Morgunblaðið - 28.07.1965, Side 24
Lano jíærsta og
íjolJbreytlasta
blað londsins
168. tbl. — Miðvikudagur 28. júlí 1965
Helmingi 'útbreiddara
en nokkurt annað
íslenzkt blað
Óknyttir í land-
legu á Norðfirði
Neskaupstað, 27. júlí.
ENGIN síld hefur borizt hing-
að í nokkra daga, og sildarverk-
cuniðjan hefur lokið við að bræða
alla þá síld, sem þangað hafði
toorizt.
En þótt dauft sé yfir síldveið-
unum, er nóg að gera í landi,
afskipanir eru mjög örar, og í
dag voru hér fjögur fluttninga-
6kip.
í landlegunni undanfarið hafa
legið hér mörg síldveiðiskip og
mannskapurinn skemmt sér á
kvöldin við dans og vin. Mikið
hefur borið á ölvun, og lögreg'l-
an hefur haft nóg áð starfa. Sum
ir hafa viljað fá sér bað í sund-
lauginni á nóttunni, synt þar um
berir, en verið ónáðaðir af lög-
reglunni og fengið fria gistingu
í fangageymslunni.
Aðrir hafa gerzt fingralangir,
t.d. brauzt einn inn í prentsmiðj-
una hér um daginn, og er starfs-
menn hennar komu til vinnu
sinnar kl. sjö næsta morgun,
blasti við þeim ófögur sjón. Úti-
hurð hafði verið sprengd upp, og
er inn kom, sáu starfsmennirnir,
hvar náungi einn lá þar víndauð
ur með peningakassa fyrirtækis-
ins í fanginu og skrúfjárn í hendi
en hann hafði ekki haft þrek til
þess að klára verkið. Þeir gerðu
lögreglunni þegar aðvart, og fór
hún með hinn víndauða mann.
Ýmis önnur spellvirki hafa
verið unnin hér að undanförnu.
I nótt gerðist það, að ölóður ung-
lingur gerði sér lítið fyrir og
læddist um borð í einn síldarbát-
inn, sem hér lá við bryggju. Fór
hann í brú bátsins og réðist þar
á ýmis tæki, svo sem ratsjá, dýpt
armæJa, sjálfstýringu og asdic-
tæki. Skemmdi hann öll þessi
tæki mikið. Mun taka nokkurn
tima að koma þeim í stand.
Svona er nú lífið hér í síldinni
um þessar mundir. Lögreglan er
allt of fáliðuð, því að íbúatala
bæjarins tvöfaldast eða jafnvel
þrefaldast yfir síldartímann.
— Á. 1>.
Bárður Daníelsson, verkfræðingur, einn af eigendum vélarinnar,
tekur á móti henni á Reykjavíkurflugvelli af J. Sacandy, amer-
iska fiugmanninum, sem fluttihana til landsinis.
Ný einkaflugvél
af Mooney-gerð
1 FYRR.AKVÖLD fengu nokkrir
islenzkir einkaflugmenn nýja
fjögra sæta flugvél til landsins.
Er hún af gerðinni Mooney
Super 21, en hún er ein hinna
vinsælustu meðal einkaflug-
manna í Bandaríkjunum nú. —
FJugvélin getur dregið upp hjól-
in og hefur mikinn flughraða,
Síldveiði
undan Jökli
AKRANESI, 27. júlí. — Vb. Ól-
aíur Sigurðsson fékk 420 tunnur
af síld í nótt vestur undir Jökli.
Síldin var hraðfryst. Húni II.
kom og með síld af vesturj^þð-
um, 320 tunnur og landaði í
bræðsiu. — Oddur.
Suðurnesja-
vegur fullgerður
í september
UM miðjan september verður
lokið við að gera hinn nýja
Suðurnesjaveg og gera á hann
varanlegt slitlag. Hann verður 37
kílómetra langur; 33 km eru
steyptir, en fjórir malbikaðir.
Maibikaði kaflinn verður gerður
síðast en hann nær frá Fitjum
á milli Innri- og Ytri-Njarðvíkur
og Keflavíkur.
eða um 300 km á klst. Á henni
er einn 200 hestafla hreyfill.
Þetta er eina flugvélin af Mooney
gerð, sem til er hér á ísiandi.
Amerískur flugmaður, J. Sac-
andy flaug véiinni til ísiands um
St. Pierre á Nýfundnaiandi. Flug
vélin var búin aukatönkum undir
eldsneyti og hafði um 20 klst.
flugþol. Flugtíminn til Reykja-
víkur frá St. Pierre var 10.50 klst.
UNDANFARIÐ hafa staðið yfir framkvæmdir við nýtt hús hjá sundiauginni í Hveragerði. Er
það steinhús með búningsklefum, baðí og fleiru. Frágangi er ekki alveg lokið, en samt er synt
af krafti. (I.jósm. ]\1bl. Georg)
Síldveiðin vlð Hjaltland
Sterlingspundið komið í 140 krónur í Leirvik
MORGUNBLAÐIÐ átti í g ær-
morgun tal við Tyyggva Gunn-
arsson, skipstjóra á vélbátnum
Sigurði Bjarnasyni frá Akureyri,
sem er á síldarmiðunum við
Hjaltiand ásamt um 25 öðrum ís-
lenzkum skipum. Kvað hann
bezta veður hafa verið undan-
farinn sólarhring, en búið að spá
5 til 6 vindstigum og nokkuð far-
ið að hvessa þegar.
