Morgunblaðið - 11.08.1965, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 11. ágúst 1965
GEORGETTE HEYER
FRIÐSPILLIRINN
— Ég bot.na bara ekki upp eða
niður í þessu, sagði hams há-
göfgi.
— Nei, líklega .ekiki, en mest
er þetta nú að þakka veikindun-
um hennar Amabel litlu.
Lávarðurinn reyndi að fylgjast
með hugsanaganginium í þessu
öllu, og sagði loka: En ef hún
er orðin fús til að eiga hann
Charlbury, hvem fjandann er
hann þá að hugsa að endurtaka
ekki bónorðið sitt?
— Það mundi hann sjálfsagt
gera, ef ég vildi leyfa honum
það. En það væri til einskis.
Hugsaðu þér bara, hvaða klípu
Cecilia er í! Hún hefur lofað
Augustusi að dingla á eftir sér,
mamuðum saman og hefur svar-
ið, að hún skuli giftast honum
eða engum ella! Það þarf ekki
annað en samþykki þitt og þá
giftist hún honum eins og skot,
Þórshöfn
Umboðsmaður Morgun-
blaðsins á Þórshöfn er Helgi
Þorsteinsson, kaupmaður og
í verzlun hans er blaðið selt
í lausasölu.
Reyðarfjörður
KRISTINN Magnússon,
kaupmaður á Reyðarfirði, er
umboðsniaður Morgunblaðs-
ins þar í kauptúninu. Að-
komumönnum skal á það
bcnt að hjá Kristni er blað-
ið einnig selt í lausasölu.
Seyðisfjörður
UMBOÐ Morgunblaðsins í í
Seyðisfjarðarbæ er í Verzl.
Dvergasteinn. Blaðið er þar
einnig í lausasölu fram til
kl. 11,30 á kvöldin. „Bar-
inn“, veitingastofa, hefur
blaðið í lausasöiu.
Á Egilsstöðum
HJÁ Ara Björnssyni í Egils-
staðakauptúni er tekið á
móti áskrifendum að Morg-
unólaðinu. Þar í kauptún-
inu er Morgunblaðið selt
gestum og gangandi í Ás-
bíói og eins í Söluskála kaup
félagsins.
A öllum helztu
áningastöðum--------
FERÐAFÓLKI skal á það
bent, að Morgunblaðið er til
sölu á öllum helztu áninga-
stöðum á hinum venjulegu
ferðamannaslóðum, hvort
heldur er sunnan lands, á
af eintómri skyldiuiræikjii. Og
þessvegna verður að koma í veg
fyrir formlega opinberun, hvað
sem það kostar! Það getur þú
gert og ég bið þig að gera það!
Hlustaðu bara á ekkert, sem
Charles kann að segja við þig!
Hún hló til hans með augunum.
— Vertu eins afundinn við Cec-
iliu og nokkru sinni áður, því að
ekkert getur henni komið bet-
ur að haldi.
Hann kleip í kinnina á henni.
— Þú ert meiri hrekkjalómur-
inn! En ef nú Charles hefur
snúizt hugur? Þú veizt bezt
sjálf, að ég er enginn maður til
að standa í rifrildi.
Þú skalt ekki fara i neinar
kappræður við hann. Þú skalt
bara verða ofsalega vondur, og
það kanntu að minnsta kosti
vel!
Hann skríkti og tók þetta sem
hrósyrði. — En ef þau hríðast
nú í mér.......?
— Góðurinn minn, þá leitarðu
bara athvarfs hjá White! Og
láttu mig um hitt. Ef þú aðeins
gegnir þínu hlutverki, bregzt
það ekki, að ég ljúki mínu. Og
ég hef aðeins þessu við að bæta:
Þú mátt ekki fyrir nokkurn mun
láta uppskátt, að þú hafir tal-
að við mig um þetta. Lofaðu
mér því!
— Gott og vel, svaraði hann.
— En ég skal trúa þér fyrir einu
Soffía. Ég vildi allt eins vel
taka Fawnhope inn í fjölskyld-
una og þessa sýrubyttu ,sem
hann Charles ætlar að koma
með inn í hana.
— Já, vitanlega. En það ætti
ekki að koma til. Ég hef vit-
að það alveg síðan ég kom til
London, og nú hef ég allgóða
von um að geta einnig greitt
úr þeirri flækju. Stattu bara
við þitt, og þá lagast þetta allt
saman!
