Morgunblaðið - 17.07.1965, Side 14

Morgunblaðið - 17.07.1965, Side 14
14 MORCUNBLADIÐ Laugardagur 17. júlí 1965 Krfistrciann Guðmundsson skrifar: Um norskar bækur „KOLOS”, eftir Finn Alnæs, (Gyldendal) er norska verð- launabókin í Norrænu skáld- sagnakeppninni og hefur nánast orðið fræg að endemum. Það virðist augljóst að norska nefnd- in hefur ekki haft um auðugan garð að gresja, úr því að þessi óskapnaður hlaut fyrstu verð- laun í Noregi, Finn Alnæs er ungur maður, rúmlega þrítugur, en á að baki margbreytilegt líf, sem leikari, barnaskólakennari, eyrarvinnumaður, bílstjóri og biaðamaður. Mér vitanlega er þetta fyrsta skáldsaga hans, og því von að’ ýmislegt sé athuga- vert við hana. Frásagnárgáfu hefur pilturinn, því er ekki íhægt að neita, og það er aug- ljóst að hann hefur lesið all- mikið, t.d. Dostejevsky og Kafka, en ekki melt þá nógu vel. Hann er mælskur mjög, og hefur aldrei lært þá nytsömu dyggð sem hverjum rithöfundi ber að hafa í heiðri, að spara við sig orðin. Hófsemi í lýsingum er honum og fjarlæg. Persónur hans eru allar fremur ótrúlegar, og einkum þó aðalpersónan Brage Brageson, sem er íþrótta- garpur mikill og hamhleypa slík, að nálgast hetjur Rabelais, eri hvorki á hann skopskyn né satíru þess ágæta höfundar. Um- hverfislýsíngar hans eru með. sama marki brenndar, óhémju- legar og þó stundum nokkuð lif- andl, hvað aldrei er hægt að segja um persónulýsingarnar. Fabúilinn er sakamálasaga, og á baksvíði ástarsaga, hin síðari ómerkileg, hin fyrri ofraun fyrir trúgirni lesandans. Eina persón- an, sém nálgast það að vera trú- verðug, er verjandi söguhetjunn-, ar, Gyðingur með norsku blóði í æðum, hugsjónamaður og harla geðfelldur. Það er óneitanlega mikil þol- raun að lesa þessa bók sem er hartnær hálft sjötta hundrað blaðsiður, og ekki vil ég ráða neinum til þess. Þó eru í henni góðir sprettir, einstaka athyglis- verðir kaflar, ef einhver skyldi vilja nenna að leggja á sig að finna þá. „En flyktning finner sitt land“ eftir Max Tau, (Asche- •houg), er ein af þeim bókum sem maður les með gleði, og oftar en einu sinni. Max Tau er þýzk- ur Gyðingur, vinur menningar og bókmennta og hefur m.a. unnið mikið og gott starf í þá átt að útbreiða norskar bókmennt- ir meðal stórþjóðanna. Hann fiýðí undan grýlu nazismanns á sínum tíma, upp til Noregs, og gerðist norskur borgari undir lok stríðsins. Um æfi sjna í Þýzkalandi og flóttann þaðan hef ur hann áður ritað bók, er nefn- ist „Land jeg mátte forlate", sem vaktið hefur athygli, einnig ut- an Noregs. Sjálfur ritar hann enn ekki á norsku, en lætur þýða bækur sínar á það mál; er sú, sem hér um ræðir, þýdd af Carl Frederik Engelstad, og með ágætum. Það hefur margt verið ritað um Noreg í síðustu heimsstyrj- öld, og sumar þær bækur ágæt- ar, en þó hygg ég að þessi gefi alveg sérstæða mynd af siðustu árunum fyrir stríðið, og þá einkum af lífi hinna fjölmörgu fióttamanna, er safnazt höfðu til landsins, lýsi ótta þeirra, kvíóa og heimilisleysi á jörðunni bet- ur en flestar aðrar, sem um það mái fjaila. Raunar var Fiótta- mönnum tekið með afbrigðum vel í Noregi um þær mundir, og nutu þeir hvers konar stuðnings málsmetandi manna af öllum stéttum. Eigi að síður var 'if þeirra erfitt og öryggislaust, því ailtaf vofði skuggi stríðsins yfir þeim; það blandaðist víst fáum hugur um að það myndi skeila á, þá og þegar. Tilveru þessara manna, einkum Gyðinganna, er dvöldu landflótta í Noregi, er lýst í skýrum og lifandi mynd- um, þannig að lesandanum skilst ógleymanlega hvað þeir áttu við að stríða. Þá eru og í bók þjssari dregnar upp