Morgunblaðið - 16.09.1965, Síða 8
8
MORCUNBLADID
Fimmludagur 16. sept. 1965
EINS og gefur að skilja ræða
flest norsku blaðanna úrslit
Stórþingskosninganna í rit-
stjórnargreinum í gær. En
ekki ber þeim öllum saman.
Fara hér á eftir útdrættir úr
greinum nokkurra blaða.
„Arbeiderbladet",
málgagn Verkamannaflokks-
ins, segir m.a. að Verkamanna-
flokkurinn sé áfram stærsti
fiokkur landsins, sem hafi mik-
ilsverðu hlutverki að gegna í
norskum stjórnmálum og þjóð-
félagsmálum. „Enginn annar
flokkur nýtur jafn mikils trausts
nveðal norsku þjóðarinnar og
•inmitt Verkamannaflokkurinn.
Forystumenn Verkmannaflokksins eftir að ósignr fiokks þeirra var kunnur. Frá vinstri: Einar Gerhardsen, forsætisráðherra og
formaður flokksins ásamt Tryggve Bratteli, formanni þingfiokks Verkamannaflokksins. Hjá þeim situr John Lyng, form. Hægri
flokksins.
„Hvað segja blöðin um norsku kosningarnar?"
Borgaraflokkarnir unnu nokkuð
á í sameiningu, en þeim tókst
ekki að ná meirihluta meðal
þjóðarinnar. Þeir hlutu 49% at-
kvæða, en verkalýðsflokkarnir
þrír hlutu stuðning 51% kjós-
enda. Samsteypuflokkarnir fjórir
hlutu sem sagt öruggan meiri-
hluta meðal þjóðarinnar. Þessi
einfalda staðreynd segir okkur
margt um þvaður borgaraflokk-
anna um óréttlátt kosningafyrir-
komulag. Þetta umrædda „órétt-
læti“ bitnar að minnsta kosti
ekki á borgaraflokkunum. Ann-
ara geta tölurnar kennt okkur
gamla og bitra staðreynd. Klofn
ingur innan verkalýðssamtak-
anna verður alltaf hægriöflunum
til góðs.“
„Aftenposten",
málgagn Hægri flokksins, segir
a8 sigur Hægri flokksins hafi
fallið nokkuð í skuggann af enn
meiri sigrum Mið- og Vinstri
flokkanna. Telur blaðið að töl-
urnar, sem birtar hafa verið,
gefa ranga mynd af framgangi
þessara flokka og styrkleikahlut-
falli þeirra innbyrðis. Tekur
Waðið sem dæmi sameiginlegan
lista Hægri flokksins og Kristi-
lega flokksins í Bergen, sem
fókk 20 þúsund atkvæði, og tel-
ttr að þrír fjórðu þessara at-
kvæða hafi verið frá kjósendum
Hægri flokksins. Spáir Aften-
posten því að þegar talningu lýk
ur muni Hægri flokkurinn hafa
fengið 410 þúsund atkvæði.
En það þýðingarmesta við
kosningarnar á mánudaginn,
aegir blaðið, er að þá var í eitt
skipti fyrir öll drepin sú stað-
hæfing, sem Verkamannaflokkn-
um er svo kær, að ef „smáflokk-
amir“, eins og þeir eru kallaðir
af sósíalisku yfirborðslítillæti,
gengju að eirthverskonar sam-
vinnu við hægriöflin, yrði sú
samvinna upphafið að endalok-
um þeirra allra. Blaðið bendir
á að sigrar Miðflokksins og
Vinstri flokksins afsanni þessa
kenningu, og telur vafasamt að
sigurinn hefði orðið jafn glæsi-
legur ef kosningabaráttan hefði
verið háð eins og venja hefur
verið, allir á móti öllum.
„Morgenposten“,
sem er óháð blað, segir að
Kings Bay málið hafi opnað
borgarflokkunum leið til sam-
vinnu, sem áður var óhugsanleg.
Þessa samvinnu samþykktu
flokkarnir, þótt sumir hafi ekki
gert það mótmælalaust. Og á
mánudag samþykktu kjósendur
samvinnuna, segir blaðið. Þess-
vegna telur blaðið að borgara-
flokkarnir fjórir geti nú að kosn
ingum loknum tekið upp frjáls-
legri samvinnu. Sérstaklega á
þetta við Mið- og Vinstri flokk-
ana. Þeir hafa ráð á því nú
að hætta gagnkvæmri afbrýðis-
semi og efasemdum. Varðandi
væntanlega stjórnarmyndun seg-
ir Morgenposten að þröng
flokkssjónarmið verði að víkja
fyrir sameiginlegum markmið-
um. Vissulega muni allir flokk-
arnir finna fyrir því næstu kosn-
ingar ef ekki verður farið eftir
reglunni: „bezti maðurinn í
hvert sæti“.
