Morgunblaðið - 28.07.1965, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.07.1965, Blaðsíða 12
12 MORGUNRLADID Miðvíkudagur 28. júlí 1965 jHtfggnitttlðfrtfr Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 90.00 I lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. KOSTIR FÁMENNIS TJagstofan hefur sent frá sér skýrslu um mannfjölda á íslandi 1. des. sl. Þá vorum við rúmlega 190 þúsund, um 1970 náum við tvö hundruð þúsundum og um aldamótin er gert ráð fyrir, að sú tala hafi tvöfaldazt. Þetta er mikið fámenni og fámenniC skapar mörg vanda- mál. Það skortir vinnuafl til þess að vinna verðmætin, sem dregin eru úr sjó, það er dýrt fyrir fáa að halda uppi byggð í stóru landi, það er erfitt að halda þjóðlegum sérkennum, tungu og menningu í mann- hafi veraldarinnar. Það er ýmsum erfiðleikum bundið að vera fáir og smáir. En höfum við gert okkur grein fyrir kostum fámennis- ins? Höfum við skynjað til fulls tækifærin, sem fámenn- ið veitir okkur til þess að skapa hér fyrirmyndarþjóð- félag? Fjöldanum fylgja mörg vandamál. Fátækrahverfi, munaðarleysingjar, betlarar, spilling, glæpastarfsemi, allt eru þetta fylgifiskar fjöldans, sem byggir erlendar stór- borgir. Mannfæðin veitir okkur einmitt tækifæri til að byggja hér upp þjóðfélag, sem þekk- ir ekki þau vandamál, sem stórþjóðirnar stríða við. Hún gefur okkur tækifæri til að veita öllum dætrum og son- um þessa lands fullkomna menntun, sem dregur fram béztu kosti og hæfileika hvers einstaklings þessarar fá- mennu þjóðar, menntun, sem eykur manngildi hans og menningu, menntun, sem inn- rætir honum djúpan skilning og stolt fyrir sögu íslenzkrar þjóðar. Fámennið gerir okkur kleyft að útrýma skorti og slæmum kjörum þeirra, sem orðið hafa undir í lífinu. Það gerir okkur fært að huga bet- ur að sjúkum og öldnum og öðrum þeim, sem fyrir áfalli hafa orðið. í þessum efnum eigum við okkur merka sögu, þar sem var samhjálpin innan hinna fornu hreppa á þjóð- veldisöld. Ekki viljum við vera síðri forfeðrum okkar. Með fámenninu aukast tæki færin til að veita öllum kost á eignum. Húsaskjól er ein af frumþörfum mannsins og vegna dugnaðar og dirfsku þjóðarinnar mun það land vandfundið í veröldinni, þar sem svo margir búa í eigin húsnæði. Eign fyrir alla er ekki fjarlægur draumur á ís- landi, heldur raunhæfur rr.öguleiki. Vegna mannfæðarinnar á okkur að vera unnt að þroska hvern einstakling í samræmi við getu hans og hæfileika og skapa honum verksvið við hæfi. Vegna hennar er okkur unnt, fremur stórþjóðunum, að takmarka afskipti ríkis- valdsins af málefnum þegn- anna við það eitt, sem sam- eiginlegir hagsmunir og þarf- ir krefjast. En hún gerir líka sínar kröfur til okkar, sérstaklega þá, að við skiljum, að það er einsdæmi en ekki almenn regla, að svo fámennar þjóðir haldi upp sjálfstæðu menn- ingarríki. Hún krefst þess, að við stöndum tryggan vörð um tungu okkar og menningu, ekki aðeins sjálfra okkar vegna heldur einnig þeirra, sem í upphafi byggðu þetta land og skiluðu núlifandi kyn slóð merkum menningararfi, sem réttlætir sjálfstæði þess- arar litlu þjóðar. Fámenni þjóðarinnar skap- ar okkur því ekki einungis mörg vandamál, það veitir okkur ýmis tækifæri og þau eigum við að nýta til að byggja upp í raun og sanni, fyrirmyndarþjóðfélag með lýðræðislegum stjórnarhátt- um og frelsi einstaklingsins til orðs og athafna, óþvingað af ofstjórn alsjáandi ríkis- valds. Sú er skylda okkar við sögu þjóðarinnar og mikil ör- lög. AUÐVALDSRÍKI í A-EVRÓPU? FVá kommúnistaríkjunum