Morgunblaðið - 02.07.1965, Qupperneq 19
Föstu'dagur 2. júlí 1965
MORGUNBLAÐIÐ
19
Áttræð í dsLg:
Gíslína Gísladóttir
Frændkona mín, Gíslína Gísla
dóttir að Völlum í Ölfusi verður
áttræð í dag. Ég veit, að það
verða margir, sem hugsa með
hlýhug til hennar á þessum
merkis degi í lífi hennar. Þeir
eru ótaldir, sem búnir eru að
njóta hinna óvenjulegu mann-
kosta hennar á langri lífsleið.
Gíslína er fædd 2. júlí 1885 í
Reykjahjáleigu, Ölfusi. Þar ólst
hún upp í foreldrahúsum. Tæp-
lega tvítug að aldri giftist hún
syni bóndans að Völlum, Kjart-
ani Markússyni, frænda sínum.
Hefur hún búið þar síðan, hin
síðustu ár með börnum sínum
og tengdasyni. Maður Gíslínu
Kjartan heitinn Markússon, var
mikill dugnaðarforkur og var
bú þeirra hjóna hið myndarleg-
asta og öll gestrisni rómuð þar.
Þau Gíslína og Kjartan heitinn
hófu búskap að Völlum skömmu
éftir aldamót. Kom það strax
í ljós hve dugleg og samhent þau
hjón voru. Stækkaði búið mjög
í höndum þeirra. Vakti það mikla
áthygli hve dugleg Gíslína var
og stjórnsöm húsmóðir. Hjóna-
band þeirra Gíslínu og Kjartans
var sérstaklega ástríkt og til
íyrirmyndar. Þeim hjónum varð
sex barna auðið. 3 þeirra dóu
mjög ung en 3 komust til full-
örðins ára. Auk þess ólu þau
Upp tvo drengi, Karl Þorbergs-'
son og Ögmund Kristgeirsson.
Son sinn, Valdimar misstu þau
19 ára gamlan rétt fyrir jólin
1929 á mjög sorglegan hátt.. Varð
hann úti í mjög slæmu veðri,
er hann var að koma heim frá
Laugarvatnsskóla. Það var mik-
il sorg á Vallaheimilinu þau jól
in enda Valdimar heitinn hinn
mesti myndar- og efnismður. En
sem betur fer fyrnist yfir sorg-
irnar þó þær skilji eftir ör í
hjarta. Tvö af börnum Gíslínu
og Kjartans heitins eru nú á lífi
og búa þau á Völlum, Sigríður
sem nú ér húsfreyja að Völlum,
gift Birni Jónasyni, hinum mesta
dugnaðar- og ágætismanni og
Sigurgísli hinn mesti mannkosta
maður, sem býr með móður
sinni, systur og mági. Allt er
þetta óvenjulega duglegt fólk og
heiðursfjölskylda.
Gíslina er sérstaklega vel gerð
kona. Ég var aðeins lítill snáði,
er ég naut fyrst gæzku hennar
og hlýju. Við vorum mörg syst-
kinin og bjuggum skammt frá
Völlum fyrstu árin. Var oft
þröngt í búi hjá foreldrum okk-
ar og var þá gott að leita til
Gíslínu frænku. Hún reyndist
okkur sönn frændkona ems og
svo mörgum öðrum. Það var
ekki lítils virði fyrir börn og
unglinga að alast upp í þeim
anda sem ríkti á Vallaheimilinu
og gott vegarnesti þegar út í
lífið var komið Þar átti Gíslína
stærsta þáttinn eins og eðlilegt
var. Þar var öllu stjórnað af
elsku og umhyggju og glöðu geði
og þó af myndugleika. Henni
var gott að hlýða.
Gíslína mín! Persónulega vil
ég þakka þér alla móðurlega
elsku frá þeirri stundu, er ég
fyrst man eftir mér til þessa
dags. Einnig vil ég flytja þér
þakkir fjölskyldu minnar Það
hefur verið ómetanlegt að hafa
þekkt þig og fengið að njóta
mannkosta þinna. Ég óska þér
innilega til hamingju með dag-
inn og vona, að guð gefi þér
ánægjulegt æfikvöld.
Ögmundur Jónsson
frá Hvoli
að auglýsing
í útbreiddasta blaðinu
borgar sig bezt.
Áki Jakobsson
é
hæstaréttarlögmaður
Austurstræti 12, 3. hæð.
Simar 15939 og 34290
JÓHANNES L.L. HELGASON
JÓNAS A. AÐALSTEINSSON
Lögfræðingar
Klapparstíg 26. Sími 17517.
Coca-Cola hressir bezt!
S :
NJÓTIÐ þeirrar ánægju,
sem Coca-Cola veitir.
Æíð hið rétta bragð
• aldrei of sætt • ferskt og hressandi.
FRAMLEITT AF VERKSMIÐJINNI VÍFILFELl I UMBOÐI TNE C OCA-COLA COMPANV
IMýleg íbúð
Til sölu er nýleg rúmgóð 4ra herbergja íbúð á hæð
í sambýlishúsi við Sólheima. íbúðin er í ágætu
standi. Stórar svalir móti suðri. Gott útsýni. Ibúðin
er skemmtileg og vönduð. Teppi á stofu og skála.
ÁRNI STEFÁNSSON, HRL.
Málflutningur — Fasteignasala
Suðurgötu 4 — Sími: 14314.
Afgíreltisliimsllur
Viljum ráða afgreiðslumann í timburdeild.
Einhver reynsla í timburafgreiðslu eða þekking
á timburvörum æskileg.
Jon Loflsson hf.
Hringbraut 121 — Sími 10600.
Ódýrt Ódýrt
Leðurlíkisjakkar, Nylonúlpur, Drengja-
skyrtur hvítar og mislitar, Herraskyrtur
hvítar og mislitar nylon, Gallahuxur,
Telpnaúlpur, Vmnujakkar o. m. fl. á verk:
smiðjuverði. m
Verzlunin NJÁLSGÖTU 49.
Atvinna
Viljum ráða eftirtalda starfsmenn:
1. Afgreiðsltímann í varahlutaverzlun.
2. Mann á vörulager og til aðstoðar við
útkerslu. Þarf að hafa ökuréttindi.
Upplýsingar á skrifstofu vorri, Suðurlandsbraut 16.
GUNNAR ASGEIRSSON H. F.
Rýmingarsala Rýmingarsala
Ný sending af enskum unglingakjólum á krónur
550.— plíseraðir Tricel kjólar á krónur 400.—
Sumarkápur frá 1200.— krónurn, heilsárskápur
á 1500—
FATNAÐUR, Skólavörðustíg 3.
Hárgreiiislustofa Hslgu JáakimsdMtur
(áður Suðurgötu 14), opnar í dag í nýjum húsa-
kynnum.að Skipholti'37, sími 21445 — 21445.
Nýtt plasthús
Höfum fengið umboð til þess að selja nýtt efni í bíi-
skúra, sumarhús, vinnuskúra og gripahús. Efni
þetta er tilbúnið í flekum af akveðnum stærðum
«r stáli og trefjaplasti. Flutningur og uppsetning
er mjög auðveld og sparar mikla vinnu. Sterkt og
varanlegt efni. Hægt er að nota aftur og aftur ef um
breytingu er að ræða eða hús flutt.
Sýnishorn fyrirliggjandi á skrifstofunni.
Húsa & íbúðas alan
Laugavegi 18, IÍI, hæð.
Laugavegi 18, III. hæð — Sími 18429.