„Nationen“,
málgagn Miðflokksins, telur
að traustsyfirlýsingin á sam-
starfsflokkana, sem felst í niður
stöðum kosninganna, eigi fyrst
og fremst rætur að rekja til
vaxandi óánægju með stefnu
Verkamannaflokksins og sí-
auknu trausti á því að borgara-
flokkarnir geti fundið betri
lausnir á vandamálunum. Þetta
nýja traust byggist að verulegu
leyti á atburðunum 1963 þegar
flokkarnir fjórir mynduðu sam-
eiginlega ríkisstjórn og stóðu
saman að sameiginlegri og fram
sýnni stjórnarstefnu. Þá var
þetta nýlunda. Við fyrri kosn-
ingar höfðu flokkarnir fjórir
ekki átt neina sérstaka stjórnar-
stefnu, og kjósendur gátu vart
átt von á því að unnt yrði að
mynda ríkisstjórn ef Verka-
mannaflokkurinn missti meiri-
hluta sinn. Og þessa skoðun
studdi Verkamannaflokkurinn
að sjálfsögðu til hins ítrasta.
„Várt Land“,
sem er kristilegt og óháð, tel-
ur að þessi mikli ósigur Verka-
mannaflokksins hafi komið ó-
vænt, en fagnar því að úrslitin
urðu ekki þau að þingsæti skipt
ust jafnt, 75 gegn 75. En sigur
borgaraflokkanna gefur ekki á-
stæðu til yfirlætis. Úrslitin sýna
að enn hefur rúmur helmingur
kjósenda greitt verkalýðsflokk-
unum atkvæði, þótt þeir flokkar
skipi nú bekki stjórnarandstöð-
unnar. Gerhardsen lýsti því yfir,
eftir að úrslit urðu ljós, að
Verkamannaflokkurinn mundi
taka upp jákvæða og málefna-
lega stefnu sem stjórnarand-
stöðuflokkur. Meira hefur nýja
stjórnarsamsteypan ekki rétt til
að biðja um eftir 30 ár í stjórn-
arandstöðu, segir blaðið.
„Morgenbladet",
málgagn íhaldsmanna og ó-
háðra, segir að þau hundruð
kjósenda, sem fólu borgaraflokk
unum að mynda ríkisstjórn, geti
verið sannfærð um að þau þau
hafi átt aðild að sögulegum við-
burði. Ekki aðeins vegna þess
að borgaraflokkarnir hafi ekki
farið með völd í Noregi í 30
ár, heldur einnig vegna þess að
norska jafnaðarmannastjórnin
sé fyrsta stjórn sósíalista á Norð
urlöndum, sem fara verður frá.
Sennilega fylgi stjórnir Dan-
merkur og Svíþjóðar fljótlega á
eftir, segir blaðið. En það verð-
ur enginn dans á rósum að taka
við völdum, því Verkamanna-
flokkurinn, undir leiðsögn Ger-
hardsens og Bratellis, mun vinna
markvisst gegn stjórninni og not
færa sér allan hugsanlegan á-
greining meðal stjórnarflokk-
anna. Telur blaðið að fyrsta ár-
ið verði stjórninni erfiðast, með
an ráðherrar eru að setja sig inn
í störf sín.
„Verdens Gang“
segir að nýja stjórnin hafi í
rauninni fleiri atkvæði sér til
stuðnings en nokkur önnur ríkis
stjórn síðan hætt var við ein-
menningskjördæmi þar í landi.
En blaðið ásakar Verkamanna-
flokkinn fyrir það að telja sér
þau atkvæði, sem féllu á Sósíal-
íska þjóðarflokkinn og á komm-
únista, og á þann hátt nota töl-
una 51% kjósenda til áróðurs
gegn nýju stjórnarsamvinnunnL
Hingað til hafa talsmenn Verka
mannaflokksins afneitað sam-
stöðu með kommúnistum, og
með tilliti til Hatursfullrar af-
stöðu flokksins til Sósíalska
þjóðarflokksins í kosningabarátt
unni, kemur það einkennilega
fyrir sjónir, segir blaðið, ef
Verkamannaflokkurinn ætlar nú
að telja sér þessi atkvæði.
„Friheten“,
■ blað kömmúnista, segir: Það
er full ástæða til þess í dag að
taka eftir því að meirihluti kjós
enda hefur áfram kosið ein-
hvern verkalýðsflokkanna. Með
réttlátri kjördæmaskipan, þar
sem öll atkvæði í landinu réðu
jafn miklu um skipan Stórþings-
ins, ættu verkalýðsflokkarnir að
hafa meirihluta á næsta þingi,
eða 76 þingsæti. Það eru ekki
kjósendurnir sem hafa veitt
borgaraflokkunum meirihluta,
heldur gallað kosningafyrir-
komulag og hæfileika til að
notfæra sér þá galla.
