Morgunblaðið - 28.07.1965, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 28.07.1965, Qupperneq 20
20 MORCUNBLAÐIÐ r Miðyfkudagur 28. júlí 1965 CEORCETTE HEYER FRIÐSPILLIRINN — Hann hefði getað gert þér eitthver mein! — Já en ég haíði skammbyss- una mína með mér svo að hann hefði hugsað sig um tvisvar. -----Æ, Soffía, hvac á ég að gera? agði Hubert. — Ekkert, því að hér er ekkert meira að gera. En nú fer ég að verða of sein í kvöldverðinn. Gleymdu ekki að brenna blaðið! Hún smaug inn í herbergið sitt og losnaði þannig við stamandi þakkir og loforð hans, og þar eð hann hitti hana ekki eina síðar um kvöldið, fékk hann ekki taeki- færi til að endurtaka þær. Hann fór sjálfur í einhvert ^amkvæmi en vinir hans urðu þess varir, að hann var ekki í neinu samkvæmis skapi. Sannast að segja voru allar hugsanir hans á mestu ringulreið og þrátt fyrir léttinn af að vera laus við Goldhanger, var hann nú með sektarkennd í staðinn. Að hann skyldi standa í skuld við Soffíu ( sem bara var kvenmað- ur og yngri en hann sjálfur í þokkabót), og að hún hafði ekkí einungis greitt skuld hans heldur farið sjálf í gren Goldhangers kom honum til að skjálfa. Spilin gátu ekki leitt huga hans frá þessu og þegar h .nn kom heim til sín, var hann engu nær lausn málsins en þegax hann lagði af stað að heiman, og eina heila hugsunin í höfði hans varð sú, að hann yrði að greiða frænku sinni skuldina aftur með einhver- um ráðum. Hr. Rivenhall kom úr sveitinni þennan dag og það á ekki sem heppilegastri stundu. Jane Storid- ge, sem Soffia hafði alveg gleymt hve áirvökur var, hafði ekki ein- asta uppgvötað að demanta-eyrna lokkarnir voru horfnir frá hús- móður hennar, heldur hafði gert slíkt veður út af þessu hjá þjón- ustufólkinu, að frú Ludstock ráðs konan, hafði neyðzt til að tilkynn frú Ombersley að enda þótt hún vissi ekki, hvernig þetta þjónustu fólk væri orðið nú á dögum, þá væri hún viss um að engin stúlkn anna ,sem hún hafði yfir að segja hefði snert ’við gripunum og að maður skyldi nú halda að her- bergisþerna hefðarmeyjar gæti gætt betur eigna húsmóður sinnar En undir þessari ræðu hennar kom Soffía sjálf inn, og sagði að þær Cecilia ætluðu í búðir, og hvort frúin hefði eitthvert erindi, sem þær gætu rekið fyrir hana? Erúin fagnaði henhi af mikilli gleði, og spurði hana, hversvegna hún hefði ekki sagt frá því, að eyrnahringarnir væru horfnir. Soffía hröikk ekki við, en ofur- lítill roði færðist í kinnar hennar og hún svaraði köld og róleg: — Ég hef alls ekki tapað eyma- hringunum mínum. H/að gengur á? — Æ, góða mín....þernan þín segir, að eyrnahringirnir þínir séu horfnir og það vildi ég þó sízt af öllu! — Soffía laut niður og kyssti hana á kinnina. — Æ fyrirgefðu mér Lizzie frænka! Þetta er allt mér að kenna að því að ég var svo vitlaus að gleyma að segja Jane það. I>eir eru alls ekki horfnir, heldur fór ég með þá í viðgerð og ætlaði að láta hreinsa þá um leið. Einn krókurinn var dálítið bilaður! Mikið gaztu verið vitlaus Jane að fara með þetta í hennar náð án þess að tala við mig fyrst! 38 — Hreinsa þá? sagði ungfrú Storidge. — Eins og ég hafi ekki farið með þá í hreinsun, þegar við komum til London? — Já, en mannstu ekki þarna ballkvöldið, að ég var að tala um að þeir væru orðnir svo gljáa’aus ir? svaraði Soffía. — Farðu nú, Jane hennar náð er búin að hafa nógu mikið ónæði af þessu! Hún hafði orðið þess vör, að frændi hennar var að horfa á hana og hún þurfti ekki annað en líta snöggvast á hann til þess að sjá, að augnaráðið var rannsak- andi. Samt sagði hann ekkki neitt og hún losaði sig við þernuna sína, heyrði að frænka 'hennar hafði ekkert’erindi