-
inn, svo að bekkjarbræðurnir
urðu alls 25, ef allt er talið.
En þessi hópur var allt ann-
að en lestrækur. Einungis þrír
sátu í skóla í sjötta bekk.
Sumir slógu út í aðra sálma
etfir fjórða bekkjar próf,
sumir eftir stúdentspróf. Að-
eins 12 luku framhaldsnámi.
Guðmundur Hlíðdal var ekki
í skóla nema þrjá vetur og
hóf verkfræðinám sitt að
loknu fjórða bekkjar prófi.
En þrátt fyrir alla þessa
dreifingu, hefur þessi bekkur
eða það, sem eftir hefur verið
af honum á hverjum tíma,
haldið saman sem lifandi
heild alla leið frá aldamótum.
Og það kom smám saman í
ljós og betur og betur eftir
því sem árin liðu, að Guð-
mundur Hlíðdal var lífið og
sálin í félagsskap okkar. Hann
var svo vökull og ósérhlífinn,
að allir lærðu að varpa for-
sjánni á hann, þótt fúsir væru
að fylgja honum. Þar hélzt í
hendur trygglyndi, rausn og
risna og síminnug umhyggja,
ekki einungis fyrir félags-
skapnum, heldur hverjum
einstaklingi, jafnt í meðlæti
sem mótlæti. Þótt við höfum
allir vitað þetta og fundið,
höfum við líka skilið, að það
yrði seint fullmetið og aldrei
fullþakkað. Og ef slík vinátta
og ræktarsemi skyldi vera al-
gengari en ég hef fengið að
kynnast, þá er líka veröldin
betri en ég hef átt auðvelt
með að trúa.
Sigurður Nordal.
UM síðustu páska fór Guðmund-
ur Hlíðdal til fjalla, eins og hann
hafði gert næstum óslitið síðast-
liðin 30 ár.
Vér minnumst hans sem ferða-
félaga úr ferðum Guðmundar
frá Miðdal, er stofnaði „Fjalla-
menn“ fyrir 25 árum síðan. Hlíð-
Rotterdam, 16. júní NTB
Sextán verkamenn að
minnsta kosti hafa látið lífið,
er gífurleg sprenging varð í
morska oliuflutningaskipinu
^Ronastar" í Verolmeskipa-
smíðastöðinni í Rotterdam í
Hollandi í dag. Sprengingin
var svo öflug, að hún hreyfði
i um 50 km. fjarðlægð. Marg-
ir gluggar brotnuðu í húsum
i Haag, sem liggur í þriggja
milna fjarlægð. Mikið eldhaf
umlukti skipið og þúsundir
af íbúum Rotterdam flykktust
út á göturnar til þess að horfa
á eldinn, sem tókst að lokum
að slökkva fyrir ötullega fram
göngu slökkviliðsins í Rotter
dam, áhafnar skipsins og
verkamanoa í skioasmiða-
•töðinni.
Guðmundur
Hlíðdal,
póst- og
símamála-
stjórL
dal var þar traustur félagi, sem
ótrauður tók þátt í ferðalöigum
sér yngri maniía um fjöll og
jökla.
Vér minnumst hans, sem eins
þeirra er reisti með oss nýjan
fjallaskála fyrir 10 árum. Þar
hefir hann síðan dvalið um flesta
páska — og nú síðast í vor.
„í skafrenningi er skapið bezt“
segir í einum fjallasöngnum. Þá
var Guðmundi Hlíðdal skemmt,
er hann tók á sig skíðin og hélt
út í skafrenninginn. Hann var
karlmenni, sem kannaði nýjar
leiðir, en kom jafnan heill til
baka, því áræðninni fylgdi at-
hygli. Á síðkvöldum sagði hann
oss frá atburðum úr ferðalögum
sínum heima og erlendis. Hin
hógværa frásögn hans var bland-
in kýmni, sem kom öllum í gott
skap. Hann var fjallamaður af
lífi og sál.
Vér söknum hans, sem góðs
félaga — og þökkum fyrir að
hafa átt hann sem félaga.
Tindafjallamenn.
Æviágrip
GUÐMUNDUR J. Hlíðdal var
fæddur 10. febrúar 1886 í Gröf
á Vatnsnesi, V.-Hún. Foreldrar
hans voru Jónas bóndi í Hlíð á
Vansnesi, Jónssonar bónda á
Tittlingastöðum (Laufási) í Víði-
dal, Sigurðssonar, og fyrri kona
hans, Anna Margrét Guðlaugs-
dóttir bónda á Tjörn á Skaga,
Guðlaugssonar.
Guðmundur lauk 4. bekkjar
prófi frá Lærða skólanum í Rvík
1904, prófi í rafmagnsfræði frá
Höhere Techn. Lehranstalt, Techn
ikum, Mittweida 1907, fram-
haldsnám við TH í Berlin 1908—
09. Vann að mælingum á fossum
á íslandi 1907—08. Verkfræðing-
ur hjá Hugo Engelmann & Co.
