Morgunblaðið - 02.07.1965, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ
Föstndagur 2. júlí 1965
Við ætlum að vinna
— en munum þó 1—1 jafnteflið
í siðasta landsleik segja Danir
ÍÞRÓTTASÍÐAN átti í gær símtal við fréttaritara sinn í
Kaupmannahöfn, Poul Prip Andersen, ritstjóra íþróttasíðu
Berlingske Tidende. Hann dró ekki dul á, að Danir gera sér
vonir um sigur í landsleiknum við ísland á mánudaginn —
cn gera þó ráð fyrir öllu, því þeir hafa ekki gleymt jafn-
teflinu, 1-1, í síðasta landsleik þjóðanna. Prip gaf okkur upp
ýmsar upplýsingar um danska knattspyrnu og danska lands-
liðið. í viðtalinu kom í ljós að upplýsingar KSÍ um lands-
ieikjafjölda dönsku leikmannanna eru rangar. Hefur víðast
gleymzt að bæta við landsleiknum við Rússa — og einnig
kom á daginn að nýliðar í danska liðinu eru aðeins tveir, en
ekki þrír, sem sagt hefur verið. Það eru þeir Heini Hald,
vinstri bakvörður, og Kaj Poulsen, hægri útherji. Egon Niel-
sen, sem einnig var talinn nýliði, hefur þrjár landsleiki að
baki — alla í sumar. En snúum okkur að frásögn okkar ágæta
vinar í Kaupmannahöfn.
Við Danir gerum okkur mikl-
ar vonir um sigur, — en enginn
okkar hefur þó gleymt jafntefl-
inu 1—1 í síðasta leik landanna
1959. Og það skeði í Kaup-
njannahöfn. Við þykjumst viss-
ir um að Danir séu sigrustrang-
leyjri, en samt erum við með-
vitandi um að allt getur skeð
í knattspyrnu.
Dönsk knattspyma er ekki á
háu stigi þessa dagana. Við höf-
um á síðasta ári misst 10 lands-
liðsmenn til Skotlands og 2 til
Þýzkalands. Og þáð sem er allra
verst er að við höfum misst Ole
Sörensen — einmitt nú þessa
dagana. Hann hefur gerzt atvinu
maður í Þýzkalandi. Það var
Ihann sem skapaði sigurinn yfir
Svíum — þann fyrsta í 14 ár.
í hinum tveim landsleikjun-
um lékum við gegn Finnum og
unnum 3—1 og nú á sunnudag-
inn gegn Rússum í Moskvu. I>að
vai lélegur leikur hjá okkar
landsliði — og þá var heldur
enginn Ole Sörensen með.
En ef við tölum um liðið, þá
skipar markvarðarstöðuna Max
Möller, 22 ára gamall. Hann
hefur aðeins leikið einn hálfleik
i landsliði. Kom inn sem vara-
maður einu sinni. Val hans kom
dálítið á óvart nú, því Leif Niel-
sen hefur staðið í markinu í 12
landsleiki í röð og var í fyrra
talinn bezti markvörður Evrópu.
Var hann talinn það eftir keppn
ina um „þjóðabikarinn“ (Nati-
ons Cup) á Spáni. En hann var
óöruggur í Moskvu á sunnu-
daginn.
Jörgen Hansen er 26 ára og
hefur leikið 18 landsleiki. Hann
var m.a. í Norðurlandaliðinu
gegn „öðrum Evrópulöndum“ í
fyrra. Hann er einn sterkasti
maður liðsins.
Heini Hald er v. bakv. 23 ára
gamall og nýliði í landsliðinu.
Hánn • er sterkur og hörku-leik-
maður, en lágvaxinn og ekki sér-
lega fljótur, en mikill keppnis-
maður.
3ent Hansen er h. framv., 31.
árs gamall. Hann hefur leikið
5ð landsleiki. Hann var í fyrra
í Norðurlandaliðinu og hann var
með í liði Dana sem vann silf-
urverðlaun á OL í Róm 1960.
Miðframvörðurinn er Carl
Hansen, 22. ára gamall með 7
landsleiki að baki. Hann var
einn af þeim örfáu sem áttu
góðan leik í Moskvu.
