Morgunblaðið - 16.09.1965, Qupperneq 20
20
MORCUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 16. sept. 1965
12
bæknr frá LEIFTRI
\i< '
Todda í Snnnnhlíd
eftir MARGRÉTI JÓNSDÓTTUR. Þetta er fram-
hald bókarinnar TODDA FRÁ BLÁGARÐI. — 1
fyrri bókinni segir frá dvöl Toddu í Kaup-
mannahöfn. Þegar hún er 7 ára, fer hún til Is-
lands með móðursystur sinni. Hér er sagt frá
viðtökunum, sem Todda litla fær hjá ömmu
sinni i Sunnuhlíð og ýmsu, sem við ber fyrsta
veturinn, sem hún dvelur á Islandi.
Hanna og Tont,
siðasta bókin um Hönnu. Hanna finnur nú, að
njósnir og eltingaleikur við allskonar óknytta-
lýð er bæði erfitt og getur verið áhættusamt.
Og þar sem ástin er nú líka komin í spilið,
tekur hún að lokum þann kostinn að láta allar
njósnir sigla sinn sjó og breiðir faðminn mót
unnusta sínum.
Kim og Ioður|akkarnir og
Kim og smyglararnir
Áila þessara
bóka eru
UNGLINGA-
BÆKUR,
en fjórar fyrir
fullorðna.
Auk þess kom
fyrr á árinu
bókin
Gruss aus Island
efiir
dr. Alexander
J óhannesson.
Sú bók
er nú nærri
uppseld.
BÆKUR FTRIR FULLORÐNA
Draumar og vitranir
eftir HUGRÚNU. — Prófesor Jóhann Hannesson
segir m. a. í formála fyrir þessari bók: „Veröld
hins ósýnilega er oft og einatt hrollvekjandi,
ekki síður en hinn sýnilegi hlutaheimur. Þetta
veit sérhver sá, sem verið hefur í snertingu
við hina ósýnilegu veröld. Nú hafa íslendingar
ekki aðeins verið í snertingu við hina ósýni-
legu veröld í hundruð ára, heldur jafnvel átt
eríitt með að greina á milli veraldanna. Oft
virðast áhrifin frá hinu ósýnilega hafa orkað
sterkar á menn en öfl hins sýnilega heims.
Mér er i minni kona ein öldruð, er sagði okk-
ur systkinunum sögur, þegar við vorum lítil.
Ævintýrin gerðust í ævintýraheiminum, þar sem
flest fór á endanum, eins og það átti að fara.
— En hvað um huldufólksheiminn, draugana,
galdrana — og drauma, sem menn dreymdi?"
eru nýjustu bækurnar um Kim og félaga hans.
Vinir okkar frá fyrri Kim-bókunum flækjast
hér inn i viðsjárverða atburði, spennandi og
dularfulla. Við fylgjumst með því í þessum
nýju bókum, hvernig þau bjarga sér að lokum
úr klipunni.
Vigga og vinir hennar.
Þetta er hugþekk saga um Viggu og vini henn-
ar, þá Níels og Henning. Þeir eiga litinn og
rennilegan seglbát, sem þeir sigla oft á sér
til skemmtunar. Og auðvitað er Vigga með
þeim á þessum dásamlegu ferðum. En Vigga
geymir ieyndarmál. Og það er erfitt fyrir unga
stúlku að þegja yfir leyndarmáli. Hvert leynd-
armálið er, fáum við að kynnast í bókinni.
Sagan af Tnma liíla.
Hér kemur seinna bindið og niðurlag sögunnar
af Tuma litla eftir Mark Twain. Islenzkir les-
endur, eldri og yngri, kannast við Söguna af
Tuma litla, en bókin hefur verið ófáanleg mörg
undanfarin ár, og kemur nú sem góður vinur
í heimsókn til islenzkra lesenda.
Þrír fræknir forðalangar.
Þessi skemmtilega saga kom út fyrir nokkrum
árum og seldist þá upp. 1 bókinni er sagt frá
ævintýralegu ferðalagi þriggja röskra drengja.
Þeim hafði verið boðið til Frakklands i heim-
sókn til frændfólks, en glötuðu vegabréfum
og farangri. En þeir gefast ekki upp. Gang-
andi fara þeir ferða sinna og sofa þar sem þá
ber að garði. Ævintýrin geta verið erfið, en
gaman er að ryfja þau upp og heyra frá þeim
sagt á skemmtilegan hátt.
Fallogu wvintýrín.
1 þessari skemmtilegu bók eru fjórtán gömul
ævintýri. Mórg gömlu ævintýrin eru falLeg.
Þau hafa haft i sér lífsmáttinn til þess að
standast umrót breytinganna. Timinn siar úr
það bezta og skilur eftir perlurnar. Ævintýrin
heita: Steinn Boliason, Förin til stjarnarma,
Fiskurinn í eykinm og hérinn i tjörninni, Sendi-
boði Drottins. Köiski og saumastúlkan, Bauna-
kóngurinn, Kóngsveizlan, Munðarleysingjamir
sjö, Snarráði drengurinn, Sagan af heimskam
strák, Gæfubaunin, Sólin og tunglið, Smælki,
Höllin fyrir austan sól og vestan mána. —
Bjarni Jónsson listmálari hefur teiknað margar
fallegar myndir i bókina.