í Heiligenstadt, Þýzkalandi, 1909
—10, Siemens-Schuckertwerke í
Berlín 1911—14 og hafði þá m.a.
umsjón með byggingu rafmagns-
veitu á Seyðisfirði (1923). Verk-
fræðingur hjá vita- og hafnar-
málastjórn 1914—20. Gerði mæl-
ingar og áætlanir um ýmsar raf-
magnsveitur og sá um byggingu
rafmagnsstöðva, m. a. á Húsavík
(1917—19). Samdi frumvarp um
fyrstu rafmagnsveitulög (nr. 51/
1915). Gerði uppdrætti, áætlanir
og hafði umsjón með uppsetn-
ingu rafmagnsvirkjunarhluta raf-
magnsstöðvar við Elliðaár (1919
—22). Rag eigin verkfræðiskrif-
stofu í Reykjavík 1922—23. For-
maður i stjórnskipaðri ullariðn-
aðarnefnd og gerði á hennar veg-
um vatnsvirkjunarmælingar og
athuganir á ýmsum stöðum með
hliðsjón af ullariðnaði (1922—23).
Hafði umsjón með lagningu tré-
vatnspípu frá Gvendarbrunnum
að Elliðaám (1923). Gerði frum-
áætlun um virkjun Glerár (á-
samt Jóni Þorlákssyni, 1920).
Verkfræðingur hjá Landssíma fs-
lands frá 1924. Landssímastjóri
frá 1931 og póst- og símamála-
stjóri 1935—56. í Flóanefnd til að
gera tillögur um ýmis mann-
virki á Flóaáveitusvæðinu, mjólk
1 urbú, vegi og fleira. Hafði um-
sjón með byggingu síldarverk-
siðju ríkisins á Siglufirði (1929—
30). endurskoðandi síldarverk-
smiðja ríkisins (1930—32), i
stjórn þeirra (1932—33). Formað-
ur í stjórnskipaðri síldarverk-
smiðjunefnd (1934). f byggingar-
stjórn síldarverksmiðja ríkisins á
Siglufirði 1934—35. Ráðunautur
rikisstjórnarinnar í rafmagnsmál-
um 1914—31 og annaðist undir-
búning og eftirlit með rafmagns-
lögnum í opinberum byggingum.
Stofnandi ísaga hf., Rvík (ásamt
öðrum, 1919), í stjórn frá 1923,
formaður frá 1937. Stofnandi
Hreins hf., Rvík (ásamt öðrum,
1922), stjórnarformaður 1925—28.
í stjórn Fossafélags íslands frá
1916, formaður þess frá 1925. —*
Samdi frumvarp um sérleyfi til
virkjunar Sogsins (1917). í stjórn
Landsmiðjunnar 1929—35. í stjórn
VFÍ 1916—22. Fulltrúi VFÍ á 5.
norræna raffræðingamótinu i
Khöfn (1937), í samvinnunefnd
norrænna verkfræðinga í Reykja-
vík (1950). Formaður RVFÍ 1942
—44. Formaður í undirbúnings-
og móttökunefnd VFÍ við 6. nor-
ræna raffræðingamótið á íslandi
1952. Formaður félagsins Ger-
mania í Reykjavík í nokkur ár,
heiðursfélagi þess 1936. Fulltrúi
íslands á alþjóða fjarskiptamála-
ráðstefnum í Madrid (1932),
Kairó (1938), Atlantic City (1947)
og Buenos Aires (1952). Fulltrúi
íslands við sérleyfissamningagerð
við Mikla norræna ritsímafélagið
í Danmörku 1933.
Guðmundr kvæntist 2. júní 1909
Karólínú, f. 31. des. 1886 á Núpa-
kosti undir Austur-Eyjafjöllum,
Þorvaldsdóttur bónda þar og á
Þorvaldseyri, Bjarnasonar og
konu hans Elínar Guðmundsdótt-
ur bónda í Drangshlíðardal, Jóns-
sonar. Börn þeirra eru: Elín, cand.
phil., gift Birni Gunnlaugssyni,
lækni, Rvík; Þorvaldur, Karólína,
gift Þórði Einarssyni, sendiráðs-
ritara í Rvik, og Einar Rafn,
verkfræðinemi.
Alvarleg kreppa innan Ef na-
hagsbandalagsins
— deilt um álögur á landbúnaðar- og
iðnaðarvörur, og sameiginlegan sjóð í
samrœmi við ný, sjálfstœð tjárlög
bandalagsins
Brussel, 1. júlí — NTB
í NÓTT, sem leið, slitnaði upp
úr samningaviðræðum utan-
ríkisráðherra landa Efnahags-
bandalagsins í Briissel um
landbúnaðarmál. Hér er talið
vera um mjög alvarlegt mál
að ræða, sem haft geti ófyrir-
sjáanlegar afleiðingar fyrir
bandalagið, ef ekki tekst að
ná samkomulagL
Það eru fjármál landbúnað-
arins, sem til umræðu voru.
