Morgunblaðið - 30.07.1965, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 30.07.1965, Qupperneq 6
e MORGUNBLAÐID Föstudagur 30. júlí 1965 * r * Sýn/ð sanna ferðamenningu m þVEHSKURÐUR ÍOO ?00 300* FYRIRHUGUO BÚRFELLSVIRKJUN Undirbúningur Búrfeilsvirkjunar rætt v/ð Eir'ik Briem, frkvstj. La ndsvirkjunar MORG UNBLAÐIÐ átti í gær samtal við Eirík Briem, íram- kvæmdastjóra Landsvirkjunar, Og spurði hann um undirbúnings framkvæmdir við Búrfell og aðra starfsemi Landsvirkjunar. Fékk blaðið eftirfarandi upplýsingar hjá Eiríki: Hinn 1. júli s.L tók Landsvirkj un við af stjórn Sogsvirkjunar innar en fól þá jafnframt Stein grími Jónssyni, framkvæmdastj. Sogsvirkjunar, og Rafmagnsveitu Reykjavíkur að annast rekstur Sogsins fyrst um sinn, enda gera Landsvirkjunarlðgin ráð fyrir að Landsvirkjun taki við rekstri Sogsvirkjunarinnar um næstu áramót. Landsvirkjun hefur hins vegar yfirtekið undirbúning Búrfells- Eiríkur Briem virkjunarinnar. Ráðunautur Landsvirkjunar, verkfræðifyrir tækið Harza í Chicago, vinnur að útboðslýsingu á virkjuninni og er ráðgert, að þær verði tilbúnar í lok september. Áður en til útboðs kemur, er gert ráð fyrir svonefndu forvali á byggingarfyrirtækjum, sem er í því fólgið, að fyrirtækjum, sem áhuga hafa á verkinu, er gefinn kostur á að sanna hæfni sína. Forvalsskilmálar verða auglýstir snemma í ágúsL Nú er unnið að gerð vegar fyrir ofan Ásólfsstaði og ennfrem ur er verið að smíða brýr yfir Fossá (58 m. á lengd) og Sandá (35 m. með langri aðfyllingu). í sumar verður væntanlega líka unnið að lagfæringu á vegum og brúm á þjóðveginum fyrir neðan Ásólfsstaði. í haust verður líka unnið við undirbúning íbúðarhúsa, vatns- lögn, skála og fleiru við Búr fell, en allur undirgúningur og framkvæmdir miðast við það að hægt verði að hefja aðalfram- kvæmdir við virkjuna næsta vor. Boðnar verða út tvær tilhag anir virkjunar. önnur gerir ráð fyrir að byrjað sé með 70 þús. kílówatta virkjun en hin 105 þús. kw. Hvor tilhögunin verður val- in, fer eftir því, hvort ráðizt verður í að reisa aluminium bræðslu. Sú virkjun, sef nú er reiknað með við Búrfell, verður allt 210 þús. kw. Þá er vatnið þó ekki fullnýtt og síðar, þegar miðlanir koma upp ofar á vatnasvæði Þjórsár, má virkja áfram við Búrfell. Landsvirkjun mun, auk Sogs- virkjunarinnar, yfirtaka eimtúrb- ínustoðina við Elliðaár frá Reykjavíkurborg. Verið er að stækka þá stöð nú úr 7,5 þús. kw í 19 þús. kw. Reiknað er með, að því verki verði lokið haustið 1966. Fram til þess tíma mun Rafmagnsveita Reykjavíkur hafa rekstur stöðvarinnar með hönd- um og annast stækkunarfram- kvæmdirnar. Auk framkvæmdastjórans, Ei- ríks Briem, hefur Landsvirkjun ráðið Svavar Pálss. cand.oecon., löggiltan endurskoðanda Lands- virkjunar, og Gunnlaug Halldórs- son og Guðmund Kr. Kristinsson, sem arkitekta við virkjunina. VERZLUNARMANNAHELGIN er á næsta leiti. Ein mesta ferða helgi ársins, þegar eftir þjóðveg- unum þjóta fylkingar bifreiða í endalausum röðum, þéttsetn- ar konur og körlum, ungum og öldnum. Þúsundum saman þyrp ist fólkið í allar áttir, úr borg og bæ, í leit að hvíld og ró frá önn og erli hversdagsins. í slíkri umferð, sem nú er íramundan og reynslan hefur sýnt og sannað, að eykst ár frá ári, einmitt um þessa helgi, ber eitt boðorð öðru hærra: öryggi. En að það beðorð sé í heiðri haft, getur gætnin ein tryggt. Það er þeim ömurlegar lyktir hvíldar og frídaga, sem, vegna óaðgæzlu, verða valdir að slysi á sjálfum sér, ástvinum sínum, kunningjum eða samferðafólki. Sá sem í þær raunir ratar verð- ur aldrei samur og jafn. Einn mestur böl- og tjónavald- ur í þjóðfélagi nútímans, er áfengisneyzlan, ekki hvað sízt með tilliti til margþættrar og sí- aukinnar vélvæðingar, á æ fleiri og fleiri sviðum, og þá einmitt ekki hvað sízt í hinni vaxandi umferð og þá allra helzt á tylli- og frídögum, svo sem helgi verzlunarmanna. Það er alltaf dæmigert ábyrgð arleysi að setjast undir bílstýri undir áhrifum áfengis, en í há- mark nær slíkt ábyrgðarleysi á slíkum tylli- og frídögum, sem verzlunarmannahelgin er, þegar allir vegir eru krökir af vél- væddum farartækjum, þá er sannarlega allrar athygli þörf, ef allt á að ganga að óskum. Minnstu áfengisáhrif geta