Morgunblaðið - 11.08.1965, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.08.1965, Blaðsíða 24
Lang slærsta og íjölbreyttasta blað landsins Helmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað MESTA SMYGLMÁL, SEM TOLL- GÆZLAN HEFUR FENGIZT VIÐ EKKI voru öll kurl komin til grafar í smyglmálinu í Lang- jökli, er blaðið hafði samband við tollgæzluna í gærkvöldi. Tíu tollverðir unnu mestan hluta dags í gær við leitina og fundu nýja felustaði og höfðu fundizt 4000 flöskur af áfengi og 100 mill af sígarettum, þeg ar síðast fréttist. Hér er aðal- lega um að ræða genever- brúsa og ginflöskur, en toll- gæzlan hefur ekki gefið upp neinar tölur um hlutfall milli tegunda. Eins og áður hefur komið fram hefur smyglið fundizt víðsvegar um skipið, m.a. í lestinni, þar sem ein- angrunarefni hefur verið fjar lægt, en smyglinu komið þar fyrir í staðinn. Auk þess hafa tollverðir rifið niður þilplöt- ur á mörgum öðrum stöðum og smygl komið þar í leitirn- ar. I»essi mynd var tekin á IngólfsgarSi í gær, er lögreglan hafffi lokaff fyrir alia umferff, aff Langjökli, þar sem leitin að smyglinu fór fram. — (Ljósm. Sv.Þ.) Haraldur Ágústsson, skipstjóri. Síldardælan í bátunum mun valda byltingu Rætt v/ð skipstjórana Harald Ágústsson og Vibi Sveinsson UNDANFARINN hálfan mánuð hafa tvö skip í ís- lenzka síldveiðiflotanum haft síldardælur innan- horðs ©g verið að gera til- raunir með að dæla síld- inni upp úr nótinni í stað þess að háfa hana eins og gert hefur verið. Tilraunir þessar hafa farið fram á síldveiðiskipunum Reykja- borgu og Jóni Garðari. — Mbl. átti í gær tal við skip- St.jórana á þessum skipum ©g spúrðist fyrir um hvern- ig dælurnar hefðu reynzt. Fyrst náðum við tali af HaraTdi Ágústssyni, skipstjóra á Reykjaborgu, en þar um borð er amerísk dæTa: — Þetta hefur gengíð ágæt- lega, segir Haraldur. — Við höfum náð því að dæla 3000 tunnum á klukkustund. Dæl- an héfur nú verið um borð hjá okkur þrjár veiðiferðir og þetta gengur eins og í sögu. Við horfðum bara á síldina renna inn. Við höldum hins- vegar að síld, sem á að fara í salt, geti afhreistrast meira við dælinguna, heldur en éf henni væri háfað. Ég er þó viss um að við getum lagfært þann galla, annað hvort með því að láta dæluna ganga hæg ar eða dæla meiri sjó með síld inni. Við eigum aðeins eftir að finna þetta út, en það kem- ur. Ég er sannfærður um að þetta verður alger bylting og að háfurinn verður ekki fram- ar notaður. Það verður ekki langt þangað til öll síldveiði- skipin okkar verða komin með dælur. — Það vantar bara að við getum líka Tandað síldinni með dælunni og þá sparar þetta mannskap. En okkur vantar til þess barka, sem enn er ekki kominn til landsins. ■— Við getum háfað með dæl unni 1000 mál á 20—25 mínút- um, en þegar bézt gengur með háfnum tekur um klukkutima að háfa 1000 mál. Fyrir utan Víffir Sveinsson, skipstjóri. vinnu- og tímasparnað er sér- staklega hagkvæmt að nota Framhald á bls. 23 Ingólfsgarður, þar sem LangjökuII liggur, var lokað- ur íyrir allri umferð í gær. Unnu tollverðir að leitinni uni borð undir stjórn Eiríks Guðnasonar og með þeim unnu starfsmenn í SHppnum að beiðni eigenda skipsins, svo að komið yrði í veg fyrir óþarfa skemmdir við leitina. Frekari frétta af málinu er varla að vænta fyrr en leit- inni er lokið, því að þá verð- ur málið sent Sakadómi til meðferðar. Var reiknað með að það yrði í dag. Þetta mun vera mesta smyglmál, sem tollgæzlan hefur komizt á snoðir um. Um kl. 10 í gærkvöldi var leitinni hætt um borð í Lang- jökli, en þá þegar settur vörð- ur við skipið. Enn höfðu toll- verðir fundið áfengi. Mestur hluti alls smyglsins var í frystilestum skipsins. Auk þess hafði áfengi fund- izt á víð og dreif í öllum í- húðum skipshafnarinnar, fal- ið í veggeinangrun. Eftir því sem Mhl. frétti í gærkvöldi mun þetta umfangs mikla smygl tæplega eiga sér hliðstæðu á Norðurlöndum. T.d. munu sænsk tollyfirvöld ekki hafa fundið svo mikið smygl í einu. — Þar er tollur á innfluttu áfengi svipaður og hér á landi. Langjökull átti að fara á- leiðis til Bandaríkjanna í kvöld með fisk, sem hann lest aði í Evrópu, en hrottförin mun skiljanlega dragast á langinn. Langá með smygl í Khöfn Kaupmannahöfn 10. ágúst. (Ritzau) — ER tollverðir fóru um borð í ís- lenzka skipið Langá í Kaup- mannahöfn í gær, fundu þeir verulegt magn af spíra og vodka í plastgeymum og viskíflöskur í sekkjum. Langá fékk léyfi til að fara til íslands frá Kauþ- mannahöfn í dag, er umboðs- manni skipsins í Kaupmanná- höfn hafði verið gert að greiða u.þ.b. 40 þús. danskar krónur í toll og sektir. Áfengið var ekki tekið í land í Kaupmannahöfn og ekki mun hafa verið hugmyndin að smygla því í land þar. Eigendur smyglsins gáfu sig fram og eru þeir tveir af tíu manna áhcfn skipsins. Spírinn mun vera kom inn frá Póliandi og stóðu plast- geymarnir á þilfari, en sekkirmr með wiskýflöskunum voru betur faldir, sagði talsmaður tollgæzl- unnar í Kaupmannahöfn. London 10. ágúst — NTB. ÍJTFHJTNINGUR frá Bretlandi jókst mjög mikiff í s.l. mánuffi og varff það til þess að greiðslu jöfnuffurinn við útlönd varff óhag stæður um affeins eina milljón sterlingspunda. — Er þessi tið- indi spurffust hækkaffi gengi ster lingspundains úr 2,7914 doilur- nnr, j 2,7919 dollara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.