Sú áætlun, sem unnið hefur
verið eftir um þau mál, rann
út í gær. Ber því brýna nauð-
syn til að samið verði um
nýja áætlun. Landbúnaðar-
mál hafa verið, og eru, mjög
þýðingarmikill hluti alls efna
hagssamstarfs þeirra sex
ríkja, V-Þýzkalands, Ítalíu,
Frakklands, Hollands, Belgíu
og Luxemhourg, sem aðild
eiga að bandalaginu.
Það ástand. sem nú hefur
skapazt, kann að hafa mjög
slæm áhrif á umræður um tolla-
mál, þ.á.m. fyrirhugaðar gagn-
kvæmar tollalækkanir landanna
beggja vegna Atlantshafsins.
• Utanrikisráðherra Frakk-
lands, Couve de Murville,
skýrði frá því á blaðamanna-
fundi í nótt, skömmu eftir að
slitnaði upp úr viðræðum, að
alls enginn viðræðugrundvöllur
væri nú fyrir hendi. Tjáði hann
fréttamönnum, að ekkert hefði
verið ákveðið um frekari við-
ræður. Hefur sú yfirlýsing vakið
mikla athygli, og þykir benda
til þess, að hér sé um meira
alvörumá' að ræða, en margir
munu halda.
Couve de Murville lét þau orð
falla við fréttamenn, að hér
væri um sérstakt vandamál að
ræða, „sem enginn skyldi líta
öðrum augum en alvarlegum“.
Er Murville var að því spurður,
hvort það, sem nú hefði gerzt,
kynni að tákna endalok Efnahags
bandalagsins. svaraði hann:
„Það er ekki Frakka að ákveða,
hvort þetta verður síðasti fund-
urinn. Hins vegar verður
franska stjórnin að íhuga málið,
og komast að niðurstöðu“.
Utanríkisráðherra Hollands,
Joseph L-uns, var mjög áhyggju-
fullur, cr hann kom af fund-
inum í nótt. Hamj var fáorður,
en sagði þó: „Við munum reyna
að fá því framgengt með við-
ræðum milli fulltrúa ríkisstjórna
bandalagsins, að ákveðinn verði
nýr fundartimi og staður."
• Það, sem til umræðu var á
næturfundinum, var, hverj-
ar reglur skyldu gilda um fjár-
mál landbúnaðarins næstu fimm
árin. Þar átti m. a. að ákveða
verð landbúnaðarafurða. Til
greina kom einnig að semja til
styttri tíma, eins eða tveggja ára.
Þá var til umræðu, hvernig haga
skyldi stjórn sameiginlegs sjóðs,
svo og fjárframlögum tii hans.
Aðalmarkmiðið, sem stefnt var
að, var þó samræming álaga á
landbúnaðar og iðnaðarvörur,
sem runnið hefðu í sameigin-
legan sjóð, er starfa skyldi í
samræmi við ný sjálfstæð fjár-
lög bandalagsins.
Fulltrúi Luxembourg skýrði
frá því í nótt, að utanríkisráð-
herra Frakka, Murville, hefði
unnið afreksverk, er honum hefði
á síðustu stundu tekizt að beina
umræðunum að fjárframlögum
einstakra ríkja í þessu sambandi,
Því liti það þannig út á yfir-
borðinu, að hægt væri á nýjan
leik að taka upp umræður, án
þess, að nokkur bandalagsþjóð-
anna hefði brotið allar brýr að
baki sér.
Formaður stjórnarnefndar
Efnahagsbandalagsins, Walter
Hallstein, efndi í dag til fundar
með fréttamönnum í BriisseL
Skýrði hann frá því, að nefndin
myndi, svo skjótt, sem auðið er,
reyna að koma fram með nýjar
tillögur um tilhögun landbún-
aðarmálanna. Er Hallstein hélt
blaðamannafund sinn, hafði bor-
izt um það frétt frá París, að
langt kynni að verða að bíða
þess, að Frakkar tækju þátt i
nýjum ráðherrafundi bandalags-
ins.
Aðspurður, svaraði Hallstein
því, að neitaði ein meðlimaþjóð-
anna að taka þátt í umræðum,
væri hægt að taka ákvarðanir
einróma.
• Áreiðanlegar heimildir
herma, að það hafi verið
Holland og Belgía, sem ekki
vildu staðfesta nýja skipan
landbúnaðarmálanna, án sér-
stakra trygginga fyrir því, að
Evrópuráðið, sem skv. tillögum
átti að hafa eftirlit með sjálf-
stæðum íjárlögum bandalagsins,
fengi meira vald í þeim efnum.
Frakkar munu hafa lagzt gegnt
þvL