Morgunblaðið - 02.07.1965, Side 27
Fðstudtagur 2. Jðlf 198S
MORCUNBLAÐIÐ
27
Hundar varnarliðsmanna
gera usla í fé í Hvalfirði
HREPPSTJÓRINN í Hvalfjarðar
strandarhreppi, Gísli Búason í
Ferstiklu, hefur kært til lögreglu
stjórans á Keflavíkurflugvelii yf-
ir því, að hundar varnarliðs-
manna í herstöðinni í Hvalfirði
hafi gert usla í fé bænda þar um
slóðir og að varnarliðsmaður hafi
ógnað honum með skotvopni, ér
hann fór í herstöðina til að
kvarta vegna þessa máls. Þá seg-
ir Gísli einnig, að yfirmenn í her-
stöðinni hafi verið staðnir að því
nýlega að skjóta fýlá á hreiðrum
af ungurn og eggjum ofan við
herstöðina.
Gísli Búason hreppstjóri skýrði
blaðinu svo frá í gær, að her-
menn í herstöðinni í Hvalfirði
!hefðu hjá sér hunda, sem gert
hefðu mikinn usla i fé bænda þar
um slóðir. Hefðu margoft verið
kvartað yfir þessu við yfirmenn
stöðvarinnar, en það hefði engan
árangur borið. Hundar varnar-
liðsmanna hefðu oft í vetur
hlaupið í fé í högum og heima á
túnum, og þá stundum hrakið
fé á girðingar. Síðan hefði það
gerzt sl. sunnudag er bændur
voru að smalá heiðalönd sín og
hugðust reka fé sitt saman til
rúnings, að tveir hundar varnar-
liðsmanna hefðu hlaupið í safn-
ið og tvístrað því-í.allai; áttir,
svo að ekki varð við neitt ráðið.
Kvaðst Gísli þá hafa farið í her-
stöðina og krafizt þess, að hund-’
arnir yrðu framseldir. Þá hefði
varðmaður við hliðið tekið upp
byssu og hótað að skjóta á hann,
éf snert yrði við huridunum. Lög-
regluþjónn á staðnum hefði
reynt að aðstoða við að fá hund-
ana tekna. en það hefði ekki bor-
ið neinn árangur. .
Yfirmaður upplýsingaþjónustu
Bandaríkjanna skýrði blaðinu
svo ,frá í gær, að á sunnudag
hefðu nokkrir menn komið að
hliði herstöðvarinnar í Hvalfirði
og kvartað undan því, að hund-
a.r varnarliðsmanna hefðu. hlaup
ið í fé, er á smölun stóð. Til
nokkurra orðaskipta hefði komið,
bændur heimtað að fá hundana
- ALSIR
Framhald af bls. 1
♦ í Algeirsborg var tilkynnt í
dag, að ákveðið hefði verið að
loka kúbönsku fréttastofunni í
borginni, „Prensa Latina“. í sér-
stakri tilkynningu, sem gefin var
út af opinberri hálfu um þetta
mál, segir, að fréttastofan hafi
látið prenta og dreifa ræðu, sem
Fidel Castro, forsætisráðherra
Kúbu, hélt nýlega. Þar réðst
hann harkalega að Boumedienne
og fylgismönnum hans.
Síðan Boumedienne velti Ben
Bella af stóli, hefur gætt mikils
óróa í röðum kommúnista og
vinstrimanna í „óháðum löndum“
Asíu og Afríku. Hafa margir ráða
menn í löndum þessum þótzt sjá
hylla undir nýja stjórnarstefnu í
Alsír, og orðrómur hefur verið
uppi um ýmsar fyrirhugaðar
breytingar, m.a. afnám eins-
flokkskerfisins, sem komið var á
á valdaferli Ben Bella. Sukarho,
Indónesíuforseti, hefur undan-
farið dvalizt í Kairó, þar sem
hann ræddi m.a. við Nasser, Eg-
yptalandsforseta, og Chou En-lai,
forsætisráðherra Kína.
Er talið fullvíst, að för utan-
ríkisráðherra Indónesíu standi í
sambandi við umræður leiðtog-
anna þriggja, og vilji þeir nú
ganga úr skugga um, hvort leið-
togar Alsír hafi í hyggju að víkja
frá kommúnisma.
Er dr. Sukarno kom til Algeirs-
borgar í dag, voru þar fyrir
sendiherra Pekingstjórnarinnar,
Tseng Tao, og egypzki sendiherr-
ann, Mustafa Kemal Martagui.
Málgagn Alsírstjórnarinnar
skýrði í dag frá komu utanríkis-
ráðherrans, og sagði, að hann
væri kominn til að flytja Boume-
dienne boð frá Sukarno, Indó-
nesíuforseta.
