Morgunblaðið - 16.09.1965, Qupperneq 6
6
MORCUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 16. sept. 1965
Malbikun gatna í
Patreksfirði hafin
Patreksfirði, 10 sept.: —
t DAG lauk framkvæmdum við
fyrsta malbikaða vegarspottann
bér í kauptúninu og um leið hin
um fyrsta á Vestfjörðum utan
ísafjaröar. Framkvaemdir að
verki þessu hófust í byrjun júnL
Fyrst var hafizt handa að byggja
Gongnamenn
fundn hest
Geldingarholti, 15. september.
ÞEGAR gangnamenn í norður
leit komu í Miklulækjarbotna
fyrir slkömmu, fundu þeir rauðan
hest, tvístjörnóttan. Hesturinn
er markaður blað-stýft framan
hægra og merktur U á hægri
lend. Eigandi hans getur fengið
hest sinn me'ð því að hafa sam-
band við símstöðina á Ásum-
— Jón.
nýtt holræsi á 110 metra kafla.
Holræsi þuð, sem fyrir var, var
hið elzta, sem byggt var á vegum
hreppsins.
Malbikaði végarkaflinn er frá
horni Þórsgötu og Aðalstrætis og
upp fyrir samkomuhúsið Skjald-
borg, eða um 250 metra langur.
Gatan er 7 metra breið að við-
bættum bifreiðastæðum, sem eru
á 95 metra kafla og 2,5 metrar á
breidd. Áformað er að ljúka við
eins mikið af gangstéttunum og
unnt er, ef veður leyfir. Er hrepp
urinn sem stendur að koma sér
upp aðsötðu til framleiðslu á
gangstéttarhellum.
Frá byrjun hafa 8—10 verka-
menn unnið að þessu undir
stjórn verkstjóra hreppsins, Frið
geirs Guðmundssonar, sem sá um
framkvæmd verksins. Leifur
Harmesson, verkfr. annaðist
verkfræðilegan undirbúning, svo
sem mælir.gar og teikningar og
gerði hann enn fremur kostnað
aráætlun. ísafjarðarbær leigði
Malb inkun gatna hafin á Patreksfi röL
malbikunarvélarnar, og eru þær
hinar sömu og Gatnagerð s.f. átti
og ísafjarðarbær keyptL
Er ánægjulegt, að þessar nauð-
synlegu framkvæmdir eru hafn-
ar, og máitækið segir „hálfnað
er verk þá hafið er“, en vega-
lengd gatna hér mun vera um
6 kílómetrar. — TraustL
Eftirvænting
í gær var Velvakandi í
styttra lagi af því að ég þurfti
að flýta mér heim í fyrrakvöld.
Ætlaði ekki að missa af neinu,
vera vel búinn undir kvöldið —
og hvíla mig. En ég gat ekki
slappað af. Aftur og aftur greip
ég Morgunblaðið, las fyrst heil-
síðu auglýsinguna, síðan grein-
ina í Dagbókinni, skoðaði mynd
irnar. Já, aftur og aftur, því
svo sannarlega eru þeir „snill-
ingar“, eins og segir í greininni
— og „stórkostlegir", eins og
segir í auglýsingunni. Ég kunni
þetta utan að.
Mér svelgdist tvisvar á súp-
unni og var skjálfhentur. Svo
gat ég ekki beðið lengur, en
þaut af stað klukkan hálf sjö.
Þetta átti að byrja korter yfir
sjö og ég ók í loftinu inn eftir.
En ég sá ekki sálu. Ég varð
fyrstur, ágætt. Það var tekið að
skyggja og ég sat í bilnum og
beið eftir skaranum, reiðubúinn
að taka til fótanna og verða
fyrstur að dyrunum.
En klukkan varð sjö, korter
yfir — og enginn kom. Aðejns
strætisvagninn, en hann var
tómur. Hvernig stóð á þessu?
Hafði ég misskilið þetta í blað-
inu, eða les enginn Morgunblað-
ið nema Velvakandi?
Ég fór út úr bílnum og gekk í
humátt að stóra húsinu. Það
var komið myrkur og ljós var
í öllum gluggum. En þarna var
allt hljótt. Skyndilega flaug að
mér hræðileg hugsun. Ég stanz-
aði snögglega og greip andann á
iofti: Þeir skyldu þó ekki hafa
sloppið út? Guð minn góður!
