Morgunblaðið - 16.09.1965, Page 17

Morgunblaðið - 16.09.1965, Page 17
Fimmtudagur 16. sept. 1965 MORGUNBLAÐID 17 * Fræðsluþáttur Garðyrkjufélags Islands Lauk- og hnúðjurtir EITT af því sem ræfcta má hér víða með góðum árangri eru ýmsar lauk- og hnúðjurtir sem í mæltu máli ganga undir sam- nefninu lauikjurtir. Flestar teg- undir lauk- og hnúðjurta eru Æjötærar þ.e.ajs koma upp og blómgvast ár eftir ár á sama stað. Stöku tegundir geta þó verið nokkuð dyttóttar hvað blómgun snertir. Margar lauk- og hnúðjurtir þola vel Veturinn með lítilli sem engri aðhlynningu þar sem þær standa í garðinum, aðr- ar eru aftur viðkvæmar, og verð- ur því að taka þær upp á hverju hausti — strax og jörð tekur að Érjósa og vetra á frostlausum stað. Allt eftir tegundum blómg- ast lauk- og hnúðjurtir hér úti frá þvi seinnihluta vetrar og fram á næsta haust. Með réttu vali tegunda er þvi hægt að sjó fyrir. löngum blómgunartíma, og þannig lengja sumarið í garðin- um. Mun ekki veita af slíku, þar sem sumrin eru stutt. Tegundir sem blómgast síðla vetrar og fram eftir vori eru kallaðir vor- laukar. Þeim hópi tilheyra marg- ®r nægjusamar blómviljugar og skemmtilegar lágvaxanar plönt- ur eins og vetrargosi, vorboði, perlulilja, stjörnulilja, dverg- lilja, vepjulilja og voríris. Síðar blómgast svo goðalilja, páska- lilja, hvítasunnulilja og túlipani. Er venjulega komið fram í maí- Frú Helga Jóhanns- dóttir f r á Rauðsstöðum 7i±U:: Z>yPr 'p U. *?isd í/*y o$ /rWýtu//^ þurfa um 6—8 vikur til þess að mynda öflugt rótarkerfi, og á meðan mega þau ekki frjósa. NOKKRAR HELZTU TEGUND- 1R HAUSTLAUKA: Galantus — Vetrargosi. Harðgerð og nægjusöm hnúð- jurt sem ber hvít blóm með græn um blettum. Bezt er að gróður- setja nokkur stykki saman í 4—6 cm dýpt. Blómgast fyrstur allra vortauka, ocft í febr-marz. Eranthis — Vorboffi. Blómgast um svipað leiti og vetrargosi með smörgulum blóm- um. Mjög lágvaxinn. Hæfir vel á steinbeð eða inni á milli gis- stæðra trjáa og runna, þar sem jarðvegur er myldinn og sæmi- lega rakaheldinn. Gróðursetninga dýpt um 4—6 cm. Millibil 5—8 cm, Crocus — Dvergliija. Ber blá, guil eða hvít blóm. Dverglilja sprettur bezt á sólrík- um stað í gljúpum jarðvegi. júní þegar tegundlr þessair blém- gast. Tegundir sem bdómgast á miðju sumri og allt fram á haust eru t.d. lilja, máríusóley, glitfífiil, hnúðbegonía, ,gladiola og haut- dverglilja. Haustgróðursetning lauka. Flestar lauk- og hnúðjurtir blómgast fyrri part ársina og þola veturinn • í garðinum eru gróðursettar að hausti, í sept- ember og frám eftir oktáber, á meðan hiti er í jörðinni. Þær teg- undir sem eru viðkvæmar og þola ekki frost að ráði, eru sett- ar niður að vori þegar hlýna er tekið í veðri og frostJhætta liðin hjá; oftast eftir að hafa staðið tfyrst í nokkrar vikur inni í potti eða kassa. Yfirleitt þrífast lauk- og hnúð- jurtir bezt í íremur léttum jarð- vegi (dálítið sandbornum),-sem er vel framræstur. Jarðveginn er bezt að losa í 25—30 cm dýpt svo rætur iaukanna eigi auðveld- ara með að smjúga um hann. Rétt er að bianda saman við jarðvegixui dálitlu atf gömlum vel rotnuoum bútfjánáburöi og smá- vegis af garðáburði, eða sem svarar 35—aO gr á ms. Lauka og hnýöi má leggja hvar sem er i garoinn, jaínvei út í grastfiötina, en sé það gert verður að með slátt á þvi svæði unz blöð plantn anna eru að mestu visin. I viss- um tiliellum getur það orðið nokkuð löng bið. Bf snöggiegar kólnar í veðri og jarðvegur gaddfrýs eftir nið- ursetningu lauka er nauðsynlegt að setja mosa eða skarna ofan á moidina (10—15 cm lag) til þess að fyrirbyggja að frost komist að laukunum. Laukar og hnýði Túlipanar. Bezt er að setja mörg hnýði sam- an með 6—10 cm millibili og í 6—8 cm dýpt. Á skýldum stað upp við hús skýtur dvergliljan