„Norges Handels- og Sjö-
fartstidende“,
óháð, segir: Samvinnan sem
flokkarnir fjórir hófu, héldu á-
fram Kings Bay-árið, og komu
í framkvæmd í Lyng-stjórninni
1963, hélzt einnig í kosningabar-
áttunni, þrátt fyrir grófar árásir
og ákafa. Það var ekki vikið frá
samstarfslínunni, þrátt fyrir hat
ramar ásakanir um að flokkarn
ir þrír létu Hægri flokkinn leiða
sig, létu tæla sig inn í hægri
samsteypu. Þessi áróður hefur
ekki sízt verið Vinstri flokkn-
um erfiður, og freistandi fyrir
flokkinn að láta undan. En
Vinstri flokkurinn gaf ekki eftir.
Það er sérstaklega ánægjulegt.
Og okkur þykir athyglisvert að
staðfesta að í þessum kosning-
um, eftir „Lyng-samhræringinn“
frá 1963, eftir samvinnu við
Kristilega flokkinn um stjórnar-
myndun, eftir sameiginlega kjör
lista með Miðflokknum, sam-
vinnu, sem einnig átti sér stað í
ár — hefur Vinstri flokkurinn
í fyrsta sinn á síðasta manns-
aldri unnið verulega á. Þar með
er sannað að allur grýluáróður
þjóðnýtingarfiokksins er fallinn
dauður og máttlaus til jarðar
meðal kjósenda.
Erlend blaðaummæli.
Norsku kosningarnar fá eínnig
mikið rúm í sumum erlendu
blaðanna.
3andaríska blaðið „Washingt-
on Post“ segir m.a. að óánægja
sem sumpart var bundin kostn-
aði vegna velferðarríkisins, hafi
steypt af stóli elztu lýðræðis-
stjórn sósíalista í Evrópu. Þetta
þýðir ekki það, segir blaðið, að
Verkamannaflokkurinn hafi
stjórnað Noregi svona illa. Þvert
á móti hefur landið upplifað at-
hyglisverða efnahagsþróun.
Norðmenn eru nú í þeirri ein-
kennilegu aðst'iðu að hafa fellt
ríkisstjórn án þess að kjósend-
um sé ljóst hvað tekur við, því
samstarfsflokkamir fjórir hafi
hafi ekki lagt fram sameigin-
lega stefnuskrá. Og þótt dug-
andi menn séu til í þessum flokk
um, þurfi það ekki að þýða
tryggingu fyrir afkastamikilli
ríkisstjórn.
„New York Herald Tribune“
segir að úrslit norsku kosning-
anna sem bundu enda á nærri
þrjátíu ára samfellda stjórn
Verkamannaflokksins, bendi til
mjög alvarlegra breytinga. En
svo virðist þó ekki vera, segir
blaðið. Hvorki velferðarríkis-
kenningin í innanríkismálum, né
stuðningurinn við Atlantshafs-
bandalagið og vasturveldin í ut-
anríkismálum verði tekin til end
urskoðunar hjá nýju stjórninnL
í Noregi, eins og í Bretlandi, var
drifkrafturinn óskadraumur um
breytingu — ekki aðallega breyt
ingu á stefnunni, heldur manna-
skipti.
Brezka blaðið „Times“ segir
að hættumar framundan í Nor-
egi séu ljósar, og að samvinnan
milli borgarflokkanna fjögurra
geti reynzt erfiðari í stjórnar-
samvinnu, en hún virðist á stund
sigursins. Og blaðið „Guardian“
segir: Eftir svona margra ára
fastheldni varðar utanaðkom-
andi mest um það að hve miklu
leyti nýja stjórnin mun fylgja
utanríkisstefnu fyrirrennara
sinna, og hvort nýja stjórnin
getur vænzt þess að vera starf-
hæf næsta kjörtímabil. Þar sem
stjórnin verður skipuð fulltrú-
um fjögurra flokka, sem allir
vilja vaka yfir eigin sjálfstæðL
er erfitt að hugsa sér að stjórn-
in endist út kjörtímabilið.
í Moskvu segir stjórnarblaðið
„Izvestia" að stefna stjórnar
Verkamannafiokksins í Noregi
hafi valdið verkamönnum þar
síauknum vonbrigðum á síðustu
árum. Höfundur ritstjórnargrein
arinnar, M. Zubko, heldur því
fram að Verkamannaflokkurinn
hafi látið efnahagskerfi auð-
valdsstefnunnar standa óhaggað,
og reynt að fá verkalýðinn til að
sætta sig við galla þess. „Stefna
stjórnar Verkamannaflokksins
hefur verið raunsæ í ýmsum
utanríkismálum, en aðildin að
Atlantshafsbandalaginu heiur
skipað Noreg á bekk með árás-
aröflunum, og það hefur ekki
orðið til þess að auka vinsæld-
ir stjórnarinnar meðal þjóðar-
innar“, segir blaðið.
Ibúð oskast
2ja—3ja herb. íbúð óskast til le'gu nú þegar.
Tvennt fullorðið í heimili. Standsetning gæti komið
til greina. — Upplýsingar í síma 16385 eftir kl. 6 á
kvöldin.
Vön skrifstofustúlka
óskast
strax. — Upplýsingar í símum 10028 og
20049 milli kl. 1 og 5 e.h.__