Sjö sögur
eftir SIR ARTHUR CONAN DOYLE. — Höfundur
þessarar bókar, Sir Arthur Conan Doyle, var
einn af kunnustu rithöfundum Breta. Hann var
fæddur 1859, las læknisfræði og stundaði lækn-
ingar um skeið, en gerðist síðan blaðamaður
og að lokum skáldsagnahöfundur. Mesta frægð
hefur hann hlotið fyrir leynilögreglusögur sín-
ar, ævintýri Sherlock Holmes. En auk þess
hefur hann ritað fjölda lengri og styttri sagna
frá ýmsum tímum. Nokkrar þeirra hafa verið
þýddar á islenzku, svo sem fyrrnefndar leyni-
lögregiusögur, Hvita hersveitin, Baskerville-
hundurinn, 1 heljargreipum og ýmsar smásögur
og ritgerðir.
Þessar SJÖ SÖGUR, sem hér birtast á prenti
og ekki munu áður hafa verið þýddar á ís-
lenzku, eru úr smásagnahefti, sem höfundur-
inn kallaði „Sögur frá liðnum öldum“.
Jónas Rafnar læknir þýddi sögurnar.
Sofandi kona
eftir Georg Alexander. — Ingibjörg Jónsdóttir
þýddi. — Sagan er ótrúlega spennandi. Hún
fjallar um ást og afbrotamál. Viðburðarás sög-
unnar er ör og fjörlega rituð. Lesandinn er
hugfanginn frá fyrstu til siðustu blaðsíðu. —
Taflið milli slunginna misyndismanna og þaul-
æfðra þjóna lögreglunnar, þar sem gullið og
auðævin eru annars vegar en fagrar og glys-
gjarnar konu hins vegar — þar eru öll meðul
notuð í baráttunni.
Gerviaugað
eftir ERI.E STANLEY GARNER. — Þetta er
PEHRY MASON-bók. — Ölafur Sv. Björnsson
þýddi bókina. — Höfundur þessar bókar er
meðal allra frægustu höfunda leynilögreglu-
sagna. Bækur hans eru nú þýddar um allan
heim. Aðalpersónu hans, Perry Mason, þekkir
svo til hvert mannsbarn. Perry Mason er hér
eins og venjulega að leysa torráðna gátu. Og
honum tekst að sýkna þann, sem hafður er
fyrir rangri sök.
Lftið inn f nœstu bókabúö.
Þessar bœkux fást hjá öllum bóksölum.
Prenlsmiðjan LEIFTUR
Sendisveinn
óskast strax eða sem fyrst allan eða hálfan daginn.
Smith & Norland hf.
Suðurlandsbraut 4.
Bátur tíl sölu
61 rúmlest í góðu standi. Bátnum'fylgja öll tæki svo
og veiðarfæri eftir samkomulagi. — Upplýsingar
í síma 24635.
Frá Miðskólanum í Hveragerði
Nokkrir nemendur
geta enn komizt að í ÍII og IV bekk skólans (þ.e.
í miðskóla- og gagnfræðadeildum) næsta vetur. —
Fæði og húsnæði verður útvegað á einkaheimilum.
Nánari upplýsingar gefur skólastjórinn.
Miðskólinn i Hveragerði.
Vil kaupa
2 Yi ferm. olíukyntan miðstöðvarketil með sjálf-
virkum brennara. — Tilboð, merkt: „2195“ sendist
afgr. Mbl. fyrir 20. þ. m.
Sendisveinn
Röskur og áreiðanlegur sendisveinn óskast hálfan
eða allan daginn. — Upplýsingar á skriístoíunnL
Glohus hf.
Vatnsstíg 3.
Iðnaðarhúsnæði
100—200 ferm. iðnaðarhúsnæði á jarðhæð óskast nú
þegar eða síðar. Uppiýsingar í síma 24-700 kl. 9
til 7 daglega.
Söngfólk
óskast í kirkjukór Ásprestakalls, sérstaklega tenór
og altraddir. — Upplýsingar í síma 33758 milli kl.
6 og 8 fimmtudags- og föstudagskvöld.
Sóknarnefnd Ásprestakalls.
Sendisveinn
Óskast nú þegar eða 1. október hálfan eða
allan daginn.
Slippfélagið hf. í Reykjavík
Einkaritari
karl eða kona, sem m.a. getur unnið sjálfstætt að
enskum verzlunarbréfum óskast til starfa hjá
traustri sérverzlun sem staðsett er miðsvæðis í bæn
um. Þeir, sem vilja sinna þessu leggi nafn og síma-
númer á afgr. Mbl., merkt: „2224“,