oft upp kollinum í lok marz. Atf dverglilju fyrirhittast einnig tegundir sem blómgast að hausti. Onnur tegund sem blómgast að hausti er Colchicum, sem líkist mjög dverglilju og er ræktuð eins. Scilla — Stjörnulilja. Lágvaxin hnúðjurt, afar auð- veld í ræktun. Ber blá stjörnu- laga blóm oftast 1 matf. Stjörnu- liija er gróðursebt í 7—8 cm dýpt og með 10 cm miliibili. Getur staðið óhreyft í mörg 4r. Þrifst vel í grasi. Chinodoxa — Snæstjarna. Líkist mjög stjörnulilju, en hef- ur opnari blómskipun og ljós- blárri eða bleik blóm. Gróðursett og ræktuð eins og stjörnulilja. Muscari — PerlulUja. Ber þéttstæð himiniblá blóm. Gróðursett í 8—9 cm dýpt og með svipuðu bili á milli hnýða. Fritillaría meiagris — Vepu- lilja. Er með hvitum, rauðleitum eða brúndröfnóttum stórum blómum. Þrífst bezt þar sem ekki er mjög þurrt. Gróðursett frem- ur djúpt, eða 12—15 cm. Skyld vepj'ulilju er Keisarakróna. Er mun stórvaxnari með rauð- gul drjúpandi bjöllulaga blóm. Vangæf í ræktun hér. Eldllilja er víða kölluð keisarakróna. Narcissus — Páska- og hvíta- sunnuliljur. Til eru mörg atfbrigði af þess- um tegundum með mismunandi gerðir og lögun blóma. Þrífst bezt í sæmilega rökum jarðvegi sem nokkurs skugga gætir. Vaxa hér vei og geta staðið lengi óhreyfðar. Gróðursettar í 10—15 cm dýpt og með 15—20 cm milli- bili. Blómgast lengi. Tulipa — Túlipanar. Þeir eru mjög fjölbreyttir að gerð og lit. Atfbrigði skipta þús- undum og er þeim raðað niður í flofeka éftir gerð og lögun. Túli- panar þrífast bezt í hlýjum sendn um jarðvegi á mót sól. Sum atfbrigði blómgasit aðeins vel fyrsta árið eftir gróðursetningu, önnur geta blómgazt á sama stað nokkur ár í röð. Vissara er að taka flest atfbrigði upp á tveggja ára fresti. Er það gert seinni part sumars strax og blöðin eru nokk- urnveginn visin. Laukarnar eru síðan þurrkaðir á svölum stað í 14 daga og lagðir á ný. Aðeins stæristu laukarnar bera blóm. Gróðursetningardýpt er 10—-12' cm, en fer þó nokkuð eftir tég- undum. Vaxtarrými frá 15—25 cm. í DAG verður til moldar borin frá Dómkirkjunni í Reykjavík ein atf hinum ágætu dætrum Vestfjarða, Helga Jónsdóttir frá Rauðsstöðum í Arnarfirði, en þar var hún fædd 24. júni 1882. Bjuggu foreldrar hennar þá þar, þau hjónin Jón Sigurðsson og Ólína Ólafsdóttir, en nú mun sú jörð í eyði komin. Ekki var Helga nema tveggja ára er hún missti föður sinn og heimilið leystist upp. En hún var svo lánsöm að eiga góða og hjálp- sama móðursystur, Sigrúnu Ijós- móður á Sellátrum, sem gift var Magnúsi Kristjánssyni, kunnum skipstjóra, og hjá þeim hjónum, er síðar tfluttu tii Bíldudals, ólst Helga upp fram undir fermingar- aldur, en' fór þá að Söndum í Dýrafirði til sr. Kristins Daní- elssonar og var fermd þar. Síðar var hún á Þingeyri og hjá sr. Böðvari Bjarnasyni á Rafnseyri, en flutti svo þaðan til ísafjarðar 1905. Á fsafirði kynntist Helga Jóns- dóttir eftirlifandi manni sínum, Magnúsi Magnússyni frá Hildis- ey í Landeyjum. Kom hann sem verzlunarmaður til ísatfjarðar ári síðar en hún, og gengu þau í hjónaband 12. júli 1907. Atf hjónabandsárum þeirra áttu þau 24 á ísafirði en 34 í Reykjavík. Margra vina og kunningja á Vesttfjörðum saknaði ég, er ég flutti þaðan etftir 18 ára dvöl þar, en fárra meir en þessara hjóna. Átti ég um 16 ára skeið, að kalla mátti, annað heimili mitt að sumrinu á ísatfirði, vegna starfs míns, og varð Magnús Magnús- son þar fljótlega á vegi mínum, hispurslaus, greindur og gaman- samur, og laðaðist ég brátt að 'honum og heimili þeirra hjóna. Magnús er Rangæingar, sem áð- ur er sagt, f. 1880, gerðst snemma verzlunarmaður hjó Ediniboi’g á Akranesi og síðar hjá C. L. Lár- ussyni og Co. í Rvík, og kom á hans vegum til ísafjarðar 1906. En er sú verzlun hætti árið eftir hóf Magnús sína