Morgunblaðið - 28.07.1965, Page 2
MORGUN*' ***IÐ
MiðviTojdagur 28. Júlí 1965
Bí’slys í Ljósa-
vatnshreppi
yr Akureyri, 27. júlí.
VW-bíll frá Reykjavík gjör-
iónýttist í dag, er hann ók á
Ibrúarstöpul við Djúpá í Ljósa-
vatnshreppi nokkru eftir hádegi.
Færri kokteiSboð
London, 27. júlí (AF).
IÞEKKTUR brezkur læknir, sir
George McRcibert, hefur lagt til
að allar þjóðir sameinist um
einn þjóðhátíðadag. Tilgangur-
inn með þessari tillögu er að
fækka þjóðhátíðadögum og þar
af leiðandi boðum til síðdegis-
drykkju, sem lseknirinn segir að
fari illa með heilsu ■ sendiráðs-
manna og annarra diplómatá.
Sir George bendir á þetta í
foréfi, sem hann ritaði brezka
folaðinu „The Times“. Segir hann
að fréttamenn hafi verið sam-
mála um að Adlai Stevenson,
sem nýlega lézt í London, hafi
þjáðst af því að þurfa að sækja
of margar veizlur. „Hann þoldi
auðveldlega fundarseturnar og
viðræðurnar, en ekki þessi si-
felldu kokteilboð", segir sir Ge-
orge. Og hann bendir á að í
London séu nú starfandi um sex
þúsund fulltrúar erlendra ríkja,
og hver þeirra boðinn að meðal
tali í tvær veizlur á dag. Það
er ekki óalgengt að sami maður
inn fái 10—12 heimboð sama
daginn.
Tveir menn, sem í bilnum voru,
hlutu nokkur meiðsli, en litil
telpa slapp ómeidd.
Billinn hafði farið frá Akur-
eyri í morgun á austurleið og í
honum tveir karlmenn, þrjár
konur og fimm ára teipa. Þegar
komið var austur úr Ljósavatns
skarði, bilaði þakgrmd á bíln-
um, og var þá ákveðið að snúa
við til Akureyrar, til þess að fá
hana lagfærða eða kaupa nýja.
Urðu konurnar þrjár eftir og
ætluðu að bíða þarna í móanum
í góða veðrinu. .Karlmennirnir
tveir og litla stúlkan fóru hins
vegar í bílnum.
Ekki- höfðu þau farið nema
nokkra tugi metra, þegar komið
var að Djúpá. Austan við hana
er hóll, og beygir vegurinn á
háhólnum og liggur niður stutta
brekku að brúnni. Staðurinn er
viðsjárverður ókunnugum, og
þarna hafa oft orðið bílslys. Á
hólnum eða í. brekkunni ofan
að brúnni missti ökumaður vald
á bílnum, sem rann til-'-á veg-
inum, skall út í brúarstólpann
með vinstri hlið aftanverða síðan
aftur yfir í handriðið hægra
megin og stöðvaðist á miðri
fcrúnni. Höggið var geysimikið,
og er bíllinn allur tættur og
tabnn ónýtur. Ökumaður hlaut
heilahristing og skrámur og var
flutíur í sjúkrahús á Akureyri.
Féiagi hans fékk einmg höfuð-
högg og minni háttar áverka, en
telpan slapp ómeidd. — Sv. P.
Ágæff veður en
lítil sáld eystra
ÓHAGSTÆTT veður var á
sildarmiðunum undan Austfjörð
um og Suðausturlandi fram eft’ir
a’ðfaranótt þriðjudags. Þá fór veð
ur að batna, og var komið gott
veður í gærmorgun. I gærmorg-
un var ekki kunnugt um afla
nema eins skips. Hafði Gullberg
NS fengið 1300 mál við Hrollaugs
eyjar. Einnig varð vart við síld
nálægt Tvískerjum, sem eru á
milli Hrollaugseyja og Ingólfs-
höfða.