margar skyndi- myndir af þekktum borgurum í Noregi, flestar þeirra mjcg glöggar, lýsa sérkennum hvers um sig á skemmtilegan og auð- kennandi hátt. Max Tau er dugnaðarforkur að komast áfram, enda a,Iveg ófeiminn að leita þeirra úrræða sem bjóðast. Þessari fram- kvæmdasemi sinni lýsir hann vel, er hann segir frá því hvern- : ig hann þrengdi sér inn á heim-1 Ijj ili norsk-sænskra hjóna fyrir utan Stokkhólm, í stríðinu, vegna þess að hann fann að þar myndi honum ganga vel að skrifa bók þá er hann hafði í smíðum. Ekki veit ég hvort hon- um er sjálfum ljóst, hvernig hann flettir ofan af vissum eigin , leikum í fari sínu og kynþáttar sins með þessari lýsingu. En Tau hefur töfrandi persónu- leika og kemur því sínu fram; — honum tekst einnig að ná sér í ágæta stöðu við forlag eitt í Stokkhólmi, og heldur þar áfram að vinna í þarfir norskra bókmennta, -sem hann hefur ávallt verið mjög hrifinn af og stutt á hvern þann hátt er hann mátti. Bókin er mjög vel skrifuð, lif- andi og töfrandi lestrarefni, og þrátt fyrir hið myrka baktjaid stríðs og nauða, full af von og gleði, gamansemi, meðaumkun og sáttfýsi, full af trú á mögu- leika mannsins til að sigrast á vondum og eyðandi öflum í til- verunni og skapa mannsæmandi veröld. Þá er hún og hvatning hverjum og einum áð sitja ekki hjá og láta allt reka á reiðan- um, heldur berjast hinni góðu baráttu eftir mætti. „Den som táler uretten, forbereder sin egen undergang.“ Árið J925 kom út Ijóðabókin eftir Johan Falkberget, sem nú vert laus í sér. Bezt er stúlk- unni sjálfri lýst, enda fyllir persóna hennar frásögnina hvar- vetna; lesandinn trúir á hana og hún verður lifandi fyrir hug- skotssjónum hans. Auðséð er að höf. héfur unnið verk þetta af kostgæfni og samvizkusemi, óg skáldleg tilþrif eru víða. Þótt telja verði bókina í heild þjóð- lífslýsingu, er hún svo vel gerð og innblásin lífi að gróði er að lesa hana. „Kometene“ eftir Finn Carling (Gyldendal), er þung og erfið Gisken Wildenvey, kona Her- saga, dálítið ruglingsleg á köfl- mans, hefur skrifað nokkrar .um, en þó merkileg. Hún fjall- ágætar sögur, og varð hún á ar um hin hættulegu öfl í sálar- sínum tíma kunn fyrir bækurn- lífi mannanna, er oftast skapast i á bernskualdrinum, af rang- I denne jord skal ogsá engang min fattige sang forselges af Gui.“ Gisken Wildenvey ar um Andrine og Kjell. Nú hefur hún, eftir nokkurra ára þögn, gefið út nýja sögu er nefn- ist: „Lang og tro tjeneste“ (Gyldendal). Sagan fjallar urn fátæka stúlku í Norðurlandi, og hefst þegar hún á unglingsárum er að fara að heiman í vist. Ger- ist hún ráðskona hjá ekkju- manni einum, en kynnist ninnig bróður hans, er hún þegar fest- ir ást við. Bróðirinn er kverma- gull og skemmtilégúr rhaður, en húsbóndi stúlkunnar þumbaldi hinn mesti, og leiðist henni frá byrjun á heimili hans. Dóttur á hann litla, er elzt upp hjá örnmu sihni að meStu, og er héinlarik við vinnustúlkuna, en gamla konan reynist henni góð og skilningsrík. Systir bóndans er einnig á heimili ömmunnar, komin um þrítugt og farin að ör- vænta, þó laglegheita stúlka, en í leiðindum sínum kvelur hún ráðskonu bróður síns á ýmsan n0rf*f* : hátt. Þótt bóndinn sé ekki orð- bokmennta. I fyrrahaust var bok ; ma hefur hann fulla n4tt. þessi gefin ut að nyju, auxin pg úru til kvenna> og þar UemUr endurbætt, og nefmst ”Vers. að hann fer inn til stúlkunnar, d’kt . I þrongyar henni til samlags yið i síg og gerir hana þurigaða. I Bregzt hann illa við er hún seg- ir honum þetta, og teíur jafnvei eins víst að bróðir hans éigi’ kró- Rugelsjöen og andre (Aschehoug). Ekki bætir