V. framvörður er* Preben
Arentoft 28. ára gam-
all og hefur leikið 3 landsleiki
alla á þessu ári — debuteraði í
leiknum við Finna. Hann er
einn af þeim fáu sem komið
hefur þægilega á óvart í danskri
knattspyrnu í ár. Það er enginn
giæsileiki yfir spilamennsku
'hans — en hann vinnur vel og
staðan er vel skipuð með hon-
um.
A hægra kanti er Kaj Poulsen.
Hann er mjög fljótur og leikur
vel með knöttinn en fær ekki
uppskeru sem erfiði. ' Það er
stundum eins og hann sé hrædd-
ur við eigin hæfileika.
Hægri innherji er Egon Han-
sen. Hann er 28 ára gamall og
debuteraði í landsliðinu á þessu
ári. Hann er sóttur alla leið til
liðs KFUM sem er í 4. deild
danskrar knattspyrnu. Hann hef
ur verið með í öllum leikjun-
um þremur á þessu ári, en ekki
átt góða leiki .Ef hann ekki nær
góðum leik móti íslendingum,
verður honum án efa „sparkað“
úr landsliðinu og þá er oft erf
itt að komast þangað aftur.
Og þá komum við að aðal
„kanónunni" Ole Madsen í mið-
herjastöðunni. Hann hefur leikið
43 landsleiki. Hann hefur skorað
yfir 40 mörk í landsleikjum —
eða sem sagt öruggur með mark
í hverjum leik. Það er afrek.
Hann var kjörinn „knattspyrnu-
maður ársins" í Danmörku s.l.
ár. Hann er einstaklega snöggur
og viðbragðsfljötur leikmaður
og mjög hættulegar. Hann var í
Norðurlandaliðinu og atvinnu-
mannafélögin hafa oft gert hon-
um boð — en ekki nógu há.
Hann var með á móti íslandi í
1-1 leiknum 1959.
Vinstri innherji er Kjeld Pet-
ersen. Hann hefur aðeins leikið
1 landsleik. Hann er 23 ára.
Fyrsti landsleikur hans var gegn
Finnum á dögunum. Þá stóð
hann sig ekki vel — og var vara-
maður bæði gegn Svíum og
Rússum. En nú þegar forföll
Kennarar og greinarhöfundur.
OLE MADSEN
fyrirliði Dana
hafa verið boðuð þá er gripið til
hans aftur. Hann er mjög fljótur
— og óútreiknalegur. Hann leik-
ur í stöðu miðherja í sínu félags-
liði <Köge).
Gamla kempan Henning Enok-
sen er á vinstri kanti. Hann er
29 ára. Hann hefur 48 landsleiki
að baki. Það var hann sem
tryggði Danmörku jafntefli gegn
íslandi, er landsliðin hittust sið-
ast 1959. Hann fékk tilboð um
að gerast atvinnumaður fyrir
100 þús. dollara — en sagði „Nei“
því atvinnumennska væri ekki
fyrir hann. Hann vonast eftir að
til ná 50 landsleikjum — og gerir
það áreiðanlega í haust.
Það er enginn atvinnumaður
í danska liðinu. Við í Danmörku
höfum það fyrir fasta reglu að
kalla ekki atvinnumennina heim
til landsleikja.
Merkilegt œskulýðsstarf
aS Núpi í Dýrafirði
Bogi Þorsieinsson, form. KKÍ segir
frá heimsókn þangað
ÉG brá mér nýlega vestur að
Núpi í Dýrafirði í boði Sigurðar
R. Guðmundssonar, íþróttakenn-
ara og formanns Héraðssambands
Vestur-ísfirðinga. Tilgangur far-
Hún sigraði Cassíus
FALLEGA konan hans
Cassiusar Clay, Sonja, fékk
með dómi í skilnaðarmáli
sem maður hennar höfðaði
gegn henni» sér dæmda 350
dollara vikulegar greiðslur og
2500 dollara í málskostnað.
Skilnaðurinn er genginn í
gildi — en fréttamenn benda
á að hjónaband þeirra Clay-
hjónanna hafi varað í 344
daga — og Sonja sé eini mót-
herjinn sem Cassius Clay
hafi ekki sigrað.
Sonja fór fram á þúsund
dollara greiðslu vikulega —
en því hafnaði dómarinn og
taldi hæfilega 350 dollara
upphæð.
Clay krafðist skilnaðar á
þeim sökum að Sonja *hefði
rofið gefið loforð um að taka
upp múhameðstrú sem eigin-
maður hennar. Hann tiltók
að hún neytti víns, notaði
andlitsfarða og vildi ekki sem
lög krefðust klæðast skósið-
um kyrtli við trúarathafnir.