♦ Fregnin um, að fréttastof-
unni kúbönsku hafi verið lokað,
hefur vakið allmikla athygli. í
tilkynningu alsírsku stjórnarinn-
ar, sem gefin var út, segir, að
fréttastofan hafi brotið landslög,
með því að birta fréttir, sem
greinilega sé ætlað að hleypa af
stað ólgu í landinu.
Ræða Fidel Castro, sem frétta-
Stofan lét dreifa, var haldin í
kúbanska sjónvarpinu fyrir
nokkru. Þar sagði forsætisráð-
herrann m.a., að Boumedienne og
fylgismenn hans væri einhverjir
verstu tækifserissinnar, sem sög-
ur færu af.
Þó hörðum orðum sé farið um
kúbönsku fréttastofuna í dag, er
þó tekið fram í tilkynnirigu
stjórnarinnar alsírsku, að vin-
áttubönd Alsír og Kúbu séu ó-
n. Þau eigi sér djúpar rætur,
sem sé sameiginleg aridúð á
n, éinræði og heimsvalda-
framselda, en varðmaðurinn tjáð
þeim, að þeir fengju ekki inn-
göhgu í stöðina. Varðmaður
þessi hefði ekki borið nein vopn.
Síðar um daginn hefðu bændur
ásamt lögregluþjóni á staðnum
gengið á fund foringja stöðvar-
innar og. rætt málið við hann.
Á mánudag hefði síðan yfirmað-
ur af KeíÍavíkurflugvelU koroið
upp í Hvalfjörð og rannsakað
mál þetta. Hefði hann beðið
bændur afsölcunar á þeim usla,
sem hundarnir tvéir hefðu gert
í fé þeirra og lofað, að þeir yrðu
fjarlægðir úr herstöðinni.
Yfirmaður Upplýsingaþjónustu
Bandaríkjanna kvað ekki rétt að
Íslendingi hefði verið ógnað með
byssu.
Björn Ingvarsson lögreglu-
stjóri á Keflávíkurflúgvelli sagði,
að til hans hefði verið kært vegna
máls þessa og væri það nú í rann
sókn. Sagði hann, að hundarnir
hefðu verið fjarlægðir, en að eng
in kæra hefði borizt yfir því, 'að
varnarliðsmenn hefðu skotið á
fugla.
YFIR Grænlandi er að
myndast háþrýstisvæði, sem
breiðist austur eftir, en aust-
ur af Langanesi er grunnt
lægðarsvæði, sem fjarlægist
í austurátt. Um hádegi í gær
var vindur orðinn norðan-
stæður um allt land og veð-
ur bjart sunnanlands og aust-
án. Kl. 15 var hiti um 15 st.
í Skaftafellssýslum. Norðan-
lands var skýjað óg sumstað-
ar rigning, hiti 4-8 st., en
mun létta til bráðlega.
Hver borgar tjónið?
EINS og áður hefur verið ,
greint frá í blaðinu, varð' hundr-
uð þúsunda króna tjón, er ölv-
aður unglingur ók stolinrii bif-
reið á fimm kyrrytæðar bifreið
ar á Miklubraut. iHýtur þvi sú
spurning að vakna, hver muni
borga tjónið. Til þess að grennsl
ast fyrir um þetta atriði, hafði
blaðið tal af Olaíi B. Thors hjá
Almennum tryggingum h.f. en
Ford Station bifreiðin, sem á-
rekstrinum olli, var tryggð hjá
því tryggingarfélagi.
Ólafur kvað íyrrverandi eig-
anda umræddrar bifreiðar hafa
tryggt hana, en um síðustu ára-
mót selt hana núverandi eig-
anda. Sá hefði vanrækt að til-
kynna tryggingarfélaginu eig-
andaskiptin, og ekki heldur
borgað iðgjald af tryggingu bif-
reiðarinnar. Væri mál þetta því
öllu flóknara en það virtist i
fyrstu.
Eldnr í bót
á Seyðisfirði
I GÆR kom upp eldur í vél-
bátnum Skálabergi, hundrað
tonna báti héðan frá Seyðisfirði.
Kviknaði í út frá logsuðutæki,
sem verið var að vinna með í
vélarrúmi bátsins. Slökkvilið
staðarins kom þegar á vettvang
og gekk slökkvistarfið greiðlega.
Enri er ekki kannað, hversu
miklar skérómdirnar urðu á bátn
um. — FréttaritarL
Almennum ttyggingum bmri
að greiða það tjón, sem Ford
Station bifreiðin hefði valdið á
bifreiðnunum íimm. Trygginga-
félagið ætti síðan endurkröfu á
hendur hinum ölvaða pilti og
einnig að öllum l.kindum á hend
ur eiganda Ford Station bifreið-
arinnar, þar sem hann hefði
ekki gert samniog við trygginga
félagið. Sagði Ólaíur að lokum,
að full ástæða væri til að brýna
fyrir mönnum að standa jafnan
skil á tryggingariðgjöldum fyr-
ir bifreiðir sínar og tilkynna eig
andaskipti, ef svo bæri undir.