kver þetta miklu við frægð og sóma gamla mannsins, en þó má hann vel við það kannast. í æsku virðist hann hafa orðið fyrir talsverðum áhrifum frá Arne Garborg, ekki sízt í ann, þiir sem hann hefur verið þar nokkuð tíður gestur. Þykir , stúlkunni þetta að vonum súrt „Vársnö-versene", sem raunar . j þroti, Gg á nú illa æfi þar Lil eru með því fallegasta í bók- ; bgrnið fæðist, og loks helzt hún inni, og lifandi lyrik. Falleg eru þarna ekki lengur við, en flýr á einnig Ijóðin úr skáldsögunni n4gir þfóéúrins og verður ráðs- „Eli Sjursdotter“, en þau minna kon.a hans. Dvelur hún þar sið- á gömul seljakvæði og þjóðvís- an alla æfi, verður ástmey ur. Frumlegt og gott kvæði er mannsins og vonar að hann „Den förste sang pá fjellet“. Hið muni giftast sér, en úr því verð- sama má Segja um „Islösning1*, | ur þþ aldrei. „Tornerosen" — og svo mætti lengi telja, því að nálega ekkert kvæði í bókinni er beinlínis lé- legt, en mörg ákaflega hugþekk, og þess verður að minnast að þetta eru verk ungs skáids. Margur tónn er þarna líkur því, er samtímis og síðar kom fram I skáldsögum höfundar, og Öll eru þessu lýst í litríkum og lifandi prósa, umhverfis- og atvikalýsingar með ágætum, bygging bókarinnar góð og frá- sögnin hrífandi, þannig að erf- ur itt er að hætta við söguna áður en henni lýkur. Hinu er svo ekki að leyna að flestar persónu snúnu uppeldi og ýmsum atvik- um, sem vont er að varast. Eru ýmsir kaflar bókarinnar skrif- aðir af hreinni snilld, en bygg- ingin laus, fortíð og nútíð alltoft strokkuð þannig saman, að illt er að átta sig á hlutunum, en auðsé að höf. gerir það með vilja, og einmitt á þann hátt nær hann Stöku sinnum ágætum ár- angri Og persónulýsingar hans eru oftast merkar, t.d. er stúlku- barninu Cecilie mjög vel lýst, svo og dómaranum og Agnete gömlu. En ekki get ég varist þeirri hugsun að miklu hefði bókin orðið betri, ef höfundur- inn hefði skipulagt efni sitt og lagt meira í byggingu sögunn- ar Hitt er svo ljóst að hann reyn ir á þennan hátt ■ að samræma efnið frásögninni og nær þannig, eins og áður er sagt, stundum tilgangi sínum, þótt alltoft mis- takist. Kafka hefur hann ber- sýnilega kynnt sér náið og er ekki laus við áhrif frá honum. Yngvar Hauge er að mörgu leyti athyglisverður rithöfuhdur. Hann hefur verið því sem næst blindur frá barnæsku og ritar verk sín með blindraletrij., því vekúr það furðu að hann hefur skrifað ágætt rit um liorska herragarða, lýst byggingarstil þeirra, og þeim listaverkum sem þar eru . geymd, af mikilli snilld. Að vísu hefur hann þá sjón að hann getur gengið einn um götur, en lítil mun glæta sú, og verður hann að horfa útund- an sér, svo að segja út úr augna- krókunum, til þess að geta séð það sem framundan er nokkurh vegin. Á þann hátt hefur hann gert sér hugmynd um byggmg- ar og listaverk, og hafa ekki aðr- ir lýst þeim betur, þótt þeir hafi fulla sjón. Menningarsöguleg verk hans, er fjalla m.a. um kon- ungshöllina í Osló, og svo Há- kon konung, þykja merk. Flpstar skáldsögur hans fjalla um fyrri tíma, og eiga það allar sam- eiginlegt að vera læsilegar og vel byggðar. Þótt ekki geti þær talizt stórverk, á borð við það bezta sem ritað hefur verið í Noregi, þá gefa þær allar ljósa mynd af aldarfari og athöfnum persónanna, ásamt hugsunar- hætti þess tíma, er þær fjalla um. Nýjasta bók Hauge, „Arven fra Östrát“ (Aschehoug), er tví- mælalaust bezta saga hans. Fjallar hún um mann sem ráun- verulega hefur lifað: Ove Bjelke, en hann var sonur Jens Bjelke, sem um fjörutíu árá skeið var kanslari Noregs, og fimmti lið- frá hinni nafnkunnu