haft hinar óheillavænlegustu af leiðingar, og á svipstundu breytt langþráðri skemmtiför í hrylli- legan dauðdaga eða lífstíðar- örkuml. Áður en til komu hin al- mennu farartæki nútímans — bifreiðarnar — sem vissulega eru hin mestu þarfaþing, en þó að- eins með nákvæmri meðferð og stjórn algáðs hugar og handa, var hesturinn aðalfarartækið, og þó húsbóndinn væri þá stund um „illa fyrir kallaður“ kom það síður að sök, þar sem hesturinn var alltaf allsgáður. En nú eru breyttir tímar og til þeirra breyt inga ber öllum hugsandi mönn- um og konum, að taka fullt til- lit. Áfengisvarnanefnd Reykjavík ur skorar á alla þá sem nú hyggja til ferðalaga um verzlun armannahélgina, að sýna sanna ferðamenningu, með fullkominni tillitssemi í umferðinni og snyrtimennsku á dvalarstöðum, svo sem sæmir frjálsbornu fólki og siðuðu. En því aðeins verð- ur það gert, að hafnað sé allri áfengisneyzlu á slíkum skemmti ferðalögum sem framundan eru. Áfengisvarnanefnd Reykjavíkur. Verðmæti hlunninda Hlunnindi, lax og silungsveiði, selveiði, dúntekja o.fl. er drjúg tekjulind á mörgum bæjum. AU ir vita að greiða verður morð fjár fyrir að fá að renna í góðar laxveiðiár og kópaskinnin hafa verið í háu verði og hækkandi, allt upp undir kr. 2.000,00 fyrir I. fl. skinn undanfarin ár. í sumar hefur víða verið ágæt selveiði, en ekki aukast þó tekj- ur bænda að sama skapi, því að verðlag á skinnum hefur fallið, enda berst nú meira af þeim á heimsmarkaðinn en áður, því að fleiri veiða vel heldur en íslend- ingar. • Peningalyktin 1 vikunni lagði þennan in- dæla peningaþef fyrir vit Reyk- víkinga, eða bannsetta grútar- stybbuna, eins og aðrir mundu orða það. Verið var að bræða síld í Faxaverksmðiðjunni í Effersey, eða Örfirisey ,eins og barnakennarar kenna börnun- um að kalla eyna, sem er renyd ar engin eyja lengur. Uppfyll- ingar hafa gerbreytt lagi eyjar- innar, svo að gamlir Reykvík- ingar þekkja hana naumast lengur. En það var víst lyktin, sem við ætluðum að minnast á. Margir hafa hringt til Morgun- blaðsins og kvartað undan ólyktinni. Segist fólk ekki hafa getað opnað glugga, meðan ver- ið var að bræða, og svona verk- smiðjur eigi ekki heima inni í eða við borgir. En atvinnulífið verður að hafa sinn gang, þótt mönnum slái fyrir brjóst, og þá þykir mér langt gengið, ef það er satt, að Seyðfirðingar sveii lyktinni. Það hefði að minnsta kosti þótt gikksháttur í Siglu- firði að amast við peningalykt. • Skattamir Nú hættir fólk að nöldra vegna lyktarinnar í bráð, en þá tekur við hið árlega gremju- efni borgarbúa: Skattaskráin, sem heitir vist gjaldheimtuskrá núna, kemur út í dag. Þá finnst mörgum þeir eiga um sárt að binda. Nóg er samt að borga sina skatta, þó að maður ergi sig ekki upp í vanlíðan með því að þrasa endalaust um það, hvað þetta sé nú erfitt, en marg ir virðast bókstaflega leggja skattauka á sjálfa sig með reiði legu nöldri. Nei, enginn kemst hjá því að borga sín opinberu gjöld, sem standa undir rekstri þjóðfélagsins, þó að mörgum finnist djúpt kafað í budduna. • DoktorshúsL Kunningi Velvakanda, sem oft á leið um Ránargötu, segist hafa séð útlendinga standa í hópum fyrir framan gamla Doktorshúsið og taka myndir. Þykir þeim húsið víst harla ógeðslegt svona inni í miðri borg. Húsið er í megnustu van- hirðu, rúður brotnar og spýt- ur negldar fyrir glugga. Þetta hús á sér langa sögu að baki, og ætti aðhalda því sæmilega við, meðan það stendur þarna enn. Útlendingar eiga oft leið framhjá því, vegna þess að City Hotel er rétt hjá, Ef ekki á að flytja húsið inn eftir (ekki á Klepp, heldur í Árbæ), þarf að mála það og þrífa. • Ruslaskrínur eða póstkassar ? Vinkona Velvakanda segist hafa séð erlent ferðafólk setja frímerkt bréf í ruslaskrínur þær, sem víða hanga á ljósa- staurum. Á þeim eru auglýsing ar og áletrunin „Hrein torg fög- ur borg“, en bæta þyrfti við áletrun a.m.k. á ensku, sem gæfi til kynna, að þama væri ekki um póstkassa að ræða. Áletrunin þyrfti ekki að vera stór, ef hún væri rétt við rif- una, svo að menn rækju augun í hana, um leið og þeir stinga einhverju ofan í kassann. Nýtt símanúmer: 38820 BBÆÐURNIR ORMSSON h.f. Vesturgötu 3. — Lágmúla 9.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.