Morgunblaðið - 28.07.1965, Síða 10
10
MORGUNBLADID
Miðvikuctagur 28. júlí 1965
f gó’ða veðrinu á föstudag-
inn brugðum við okkur i
Skólagarða Reykjavíkur til
þess að rabba við krakka, er
þar vinna. Þetta var rétt um
hádegið og sólin haest á lofti,
steikjandi hiti og logn.
Krakkarnir voru misfljótir,
eins og gengur að tínast úr
mat, enda ekki skylda að
sækja garðana eins og skóla
eða vinnu. Það bar þe$s vegna
vel í vei'ði, því að við vor-
um einmitt í leit að dugleg-
um og áhugasömum krökk-
um. Þegar við gengum niður
Bræðurnir Bryngeir Guðjón og Yiðar Guðmundssynir.
Yngstu skólakrakkarnir
aö leik og starfi
sem heitir Helgi, honum
finnst svo gott blöðrukál, að
hann settist einu sinni nið-
ur hjá mér og byrjaði að
borða.
— >ú hefur víst ekki verið
hrifinn af því?
— Nei ekkert mjög, segir
hann um leið og vi'ð kveðjum
þá bræður.
— Við höldum nú norðar í
garðinn og hittum þar tvær
litlar stöllur sem eru að raka
með hrífum.
— Hvað heitið þið?, spyrj-
um við.
— Steinunn Árnadóttir,
segir 11 ára yngismær.
— Ertu búin að vera hér
lengi?
— Já, ég var hér líka í
fyrra, segir hún um leið og
vinkonu hennar ber áð. Hún
segist heita Björg Sveinsdótt-
ir, og vera 9 ára, en þetta er
fyrsta árið hennar í görðun-e
um.
— Hvað ertu að gera
manni? segir all snaggaraleg-
ur strákur, sem seglst heita
Halldór Kolbeinsson.
— Hvað kostar þessi mynda
vél?, heldur hann áfram fulil-
ur áhuga.
Þegar hann hefur fengið
svar við spurningu sinni, rek-
Heimsókn I skólagarða Rvíkur
í garðinn, en hann er í slakk-
anum fyrir neðan Hringbraut
ina á móts við Landsspítalann,
hittum við fyrst að máli tvær
unglingsstúlkur þær Aníku
Berndsen og Þuríði Davíðs-
dóttur.
— Eruð þið verkstýrur
hér?, spyrjum við.
— Já, segja þær og brosa
af nafngiftinni.
— Og er ekki gaman áð
fást við börnin?, höldum við
áfram.
— Jú, jú, segja þær báðar.
— Þurfið þið ekki að vera
heilmiklar mömrnur við þessi
litlu grey?, spyrjum við, en
þær brosa bara.
— Það er gaman að þessu,
er það ékki?, spyrjum við
enn.
— Jú, þegar gott er veður
eins og í dag, segir Aníka.
— Eru krakkarnir ekki allt
af þægir? segjum vi’ð.
— Stundum geta nú strák-
arnir verið anzi erfiðir, segir
Þuríður og kímir.
— En þegar rignir, ekki
eruð þið þá hér?
— Nei, þá við rekurn
krakkana heim, en vinnum
þá sjálfar inni við, við ýmis
störf.
* — Mæta krakkarnir vel?,
spyrjum við. *
— Það er nú misjafnt, sum-
ir mæta daglega, aðrir ver,
segir Þuríður um leið og vi’ð
snúum okkur að lítilli hnátu,
sem situr á stórri fötu og er
að lú reitinn sinn.
— Hvað heitir þú, litla
mín?, segjum við.
— Sigríður Magnea Njáls-
dóttir, segir hún og lítur upp.
— Hvað ræktar þú?, spyrj-
um við.
— Salat, spínat og radísur,
segir hún og heldur áfram að
lú.
— Ætlarðu svo að borða
alla uppskeruna?
Stöllurnar Björg Sveinsdóttir og Steinunn Árnadóttir.
■
Jóann Kristjánsson, Stefán Ingi Guðmundsson, Halldór Kol-
beinsson og Pálmar Wium.
— Ég veit þáð ekki, segir
hún og lítur niður í feimni.
Þær Aníka og Þuríður
standa þarna skammt frá og
nú kemur skyndilega lítill
kútur hlaupandi, angistarfull-
ur á svip.
— Aníka, það er dáið hjá
miér kornblóm, segir hann
mæddur.
— Það var leiðinJegt, segir
Aníka,- og svo flýtum við okk-
ur á vettvang, til þess að
huga að hinu dauða blómi.
— Æ, hvað það var leiðin-
legt, segir Aníka og vi’ð tök-
um 0*11 undir það, er við sjá-
um dauða blómið.
— Það var lifandi í gær,
segir eigandinn Viðar Guð-
mundsson og stumrar. yfir
blóminu.
— Þetta er allt í lagi, segir
þá enn minni snáði, sem reyn-
ist bróðir Viðars og heitir
Bryngeir Guðjón. Hann á reit
við hliðina- á bró’ður sínum og
þeir segjast hjálpast að við
ræktunina.