Gjðldheimtu-
skráin
á föstudag
GJALDHEIMTUSKRÁIN í
Reykjavík („skattskráin")
kemur út á föstudagsmorgun.
Þar eru skráð öll opinber
gjöld Reykvikinga, en þau eru
nú fimmtán talsins. Eitt hef-
ur bætzt við síðan í fyrra;
er það launaskattur, sem at-
vinnurekendur greiða.
I fyrrinótt voru íslenzku skip-
in meðal norskra, franskra og
hollenzkra skipa á víð og dreíf
um 16 til 30 mílur SSA af Leir-
vík á Hjaltlandi. Á 2. hundrað
norskir bátar eru þarna að veið-
um að sögn Tryggva.
í GÆR færðu íslenzku skipin
sig og voru þá út af fyrir sig
um 15 til 18 mílur SV af Leir-
vík. Voru þau að veiðum en ekki
var Tryggva kunnugt um aflann,
þegar samtalið fór fram. Hins
vegar höfðu skip fengið afla um
nóttina og var verið að fylla síld-
arflutningaskipið Polana. Átti að
fara að lesta Dagstjörnuna.
SKIPIN, sem fengu afla undan
Hjaltlandi frá mánudagsmorgni
til þriðjudagsmorguns, voru
þessi (aflinn í málum); Snæfell
i V 1200, Helga Guðmundsdóttir
I V 1000, Jón Kjartansson SU
1100, Rifsnes RE 700, Þórður Jón
asson EA 1000, Sólrún ÍS 500,
Lómur KE 500, Sigurður Bjarna-
son EA 400, Garðar GK 700, Jör-
undur II. RE 600 og Heimir 400.
Auk þess hafði Siglfirðingur SI
fengið einhverja veiði.
TRYGGVI kvað íslendinga
hafa komið öðru hverju til Leir-
víkur í brælunni undanfarna
daga. Þeir hefðu ekki haft með-
I sér brezkan gjaldeyri, svo að þeir
urðu að fá íslenzkum krónum
skipt í sterlingspund í Leirvík.
Fyrst kvað Tryggvi sterlings-
pundið hafa verið selt á 122 ísL
krónur, en nú væru Hjaltlend-
ingar teknir að hækka verðið,
svo að pundið gengi nú á 140
krónur. íslendingarnir þyrftu því
að fara að fá gjaldeyri að heim-
an, ef vel ætti að vera.
Sprengisandsleið færö til vegna
villu mælingamanna í fyrra?
Hellu, 27. júlí.
I GÆR kom hingað veghefiil
og flokkur vegagerðarmanna
af Holtamannaafrétti, en þar
unnu þeir að vegagerð. Hefl-
aður og lagfærður var vegur
frá kláfferjunni á Tungnaá inn
Búðarháls, austan Kjalvatna,
vestan við llugaver, yfir Þver
öidu, austan við Svartárbotna
og norður fyrir Skrokköldu.
Leiðin, sem hefluð var, er 82
kílómetrar frá kláfferjunni.
' Vegur þessi liggur mun
austar en hin forna Sprengi-
sandsleið, en hún iiggur vest-
an við Kjalvötn, inn með
Þjórsá, um Þúfuver og Eyvind
arhreysi, móts við Sóleyjar-
höfða og Biskupsþúfu. Margir
eru óánægðir með að Sprengi
sandsleið var ekki lagfærð,
því að hún er eftirsótt af
ferðamönnum.
Ástæða fyrir þessu er mér
sögð sú, að vegagerðarmenn
að norðan, er áttu að merkja
Sprengisandsleið í fyrrasum-
ar, viiltust af réttri leið, en
stikur þeirra síðan þá voru
látnar ráða staðsetningu veg-
arins.
Þykir mönnum það kynd-
ugt fyrirbæri, að villa vega-
gerðarmanna skuli vera látin
ráða því, að ekki var lagfærð
hin aldagamla Sprengisands-
leið, þar sem kunnugir telja,
að hún sé bæði fallegri og
greiðfærari en hinn nýi viilu-
mannavegur. — J.Þ.
Bráðkvaddur
á viiinustað
Akranesi, 27. júlí: —
JÓN Guðmundsson, trésmíða-
meistari, Kirkjubraut 23, varð
bráðkvaddur í morgun, er hann
var nýkominn á vinnústað. Hann
var á 58. aldursári (fæddur 24.
desember 1907). Jón var kunnur
athafnamaður og hamhleypa til
vinnu. Hann lætur eftir sig konu
og fimm börn. — Oddur.
Sáttafund r
FUNDUR sá, sem sáttasemjari
hóf með aðiljum deilunnar um
kaup og kjör farmanna klukkan
14 á mánudag, stóð til Iklukkan
þrjú á þriðjudagsmorgun, án
þess að árangur næðist. Annar
fundur hafði ekki verið boðaður
i gær.
Sáttasemjari hafði boðað fund
með aðiljum vinnudeilunnar í
Vestmannaeyjum kl. 15 í gær.
Ekkert varð af fundinum, þar eð
fulltrúar verkalýðsfélaganna í
Eyjum mættu ekki til fundar.
Annar fundur hefur verið boðað-
ur kl. 14 í dag.
í dag kl. 17 hefur sáttasemjari
boðað fund með byggingariðn-
aðarmönnum.