handa henni að reka svo að hún gekk út í þeirri góðu trú að hr. Rivenhall mundi ekki verða þess var ef de- mantarnir héldu áfram að vera fjarverandi. . En daginn eftir, rétt þegar hún var sezt við hádegisverðinn með frú Ombersley, komu Cecilia Hubert og hr. Rivenhall inn og hann rétti henni lítinn böggul. — Það eru eyrnahringimir þínir frænka sagði hann stuttaralega. Ég vona, að þú sjáir, að þeir hafa verið hreinsaðir svo vel, að þú megir vel við una. í fyrsta sinn á ævinni var Soffía alveg orðlaus. Sem betur fór virtist hann ekki ætlast til neins svars frá henni, því að hann sneri fór að tala við móður sína, og spyrja hana hvort hún \ .ldi vera í Brighton eitthvað af sumrinu. Frúin vísaði spurningunni til Soff íu. Hún kunni ekkert vel við sig í Brighton, en ríkisstjómin hafði gert borgina að svo miklun, tízku stað, að þangað mundi allt fina fólkið hópast í júnímánuði, og ef Soffía vildi, skyldi hún leigja sér hús þar fyrri hluta sumarsins. Cecilía, sem hafði sínar sér- stöku ástæður til að vilja verða kyrr í borginni, sagði: — Æ, mamma, þú veizt, að þér líður aldrei vel í Brighton! Við skul- um ekki fara þangað! Mér finnst ekkert vitlausara til en essi sam kvæmi í hótelinu og svo ætlar hitinn í herbergjunum alveg að gera út af við mann! Soffía var fljót að segja að sig langaði ekkert á þennan stað ög svo fór það sem eftir var mál- tíðarinnar í að ræða um kosti Om bersley-óðalsins sem sumarbústað ar. Þegar staðið var upp frá borð- um sagði Lubert, sem hafði áður gert margar tilraunir til að tala við frænku sína í einrúmi, við hana: — Eigum við að koma og ganga svolítið í garðinu ^ffla — Bráðum sagði hún. — Char- les! Má ég tala við þig andartak Hann leit á hana án þess að brosa. — Þó það nú væri! Strax ef þú vilt. Frúin var ofurlítið his&a svip- inn og Selina æpti upp. — Hæ, leyndarmál! Ætlið þið nú að fara að brugga eitthvað? Er það nokk- uð skemmtilegt? — O, það er svo sem ekkert spennandi. H— Charles va. bara að reka smáerindi fyrir -ig. Hún fór með honum inn í bóka stofuna. Hún var aldrei vön að hafa miklar umbúðir um það, sem hún ætlaði að segja, og sagði því formálalaust: — — Þú vilt kannski segja mér hvað þetta á að þýða? Hvernig vissirðu, að ég hafði selt eyrnahringina mína og hversvegna hefurðu......—lega.... keypt þá aftur? Ég keypti þá aftur vegna þess að ég get ekki hu að mér nema tvær ástæður til þess að þú færir að selja þá. Og hverjar gætu þær verið, Charles frændi? — Mér hefur aldrei leyfzt ð sjá reikningana fyrir ballið þitt en ég hef nokkra reynslu á því sviði, og ég get farið nokkuð nærri um kostnaðinn. Ef það er ástæðan þín þarftu engar útskýr ingar frá mér. Ég var þessu til- tæki andvígur frá fyrstu byrjun. — Góði Charles, ég hef fjöld- ann allan af útgjöldum, sem þú hefur enga hugmynd um. Þetta er eins og hver önnur vitleysa Blaðburðarfólk óskast til blaðburðar í eftirtalin hverfi Sími 22-4-80 Laugavegur ehi Bergþórugata Óðinsgata Hátún Tjarnargata hjá þér. — Ég held ekki, að þú hafir nein útgjöld, sem faðir þinn mundi ekki fús að greiða. Hún þagði stundarkorn. Því næst sagði hún: — Þú hefur enn ekki sagt mér hina ástæðuna, sem þér datt í hug. Hann leit á hana og hleypti brúnum. — Ég er hræddur um, að þú hafir verið að lána Hubert þessa peninga. — Guð minn góður! Láttu þér ekki detta það í hug. Til hvers ætti ég að vera að því? — Ég vona, að þú hafir ekki gert það. Þessi bjáni var í New- market með einhverjum drjólum, sem ég vildi sjá í því neðsta. Tapaði hann miklu þar? — Það mundi hann áreiðan- lega segja þér fremur en mér, ef svo væri. Hann gekk að skrifborðinu sínu, eins og utan við sig og