Morgunblaðið - 16.09.1965, Side 12
12
MORCUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 16. sept. 1963
Spjall við fulltrúa á þingi S.U.S.
Áreiðaniegur upplýsingor
vontor nm nfkomu lond-
búnnðorins
UNGIR Sjálfstæðismenn hvaðan
seva að af landinu settu svip
sinn mjög á Akureyri, meðan
jþing þeirra stóð dagana 10.—12.
september. Þingfundir og
nefndarstörf fóru fram í Sjálf-
stæðMiúsinu, en flestir full-
trúarnir gistu í heimavist M.A.
M!bl. náði tali af nakkrum
þingfulltrúum og leitaði txð-
inda úr heimabyggðum þeirra
og innti þá eftir ýmsum málum,
sem þeim eru hugleikin.
Fyrstur varð á vegi okkar
ungur mennta- og vísindamað-
ur xir Reykjavík, dr. Bjarni
Helgason, jarðvegsfræðingur.
— Hver er skoðun þín á hinni
nýju skipan Rannsóknarráðs
ríkisins?
Bjarni Helgason
— Það er nú mín persónulega
skoðun, sem ég hef raunar ek&i
farið dult með, að svo sundur-
leitur hópur, sem nú Skipar
Rannsóknarróð, sé á engan
hátt færari að marka skynsam-
lega stefnu í vísindalegum
rannsóknum en þriggja manna
ráðið var, en það var jafn-
framt ráðgjafi ríkisstjórnarinn-
ar. Nú er í Rannsóknax-ráði 21
maður, og samsvarandi fjölg-
un hefur orðið í yfirstjórnum
Ihinna gömlu deilda Atvinnu-
deildar Háskólans. Fjölmenn
stjórn verður á engan hátt betri
en fámenn. í>að er reynsla okk-
ar, sem við þessi mál fáumst,
að því færri menn sem við er
að eiga og undir að sækja, þvi
betra.
— Hvemig lízt þér á hina
nýju rannsóknarstofu Ræktun-
félags Norðurlands?
— Ég hygg, að hún hljóti að
verða til bóta fyrir alla aðila.
Ég leit þangað inn einmitt í
morgun til hans Jóhanns Sig-
valdasonar. Það sem hefir eink-
um háð í öllum rannsóknar- og
leiðbeiningastörfum fyrir land-
búnaðinn er einmitt mannfæð-
in, og því ber að fagna hverj-
um nýjum manni og hverri
nýrri stofnun, sem við þau
®törf fást. Búnaðardeildin hefur
ekki komizt yfir nándar nærri
öll verkefni, sem hún hefði
þui'ft að sinna. Hinsvegar tel
ég rétt að koma upp einni góðri
rannsóknarstofnun og búa hana
vel að tækjum, áður en við
stofnum fleiri, heldur en að
eiga á hættu að márgar slílkar
verði allar illa búnar.
— Hvað viitu segja um bún-
aðarmálin í heild?
— S'boðanir þær, sem menn
hafa reynt að mynda sér, og
atefna sú, sem fylgt hefir verið,
byggist um of á ímynduðum
forsendum og óþekktum stærð-
um. Okkur vantar hreinlega
áreiðanlegar upplýsingar um
hið raunverulega ástand og um
afkomu landbúnaðarins. Á
meðan er ákaflega erfitt að
leggja fram ákveðna stefnu eða
stefna að ákveðnum markmið-
um, bæði fyrir einstök héruð
og landbúnaðinn í heild: —
Mig langar til að nefna þrennt
máli mínu til stuðnings: Verð-
lagsgrundvöllpr landbúnaðaraf-
urða er reiknaður eftir ein-
hverri ímyndaðri bústærð. Síðan
hefir það verið fullyrt af sum-
um forráðamönnum bænda-
stéttarinnar, að biistofn á skatt-
framtölum bænda væri yfirieitt
vantalinn um 10%. Samkvæmt
upplýsingum frá búreikninga-
Næst hittum við Pálma bónda
Jónsson á Akri í Austur-Húna-
vatnssýslu og spyrjum hann
frétta úr héraði.
— Fólkinu fjölgar heldur
þegar á heildina er litið, þótt
f jölgunin sé hægfara. Á sumum
stöðum fjölgar allmikið, á öðr-
um faekkar' aftur á móti. T.d.
hefir íbúatala vaxið á Blöndu-
ósi, þar sem fólk lifir að mestu
á verzlun og ýmissi þjónustu
við sveitirnar og héraðið. Þar
hafa á seinni árum risið nokk-
ur lítil iðnfyrirtæki. Hins vegar
fækkar fólkinu á Skagaströnd,
enda er atvinnuástandið þar
mjög alvarlegt vegna langvar-
andi aflatregðu, þó að út yfir
tæki nú í vor. Dragnótaveiðin,
sem gaf góðar tekjur í fyrra,
brást nú gjörsamlega. Búið var
að verja eitthvað um 2 millj-
ónum króna til endurbóta á
hraðfiystihúsinu, en síðan hef-
ir ekkert hráefni fengizt.
