Morgunblaðið - 02.07.1965, Blaðsíða 17
FostuSagur 2. júlí 1965
MORGUNBLAÐID
17
f-
Martin þurfti oft að tala í simann
— Saga af tveim
— þjóðum
Framhald af bls. 12
það ekki hann, þá Fernandez
Dominiguez," svaraði ég.
„Það getur ekki orðið. Við
Tnunum ekki fallast á mann úr
hernum,“ sagði Martin.
En aðeins fáum dögum áður
hafði W. Tapley Bennett, sendi-
herra, persónulega myndað
stjórnarklíku þriggja ofursta,
svokallaða San Isidro klíku, •
sem var um það bil að öðlast
viðurkenningu Washington eft-
ir því sem blaðarfegnir sögðu.
Það vildi einnig svo til, að nótt-
ina þann 3. maí bauð Martin
sjálfur hershöfðingjanum Ant-
onio Imbert Barreras að mynda
stjórn með stuðningi Washing-
ton — aðeins fáum klukkustund
um eftir að hann hafði sagt mér
að rikisstjórn hans gæti ekki
viðurkennt hermann sem for-
seta.
Þegar Martin sagði mér, að
Bandaríkin gætu ekki fallist á
ríkisstjórn undir forsæti Caa-
manos — og það var mjög þýð-
ingarmikið að Bandaríkin við-
urkenndu hina nýju stjórn, því
það var lykillinn að viðurkenn-
ingu annarra Ameríkuríkja —
þá svaraði ég með því að segja,
að við gætum fengið aftur dr.
Molina Urena í stöðu forseta.
Þegar hér var komið var skipzt
á skoðunum í ca 10 mínútur.
Martin hélt því fram, að ekki
yrði unnt að fá Molina Urena
burtu úr sendiráði Colombíu. Ég
hélt því fram, að landgönguliðið
gæti náð honum þaðan ef það
vildi. Loks hringdi Martin aft-
ur til Washington og kom aft-
ur til að segja mér, að hann
• héldi að sér myndi takast að fá
dr. Molina Urena aftur í em-
bætti Svo spurði hann mig:
„Mynduð þér snúa heim aftur
og leiðbeina og aðstoða við upp
byggingu landsins á nýjan
leik?“
Þetta var mjög furðuleg'
spurning. Nóttina áður hafði
sendiherrann sagt mér afdrátt-
. srlaust, að ég gæti ekki snúið
aftur til lands míns, undir því
yfirskini að líf mitt væri í
hættu. Tveim dögum áður hafði
Fortas svarað með þögninni bón
minni um flugvél. Sjö dögum áð
ur hafði annar ritari banda-
ríska sendiráðsins í Dómini-
kanska lýðveldinu hrópað, að ég
•gæti ekki snúið heim. Hver var
það sem Martin talaði við í sím-
»nn. Var það aðstóðarráðherr-
inn Thomas Mann?
Spurning Martins var vand-
lega orðuð. f henni fólst ósk um
að vita, hvort ég myndi snúa
heim til lands míns eftir að
tryggri stjórn hefði verið kom-
ið á laggirnar undir forystu
Molina Urena, ekki hvort ég
myndi fara þegar í stað. Hvort
ráðagerðin, sem við vorum byrj
,Við verðum alltaf Islendingar*
— segja Barteís-hjónin, sem hafa
búið í Kaupmannahöfn i 47 ár
aðir að tala um, myndi heppn-
ast eða mistakast var komið
undir svari mínu. Það var auð-
velt fyrir mig að sjá þessa á-
hrifaríku daga, að það, sem
Mann var sízt hrifinn af, var
að ég héldi heim. Ég svaraði:
„Nei, ég get það ekki. Ef ég
snéri heim væri ég forsetinn."
Með þessu ætlaðist ég til að
sendiherrann skildi, að ástæðan
fyrir því að ég vildi ekki snúa
heim var að ég óskaði að kom-
ast hjá því að stofna til vand-
ræða fyrir mögulega ríkisstjórn
dr. Molina Urena.
•Martin hringdi enn einu sinni
til Washington. Fréttirnar um
að ég myndi ekki snúa heim til
Santo Domingo hlýtur að hafa
verið tekið með velþóknun,
því viðræðurnar gengu nú fljótt
fyrir sig. Þá var hringt til Mart-
ins frá Washington og hann
byrjaði að skrifa niður punkta.
Skömmu síðar kom hann til
okkar Benitez og tók að lesa
upp skilmála. Ég yrði að gefa
út yfirlýsingu til dóminikönsku
þjóðarinnar. Fyrsta atriðið átti
að vera að ég lýsti yfir því, að
byltingin hefði fallið í hendur
kommúnistum og þess vegna
væri koma bandarískra her-
sveita réttlætanleg. Jafnvel þótt
Martin héldi áfram að lesa upp
fleiri atriði var undrun mín svo
mikil, að ég heyrði það ekki.