fór. að laga tii einhver blöð, sem þar lágu. — Það gæti hugsazt, að hann hefði ekki þorað það, sagði hann, og leit upp. — Var þetta svona? — Ég þarfnaðist peninganna til nokkurs, sem ég vil ckki segja þwi-, svaraði hún. — Ég verð að benda þér á það, Charics, að þú hefur enn ekki svarað hinni spurningunni minni. Hvernig gaztu þér til, að ég hefði selt hringana? — Það var engin tilgáta. Ég vissi það. — Hvernig það? Ekki hefurðu falið þig inni í búðinni? — Nei, það gerði ég ekki. En ég kom við í gær hjá ungfrú Wraxton. Hann hikaði og leit aftur á frænku sína. — Þú verð- ur að skilja það, að ungfrú Wrax ton taldi það skyldu sína að segja mér, að hún héldi þig eiga í einhverjum vandræðum. Hún var inni hjá Rundell & Bridge með móður sinni, frú Brinklow, þegar þú varst að gera þessi kaup. Það virðist svo sem Bridge hafi ekki lokað dyrunum al- mennilega. Ungfrú Wraxton þekkti röddina þína og gat ekki annað en heyrt nokkuð af við- tali þínu við Bridge. Hönd hennar, sem hvíldi á stól bakinu, krepptist, en linaði aft- ur á takinu. Svo sagði hún, og i röddinni vottaði ekki fyrir til- finningasemi: — — Hún gerir það ekki endasleppt með um- hyggjuna sína, hún ungfrú Wrax ton. Fallega *gert af henni að hugsa svona mikið um minn hag. Líklega hefur það verið hæ- verskan hennar, sem bannaði henni að nefna þetta við mig fremur en þig? Hann roðnaði. — Þú verður að muna, að ég er trúlofaður ungfrú Wraxton. Og eins og á stóð, taldi hún það skyldu sína að nefna þetta við mig. Hún þóttist ekki vera þér nógu kunnug til að fara að tala um það við þig sjálfa, og biðja um skýringu. — Það er ekki nema satt. Hvorugt ykkar, kæri frændi, er í þannig vináttusambandi við þig. Og ef þú þyikist þuifa að heimta af mér skýringar á því, sem ég kann að segja eða gera, þá er svarið það, að þú getur farið fjandans til! Hann brosti. — Kannski hefur það verið eins gott, að Eugenia fór ekki að ræða þetta mál við þig, því að henni hefði ekki órð- ið vel við að vera vísað til fjand ans. Talarðu alltaf eins og hann pabbi þinn, þegar þú stekkur upp á nef þér, Soffía? — Nei, ekki alltaf. En fyrir- gefðu. En ég þoldi þetta bara ekki. — Sjálfsagt það, en ég hefði ekki beðið þig um skýringu, ef þú hefðir ekki beðið um þetta viðtal. . . — Þú hefðir ekki átt að taka mark á ungfrú Wraxton. Og hvað það snertir að fara að kaupa aftur hringana mína, hef- urðu komið mér í verstu beyglu. Um leið og hún sagði þetta. opnuðust dyrnar og Hubert kom inn. Hann var náfölur, en mjög einbeittur og sagði. — Afsakið þið, en ég hef verið að bíða eftir því í allan dag að geta talað við þig Soffía...... og við Charles líka. Þess vegna er ég hingað kominn. Hr. Rivenhall sagði ekkert, en sendi honum bara kuldalegt augnatillit, en Soffía sneri sér við og rétti honum höndina. — Já, korndu bara inn, Hubert, sagði hún Sg brosti til hans. í í í ThE TWO K/LLEZS WEREEAÚH &VEMA 'CAMEZA'CASE. THEYMB&E TDLPOVE HELP A Smo<e bomb. the othep an EYPLO&IVE. THEY WEPE TOESCAPE L//VPEB COVEP OF THE &MOKE. . . fHE CAPTUEEP BULQAPlAN TELL&of THE PLOT TO K/LL BONP Hinn handtekni Búlgari skýrir frá •prengjutilræðinu. — Morðingjarnir Eftir IAN FLEMING 'Mf* Hl • • • HE UVEP TO SAMBLlX AS OPPEPEO. . . ’l .. . Bur THEY WEPE PuPEP. POUCE EXAMIHATION OF THE FPASMENTS SHOWEP BOTH CASES WEPE EXPLOS/VE. THE K/LL EPS WEPE TO P/E MTH BOHP... BUT BOHP P/P HOTP/E. . tveir höfðu báðir fengið sitt hvort myndavélahulstrið og verið sagt að í öðru þeirra væri reyksprengja en í hinu venjuleg sprengja. Svo áttu þeir að komast undan í skjóli reyksins. Bloðið hoslar 5 krónur í Iausasölu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.