Hvað er að frótta af félags-
málum?
— Það mun nú svipað og
annars staðar í sveitum. Það er
þá helzt að nefna, að sú venja
hefir haldizt um allmörg ár, að
Ungmennasambandið hefir
gengizt fyrir Húnavöku um
páskaleytið árlega, og hefir
skemmtiskráin verið byggð upp
af innanhéraðsskemmtikröftum
eingöngu að undanförnu. Marg-
ir hafa þar lagt á sig mikið og
fórnfúst starf við erfiðar að-
stæður, t.d. sótt söng og leikæf-
ingar um langan veg að loknu
dagsverki. Tveir karlakórar
starfa í héraðinu, Kariakórinn
Vokumenn í Torfulækjar-
hreppi og nágrenni, stjómandi
Kristófer Kristjánsson í Köldu-
kinn, og Karlakór Bólstaðar-
hlíðariirepps, stjórnandi Jón
Tryggvason, Ártúnum. Svo eru
leikfélög bæði á Blönduósi og
Skagastxönd.
— Hvað segirðu svo um bú-
Skapinn?
— í Austur-Húnavatnssýslu
er vaxandi nautgriparækt og
mjólkurframleiðsla. — Síðast-
liðið ár var t.d. aukning á
mjólkurmagni, en fækkun á
dilkum, þó að þeir reyndust
svo vænir, að þá varð meira
kjötmagn af þeim en áður.
Nokkrir bændur hafa tekið upp
þann hátt nýverið, að hafa sum
ir eingöngu kýr, en aðrir ein-
göngu sauðfé. Þannig fæst
meiri verkaskipting í búgrein-
um og búin ódýrari og þægi-
legri í rekíxtri.
skrifstofu Búnaðarfélags ís-
lands sendir aðeins 21 býli á
landinu fullkomna búreikninga
þangað. — Hin raunverulegu
vandamál landbúnaðarins og
efnahagsafkoma eru þvi ákaf-
lega óljós. — Svo höfum við
alls ekki fylgzt með kröfum
tímans um framleiðslu og verzl
un með afurðir, samanber feita
dilkakjötið, sem við erum að
berjast við að framleiða fyrir
Bretlandsmarkaðinn eins og
hann var fyrir 2ð árum. Nú vi'll
enginn lengur feitt kjöt, en það
er eins og sauðfjárræktarmenn
okkar hafi ekki hugmynd um
það. — Annars held ég, að
skapsmunir og viðkvæmni
sumra framámanna i búskapar-
málum standi íslenzkum land-
búnaði mjög fyrir þrifum og sé
afar mikið vandamál, þvi að
erfitt hefir reynzt að rökræða
við þá á skynsamlegan og hlut-
lægan hátt.
— Hver er skoðun þín á fram
tið búskaparins í landinu?
— Ég tel, að hið langmikil-
vægasta fyrir framtíð landibún-
aðarins sé síaúkin vísinda- og
tilraunastarfsemi samfara vax-
Jöinun aflans
Lánis Jónsson, bæjargjald-
keri í Ólafsfirði, var meðal
þingfuiltrúa og var mjög virk-
ur í þingstörfum. Hann gaf sér
þó tíma til að ræða við okkur
stutta stund um hag og horfur
í Ólafsfirði.
— Atvinnulif okkar er nær
eingöngu reist á sjósókn og út-
gerð, en sú útgerð er óvenju
fjölbreytt miðað við ýmsa aðra
staði og það hefir veitt okkur
mikið öryggi. Við höfum öll
Lárus Jónsson
venjuleg tæki til að nýta afl-
ann, svo sem síldarsöltunar-
stöðvar, síldarbræðslu og fiski-
mjölsverksmiðju, tvö hraðfrysti
hiis og svo fiskverkunarhús.
Gerðir eru út 6 bátar yfir 100
lestir hver og þar að auki
smærri þilfarsbátar og trillur.
Þeir stóru eru gerðir út á síld á
sumrin og þorsk á veturna, en
þeir mir>ni á dragnót og ufsa.
Tri'Ilurnar stunda línu- eða
handfæraveiðar allt árið. Gi
sleppuveiði var góð hjá þeiin
í vetur. — Höfuðvandamál okA-
ar er hið langvarandi aÆlaleysx
Pálmi Jónsson
andi tækni og bættri úrvinnslu
og nýtingu afurðanna, sem
mundi um leið þýða ný iðn-
fyrirtæki til eflingar atvinnu-
lífi í þorpum og þéttbýli.
milli hafna
fyrir Norðuriandi bæði á síld-
veiðum og hjá smábátum, þang-
að til núna síðustu mánuðina
að aflazt hefur vel í dragnót
og ufsaveiði hefur verið ágæt
í herpinót. Þetta hefic svo skap-
að góða atvinnu í landi.
— Hver eru helztu hags-
munamál ykkar?
