Morgunblaðið - 16.09.1965, Qupperneq 16
16
MORCUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 16. sept. 1965
íbúð óskast
Ung barnlaus hjón óska eftir 1—2 herberbja ibúð
til leigu. — Upplýsingar á
Kárgreiðslustofunni Perma
Simi 33968 eða 34484.
FramtsCaratvCnna
Ungur maður, laghentur og reglusamur getur feng-
ið atvinnu við mjög hreinlega og létta iðn (optik)
Upplýsingar um aldur og fyrri störf sendist afgr.
Mbl., merkt: „Framtíð — 2191“.
Tanbútcsala—Taubútosala
Seljum í dag og næstu daga taubúta úr enskum
alullarefnum, tilvalið í pils og skólabuxur á drengi.
Andersen & Lauth
Vesturgötu 17.
Hafnarf|örðar
2ja herb. íbúð óskast til leigu. — Tvennt í heimili.
Vinna bæði úti. — Upplýsingar í síma 50653.
Einnig á kvöldin á Talstöð Hafnarfjarðar í síma
50030.
Starfssfúlkur óskast
Starfsstúlkur vantar í eldhús Kleppsspítalans. —
Upplýsingar gefur matráðskonan í síma 38160,
milli kl. 13 og 16.
Reykjavík, 15. sept. 1965.
Skrifstofa ríkisspítalanna.
Starisstúlka óskast
Starfsstúlku vantar í Kópavogshælið. — Upplýsing
ar gefur matráðskonan í síma 41502.
Reykjavík, 15. sept 1965.
Skrifstofa ríkisspítalanna.
Sjötugur í dag:
Asgrímur Þorgrímsson Borg
HÚN ER fögur land'leiðin vest
ur á Snæfelilsnes. Fjallgarðurinn
þegar kemur í Hnappadalssýslu
hefir margan töfrað. heír eru
margir, sem aka vestur og verð
ur starsýnt á hinar blómlegu
jarðir meðfram fjallgarðinum.
Ein þeirra er Borg. Nafnið leyn
ir sér ekki því stór klettabor-g er
rétt fyrir ofan bæinn svo sem
yfirskrift þessarar falilegu jarð-
ar. Mikilar byltingar hafa átt sér
stað á þeirri jörð svo sem mörg-
u.m ö'ðrum. Þar er nú þríbýli-
Ásgrímur býr þar ásamt syni sín
um og tengdasyni. Þær eru marg
ar ærnar, sem þeir þurfa að rýja
á vorin. Húsin eru rismikil og
bers stórhug vott. Rafvirkjun er
þar næg til ljóss og hita og ann-
ars er til þarf. Það er 35 kw stöð
og kostaði fyrir 12 árum yfir
200 þúsund. Og ábyggilega er
hún búin að borga sig hvernig
svo sem er reiknað.
Ásgrímur á Borg er 70 ára í
dag. Hann á mikinn og sérstæðan
vinnudag að baki og væri gaman
að gera honum veruleg skil, en
því mi'ður verður það að bíða-
En það skal tekið fram að eitt
af því fyrsta sem ég heyrði um
Miklahioltshreppinn og íbúa hans
var að þeir gætu ekki hugsað sér
að neinn yrði undir í lífsbarátt-
unni. Ef óhapp eða tjón henti ein
mættu sem urðu fjötur um fót,
reis sveitin öll til hjálpar og það
voru engin vetlipgatök sem þá
voi'u á ferðinni. Ég held ég halli
ekki á neinn þótt ég haldi því
fram að Ásgrímur á Borg hafi
verið í fremstu viglínu þeirrar
ihjálparsveitar, en hvað um það
samhjálparandi rikir þar í byggð
og samikomulagið er ágætt. Mér
flaug í hug einn daginn áð bregða
mér heim til Ásgríms með blað
og myndavél og fá hann til að
rifja upp nokkrar minningar. Var
þar af miklu að taka og ekki rúm
fyrir líema fátt eitt og varð ég
að vinsa úr. Ásgrímur sagði m.a.
— Ég er fæddur að Kongs-
bakka í Helgafellssveit. Foreldr
ar mínir voru Soffía Jóhannes-
dóttir og Þorgrímur Ólatfsson-
Höfðu þa-u flutzt frá Akránesi
méð vinum sínum Guðrúnu og
Ásgrími Jóhannessyni, er þau
fluttu frá Görðum að Kongs-
bakika. Þar ólst ég upp »g bar
nafn þeirra hjóna því ég heiti
fullu nafni Ásgrímur Gunnar.