Forsætisráðhrrra dr. Bjarni Benediktsson les upp tilkynningv
ríkisstjórnarinnar.
— Sildarflotinn
Framhald af bls. 1
skipt í tvennt, vorum við þeirrar
skoðunar að það ætti að gilda
frá 10. júní, en ekki 15. júní,
eins og dómurinn gerði ráð fyrir.
Þá érum við sérstaklega ánægð
ir með, að tekið er upp í hið nýja
samkomulag, ákvæði um vigtun
á síld, en það hefur verið bar-
áttumál útvegsmanna um langt
árabil.
Haraldur Ágústsson, skipstjóri
sagði við fréttamann Mbl., a3
honum fyndist hið nýja samikomu
lag mikill ávinningur fyrir sjó-
menn. Eftir þetta samkomulag,
bætti Haraldur við, — fer óg
glaður á sjóinn aftur. Ég tel, að
allir geti unað vel við samkomu-
lagið og legg á það áherzlu, að
ákvæðin um vigtunina eru mikils
verður árangur. .
Nýsldrlegur sumnrbústaður
VEGFARENDUR, sem átt hafa
leið um Skúlatorg undanfarna
daga hafa veitt því athygli, að á
lóðinni Borgartún 1 stendur lítið
hús allnýstárlegt í útliti. Hér er
um að ræða sumarbústað, sem
selst ósamsettur og er þetta á al-
gjöru tilraunastigi þannig, að
framleiðsla hefst ekki fyrr en út-
séð er, hvort grundvöllur er fyrir
framleiðslu og sölu slíkra bú-
staða. Söluumboð fyrir bústað-
ina hefur fyrirtækið Fasteigna-
val, Skólavörðustíg 3. Teiknari
bústaðarins er Finnbogi Magn-
ússon.
Sá bústaður, sem er til sýnis
að Borgartúni 1 kostar kr. 07
þús. • án þeirra húsgagna, sem
hann er sýndur með. Hann er
15 m2 að stærð, en unnt er að fá
hinar ýmsu breytingar gerðar á
-honum — og má þá m.a. geta
þess að skeyta má saman fleiri —
þannig, að væntanlegir kaupend-
ur geta stækkað við sig ár frá
ári. Bústaðurinn selst eins 0.g
áður er getið ósamsettur, en með
honum fylgir teikning eða leið-
arvisir um samsetningu hans, svo
að hver sem er á að geta sett
hann saman. Veggir, gólf og þak
eru úr tvöföldu byrði. Einangrun
í gólfi er 114 tommu plast, en í
veggjum og lofti tvöfaldur ál-
úmínpappír. Allir sjáanlegir við-
ir eru heflaðir, ’ nema hliðar-
klæðningar, sem eru ristar með
bandsög og gefur það mjög
smekklega áferð. 1 risinu eru
svefnstæði fyrir tvo. Kynding er
gaskynding. Kaupandi greiðir
fiutning og efni til þess staðar,
sem bústaðnum er ætlaður, en
sökklar fylgja í kaupverðinu.
Starfsfólk veitingahúsa fékk 4%
hækkun og 45 stunda vinnuviku
Á SJÖUNDA tímanum í gær-
morgun náðust isamningar milli
Sambands veitinga- og gistihúsa
eigenda annars vegar og Félags
starfsfólks í veitingahúsum og
Verkalýðsfélagsins Einingar hins
vegar um kaup og kjör starfs-
fólkis í veitinga- og gistihúsum.
Sáttafundur hófst kl. 8.30 í fyrra
kvöld og stóð sleitulaust fram á
morgun, en fundinum stýrði
sáttasemjari ríkisins, Torfi Hjart
arson.
Samkomulagið gildir til I.
júní 1966. Aðalatriði þess eru
þau, að allir grunnkaupstaxtar
hækka um 4% og að vinnuvik-
an styttist úr 48 stundum í 45
án skerðingar launa. Engar
breytingar verða á orlofi. Þá er
tekið upp í samningaria nýtt
ákvæði um 38 stunda vinnuviku
fyrir það starfsfólk, sem ein-
göngu vinnur kvöldvinnu, þ.e.
eftir kl. 6 á daginn og fram eft-
ir nóttu, eins og nú á sér stað
í sumum vínveitingahúsum (
danshúsum. Samið var um, :
veitingamenn greiddu 1%
sjúkrasjóð af umsömdum má:
aðarlaunum. Aðrar breyting;
frá fyrri samningi eru óverule
ar, en það eru ákvæði, se
koma frá oáðum aðilum.
Hlutaðeigandi félög staðfes
í gærdag samkomulag samnin
nefndanna, og kom þvi áður b<
að verkfall ekki til framkvæmx
í gær.