Til að skýra undrun mína
verð ég að taka fram, að ég
þekkti Martin sendiherra.. Ég
vissi, að hann var viðkvæmur
maður og fær um að skilja til-
finningar og skoðanir, sem
diplomatar frá landi hans skilja
iðulega ekki. Mér fannst ég vera
vinu,r hans og mér finnst enn að
ég sé vinur hans, þvi ég er van-
ur því að halda vináttu ofar
árekstrum hugmynda og hags-
muna. Og ég vissi í huga mér
og hjarta, að Martin tók tillit
til virðingar minnar og þeirrar
ákvörðunar minnar að varð
veita virðingu mína umfram
allt og að, honum fannst hann
vinur minn. Hvernig gat maður
þá skýrt tilboð sendiherrans
um, að ég lýsti hernaðarafskipt-
in lögmæt og að ég staðefsti hin
ar fáránlegu falsanir sem dundu
látlaust á hinni dóminikönsku
stjórnarbyltingu? Hefði ég ver-
ið í sporum hans hefði ég aldrei
borið slíkt tilboð á borð fyrir
Martin sendiherra.
Ég sagði Martin, að ég gæti
ekki gefið út yfirlýsinguna sem
hann fór fram á, að ég væri
dóminikanskur stjórnmálaleið-
togi byltingarinnar — sem héfði
verið gerð til að gera mér kleift
að setjast að völdum aftur í
landi mínu. Martin svaraði með
því, að ég yrði, að gefa út yfir
lýsinguna. Undrun mín varð
enn meiri við það. Ég sagði:
„Afsakið, herra sendiherra, ég
er ekki bandarískur skrifstofu-
þræll og Washington getur ekki
fyrirskipað hvað ég verði að
gera. Ég skil, að þér eruð að
verja skoðanir lands yðar, en
ég verð að verja skoðanir míns
lands."
Þegar hér var komið greip
Benitez fram í.Á meðan á samn
ingaumleitunum stóð, bæði í við
ræðunum við Fortas og þeim
mikilvægari umleitunum sem á
eftir fóru, greip hann fram í
á réttu andartaki til að koma
í veg fyrir að þær færu í sjálf-
heldu. í báðum tilfellum sýndi
hann hlutleysi og túlkunarhæfi
leika, sem á sér aðdáun mína.
Benitez kom fram allan tímann
af heiðarleika og sýndi sjald-
gæfa snilli. Honum tókst á end-
anum að sannfæra Martin um,
að ég hefði rétt fyrir mér.
Klukkan var orðin yfir eitt
síðdegis, þegar ég settist niður
til að skrifa boðskap minn til
dóminikönsku þjóðarinnar. í
honum mótmælti ég auðvitað
afskiptum Bandarikjanna í
landi mínu. Um kl. 2 síðdegis
afhenti ég Martin frumtextann
og skildi svo við hann. Næsta
dag fékk ég þær upplýsingar frá
Santo Domingo, að nokkrum
klukkustundum eftir að við
Allir, sem dvalizt hafa í
Kaupmannahöfn á síðustu
áratugum, kannast við hjón-
in frú Elísabetu og Martin
Bartels, bankafulltrúa hjá
Privatbanken. Martin Bartels
hefur lengur en nokkur ann-
ar gegnt formennsku í íslend
ingafélaginu í Kaupmanna-
höfn. Hefur ætíð verið gest-
kvæmt' á heimili hans við
Njalsgade. Þau Bartelshjón-
in komu með síðustu ferð
Gullfoss hingað til lands í
fyrsta sinn í 18 ár. Síðastlið-
in föstudag átti blaðamaður
Morgunblaðsms samtal við
þau á heimili Filippíu Blónd-
al, vinkonu þeirra, í Eski-
hlíð 6a, þar strr þau rounu
dveljast þær vikur„ sem þau
verða á íslandi að þessu
sinni.
— Hvernig er að vera eig-
inlega hvorttveggja í senn, ís
lendingar og Danir?
— Við erum íslendingar,
svaraði ,Bartels. Ég hygg, að
því sé svo farið með okkur
flesta íslendinga, að við höld
um þjóðerni okkar, hvar sem
við erum og hve lengi sem
við dveljums tþar.
— Hvar eruð þér fæddur?
— Ég er fæddur í Kefla-
vík, en fluttist í æsku til
Reykjavíkur og bjó hér til
27 ára aldurs. Tel ég mig því
Reykvíking. Faðir minn var
danskur. Hann hét Johan
Henrik Vilhelm Ludvig Bart-
els og fæddist í Hilleröd, en
fluttist til íslands, þegar
hann var 14 ára, og vann í
Duus-verzlun. Síðar fór hann
aftur til Danmerkur til verzl-
unarnáms, en kom að því
loknu hingað og gerðist fakt-
or hjá Fisoher í Keflavík og
síðar í Reykjavík.
— En frú Elísabet?
— Ég er dóttir séra Arn-
órs Árnasonar á Felli í
Strandasýslu og konu hans
Stefaníu Stefánsdóttir. Móðir
mín dó, er ég var á öðru ári
og var ég alin upp hjá frænd-
fólki mínu, Ólafi lækni Sig-
skildum væri Martin sendiherra
hvernig Martin hefði boðið
að ræða við Antonio Imbert
Barreras hershöfðingja og hefði
óskað eftir því, að hann mynd-
aði stjórn. Tveim dögum síðar
fékk ég nánari upplýsingar um.
valdasyni í Króksfirði og
komu hans. Þegar hann dó,
var ég 9 ára. Fluttist ég þá
til Reykjavíkur með ekkju
hans, Elísabetu Jónsdóttur
frá Steinnesi.