— Helzta hagsmunamál alls
atvinnulífs á staðnum er, að
takist að jafna aÆla milli hafna
með eiwhverjum ráðum, draga
úr því óhagræði, sem aflasveifl-
urnar valda, t.d. með flutningi
hnáefnis. Það á bæði við um síld
og ekki síður bolfisk. Atvinna er
nokkurn veginn næg á sumrin,
þótt síldin sé ekki, en á veturna
eru verulegir erfiðleikar í at-
vinnumálum, nema takist að
flytja til okkar hráefni.
— Hverjar eru helztu fram-
kvæmdir hjá ykkur núna?
— Góð höfn er grundvöllur
byggðarinnar í kaupstaðnum,
og má segja, að ólafsfjörður
hafi orðið kaupstaður vegna
þess, að sýslusjóðsábyrgð
fékkst ékki fyrir láni til hinna
bráðnauðsynlegu hafnanfram-
kvæmda á sínum tíma, og þvi
var horfið að því ráði að fá
kaupstaðarróttindi. Nú er það
Að lokurn hittum við for-
mann SUS, Árna Grétar Finns-
son lögfræðing, og spyrjum
hann um þinglhaldið almennt.
— Hér eru saman komnir
um 150 þingfuiltrúar úr öllum
kjördæmum landsins til þess
að móta stefnu ungra Sjálf-
stæðismanna og skipuleggja
starfið næstu 2 ár. Hér er fjali-
að um 10 málaflokka, en aðal-
viðfangsefnið er menntamál.
Rannsóknar- og upplýsinga-
stofnun ungra Sljálfstæðis-
manna (RUSUS), sem stofnuð
var fyrir einu ári, hefir undir-
búið það mál vel og lagt fyrir
þingið merkilegar upplýsingar
og tillögur.
— Almennit má segija, að
þing sem þessi hafi mjög mikið
gildi fyrir fitokksstanfsemina.
svo, að höfnin hefir alltaf verið
óörugg, enda hafnargerðinni
ekki nærri lokið enn. Bátar
'hafa þurft að flýja’höfnina 1
illviðrum á vetrum, og lægið
ekki tryggara en svo, að ekki
hefir þótt fært að taka upp
vélar í bátum liggjandi í höfn-
inni. Slíkt öryggisleysi er ekki
hægt að bjóða sjómönnum. 1
sumar hefir þvi verið unnið að
bryggjugerð til að mynda kvl
innan hafnarinnar til að
stemma stigu við ólgu og brim-
súgi þar. Einnig hefir verið
unnið að lendingarbótum á
Kleifum.
— Þið hafið hitaveitu, er það
ekki?
— Jú, Ólafsfjörður mun vera
eini kaupstaðurinn á landinu,
sem er að öllu leyti hitaður upp
með jarðvatni. Undanfarið hef-
ur dálítið borið á vatnsskorti,-
og því hafa tilraunaboranir
verið framkvæmdar inni i
kaupstaðnum sjálfum. Árangur
er nokkuð óviss enn sem komið
er, en líkur eru til þess, að talið
verði ráðlegt að halda þeim
áfram. — Svo er á-döfinni end-
urbygging vatnsveitunnar, og
er undirbúningsvinnu lokið.
Hluta af fjármagninu hefir þeg-
ar verið aflað til þeirra fram-
kvæmda. Áætlað er að reisa
500 ton'na vatnsgeymið, og ,Tar
það verk nýlega boðið ýt. Enn
fremur á að auka vatnsvinnsl-
una.
— Hlakkið þið ekki til að fá
Mxílaveginn?
— Ekki er vafi á því, að hann
verður okkur til mikils hag-
ræðis og samgöngubóta. Eðli-
lega telst Ólafsfjörður til hinn-
ar eyfirzku byggðarheildar, en
hefir ekki fram til þessa verið
í neinum samgöngutengslum
við hana. Bílvegurinn tiil næsta
þorps, Dalvíkur, er nu nokkuð
á þriðja hundrað kílómetra, en
verður, þegar Múlavegurinn er
kominn í notkun, eitthvað ná-
lægt 18 km, — styttist með öðr-
um orðum um röska 200 km.
— Hvernig unir fólkið sér 1
Ólafsfirði?
— Fólkinu hefir fjölgað und-
anfarin ár, þótt fjölgunin hafi
verið heldur hægari á síðast
liðnu ári. Menn eru bjartsýnir,
og húsabyggingar eru mjög
miklar, en þær skapa aftur
mikla atvinnu. Þó er ekki fyrir
að synja, að langvarandi afia-
leysi er dálítið farið að setja
svip sinn á hugsanir manna, en
allir vona, að unnt verði að
aufca afkomuöryggið á staðn-
um. — Eitt tel ég mjög athyglis
vert, og það er, -hve margir ung-
ir menn hafa hafið búskap
frammi í sveitinni; þar eru
ungir bændur nærri því á
hverri jörð og ástæða til að b-ía
vel í haginn fyrir þá.
Hér hittast menn úr fjarlægum
byggðarlögum með ólík vanda-
Framhald á bls. 10
Árni Grétar Finnsson
flukin verkaskipting
í búrekstri
Anægjulegt þinghald d Akureyri