í A-Evrópu berast athyglis- verðar fréttir um þessar mundir. Hér í blaðinu hefur verið skýrt frá uppljóstrun- um ungra sovézkra hagfræð- inga um skýrslufalsanir þar í landi um framleiðslumagn í ýmsum greinum atvinnulífs- ins og vaxandi atvinnuleysi í þessu móðurríki kommúnista. Þá hafa einnig bori2t fregnir frá Sovétríkjunum um ráð- stafanir til þess að auka fram- leiðsluna með aukinni sam- keppni og hagnaðarvonum og Rússar viðurkenna í verki, að margt sé nothæft í hugmynd- um auðvaldsríkjanna um efnahags- og atvinnumál og skipulag þeirra. Nú berast fregnir frá Júgó- slavíu um mikla gengisfell- ingu, samfara breytingum á gjaldmiðlinum, afnámi út- flutningsuppbóta, niðurfell- ingu hafta á innflutningi, tak- mörkun útlána. Ráðstafanir verða gerðar til að auka sam- keppnina og draga úr fram- leiðslukostnaði. í sambandi Það fer ekki milli mála, að við þessar efnahagsaðgerðir mun Alþjóðagjaldeyrissjóður- Faðirinn lék sér að peningum og 23 milljonir hurfu úr baðherberginu UNDANFARIÐ hefur stað yfir á Miami í Florida rann sókn í þjófnaðarmáli, sem ekki á sér margar hliðstæð ur. Rannsóknin leiddi ný- lega til handtöku 19 ára gamallar húsmóður, sem grunuð er um að hafa stol ið 23 milljónum ísl. kr. (um 550.000 dölum) úr baðher- bergi föður síns, John D. Hollingsworth, milljóna- mærings. Dóttirin, Mary Jane Hollingsworth, var fangels uð í fyrri viku, en látin laus sama daginn gegn tryggingu. Er hún ræddi þá við fréttamenn, sagði hún: „Aumingja pabbi, hann elskar peninga“. Lögfræðingur hennar, Philip Mandina,heldur því hins vegar fram, að eng- inn glæpur hafi verið fram inn, því að peningarnir hafi ekki síður verið eign dótturinnar og móður henn ar, konu milljónamærings- ins. Því var unga stúlkan lát in laus, gegn 130 þúsund króna tryggingu. Mandina vill lítið gera úr hvarfi peninganna, og telur, að hér hafi aðeins verið um fjölskylduerjur að ræða. „Ég verð einhvern veginn að varpa ljósi á það, sem gerð ist“, sagði Mary Jane. „Pabbi hefur alltaf svo miklar á- hyggjur af peningum. Þegar hann kemur heim á kvöldin, hefur hann alltaf peningana sína með sér. Hann kemur með þá að kvöldverð- arborðinu, og leggur á gólfið. Þegar hann háttar, hefur hann peningana til fóta. Ég held, að hann þjáist af öryggisleysi". John D. Hollingworth er maður mjög efnaður, og græddist honum fé á uppfinn ingu, sem nú er hvarvetna not uð í vefnaðarvöruverksmiðj- um. Milljónirnar 23 hurfu með dularfullum hætti úr baðher- bergi hans á páskunum 1964. Mary Jane hefur verið ásök uð fyrir að hafa brotizt inn í hús föður síns, og tekið pen- ingana. Móðir hennar er grun uð um samsekt, en þau hjón- in eru nú skilin að borði og sæng. Ákæran er byggð á fram- burði Jeffrey nokkurs Farrell, sem er tengur Mary Jane. Hann hefur haldið því fram fyrir rétti, að hann og Mary Jane hafi, skv. skipun frú Hollingworth fjarlægt pen- ingana, með því að nota vara- lykla, sem frú Hollingworth hafi fengið þeim. Vægt hefur verið tekið á Farrell, fyrir af- brotið, sem hann segist hafa framið, og fékk hann 4 ára skilorðisbundinn dóm, vegna þess, að hann „snerist á sveif“ Mary Jane Hollingworth með yfirvöldunum. Þá er mað ur nokkur að nafni Kuper, sem talinn er hafa verið í tygjum við frú Hollingworth, talinn samsekur. Kuper var eitt sinn starfs- maður Hollingworth. Farreli segir hann hafa tekið við pen- ingunur >, sem frú Holling- worth hafi síðar átt að fá. Um þennan þátt veit lögreglan hins vegar ekkert. Eiginkona Kuper hvarf hins vegar af sjónarsviðinu, stuttu