konu, Inger, sem gerði herragarðinn Östrát frægan. Kom Ove Bjelke talsvert við sögu Noregs á sín- um tíma, og á æskuárUm var líf hans mjög æfintýralegt. Gekk á háskóla i ítalíu og þau felldu ástir saman og hitt- ust síðar í Madrid, er hún var öðrum gefin. Er þeim æskuást- um vel lýst, og persónan Ove Bjelke skýr of lifandi í frásögn- inni, enda þótt hvergi sé róið á sálfræðileg djúpmið. Sérstæð og vel gerð frá höfundarins hendi er einnig Angela Valmarano, hin ítalska mær, og raunar ein athyglisverðasta aukapersóna bókarinnar. Þá er og frábær- lega vel lýst fyrri konu Bjelke, og systrum hans allvel. Kristján konungur IV. verður og skýr fyr ir hugskotssjónum lesandans. Bygging sögunnar er lýtalaus og gerð af mikilli kunnáttusemi, í henni er dramatísk spenna frá upphafi til enda. Frásögnin er liðug, en hófsöm, fellur allsstað- ar að efninu, og höfundurinn kann þá v^gdlærðu list til hlítar að segja hvergi of mikið, mála- lengingar fyrirfinnast ekki. AUt eru þetta góðir kostir og virð- ingarverðir. — Mjög skemmti- leg, en fullnýtízkuleg, er lýs- ingin á síðari konu Ove Bjelke. Þá einu persónu hefur höfund- inum mistekizt að fella inn í aldarfarið, en þó er hún svo vel gerð og skemmtileg að lesandinn fyrirgefur það fúslega. Efni bókarinnar er mikið og stórfellt, en höfundinum hefur tekizt svo vel að raða því niður, að það hlýtur að vekja aðdáun. — Hinu er svo ekki að leyna, að margar af persónunum eru nokkuð yfirborðskenndar, en þó kynnist lesandinn dável sálarlifí Ove Bjelke og innri viðbrögðum hans við atburðunum. Þá tekst höf. einnig að gera minnisverðal mynd af sálarlífi fyrri konu Bjelke, svo og hinnar ítöisku meyjar. Að öllu samanlögðu er þetta góð bók sem engan svíkur, og vissulega ætti að geta orðið vin- sæl einnig hér á landi. Yngvar Hauge er það góður rithöfund- ur að vert er að vekja á honurrí athygli. Út er komin hjá Det Norske Samlaget safn af ritgerðum um norska skáldið Tarjei Vesaas* Eiga tíu Norðurlandastúdentar hlut að henni, en útgáfuna hef- ur annast Leif Mæhle. Er þetta ágæt bók fyrir þá, er kynna vilja sér' efni og innri gerð hinna mörgu verka þessa stór- norska höfundar. Margar af rit- gerðunum eru góðar og kemur fram í þeim jákvæð og heiðar- leg gagnrýni. Sjálfur hefur Vesaas skrifað stutt yfirlit yfir æfi sína og starf, forvitnilega grein og vel ritaða, að vonum, og er mikill gróði að henni. Auðvitað kemur margt þarna fram sem erfitt er að fallast á, og sums staðar virðist gæta mis skilnings á verkunUm. En yfír- leitt sýna ritgerðirnar einlægan vilja til að skapa góða og verð- mæta ritskýringu, þótt gáfur höfundanna í þá átt séu dálítið misjafnar. Ritgerðirnar eru á fjórum tungumálum: Ný-norsku, rikis- norsku, dönsku og sænsku. . . lýsingarnar eru nokkuð grunnar minnir þo eínkum á hin fyrri, 1 yfirborðskenndar, sálfræðileg romantiskari verk hans. Bund- rök oft hæpin> og grunnurinn | hann íð mál er hjá Falkberget oft uncjir gumum staðhæfingum tals kynntist þar ungri aðalsmey, en mjög litað lynskum stemning- | um, og hið litla ljóð: „I denne jord“ væri vel hæfur inngang- ur að mörgum verkum hans: „I denne jord er mine fedres sanger forselget af Gud. I fattige ord de sang om savn og nód o'g strid for bröd. Og tunge i sinn tydet de tegn i sol og vind og snö og regn. ATHUGIÐ að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa i Morgunblaðinu en öðrum blöðum. Flakor vantar nú þegar. — Unnið í ákvæðisvinnu. Hærri ,,bónus“ skv. nýjum samningum. Upplýsingar hjá verkstjóranum. Sænsk- íslenzka Irystihúsið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.