— Hvernig stóð á því, að
þér fóruð til Kaupmanna-
hafnar? spurði blaðamaður
Bartels.
— Við vorum sendir til að
kynna okkur bankastarfsemi
hjá Privatbanken fjórir ungir
starfsmenn íslandsbanka, en
þar hafði ég unnið, frá því
er ég tók stúdentspróf, 1909.
Auk- mín fóru þeir Einar Við-
ar, Viggó Björnsson og Bjarni
Sighvatsson. Þetta var árið
1916 og var ætlunin, að við
yrðum aðeins 3 mánuði. Hin-
ir sneru heim aftur, en ég
bað urn framlengingu, þar
sem ég sá að þetta var alltof
stuttur tími, og fékk ég hana
þegar. Það var ekki fyrr en
2 árum síðar, að ég fastréði
mig til Privatbanken. Þar
varð ég síðar bankafuilltrúi
og gegndi því starfi yfir 30
ár, eða þar til 1953, er ég
komst á eftirlaun.
— Hvenær giftust þið?
— Það var í Kaupmanna-
höfn 1918. Við vorum trúlof-
uð í Reykjavík. Svo vorum
við saman dálítinn tíma í
Kaupmannahöfn, þegar ég
kom út, því að hún var þá
að ljúka ársdvöl þar. Þeg-
ar ég ákvað að verða áfram
hjá Privatbanken, kom hún
út og við giftum okkur. Séra
Haukur Gíslason gaf okkur
saman í Holmens-kirkju, þar
sem hann var prestur. Eng-
inn viðstaddur, nema við,
®em kunni íslenzku,'svo að ég
varð sjálfur að syngja sálm-
inn.
— Eigið þið börn?
— Já, við eigum eina dótt-
ur, svaraði frú Elísabet. Hún
heitir Sara og er gift manni
í bandarísku utanríkisiþjón-
ustunni, sem staðsettur verð-
ur í Vín næstu árin. Þau eiga
4 mjög efnilega drengi. Þér
Dóminikönum til húss Imberts
til að reyna að telja þá á að
taka sæti í stjórninni.
Ég heyrði ekkert frekar frá
Martín sendiherra — hvorki
beint né fyrir milligöngu Ben-
itez. Hann hvarf eftir að við
vitið, hvað ömmur eru alltaf
alltaf montnar. Hér er mynd
af þeim ölluin. Sá stærsti
heitir Martin.
— Hvert var helzta vina-
fólk ykkar í Kaupmannahöfn
fyrst eftir að þið komuð þang
að?
— Það voru Lambertsen-syst
kinin. Faðir þeirra átti húsið
við Austurstræti, þar sem ísa
fold er nú. Lambertsen yngri
var úrsmiður í KaupmJhöfn.
Síðar eignuðumst við marga
aðra góða vini, bæði íslenzka
og danska.
— .Voru margir íslendingar
í Kaupmannahöfn á þessum
árum?
— Já', það eru alltaf margir
Islendingar í Kaupmanna-
höfn, enda er hún indæl
borg. Ég býst við, að þeir hafi
verið tiltölulega álíka margir
þá og nú.
— Hvenær urðuð þér for-
maður Islendingafélagsins?
— Það var árið- 1926. Ég
var síðan formaður félagsins
í 19 ár samfleytt, eða til
stríðsloka 1945. Við komum
mjög oft saman á stríðsárun-
um. Þá voru stundum yfir
300 manns á fundum. Ann-
ars er starfsemin enn í
blóma. Fundir eru haldnir
5 til 6 sinnum á ári, oftast í
húsi Danska stúdentafélags-
ins, en einnig víða annarsstað
ar.
— Hverjir voru helztir með
stjórnarmanna yðar í félag-
inu?
— Lengi voru í stjórn þeir
Þorf innur Krist j ánsson,
prentari, Pétur Bogason, yfir-
læknir, Hallgrímur Thomsen,
lögmaður, Klemenz Tryggva-
son, Jakob Benediktsson, Jón
Helgason, stórkaupmaður,
Tryggvi Briem, Agnar
Tryggvason, Hjörtur Þor-
steinsson, verkfræðingur og
margir fleiri góðir menn.
— Hvenær var íslendinga-
félagið í Kaupmannahöfn
stofnað?
— Sennilega hafa á síð-
ustu öld verið fleira en eitt
slíkt félag, en það félag, sem
nú starfar enn, er líklega
stofnað árið 1876, því að frá
Framh. á bls. 25.
skildum og fyrstu fréttirnar,
sem ég hafði frá honum, voru
í gegnum grein hans í Life —•
grein, sem skrifuð hefur verið
í miklum flýti, ef dæmt er eft-
ir öllu því sem slep'pt er og
ruglað saman í henni.
Mimwmr ■