Ég man ekki eftir mér fyrr en
í Ögri, en þamgað höfðu foreldr-
ar mínir komið í húsmennsku til
heiðurs hjónanna Helgu frá
Helgafelli og Páls Guðmundsson
ar, sem lengi var kunnur við
Hörskuldsey og sjósóknari mikill.
Pabbi stundaði sjóinn méð hon-
um og ákvað í æsku að verða
sjómaður. Við krakkarnir byggð
um okkur báta, sem tóku „mikið
af vörum og farþegum“. Við
þetta var unáð og ekki skeitt um
máltíðir. Ég var ekki gamall,
þegar ég tókst á við Ægi, en
þar fór ég flatt því sjóveikin
ætlaði mig lifandi að drepa og
varð ég því að sætta mig við að
halda mig við jörðina. Ég var
þá ráðinn srmali til nafna mins,
sem þá var kominn að Staðar-
bakka. Var þá 9 ára- Mér þótti
ekki gott að hverfa frá öllum
börnunum í Ögri og í fásinnið á
Staðarbakka, enda sótti hei-m-
T rúloíunarhringar
K 1 II O R
Skólavorðustig 2.
þráin að mér og fór svo að ég
fékk að fara heim til mömmu, en
næsta ár gekk þetta allt betur.
Ég átti ekki afturkvæmt til for-
eldra minna því mamma dó, þeg
ar ég var 10 ára og pabbi fórst
skarmmt fyrir utan Stykkishólm
árið etftir. Við vorum 4. systkinin.
Þegar svona var komið var ekki
annað að gera en vera hjá nafna
og þar var ég til 18 ára aldurs.
Þótti mér væmt um, þegar tima-
bilinu lauk að ekikert þurtfti sveit
in að gefa með mér heldur þvert
á móti. Nafni og kona hans voru
mér góð. Hjá þeim læiði ég að
vinna og hlýða og vera hirðp,-
samur- Sá skóli hefir gefið lífi
mínu mest gildi. Það sé ég bezt
þegar aginn er nú af skornum
skammti með þjóðinni. Trúmenn
skan er það sem ég legg mest úr
og er sterkasti þáttur heilbrigðra
j 'l'ífsihátta. Fósturforeldrar mínir
ólu einnig upp systur mána og
Gest föður Svavars. Fóll okkur
Gesti ágætlega enda hann hinn
léttasti og skemmtilegasti mað-
ur, sem ég hefi kynnzt, stórvel-
geifinn og vel lesinn þrátt fyrir
enga skólagöngu. Á Staðarbaikka
var ég til 18 ára aldurs en þá
leystist heimiili fósturforeldra
minna upp. Fór þá sinn í hverja
áttina. Ég í lausavinnu til að ná
mér einhverjum efnum, en um
haustið ræð ég mig sem vetrar-
mann til Stefáns hreppstjóra á
Borg og var ég ráðinn hjá honum
tvo vetur, en svo kom ég þang-
að alkominn og hér hetfir dvöil
miín orðið sfðan. Ég á því annað
merkisaifmæli nú þar sem ég er
! búinn að vera heimilismaður í
i Miklaiholtehreppi í 50 ár-
| Okkur Stefáni kom ágætlega
saman. Ég fann fljótt að hann
vi'ldi mér vel og sjálfsagt hefir
| hann séð að ég sparaði ekkert til
að vinna honum þa'ð gagn sem
; ég gat. Mér hefir nefnilega fund
1 izt það aðall lítfsins að svíkjast
aldrei um né snuða nokkurn.
Við Anna dóttir StefánS fel'ldum
huigi saman og giftumst 1916.
Langaði okkur þá til að hefja
búskap af kratfti þótt efnin væru
ekki-önnur en góð heilsa og ó-
bilandi trú á framtiðinni. En það
er nú noikkuð þegar rétt er á
liitið. Við ætluðum að ná okkur
í jörð því á Borg var ekki til
margskifta því á hálfendunni
móti Stefáni bjó Ólafur Guð-
mundsson tengdasonur hans. Þó
fór svo að Stefán gat haldið okk-
ur á Borg í sínum hluta oig
nokkru sðar tflutti Ólafur til
Stykikishó'ims og ég tók við hans
hluta. Fyrsta búskaparár okkar
hjóna áttum við 20 ær 7 gemlinga
2 hross 2 tryppi og kálí- Þótt
þetta þyki ekki mikið í dag,
lannst okikur við vera með mikil
auðæfi, enda hetfir þetta bless-
ast vel.