Nei, það væri hræðilegt. En af
hverju var allt svona hljótt, eng
inn hávaðL engin öskur, engin
óp?
Ég gekk eftirvæntingarfullur
hægum skrefum umhverfis
stóra húsið, var lengi á leiðinni,
skimaði upp í hvern glugga.
Gekk einn hring, síðan annan
— og þann þriðja, en ég.var enn
einn. Fólkið var ekki byrjað að
safnast saman. Eitthvað hlaut
að hafa komið fyrir.
Aðdáandi
Allt í einu opnuðust dyrn
ar, aðaldyrnar — og ég varð
eftirvæntingarfullur, nema stað
ar. Maður í hvítum sloppi ávarp
aði mig úr dyrunum „Að
hverju leitið þér maður minn?“
Ég flýtti mér til hans og
spurði ákafur: „Eru þeir ekki
komnir? Hvenær koma þeir?
Þetta átti að byrja klukkan
korter yfir sjö!“
Hann leit ransakandi augum
á mig — og spurði rólegur:
„Hverjir?"
„Ertu að reyna að gabba
mig? Fóru þeir kannski út um
bakdyrnar til þess að enginn
gæti snert þá?“
„Ha?“
„Eg er aðdáandi þeirra, ég
heimta að fá að snerta þá,“
sagði ég og hélt áfram að þrefa
við hann, því að ég skildi strax,
að hér voru brögð i tafli. Þeir
voru að reyna að komast und-
an aðdáendum sínum.
En allt í einu heyrði ég töfra-
orðið. Einhver hrópaði það
skærum rómi þarna inni í hús-
inu. Það var næstum því liðið
yfir mig, þegar ég heyrði þetta
— og' undarleg sælutilfinning
fór Um alaln kroppinn. Ég rauk
á manninn í hvíta sloppnum,
ýtti honum óþyrmilega úr gang
veginum og þaut inn í húsið —
hrópandi af ölluirr lífs og sálar
kröftum, eins og ég hafði heyrt
hina hrópa: „THE KINKS, THE
KINKS, THE KINKS!!!“ Ein-
hver hefur kannski haldið, að
ég væri orðinn vitlaus.
^ Dásamlegt
„Hvar eru þeir, hvar eru
þeir?“ hrópaði ég á hlaupum
inn ganginn. „Hérna, hérna“,
kvað við úr öllum áttum. Já,
þeir voru þarna, svo sannarlega
voru þeir þarna. Og miklu
fleiri. Fullt af þeim, síðhærðum
— í háhæluðum skóm, gulum
sokkum, þvengmjóum buxum
— og þeir skríktu einhvers stað
ar á bak við hárið. Ég varð
orðlaus af aðdáun að sjá þá
svona, klædda eigin hoidi. Þeir
sögðu líka í auglýsingunni í
Morgunblaðinu: „Tvímælalaust
stórkostlegustu hljómleikar,
sem hafa verið haldnir hér“.
Hver hefði trúað því fyrir tveim
ur árum, að slíkir atburðir ættu
eftir að gerast á fslandi?
Svo hófu þeir upp raust sína
og loftið fylltist hljóðum, sem
enginn mannbarki hefur fram-
leitt fyrr. Hárið slóst til á þeim
svo að stundum sást í nebbana,
„Dásamlegt! Stórkostlegt!" hróp
uðu allir síðhærðu aðdáendurn-
ir og ég hafði það á tilfinning-
unni, að þakið mundi rifna af
húsinu og kvöldsvalinn streyma
inn á okkur til þess að „kæla
mannskapinn niður“, eins og
þeir orða það. Allir voru með
„Kinks-húfur“, og „Kinks-
flögg“. Sumir voru í „Kinks-
peysum", eða „Kinks-huxum."
Öll blöðin höfðu sent frétta-
menn á staðinn — og ljósmynd
ararnir smelltu af í hvert sinn
og sást í nebbana. Heimss.ögu-
legur viðburður, sagði einn spek
ingurinn — og hrópin hækkuðu
um allan helming.
„Trvggðu þér miða
í tínia"
hvíta sloppnum mér út að hlið-
inu: „Komdu aftur annað
kvöld, þá verða þeir enn betri“,
sagði hann — „en tryggðu þér
miða í tíma“, bætti hann við.