— Hvern fjandann ertu nú að
brugga? spurði hann snöggt
En hún hló bara og var óðar
þotin út.
Árangurinn af þessu viðtali
kom öllum á heimilinu á óvart.
í fyrsta sinn þrjózkaðist lávarð-
urinn gegn vilja sonar síns.
Hann lét sem viná um eyru
þjóta lýsingar hans á þessari
trygglyndu ást Ceciliu, og gerð-
ist svo reiður, að hann varð
hissa á því sjálfur. En þar eð
hann vissi, að sonurinn mundi
fljótt kveða hann niður með rök
semdum sínum, og var ekki við
annað hræddari en viðureign við
sér viljasterkari mann, þá gaf
hann Charles aldrei færi á að
opna munninn. Hann sagði, að
enda þótt Charles færi stjórn
eignanna vel úr hendi væri hann
þó enginn forráðamaður systur
sinnar. Hann bætti því við, að
hann hefði alltaf skoðað Ceciliu
hálftrúlofaða Charlbury, og hún
skyldi engan annan mann fá.
— Það stendur bara svo illa á,
sagði Charles, — að honum
Charlbury er systir mín ekki
lengur neitt keppikefli. Hann
hefur snúið huga sínum í allt
aðra átt.
— O, vitleysa, sagði lávarður-
inn. — Hann, sem gengur hér
um eins og grár köttur!
— Stendur heima. En það er
frænka mín, sem dregur hann
hingað.
— O, segðu mér það ekki,
sagði lávarðurinn. — Soffía vill
ekki sjá hann. Charles hló stutt-
arlega. — Og þó að hann færi að
biðja hennar, þá mundi ég samt
ekki leyfa Ceceliu að giftast
þessum skýjaglópi sínum, og
það geturðu sagt henni frá
mér.
Það gerði hr. Rivenhall líka,
en bætti við í huggunarskyni, að
hann efaðist ekki um að geta
talið föður sínum hughvarf, en
hann Varð hissa, af hve litlum á-
huga Cecilia tók þessum gleði-
fréttum. Hún var meira að segja
alveg róleg undir reiðilestri föð-
ur síns við kvöldverðinn, enda
þótt hún þyldi annars illa að
hlusta á skammir, enda gat hún
ekki að sér gert að roðna of-
urlítið og kippast við.
En sá, sem þessi föðurlegu
fyrirmæli komu minnst við, var
hr. Fawnhope. Þegar honum var
sagt, að það yrði ekki hægt að
senda tafarlaust trúlofunartil-
kynninguna til blaðanna, deplaði
hann bara augum og sagði, á-
herzlulaust: -Nú, ætluðum við að
fara til þess? Sagðirðu mér frá
því? Nei, ég hef kannski bara
ekki tekið eftir því! Þú, skilur,
ég er svo áhyggjufullur út af
Lepanto. Það er ekki hægt að
neita því, að orustur á leiksviði
eru alltaf erfiðar viðureignar,
en hvernig á bara að sleppa við
þær? Ég hef gengið um gólf
mestalla nóttina, og hef ekkert
nálgazt lausnina á þessu vanda-
máli.
— Ég verð að segja þér það,
Augustus, sagði Cecilia, — að
það er mjög ólíklegt, að við get-
um gift okkur í ár.
— Já, það er víst mjög ólík-
legt, samþykkti hann. — Og ég
get ekki heldur hugsað neitt um
neina giftingu, fyrr en ég er laus
við þetta leikrit.
— Nei, og þú verður líka að
muna, að Charles setur það skil-
yrði, að þú fáir þér eitthvað al-
mennilegt að gera, áður en hægt
er að opinbera trúlofunina.
— Það nær þá ekki lengra,
sagði hr. Fawnhope. — En aðal-
vandamálið er, að hve miklu
leyti hægt er að nota tækni
gömlu grísku leikritahöfundanna
til þess að sleppa við þennan
vanda.
— Augustus! sagði Cecilia . í
öngum sínum. — Er leikritið
þér svona miklu meira virði en
ég?