Við keyptum húsið af Ólafi.
Þó þetta væri l'ítill bær og fjár-
hús, var þetta mikið stöikk fyrir
okkur. f nóv. 1925 andast Stefán
tengdatfaðir minn. Þá átti ég
helminginn af Borg og var því
ekki um annað að ræða en kaupa
hluta tengdatföður máns, eða
gefast upp, en það hefir ekki
verið mitt mottó til þessa dags.
Varð það því úr að ég keypti
alla jörðina. Þegar ég keypti
fyrri hluta jarðarinnar gat ég
■ekki fjárhagslega gert það, en
þá buðust tveir heiðursbændur
hér, þeir Halildór í Gröf og Þor-
gils á Kleifávöllum að ganga í
ábyrgð á láni til þess að ég gæti
náð partinum. Þessu drengskapar
bragði gleymi ég aldrei og ekki
mun þetta hatfa verið fyrsta góð
verk þessara ágætu manna-
Skólamenntun hlaut ég enga.
Séra Sigurður Gunnarsson sem
fermdi mig, gaf mér eitt sinn
er hann var í húsvitjunarferð
ailla upphafsstafina á blaði. Þeir
voru óspart notaðir til ætfinga.
Reikninskennslu sótti ég í hálf-
an rnánuð tvær bæjarleiðir og
meiri varð menntunin ekki fyrir
fermingu. Al'lt annað hefir lífið
kennt mér. Það hefir verið mér
ágætur skóli og tií þessa hefi ég
getað reiknað það sem ég heíi
þunft með einföldustu tölum.
Mangt hefir auðvitað á dagana
drifið, en það verður ekiki tíund
að hér, en þakklætið er efst í
huga mínum er ég stend á sjón-
arhóli sjötugrar æfi. Þakkir til
þess sem stjórnar öllu er þar efst
Hann hefir getfið mér hamingju
góðan lítfsförunaut og mikið
barnalán- Og hvað vilja menn
hafa það meira. Þá má ég ekki
gleyma mjnum ágætu sveitung-
um. Ég tel það sérstaka gæfu
hve þessi sveit hefir átt jafnan
góða og samtaka íbúa, samtaka
og hjálpsama þegar þess hefir
þurft og eins til allra átaka. Þá
er aildrei spurt um skoðanir. Hitt
er öHu ofar. Þessvegna er far-
sæld hér mikil og búsæild góð.
Eitt mesta yndi mitt er að
sitja góðan hest. Fjölilin lokka,
seiðmagri þeirra er milkið. Grenja
virinslu hetfi ég stundað yfir 20 ár.
Oft hefir þurft að taka á og bið-
hind að hafa. Ég á margar sér-
kannilegar myndir úr þeim ferð
um. Veiðináttúra er mér í blóð
borið. Ég fer enn á laxveiðar og
hefi yndi af.
í dag eru hinir mestu mögu-
lei'kar afkomuilega séð sem þjóð-
in hefir lifað. Það geta al'lir sem
vilja komist áfram. Hagsæddin
aldrei meiri en nú. Væri ég t.d-
um tvítugt myndi ég notfæra
mér hina miklu mögufleika sem
nú eru á boðstólum til að geta
gert gagn og nú er gaman að
gl'íma við ræktun og framkvæmd
ir með öl'lum þeim vélakosti sem
þjóðin hefir yfir að ráða. Allir
sem heilsu hafa eiga bjarta fram
tíð. Meðfdrð verðmætanna er það
sem gil'dir það skyildu ungir
menn í huga hafa og lífsafkoma
þjóðarinnar hefír aldrei verið
betri en nú. Svona lít ég á málin
eftir 60 ára reynslu og 70 ár að
ba'ki.
Þetta sagði Ásgrímur á Bórg
Hann er bjartsýnn á lífið, hefir
komið upp 7 'mannvænilegum
börnum og eru 4 þeirra búsett í
hreppnum, stórhuga og dugandi
fóOk.
Hann hefir ekki staðið einn í
baráttunni. Hans góða kona hetf-
ir verið sterk og sýnt það í ertfið
um veikindum að henni er ekki
fisjað saman-
Ásgrímur á Borg er táknrænt
dæmi um hvað er að afkasta með
þjóðinni etf vilji og dugnaður er
fyrir hendi. Slíkir kvLstir svíkja
engan.
Honum senda allir blessunar-
óskir á þessum tímamótum og
þakka góða samfylgd. Ég er einn
þeirra.
Árni Helgason.