Morgunblaðið - 16.09.1965, Side 26
MORGU N BLAÐIÐ
Fimmtudagur 16. sept. 1965
FH og KR - gömlu keppi-
nautarnir mætast aftur
— Til ágóða fyrir hina yngri
sem vilja taka við
Á L,ATJGARDAGINN kl. 3 síð-
degis verður á Hörðuvöllum í
Hafnarfirði nýstárleg handknatt-
leikskeppni. Þar mætast lið FH
frá 1956, sem óhætt mun að telja
eitt sterkasta handknattleikslið
er Island hefur átt á sínum tíma
og Reykjavíkurmeistarar KR
1964. Leikurinn fer fram til ágóða
fyrir handknattleiksstarf í FH, en
hjá engu öðru félagi hefur hand-
knattleiksíþrótt náð jafn langt,
verið jafn fjölmenn og sterk.
★ Frægtlið
Engum sem með hand'knatt-
leik fylgiat er úr minni er PH-
liðið var gersamlega ósigrandi
1@. Það kom engum á óvart að
gott lið kæmi úr Hafnarfirði, þvi
þar festi handknattleikurinn
snemma rætur og fró Hafnar-
firði hafa ætíð komið harðsnúin
lið. Og „miðað við fól'ksfjöida
hefur handiknaittlekur sennilega
hvergi risið hærra í allri veröld
en einmitt þar.
Og lið FH sem kom vann
stærstu og fræknustu sigrana
1956 á glæsilegri sigurbraut
en nokkurt annað lið á Is-
landi. Það lék á einu tímabili
60 leiki í röð án taps. Það met
^verður líklega seint slegið.
í þessu liðið voru Hjalti Einars
son, Kristófer Magnússon, Einar
Sigurðsson, Sigurður Júlíusson,
Birgir Björnsson, Hörður Jóns-
son, Sverrir Jónsson, Bergþór
Jónsson, Ragnar Jónsson og
Ólafur Þórarinsson.
Aðeins 3 þessara leikmanna
eru enn í meistaraliði FH sem
varð fslandsmeistari á sl. vori
BRIDGE
ÚRSLIT í n. umferð í Evrópu-
mótinu í bridge, sem fram fer í
Ostende í Belgíu urðu þessi:
Opni flokkurinn:
Holland — Belgía 72:57, 5—1
ísrael — ftalía 81:67, 5—1
Danmörk — Polland 93:66, 6—0
írland — England 80:72, 4—2
Finnland — Sviss 70:60, 5—1
Noregur — Svíþjóð 105:48, 6—0
Austurríki — Spánn 107:48, 6—0
Líbanon — Þýzkaland 65:44, 6—0
Frakkland og Portúgal sátu yfir.
Kvennaflokkur:
Holland — ftalía 86:58, 6—0
Spánn — Noregur 88:75, 6—0
Þýzkaland — Sviss 106:89, 6—0
írland — Finnland 91:23, 6—0
England — Pólland 123:50, 6—0
Belgía — Svíþjóð 33:23, 5—1
Frakkland sat yfir.
Staðan er þá þessi:
Opni flokkurinn:
1. Frakkland 12 stig
2. Noregur 12 —
3. Líbanon 12 —
4. Finnland 11 —
5. Holland 11 —
6. England 8 —
SÍÐUSTU FRÉTTIR:
f gær voru spilaðar umferðir
nr. 3 og 4. Úrslit 1 einstöku leikj-
um höfðu ekki borizt er blaðið
fór í prentun en að 4 umferðum
loknum er staðan þessi í opna
flokknum:
1. Holland 23 stig
2. Finnland 22 —
3. Frakkland 18 —
Ensko
knottspynmn
Markhæstu leikmennirnir 1
ensku deildarkeppninni eru
þessir:
1. deild:
Astle (W.B.A.) 9 mörk
Hunt (Liverpool) 8 —
Greaves (Tottenham) 6 —
Irvine (Bumley) 6 —
Baker (Arsenal) 5 —
Hurst (West Ham) 5 —
McEvoy (Blackburn) 5 —
Pickering (EvertOn) 5 —'
Sinclair (Leicester) 5 —
2. deild.
Knó-yvlos (Wolves) 8 —
Gilliver (Huddérsfield) 7 —.
O’Brien (Southampton) 7 —
Dawson (Preston) 7 —
3. deild:
Ainson (York) 6 —
Clark (Walsall) 5 —
Curry (Mansfield) 5 —
Gibbs (Gillingham) ö —
4. deild:
Tait (Barrow) 7 _
Dyson (Tranmere) 6 —
Kerr (Barnsley) 6 —
Hutshinson (Lincoln) 6 _
og keppir innan skamms í
Evrópukeppni félagsliða. Sumir
aðrir eru enn við handknattleiiks
iðkun en hafa gengið í önnur lið
.— þeim tiil sfyrktar og vaxtar og
blásið þar nýju lítfi í næstum
kulnaðar glæður.
★ Til uppbyggingar
Nú ganga 'þessir menn fram á
leikvanginn, rifja upp gamlar
endurminningar um jeið og þeir
gefa handknattleiksunnendum
tækifæri til að sjá góðan leik —
án efa. Og um leið afla þeir fjár
í sjóð handknattleiksdeildar FH,
sem vonandi á hér eftir sem
hingað til að senda fram kná lið.