Hann leit á hana, hissa, en sá
að henni var alvara, og greip
strax hönd hennar og kyssti á
hana, og sagði brosandi: — Æ,
hvað þú getur verið vitlaus, eng
— Enginn gestanna geðjast að „sérrétti kokksins" svo þú verður
að borða hann sjálfur.
illinn minn. Hvemig gæti nokk-
uð verið mér meira virði en mín
heilaga Cecilia? Það er þín
vegna, sem ég er að semja þetta
leikrit. Hefðir þú nokkuð á móti
kór á gríska vísu?
Charlbury lávarður, sem fann,
að keppinautur hans hélt áfram
heimsóknum sínum þarna í hús-
ið og án þess svo mikið sem að
nota það fyrir átyllu að spyrja
eftir heilsu Amabel, tók að ger-
ast hræddur og heimtaði útskýr-
ingu hjá ráðgjafarkonu sinni.
Hann var að aka með hana i
vagninum sínum til Merton, og
þegar hún sagði honum hrein-
skilnislega, hvað gerzt hafði,
horfði hann fast á veginn fram-
undan sér og sagði ekkert,
nokkra stund. Loksins sagði
hann með nokkrum erfiðsmun-
um? — Ég skil. Hvenær má bú-
ast við, að þetta verði opinber-
að?
— Aldrei, svaraði Soffía. —
Vertu nú ekiki svona aumingja-
leguir, kæri Charlbury! Ég full-
vissa þig uim, að það er algjör
óþarfi. Auimingja Cecilia hefur
komiat að því, síðustu vikurnar,
að hún hefur alveg misdkilið sín
ar eigin tilfinningar.
Hann leit snögigt við og horfði
á hana. — Er þetta satt, Soffía?
Vertu eklki að blekikja mig! Ég
skal játa, að ég hafði haldið ....
hafði vonað .... Þá ætáa ég að
freista gæfunnar aftur, áður en
það er orðið um seinan.
— Af saemilega greindum
manni, ertu ótrúlega vitlaus,
Charlbury, sagði Soffía. — Hvað
heldurðu, að svar hennar verði,
þegar svona stendur á?
Fawnhope lengur .... ef hún
til dæmis sér eftir að hafa hrygg
brotið mig ... . ?
— Það gerir hún auðvitað, en
það er eitt af þessu, sem menn
halda að sé svo auðvelt, þangað
til farið er að hugsa betur um
það! Gerðu það! Ef skipt væri
um stöður — og þú værir sitaux-
blanka skáldið, en Augustus ríki
maðurinn .... þá kannski feng-
ist hún til að hilusta á þig. En
nú ér það ekiki þannig. Hér ©r
Skáidið hennar, sem hún hefur
svarið að vilja giftast, 1 trássi
við fjölskyldiuna .... og þú
verður að játa, að hann hefur
verið furðulega tryggur henni
— Hann? Ef hann hefur til-
finninigu fyrir nokkru, þá eru
það þessar leirhnoðsvísur hans,
og hissa skyldi ég verða, ef það
væri öðruvísL
— Auðvitað hugsar hann
ekki um annað, en þú trúir vænit
anlega ekki að fræmika mín trúi
því? Hann hefur hangið utan í
benni og ekki litið á aðra kven-
persóniu, alllan þann tíma, sem
ég er búin að vera í Englandi,
og auðvitað lítur það út í augum
flestra, sem meira en lítil tryggð
og holLusta! Þú, veslings Oharl-
bury, hefur auðinn og tignina á
móti þér. Og Cecilia sýnist auð-
vitað harðbrjósta, ef hún fer að
varpa 'skáldinu fyrir borð, þin
vegna. Þú getur verið viss uim,
að þetta atriði vegur þungt hjá
henni. Hún er viðkvæm í sér, og
húm gerir það ekki viljandi að
særa neinn, sem hún heldur, að
elski sig af öllu hjarta. Nú er
ekki nema eitt að gera og það er
að gafa henni gilda ástæðu til að
giefa hann firá sér!
Hann þekkti hana nógu vel til
þess að verða talsvert órólegur.
Bloðið koslar
5
krónur
í lausasöiu
AtLTAF FJOLCAR VOLKSWAGEN
VOLKSWAGEN
Argerð 1965
UPPSELD
NlllMIIIlMfa . ,
HEKLA hf
Tökum ú móti
tll ufgreiðslu í
pöntunum uf úrg. 1966
úgúst — september