Morgunblaðið - 16.09.1965, Side 24

Morgunblaðið - 16.09.1965, Side 24
24 MO&GVNBLADID /Fimmtudagur 1P. sept. 1965 PATRICK QUENTIN: GRUNSAMLEG ATVIK Rétt sem snöggvast var öll þjóðin þeirrár náðar aðnjótandi að horfa á sorg Sylviu La Mann, en ekki nema andartak, því að mamma þreif með snöggu við- bragði vasaklútinn minn upp úr vasa mínum og bókstaflega huldi andlit Sylviu með honum, en sendi um leið almenningi vel heppnað saknaðarbros. Það var því allt í lagi og vel sloppið. Við stigum aftur upp í bíl- ana okkar og eltum líkvagninn út í grafreitinn. Það var allt mjög svo látiaust. Ronnie hafði nægan smekk til þess. Athöfn- in við gröfina var mjög blátt áfram, og engar hundakúnstir, til að skemmta Lukku. Og nóg svo um það. Eða það hélt ég að minnsta kosti, en þar skjátlaðist mér, því að eftir athöfnina, þegar all- ir voru að streyma út úr graf- reitnum hófst einmitt erfiðasti kaflinn. Líklega er þetta stund- in, í sambandi við jarðarfarir, þegar fólk heldur, að nú geti það tekið ofan sorgarandlitið og farið að verða eins og félags- legra. Allrahanda höfðingjar, stjörn- ur og leikstjórar þyrptust að okkur og dreifðu hópnum okk- ar. Einhver vingjarnlegur leik- ari og konan hans náðu í okkur Pam; þau vissu, að ég var búinn að vera í París og fóru að leggja fyrir mig ýmsar glettnislegar spurningar um La Ville Lum- iére. Lukka hafði borizt með straumnum eitthvað annað. Meðan ég var að segj a um Par- is það sem setlazt er til að nítj- án ára unglingur segi, fór mér að 13 verða ljóst, að ekki var allt í lagi með Pam. Hún hafði stirðn- að upp. Sannast að segja, skalf hún eins og veðhlaupahestur. Allt í einu fann ég, að hún tók í handlegginn ámér. — Elskurn- ar mínar, sagði hún við leikar- ann og konuna hans, þið verðið að hafa okkur afsökuð. Við verð um beinlínis að komast aftur til hennar Anny. Og síðan dró hún mig burt frá þeim og sagði: — í guðs bænum, náðu í hana Lukku! Hún benti svo milli einhverr- ar dansstjörnu og einhverrar söngstjörnu, og ég sá Lukku í hörku-viðræðum við litinn, rottulegan miðaldra mann, með mikið svart hár. — Fljótur! Pam var alveg að springa. Náðu í hana! Þetta er ritstjóri „Allsbers“. Allsber var eitthvert versta sorpblaðið, sem græðir fé á að velta einkalífi fólks upp úr sorp inu. Vitanlega skynjaði ég strax, hver hætta var á ferðum. Ég þaut til Lukku, þreif í handlegg- inn á henni og sagði: — Við er- um að fara! Lukku varð hverft við, en svo setti hún upp ánægjusvip, sneri sér að Allsbers-ritstjóranum og sagði: — Þetta er-hann Niohol- as. Ég er alveg eins og vax í höndunum á honum. Meðan ég var að draga hana burt, horfði hún á mig með ast- araugum, og sagði: — Hvað það getur verið sætt af þér, Nichol- as, að vera svona afbrýðissam- ur! — Veiztu ekki, hver þetta var? sagði ég. — Þessi litli maður? Hann var afskaplega almennilegur. Hann var sá eini í öllum þessum höfð- ingjahóp, sem gerði sér ljóst, hvað ég hef góða sál. — Hann er ntstjóri Allsbers, sagði ég. Hún setti upp skelfingasvip. — Guð minn góður! — Þú hefur vonandi ekki sagt honum neitt? — Nei, vitanlega gerði ég það ekki. En hann var að sniglast til hennar Anny. Ég hefði átt að geta mér þess til. Hvað heldurðu Nicholas? Þarna hélt ég, að ég væri búin að finna mér aðdá- anda, óg svo er það ritstjóri Alls bers! Þarna hefurðu ættarbölv- unina, sem hefur hundelt mig allt frá vöggunni! Jæja, þetta fór nú vel, hvað sem öðru leið. Ég sá Pam vera þarna á höttunum. Ég lagði af stað til hennar, en rétt í því sá ég að mamma var að tala við kven-slúðurdálkara, sem var að vísu ekki Lettie Leroy, en álíka illræmd. Það var nú fullbölvað, en verra var hitt, að rétt hjá þeim var Robinson og gretti sig með mesta móti. Ég gerði örvæntingarfulla til- raun til að læðast burt, en jnamma varð fyrri til og kallaði til mín: \ — Nikki, elskan, komdu c g heilsaðu upp á hana Gloriu! Gloria, það var blaðakvens- an. Við Lukka gengum til þeirra. Mamma sendi lögreglu- stjóranum töfrandi bros. — Nikki og Lukka, þetta er þessi ágæti lögreglustjóri, sem sá um þetta allt — allt... íyrir hann Ronnie. Ég gat ekki hert