Af öllum þessum orsökum er
ekki að efa að fjölmenni verður
á Hörðuvöllum á laugardaginn.
KR-ingar, Reykjavíkurmeistar-
arnir frá 1964 verða þeim án
efa erfiðir keppinautar. Liðsmenn
flestir hafa otfit elt grátt silfur
sín á milli — og það eru því
bæði góðir félagar og harðsnún-
ir keppinautar sem mætast enn
einu sinni á Hörðuvöllum. ,
Ragnar Jónsson og Birgir Björnsson hafa lengst og hezt nnnið FH
á handknattleiksvellinum. Hér er u þeir með íslandsbikarinn.
Frakkar unnu Norðmenn 1 -0 02
möguleikar Norðmanna litlir
NORÐMENN og Fraldkar léku
síðari léik sinn í undankeppni
heimsmeistarakeppninnar í knatt
spyrnu í gærkvö'ld. Leikurinn fór
fram í Osló og lyktaði með sigri
Frakka 1-0. Þykir þessi útkoma
góð fyrir Norðmenn, þó þeir
sóóilfir vonuðust effir jafntetfli
eða sigri. Er nú vonlíitið um að
þeim takist að vinna riðilinn og
komast í úrslitakeppnina um
heimstitilinn — enda var fyrir
fram aldrei við því búist — og
frammistaða Norðmanna er þeg-
ar orðin betri en þeir bjartsýn-
ustu bjuggust við.
Staðan í riðli Norðmanna er nú
þannig:
Noregur
Frakkland
Júgóslavía
Luxemborg
5 3 0 2 9-4 6
4 3 0 1 4-1 6*
3 2 0 1 4-4 4
4004 3-11 0
Keppendur í fyrsta mótinu í Neskaupstað.
Eina mark leiks Frakka og
Norðmanna í gær var skorað úr
aukaspyrnu rétt utan vítateigs
um miðjan fyrri bálflei'k. Norð-
menn settu upp vamarvegg en
hin ítalsika stjarna í franska lið-
inu, Nestor Comlbin, sendi skrúfu
skiot út fyrir varnarmúrinn og
'knötturinn skrúfaðist einnig
framhjá markverðinum Norð-
menn telja það einiustu mistök
markvarðarins að hafa ekki var-
ið þetta skot, þó það snerti varn-
armann og breytti örlítið stefnu.
En sigur Frakkanna var verð-
skuldaður. Norðmenn komu
engu skoti á franska markið sem
erfitt var fyrir franska markvörð
inn. Norðmenn náðu sóiknarlot-
um, en þær voru eyðilagðar áður
en til lokaátaksins kom.
Hins vegar varð norski mark-
vörðurinn að taka á öllu sínu og
sýna sitt bezita — og átti mjög
góðan leik.
31.234 sáu leikinn sem fram
fór í góðu haiSstveðri og á góð-
um velli. Meðal viðstaddra var
Ólafur bonungur.
Skotar vilja ffeiri danska
TALIÐ ER líklegt að enn bæt
ist tveir dajjskir knattspyrnu
menn í hóp þeirra er nú þegar
eru atvinnumenn í Skotlandi.
Framkvæmdastjóri skozka
liðsins Morton hefur verið á
ferð i Danmörku og leitað að
„efnilegum" mönnum.
í Morton hafa forráðamenn
tekið upp þá stefnu að ráða
til sín norræna „víkinga" og
hefur það gefið góða raun —
en ekki nógu góða. Um tíma
í fyrra voru 5 norrænir menn
í liði Morton.
Nú hefur framkvæmdastjóri
félagsins, Hal Stewart, auga-
stað á tveim Dönum öðrum
fremur. Það er framvörður
landsliðsins Preben Arentoft
(sem hér í sumar þótti eiga
mjög góðan leik). Hinn er
ungur leikmaður hjá Bröns-
höj og var mjög lofaður fyrir
leiki sína að undanförnu.
Af dönskum blöðum má
ráða að Danir eru hálft í
hvoru stoltir yfir kaupúm
Skotanna — og jafnframt von
sviknír yfir að missa góða
leikmenn.
Golfklúbbur Neskaup-
staðar tekinn til starfa
NESKAUPSTAÐ, 13. sept.
Það var í vor, sem nokkrir
áhugamenn um golfíþróttina
komu saman og ákváðu að
stofna golfklúbb hér í bæ. Aðal-
frumkvöðullinn að stofnuninni
var Gissur O. Erlingsson, póst-
meistari hér í bænum. Klúbbur-
inn var svo formlega stofnaður
14. júni í sumar og hlaut nafnið
Golfklúbbur Neskaupstaðar.
í vor var svo æft inni, en í
sumar tók golfklúbburiim iapd
á leigu hér inni í sveit og hefur
þar 6 holu völl. Um sáðustu
helgi var svo innanfélagsmót og
varð sigurvegari í þessari
keppni Stefán Pálmason með
206 högg í 36 holum og næstur
Friðrik J. Sigurðsson með 207
bögg.
Næsta vor hyggjast félagar úr
Golfklúbbnum slétta og laga
betur athafnasvæði sitt.
— Ásgeir.