Ég var að velta því fyrir mér
af hverju „THE KINKS“ hefðú
verið í rimlabúri þarna inni í
húsinu, ég áttaði mig ekki á því
fyrr en öllu var lokið. Senni-
lega til þess að aðdáendurnir
gerðust ekki of nærgöngulir.
Ég spurði einskis.
En af hverju voru allir litlu
aðdáendurnir líka í rimlabúr-
um? Sennilega til öryggis, til
þess að þeir yrðu ekki of nær-
göngulir við THE KINKS. Allt
átti sína skýringu.
Ég var of máttfarinn til þess
að aka sjálfur heim. Ég skildi
því bílinn minn eftir og steig
upp í strætisvagninn, sem stopp
ar þarna alveg við hliðið hjá
Kleppi.
Merkingu orða
snúið við
Ég hef fengið bréf frá
nokkrum lesendum, sem einnig
hafa fengið nóg af bítilæðinu.
Þeir setja skoðanir sínar hins
vegar fram á dálítið annan hátt
en ég hef gert hér að framan —
og er sjálfsagt að birta hér eitt
bréfanna — fyrir þá, sem bet-
ur kunna að meta skorinorð
skrif í „Rabb-stíl“:
„Hefur einhver geðveiki grip
ið fólkið í þessari borg? Eru eng
in takmörk fyrir því hvað hægt
er að bjóða vesælum mann-
skepnum°“
Það á að setja ritskoðun á
auglýsingar frá þessum vesal-
ingum, sem auglýsa: „Þetta eru
tvímælalaust stórkostlegustu
hljómleikar, sem hér hafa verið
haldnir“ — og bjóða svo upp á
brezk bítilmennL sem varla er
farin að vaxa grön.
Þar með er búið að eyða
þremur orðum úr íslenzkri
tungu, gera þau merkingar-
laus — eða a.m.k. gefa þeim allt
aðra merkingu en þau höfðu:
Tvímælalaust, stórkostlegur,
i hljómleikar.
„Tvímælalaust" þýðir hér eft
ir „vafasamt".
„Stórkostlegur“ þýðir hér eft
ir „ógeðfelldur".
„Hljómleikar" þýðir hér eftir
„múgöskur".
Þótt hingað kæmi Maria Call-
as, Birgit Nilsson, Arthur Rub-
instein, Vladimir Horowitz eða
Hans Hotter fengu þau áreið-
anlega ekki heilsíðuauglýsing-
ar í Morgunblaðinu með full-
yrðingum um, að þar væri um
að ræða „stórkostlegustu hljóm
leika“ sem hér hefðu verið
haldnir, enda er vafasamt, að
þetta heiðursfólk kæri sig um
það úr þessu.
Vinur Velvakanda."
Ég þakka þessum „vini“ bréf
ið og nota tækifærið til að
benda honum á það, að senni-
lega væri þetta ekki jafnstór-
kostlegt, ef barnabítlarnir
„Bravó“ frá Akureyri — og
„Tempó“ létu ekki til sín heyra
ásamt þeim brezku. Eða, hefur
þú, vinur sæll, heyrt í Dúmbó
og Steina, eða hvern fjandann
þeir kalla sig? Þeir eru senni-
lega ekki dónalegir.
Misskilningur
Velvakandi hefur verið
beðinn um að geta þess, að frá-
sögn um yfirmálningu á mynd-
um eftir Guðmund Thorsteins-
son (Mugg) á Vífilsstöðum, sem
getið var í útvarpserindi um
Daginn og veginn sl. mánudag
er á misskilningi byggð. Mugg-
ur málaði aldrei neina vegg-
mynd á Vífilsstöðum. Umrædd
veggskreyting var gerð fyrir
45 árum þegar herbergið var
notað sem borðstofa fyrir barna
deildina. Nú mun herbergi þetta
hafa verið tekið undir röntgen-
tæki. Þurfti að brjóta einn vegg
herbergisins og þar af leiðandi
óhjákvæmilegt að mála .
NÝJUNG
TVEGGJA HRAÐA HÖGG-
OG SNtJNINGSBORVÉLAB
Brœðurnlr ORMSSON hd.
Veaturgötu Z. — Simi 36820.
Þegar ég fór, fylgdi sá