— Finnst ykkur gott kál?,
spyrjum við.
— Já, já, en vinur minn,
ur hann upp stór áugu og
horfir lotningarfullur ■ á
myndavélina.
— Vaá, segir hann, ég á
bara eina á fjögur hundruð.
Og nú kemur kunningi
Halldórs með hreðkur í poka
og vill endilega bjóða okk-
Sigríður Magnea Njálsdóttir
áð lú garðinn sinn.
ur eina. Hann segist heita
Stefán Ingi Guðmundsson.
— Eru þær ekki beizkar?
spyrjum við.
— Þær eru vóða góðar
segir Stefán og tyggur í ákafa.
— Mínar eru stærri, segir
strákur, sem heitir Jóhann
Kristjánsson og Pálmar Wi-
um samsinnir honura.
— Sumir selja uppskeruna
1 búðir, segir Halldór, en ég
et alla mína.
— Finnst ykkur ekki gaman
að hafa stelpurnar svona í
námunda við ykkur?, spyrj-
um við og lítum til stelpn-
anna, sem staðið hafa þar
skammt frá.
— Nei, þær trufla bara
vinnugleðina, segir Halldór og
tvístígur borginmannlega.
— Ætlið þið ekki að svara
þessu, stelpur, segjum við.
— Nei, segja þær ákveðnar.
Þeim finnst þetta augsýnilega
ekki svaravert.
— í dag ætlum við að lú
og taka upp. Við þurfum ekki
að vökva, því að það ringdi
svo mikið í nótt, segir Hall-
dór um leið og við göngum
burt.
Það er svo sannarlega ó-
maksins vert að stanza stund-
arkorn í Skólgörðum Reykja-
víkur og sjá, hve krakkarnir
njóta vinnunnar sem þeim er
veitt tækifæri á að fá þar.
Það lá vi’ð að við vildum vera
orðnir litlir aftur og mega
annast þar blómgaðan jurta-
garð.
Verkstýrurnar Anika Berndsen og Þuríður Daviðsdóttir.
Bnrna- og Mlðsko'li Hverogerði
BARNA- og Mi’ðskólanum í
Hveragerði var slitið laugardag-
inn 29. maí s.l. Skólastjórinn,
Valgarð Runólfsson, flutti skóla-
slitaræðuna og sr. Sig. K. G.
Sigurðsson, sem var prófdómari
við barna- og unglingaprófið,
naælti nokkur orð til nemenda.
S.l. vetur stunduðu 247 nem-
endur nóm við skólann, 170 við
barnaskólann og 77 við miðskól-
ann. Starfsdagar í mi’ðskóla voru
182 en 152 í barnaskólanum. -
Hæstu einkunn á barnaprófinu
hlaut Lilja Ruth Michelsen, 9,10
Önnur varð Guðrún Eiðsdóttir
með 8.87 og þriðja varð Ingi-
björg Björnsdóttir með . 8.62.
Á unglingaprófinu varð Hall-
dór Gunnarsson hæstur með 9.05,
Auður Aðalsteinsdótfir hlaut 8,66
og Gerður Helgadóttir 8,41.
Hæsta einkunnin yfir allan
skólann varð áð þessu sinni 9,57,
en hana hiaut Ester Hjartardótt-
ir í I. bekk miðskólans.
Undir almennt miðsikólaþróf
III. bekkjar gengu 11 nemend-
ur og stóðust allir.
Undir landspróf miðskóla
gengu 10 nemendur og stóðust 9
þeirra prófið, þar af fengu 7
framhaldseinkunnina 6 eða
hærra.
Fastir kennarar voru 10,
stundakennarar frá áramótum 4,
og forfalilakennarar 2. Alls störf-
uðu því 16 kennarar vi’ð skólann
s.l. vetur.
Við sikólaslitin afhenti skóla-
stjóri verðlaun þeim nemendum,
sem skarað höfðu fram úr í nokkr
um námsgreinum, en verðlaun-
in gáfu félög og fyrirtæki í
Hveragerði og Ölfusi.
í skólaslitaræðu sinni greindi
skólastjóri frá því, að skólanefnd
in hefði þegar samþykkt, að IV.
bekkur, Þ.e. gagnfræðadeild,ð
verði starfræktur við skólann
næsta vetur, ef leyfi fræðslumála
stjórnarinnar fæst til þess..
Kennsilufyrirkomulag þeirrar
deildar svo og III bekkj ar, þ.e.
hinnar alm. miðskóladeildar,
verður reynt að sámræma sem
bezt kröfum verzlunardeilda
Reykjavíkurskólanna.
Utanhéraðsfólki, sem hyggst
stunda nám við skóiann næsta
vetur verður útvegað fæði oig
húsnæði á einkaheimilum.
Öllum umsækjendum um nám
í III. og IV. bekk gagnfræða-
stigsins er bent á að senda um-
sóknir sínar sem fyrst til skóla-
stjóra eða formanns skólanefnd
ar.
Bezt að auglýsa
í Morgunblaðinu