(
Farið yfir Þrö>skuld milli Þjófadala og Hveravalla. Ferðafélagar munu fara norður þessa leið, j
gegnt því, sem lestareiðin kemur.
llrðu að fara norðan Vonarskarðs
Ferð hestamanna frá Austurlandi norðan Vatnajökuls
E I N S og frá hefur verið
skýrt hér í blaðinu, eru
ferðamenn á leiðinni frá
Egilsstöðum suður milli
Vatnajökuls og Hofsjökuls
og ætla sömu leið og Árni
Odsson fór forðum einhesta
til Þingvalla. Nú lögðu
ferðamennirnir upp með 25
hesta og voru 5 saman.
Síðast, er til fréttist voru
þeir komnir vestur yfir Kverk
á og á leið til Hvannalinda.
í gær átti Mbl. tal við
Sverri Scheving Thorsteins-
son, sem er einn af þeim ferða
félögum. Samtalið átti sér
stað kl. rúml. 21.00, og voru
hestamennirnir þá að koma að
bækistöð skíðamanna í Kerl-
ingafj öllum.
Þeir hestamenn höfðu þá ver
ið í Nauthaga í fyrrinótt og
haft þangað sæmilega góða
ferð. Þeir urðu að halda norð
ur í Ódáðahraun til að kom-
ast fyrir kvíslar Jökulsár á
Fjöllum, sem féll úr Vatna-
jökli í 50 kvíslum, svo að
hefir ekki verið um neitt smá
vatn að ræða. Leiðin vestur
um Vonarskarð var þvx von-
laus og héldu þeir félagar
norður fyrir Tungnafellsjökul
og í Jökuldal og Gæsavötn.
Þaðan var haldið í Nauthaga
undir Hofsjökli og síðan í
Kerlingafjöil, þar sem blaðið
náði sambandi við þá í gær-
kvöldi.
Ferðin hafði gengið vel ut-
an það, að þeir félagar höfðu
misst frá sér þrjá hesta * í
Hvannalindum, sem fram
komu síðar að Brú á Jökuldal.
Á leið sinni vestur með
Vatnajöfcli fengu þeir einn
heybagga við Urðarháls, en
4 bagga í Jökuldal, og var það
heyfóðri'ð fyrir 21 hest úr
Hvannalindum í Nauthaga.
í gærkvöldi hugðust þeir
félagar halda í Þjófadali, en
þar eru góðir hagar, síðan
norðan Langjökuls í Fljóts-
drög, niður að Arnarvatni, í
Álftakrók og að Kalmans-
tungu. Þar hyggjast þeir vera
eftir 2—3 daga.
I gær var ágætt veður fyrir
Austurlandi. Nokkrir bátar voru
þá um 120 sjómílur austur af
Langanesi, en þar lóðaði Hafrún
ÍS á smátorfur og fékk nokkrar
torfur af gó'ðri síld. Síldin var
mjög stygg og dreifðist fljótt.
Manila, 27. júlí (NTB). —
Fundizt hefur brak flutninga-
flugvélar, - sem saknað hefur
verið frá því á sunnudag. Var
þetta vél af gerðinni C-47, og
fannst brakið efst uppi í fjalls
tindi um 400 kílómetra fyrir
suðaustan Manila. Ekkert lífs-
mark var að sjá hjá brakinu,
en með vélinni voru 36 manns,
þeirra á meðal fjögur börn.
SKULI SKULASON, ritstjóri,
varð 75 ára í gær. Mikili
fjöldi fólks heimsótti hann og
konu hans, þar sem þau dvelj-
ast nú um si'nn á heimili dótt-
ur og tengdasonar, en þau .
hjón hafa átt heimili í Noregi*
. síðan 1936. Afmæliskveðjur
Íbárxist Skúla víða að.
Skúli Skúlason var fyrir
mörgum árum kjörinn heið-
ursfélagi í Blaðamannafélagi
íslands, en fyrir það félag og
fyrir samtök blaðamanna hef-
ur hann unnið ómetanleg
störf. Brot af því rifjaði sr.