eftir peningahvarfið, og gerð- ist meðhjálpari við litla kirkju í Mexíkó. Nú hefur náðzt til hennar, en þar sem hún hefur lofað að bera vitni í málinu fyrir rétti, er hún frjáls ferða sinna. Frú Holl- ingworth nýtur sömuleiðis frelsis, þótt hún hafi orðið að setja 600 þús. króna trygg- ingu. Mál þetta hefur vakið mikla athygli í Florida, og víðar í Bandaríkjunum, enda, ef rétt er, mesta peningarán, sem framið hefur verið í Florida. Lögreglan er í miklum vand ræðum, og einn rannsóknar- dómaranna hefur látið hafa það eftir sér, að þetta sé „dul arfyllsta gáta“, sem hann hafi nokkru sinni heyrt um. inn veita Júgóslövum nokkra aðstoð meðan verið er að end- urbæta efnahagskerfi lands- ins. Samhliða verða meðlög með börnum hækkuð, en laun eiga að hækka í samræmi við framleiðsluaukningu. Vegna efnahagsaðgerðanna hafa Júgóslavar samband við Bandaríkjamenn og Breta, Frakka og ítala. Ekki verður annað séð, en kommúnistaríkin í A-Evrópu taki nú upp í auknum mæli efnahagsstefnu ríkjanna í V- Evrópu, og aðgerðir Júgó- slava eru um margt líkar við- reisnarráðstöfunum, sem gerð ar voru hér 1960. miklar breytingar eru að verða á efnahagsstefnu komm únista og þeir virðast móta þær breytingar eftir kapítal- ískum fyrirmyndum. Kannski eru þeir spádómar ekki svo fjarri lagi, sem uppi hafa verið um, að 1970 hafi Sovétmenn tekið upp full- komið auðvaldsskipulag, eða | hvert er álit íslenzkra komm- J únista á því? Flugvél ■ Atlantshafsflug ' á 25 mín. fresti Bandaríska stórblaðið The New York Times gaf út fyrir skömmu sérstakt blað er ein- göngu er helgað ferðamálum á- samt ýmsum ráðleggingum, ferðamönnum til handa. I blaði þessu er grein um flug- samgöngúr almennt eins og þær munu verða næsta sumar og er þar m.a. sagt frá því, að aldrei áður í sögu flugsins hafi verið eins mikil flugumferð á alþjóð- legum flugleiðum eins og verða mun núna á sumri komanda. Nítján flugfélög munu halda uppi ferðum yfir Atlantshaf en níu flugfélög yfir Kyrrahaf. Munu flugvélar þessara flugfé- laga fara 822 ferðir á viku núna næsta sumar en í fyrra var þessi tala 675 svo aukningin er geysi leg. Yfir Atlantsihaf mun því verða stöðugur straumur flugvéla og hefur mönnum reiknazt það til að á þeirri leið muni ein flug- vél hefja sig til lofts á hverjum 25 mínútum eða því sem næst 57 flugferðir á sólarhring og er það 11 prósent meira en var í fyrra en þá voru farnar 51 flug- ferð á sólahring. Flugfélögin leggja nú mikla áherzlu á endurbætta þjónustu við farþegana og munu l'lest hinna stærri flugfélaga hafa i hyggju að feta í fótspor banda- ríska flugfélagsins T.W.A. og taka upp kvikmyndasýningar i flugvélum sínum til þess að stytta farþegum stundir. Þá hyggst brezka flugfélagið B.O.A. C. taka nýja gerð af flugvélum í þjónustu sína. Eru þær kallað- ar Super VC-10 og geta flutt 140 farþega. Síðar í greininni er drepið á helztu flugfélög og flugleiðir þeirra og þar á meðal á Loft- leiðir. Um það segir blaðið: „Loftleiðir, sem er viðurkennt flugfélag en ekki meðlimur í I A. T.A., mun einnig hafa flugvélar í förum yfir Atlantshaf og hef- ur það í hyggju að láta sex flug- vélar af gerðinni Cloudmaster, sem margar hverjar eru notaðar til leiguflugs, fljúga frá New York en einnig munu tvær flug- vélar af Rolls Royce gerð fljúga daglega á milli New York og Islands. í einum níu þessara ferða, er farnar verða á viku, verður haldið áfram til Luxetn- borgar, sem er endastöð flug- félagsins í Evrópu.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.