nægilega upp hugann til að hitta Robinson. Þess í stað sneri ég mér að Ronnie. Hann var enn niður- brotnari að sjá en nokkru sinni áður. Það var eins og hann hefði misst tólf konur að minnsta kosti, sem hann hefði tilbeðið allar, eins og guð sjálfan. En Sylvia La Mann hinsvegar var afskaplega falleg og þokkafuil og brezk á svipinn með smyrla- bros um allan munninn. Gloria, sem var alltaf afskap- lega vingjarnleg við alla. en hafði einhverskonar röntgen- augu, heilsaði okkur Lukku með því áhugaleysi, sem við áttum skilið. Síðan lagði hún höndina á handlegg lögreglústjórans, rétt til að sýna kunningsskap sinn við réttvísina, og sneri sér síð- an aftur að Ronnie. — Góði Ronnie, okkur þykir svo vænt um þig, öllum þessum gömlu hakkamaskínum blaða- mennskunnar, eins og þú veizt, og auðvitað höfum við ekki annað en samúð með þér, ems og á stendur. En svo höfum við hinsvegar alltaf ritstjórana okk ar á hálsinum. Þú mátt ekki láta þér finnast það ónærgætnislegt, ROnnie, en fólkið heimtar þetta. Hvað verður úr þessu? Ertu búinn að ákveða það? Hver á að leika Ninon de Lenclos? Eitthvað fékk mig til að líta á mömmu í þessu bili. f>að þarf ekki að taka það fram, að hún var jafn falleg, tvíræð og form- leg og endranær. En bak við ró- semisgrímuna gat ég greint hers höfðingjasvipinn, þegar hann ætlar að fara að gera áhlaup. Ég fann alveg að svarið hlyti að verða: Nú! Þetta var einmitt rétta stundin til að opinbera það fyrir heiminum,, að hún ætlaði að sýna hollustu sína við minn- ingu Normu í verkinu. Og um leið óg ég áttaði mig á þessu vissi ég, að nú stóð fyr- ir dyrum kvalafyllsta stund ævi minnar, af því að ég sá í snöggu bragði, hvílík hræðileg skyssa mér hafði orðið á að segja ekki mömihu frá heimsókn / lögreglu- stjórans. Hvað hafði hann sagt? Jú: „Þetta um Ninon de Len- clos fullvissaði mig um, að þetta væri alltsaman eintóm vitleysa og þvaður. Hugsa sér Anny Rood þurfa að kála einhverjum til að ná sér í hlutverk!“ En kannski hafði Hans frændi plat- að hann með þessari fölsku inn- færslu í dagbókina? Kannski hafði hann ekki tekið eftir hundssporunum? En.........en . ... guð minn góður, mamma, þú ert að æða beint í gin Ijónsins. Þú ætlar að ..... Ég hefði ekki getað talað, þó ég hafi haft eitthvað að segja. Mér var inn- anbrjósts rétt eins og ég hefði gleypt eina kássuna hennar mömmu, í heilu líki. — Jæja, sagði Gloria og hló glettnislega. — Þú ætlar von- andi ekki að segja mér, að þú ætlir að bíta mig af, Ronnie sæll? Ég píndi mig til að líta á Ronnie. Mér fannst bókstaflega hann ætla að detta niður dauð- ur, og að við þyrftum að kalla á grafarmennina aftur til að taka nýja gröf. — Ja......stamaði hann. — Ja..... Það var þá, sem ég sá mömjnu taka sig saman. Fórnfæringar- svipurinn var að færast yfir andlitið á henni, sami svipurinn, sem hún hafði sett upp þegar við sátum saman á rúminu. — Mamma! stirndi ég upp úr mér. MÍMIR ENSKUSKÓLI FYRIR BÖRN Kennsla í hinum vinsæla enskuskóla barnanna hefst 4. okt. Börnin þurfa ekki að stunda heimalærdóm með þessu námi. Þau hafa léttar myndabækur til að styðjast við, en í tímunum kenna ENSKIR kenn- arar og er aldrei annað mál talað en ENSKA. Sérstakir tímar eru fyrir unglinga í gagnfræðaskól- um. DANSKA verður kennd á svipaðan hátt og enskan, svo og ÞÝZKA. Innritun í sima 2-16-55 kl. 1—7 e.h. MÁLASKÓLINN MÍMIR Hafnarstræti 15. VIÐ HÖFUM ÞÁ ÁNÆGJU YÐUR NÝJA Xisier BEL AIR 100% . <C^)URTE LLE Sérstaklega framleitt fyrir heklaðar peysur og kjóia. ★ Létt — Mjúkt ★ Fljót heklað ★ Teygist ekki ★ Auðvelt í þvotti ★ Mjög lit fagurt ★ Urval heklumynztra i og heklaðar prufur. — FYRSTA SENDING KOMIN — HRINGVER Austurstræti 4. — Búðagerði 10. AÐ KYNNA GARNIÐ Viijna Nokkrar duglegar- stúlkur óskast ti! starfa í nið- ursuðuverksmiðju okkar. — Mikil vinna. — Mötu- neyti á staðnum. Upplýsingar hjá verkstjóranum. Sláfurfélag Suðurlands Skúlagötu 20. — Sími 11249. t. d. Frercabel og Abyrrale. LANCOML PARIS. Fást eingöngu hjá: Tízkuskóla Andreu, Sápuhúsinu og Oculus — og Hafnarf jarð- ar Apóteki.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.