Emil Björnsson, form. Blaða-
mannafélagsins upp í
ræðu, er hann hélt þeg-
ar stjórn B. 1. heimsótti af-
mælisbarnið í gærmorgun.
Við það tækifæri var myndin
tekin. Á henni eru frá vinstri:
ívar H. Jónsson, sr. Emil
Björnsson, form. B.Í., Skúli
skúlason, Bjarni Guðmunds-
>on, blaðafulltrúi, Tómas
Karlsson og Atli Steinarsson.
Breytlngum í 99Þorstelni
Þorskabít64 að Ijúka
EINS og kunnugt er af fyrri hvert skipið verður síðan sent.
fréttum, er nú verið að gera Fer það að sjálfsögðu eftir því,
breytingar um borð í bv Þorsteini hvar síldin vefðist, og hefur jafn-
aðrSv,anbítf.mf- Ve' komið U1 tals að ^nda pað á
að hann flytjx ísvarða soltpnar- .... ._ TT. ,,, , .
síld af miðum eystra til hafna á miðln vlli Hjaltland, ef áfram-
Norðurlandi. Verkinu er nú að kal<1 verður á veiðum þar og úld
Ijúka, en ekki er enn afráðið, in verður söltunarhæf.
Bankarán í Svíþjóð
Stokkhólmi, 27. júlí (NTB).
EITT mesta bankarán Sviþjóðar
var framið í Stokkhólmi í morg-
un. Komst þjófurinn undan með
um 560 þúsund sænskar krómur
(um 4,7 millj. ísl. kr.) frá útibúi
Göteborgsbanken í höfuðborg-
inni.
Þjófurinn var einn af viðskipa-
vinum bankans, sem hafði fyrir
nokkru tekið bankahólf á leigu
undir nafninu Claus Bourgeau,
en það er bersýnilega tökunafn.
Hann kom í bankann snemma í
morgun, og kvaðst þurfa að kom-
ast í bankahólf sitt í sérstakri
hvelfingu niðri í bankanum.
Kona, sem er einn af gjaldkerum
bankaútibúsins, fylgdi mannin-
um niður, en skildi hann svojxar
eftir. Skömmu seinna fór svo
gjaldkerinn niður í hverfinguna
til að ná í peningakassa ,sinn þar,
en þá var gesturinn horfinn og
kassinn einnig. í honum voru um
650 þúsund sænskar krónur í
peningum, en þjófurinn hafði
skilið eftir nokkra útlenda pen-
ingaseðla, sem hann virtist ekki
hafa kært sig um að hirða.
Starfsmenn bankaútibúsins
gátu gefið lögreglunni góða lýs-
ingu á þjófnum, en hann hafði
dulbúið sig, svo ekki er a8 vita
að hvaða gagni lýsingin kemur.
Hann talaði ágæta sænsku, en
með útlendum hreim, sem gæti
bent til að maðurinn sé dansk-
ur. Einnig getur verið að maður-
inn hafi gert sér upp þennan út-
lenda hreim. Þjófurinn mun vera
30—35 ára, 180—185 sentímetra
hár og með stuttklippt, dökk-
brúnt hár. Hann var með yfir-
skegg og barta, sem hvorttveggja
gæti verið gervi. Hann bar glófa
á höndum, og skildi því ekki eftit
nein fingraför.
Dráttarvél og
tengivagni stolið
f GÆR var lýst í útvarpi eftir
dráttarvél og átta metra löngum
tengivagni, sem stolið hafði verið
nóttina áður inni í Bolholti. Vél-
in og vagninn fundust svo um
hádegið fyrir utan mjölgeymsl-
una hjá Köllunarkletti, og virtist
hvort tveggja óskemmt. Mun
einhver hafa brugðið sér á far-
artækjunum milli bæja um nótt-
ina.