eigin verzlun þar og rak hana um 25 ára skeið, tfór variega af stað, en jók hana smátt og smátt og gekk vel, enda vinnugarpur og mikiJI hygginda- maður og ráðdeildarsamur. Kom hann víða við í atlhatfnalífi ísa- fjarðar um skeið, sem var altf fjörugt á þeim árum, en var á ýmsan hátt ólíkur sumum þeim, er þá glímdu við mammon og vildu verða flugríkir í skyndi, og tefldu stundum djartft. Kaus Magnús fremur að sjá hlut sín- um borgið þótt minni væri, en tetfla mjög á tvísýnu um afkom' una. Reyndist hann þvi aldrei neinn flysjungur í fjármálum, enda naut hann jafnan hins mesta trausts í þeim efnum. En í öllu amstri og erfiði bú- sýslunnar, frá kröppum kjörum til góðra efna, stóð Magnús ekki einn. Við hlið hans stóð konan ihans, Helga Jónsdóttir, traust og heimilisrækin. Hún var hin hljóðláta og ytfirlætislausa kona, sem hvergi hopaði frá neinni skyldu meðan heilsean entist, kannski lýsir það innræti henn- ar 'og fórnarhug einna bezt, hversu afburðe.vel hún reyndist tengdaforeldrum sínum, er snemma komu á hennar vegu og dóu þar ellihrum. Með mildi og hugarhlýju, mjúkhent og kær- leiksrík, var hún þeim ómetan- leg ellistoð til hinztu stundar. Dáðist bóndi hennar að slíkri um- önnun. Frú Helga var kona vel getfia og jafnan einhver reisn yfir per- sónuleik hennar, björt á svip og brosmild og bauð atf sér hina bezta þokka, tranaði sér hvergi fram, en lá ekki á liði sínu þegar á reyndi og nauðsyn kxafði, með- an heilsá leyfði. Og ekki mun hún hafa verið heimtufrek og Hyacinthus — Gofflilja. Er fremur viðkvæmt pg þarf því að vanda vel til vaxtarstað- ar og aðbúnaðar. Blóm eru í ýms um litum. Lifir vart hér fió ári hin ágæta húsfreyja og ástríka til árs. Imóðir, sem dóttir hennar telur Óli V. Hansson. varla geti hugsast betri. Og Frá Stálvík hf. Garðahreppi. — Viljum ráða verkstjóra, járniðnaðarmenn, rafsuðumenn og lagtæka verkamenn. — Unnið eftir bónuskerfi. — Upplýsingar í síma 51900 og á kvöldin í s/ma 51901. Stálvík hf. krofuhörð um veraidleg gæði sér til handa, en hitt var henni nautn, að miðla þeim sem minna áttu, Og það gerði hún oftar en menn vissu. En bóndi hennar mun hins vegar hafa unað þvl vel, að vinstri höndin vissi ekki alltaf hvað hin hægri gerði í þeim efnum. Um það sem annaff voru þau samihent. Þau Helga og Magnús hótfu búskap sinn með tvær hendur támar, sem kallað er, bjuggu smátt og leyfðu sér fátt framan aif árum. En er efnin leyfðu færðu þau út kvíar svo um mun- aði. Þá keyptu þau sýslumanns- setrið á ísafirði er Magnús Torfa- son fór þaðan og fluttu þangað. Þar var rúmt um þau og allt heimilishald með rausnarbrag, enda var þar oft fullt af gestum og glatt á hjalla. Munu ýmsir gamlir kunningjar minnast þess í dag, með þökk í huga, er hin gestrisna og hjartahlýja hús- freyja kveður. Síðustu 34 árin hafa þau hjóa átt heimili í Rvílk. Og að sjáltf- sögðu umsvifaminna en vestra, en gestrisið og greiðvikið sem áður, meðan heilsa húsfreyjunn- ar leyfði. En mörg hin síðari ár rúmliggjandi sjúklingur á sjúkra hæli. En enginn dagur leið svo, að maður hennar vitjaði hennar efeki þar. Svo traust var bandið fiá 1907, að dauðinn einn fékk slitið þáð. Þeim hjónum, Helgu og Magn- úsi, var þriggja barna auðið. Litfa þau ölil og hatfa mannast ágætlega. Þau eru: Lárus Luðvík, nú 1. vélstjóri á Þór, kv. Ástu Björnsdóttur. Ásgeir, nú 1. vél- stjóri á Gullfossi, fev. Önnu Guð- mundsdóttur. Kristín, gdtft Tryggva Jónssyni niðursuðu- fræðingi. Og barnaibörnin eru 6. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég frú Heigu Jónsdóttur með innilegri þökk og mikilli vrðingu og bið henni blessunar. Og bónda hennár og börnum, og öðrum vandamönnum, sendi óg innilegustu samúðarkveðjur. Snorri Sigfússon.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.