Og nú eru þau skilin —
og þetta kalla margir fyrsta
ósigur Clays.
arinnar var fyrst og fremst, að
ræða um körfuknattleik á íþrótta
námskeiði, sem þar var haldið
og sýna nokkrar kennslukvik-
myndir.
Ég var svo heppinn, að vera
viðstaddur úrslitaleikina í körfu-
knattleiksmóti þeirra Vestur-ís-
firðinga. Keppt var bæði í karla
og kvennaflokki og sýndu liðin,
að þrátt fyrir íþróttalega ein-
angrun, hafa Vestfirðingar náð
tslsverðri leikni í þessari
skemmtilegu íþróttagrein.
Endaþótt ég væri ánægður með
áranigurinn í körfuknattleik, þá
varð ég þó hrifnari af að kynn-
ast því mikla starfi fyrir æsku-
lýðinn þar vestra, sem unnið er
að Núpi undir forystu Sigurðar
R. Guðmundssonar.
Vorið 1959, þegar héraðsskól-
inn hafði lokið störfum, efndi
H.V.f. til íþróttanámskeiðs að
Núpi, fyrir unglinga á aldrinum
13 til 16 ára. Námskeið þetta
sóttu 23 unglingar víðsvegar að
af sambandssvæðinu.
Námskeiðið þótti gefa svo góða
raun, að það hefir verið endur-
tekið á hverju vori síðan og er
nú orðinn fastur liður í uppeldi
æskufólks þar vestra. Nemendur
á námskeiðinu í vor, sem stóð
yfir dagana 10.—20. júní, voru
samtals 100, eða svo margir, sem
húsnæði leyfði.
Unglingarnir byrja að sækja
þessi námskeið 13 ára gamlir og
síðan koma flestir þeirra aftur á
hverju ári til 16 ára aldurs. Á
þessum námskeiðum eru kennd-
ar þessar íþróttagreinar: Frjáls-
ar íþróttir, körfuknnattleikur,
knattspyrna, leikfimi og hand-
bolti. Sund er einnig æft, en er
ekki sérstök námsgrein.
Kennarar á námskeiðinu í vor
voru: Sigurður R. Guðmundsson,
Valdimar Örnólfsson, Vilborg
Guðjónsdóttir og Þór Hagalín.
Stundaskrá námskeiðsins er
þannig, að nemendur eru vaktir
kl. 8 að mongni, kl. 8,30 fer fram
fánahylling og fjöldasöngur fyrir
framan skólann, en síðan er geng
ið til morgunverðar. íþrótta-
kennsla í hinum ýmsu greinum
frá 9 til 12 og er nemendum skipt
í flokka eftir aldri og getu. Mat-
arhlé og hvíld frá kl. 12 til 14,
en síðan eru íþróttaæfingar til
kl. 15,30. Eftir kaffi kl. 16,15
hefjast æfimgar á ný, en kl. 19
er kvöldverður snæddur oð síð-
ar um kvöldið fer fram kvöld-
vaka og sjá nemendur sjálfir um
skemmtiatriði. Sum kvöld er
dansað, en kl. 23 ganga nemend-
ur til náða.
Það vakti athygli mína við
heimsóknina á þetta námskeið
að Núpi, hversu góð stjórn var
þar á ölhim hlutum, án þess þó
að nokkurri hörku virtist vera
beitt. Þarna var glaðvær hópur
myndarlegra ungmenn, frjálsleg-
ur í framkomu, sem virtist taka
íþróttakennsluna alvarlega.
Þessi árlegu námskeið að
Núpi, hafa mikið uppeldislegt og
félagslegt gildi fyrir unglingana
í hinum dreifðu byggðum Vest-
fjarða. Þarna kynnast ungling-
arnir hverir öðrum læra góða
framkomu í leik og starfi
Fjöldi unglinganna eru þarna i
sinni fyrstu dvöl utan veggja
heimilisins og er því hiikils um
vert, að þau njóti góðrar og ör-
uggrar handleiðslu.
Ég var þarna á dansleik á
laugardagskvöldi þar sem sam-
an voru komin á annað hundrað
unglingar og þar sá ekki vín á
nokkrum manni og framkoma
unglinganna var með öllu óað-
finnanieg.
Framhald á bls. 2L '