Morgunblaðið - 21.09.1965, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.09.1965, Blaðsíða 8
8 MOkCUNBLADtÐ Þriðjudagur 21. sept. 1965 FERÐIR vestrænna stjórn- málaleiótoga til A-Evrópu hafa aukizt til muna síðustu árin og er það í sjálfu sér mjög ánægjulegt. Aukin kynni þjóða af ólíkum stofni með ólíka hagsmuni, stuðla að bættri sambúð þeirra og öllum má ljóst vera af þeim fréttum, sem daglega berast frá Ásíu, að nú er brýnna en nokkru sinni fyrr að tengja þjóðir heims friðsamlegum böndum. Eins og bent var á hér í Mbl. fyrir nokkru er liins vegar ekki hægt að leggja sama mat á ferðir lýðræðis- sinnaðra stjórnmálaleiðtoga og forsprakka kommúnista til kommúnistaiandanna í A-Ev- rópu og það sama á við, þeg- ar lýðræðisflokkur verður fyrir því óhappi, að innan hans starfar öflug fimmtaher deild kommúnista. Formaður Framsóknarflokksins er nú nýkominn heim frá Búlgaríu, en þangað fór hann í hoði búlgarskra „Bændaflokks- ins“. S. L sunnudag birtir hann í málgagni sínu langa grein um ferðina og er Ijóst af lestri þeirrar greinar að mat Mbl. á Búlgaríuferð Ey- steins Jónssonar hefur reynzt rétt. Hann verður að frið- þægja harðsnúinni og þraut- þjálfaðri fimmtu Iierdeild kommúnista í Framsóknar- flokknum. Eysteinn Jónsson og aðrir þeir, sem til Búlgaríu fara, verða að gera sér þess grein, að þar ríkir flokkseinræði og kommúnískt þjóðskipulag. — Vegna þess, að Eysteinn Jóns son sér ekki ástæðu lil að ræða það í grein sinni hvern ig það gerðist, ætlar Mbl. að rifja það upp formanni Fram sóknarflokksins til nokkurrar glöggvunar. Eysteinn Jónsson talar jafn an í grein sinni um „Bærida flokkinn“ í Búlgaríu, eins og honum sé með öllu ókunr.ugt, að „Bændaflokkurinn" er ein ungis skrautfjöður kommún- istaflokksins. í Búlgaríu er í raun og veru ekki til bænda flokkur í þess orðs eiginlegu merkingu en af tóninum í Gröf Niltola Petkov, búlgarska bændaleiðtogans, sem var líflátinn. Ætli Eysteinn Jónsson hafi komið að þcssari gröf? grein Eysteins, þegar hann talar um búlgarska „bænda- flokkinn" mætti ætla, að hon um væri ekki ógeðfeilt að gera Framsóknarflokkinn að slíkum „bændaflokki“. Mbl. mun hér á eftir gera nokkra grein fyrir því, -hvernig kommúnistar komust til valda í Búlgaríu og hver urðu örlög Bændaflokksins þar, þegar Rauði herinn rudd ist inn í landið, færði völd- in í hendur leppum Rússa, sem síðar hafa haldið búlgörsku þjóðinni í járn- klóm. Umbyltmgartímar styrjaldariimar. Styrjaldarárin urðu miklir umbyltingartímar í Búlgaríu eins og mörgum öðrum lönd- um. í heimsstyrjöldinni hölluð- ust Búlgarar fremur á sveif með Þýzkalandi Hitlers og leyfðu ■ þýzkum hersveitum að nota landið til nndirbún- ings árásum á Júgóslavíu og Grikkland. Síðar varð Búlga- ría þýðingarmikil fyrir Þjóð verja í hernaðaraðgerðum á Miðjarðarhafi og gegn Sovét- ríkjunum. í júlí 1942 er hin svokall- aða „Þjóðfylking“ sett á fót með aðild kommúnista, vinstri sinnaðra bændaflokks manna, sósíalista og svo- nefnds Zveno-hóps. Næstu tvö árin gekk á ýmsu og eftir því, sem augljósara varð, að Þjóðverjar mundu tapa stríð- inu reyndi Búlgaría að forð- ast beinan stuðning við Möndulveldin og í sept. 1944 var hafizt handá um friðar- umleitanir við Vesturveldin. En nokkrum dögum síðar lýstu Sovétríkin mjög óvænt yfir stríði á hendur Búlgaríu og Rauði herinn flæddi yfir landið. Og 9. sept. komst Vib gröf Nikofa Nikola Petkov, leiðtogi búlgarska bændaflokksins, sem var drepinn 23. sept. 1947, eftir að hafa veitt kommúnistastjórn landsins mótspyrnu. EITT af því, sem Eysteinn Jónsson, formaður Framsókn- arflokksins hefði átt að gera, en gerði augsýnilega ekki, var að kynna sér skrif Tím- ans, málgagns Framsóknar- flokksins á þeim tíma, þegar kommúnistar í Búlgaríu voru að murka lífið úr leiðtogum Bændaflokksins þar. Nikola Petkov, leiðtogi búlgarska bændaflokksins var tekinn af lífi 23. september 1947. Daginn eftir birti Tím- inn frétt um aftökuna og sagði, að hún mundi vafa- laust vekja mikla reiði um allan hinn frjálsa heim. Hinn 25. september 1947'birtir blað- ið svo forustugrein um líflát hins búlgarska bændaleiðtoga og þar segir m.a.: „Eftir stríðið var mynd- uð samsteypustjórn í Búlgaríu og var Petkov einn af ráðherrunum. En er fram í sótti, þótti honum ráðríki kommúnista mikið og jafnframt því undir- lægjuháttur við Rússa. Gekk hann þá úr stjórn- inni. Við þingkosningarnar í fyrra var flokkur Pet- kovs í stjórnarandstöðu. Kosningarnar voru ekki frjálsar, en margs konar hindranir lagðar í veg hændaflokksins og fékk hann því miklu minna fylgi en búizt var við. En þó að þingflokkurinn væri smár, var það þó meira en ríkis- stjórnin þoldi. Var því stofnað til málaférla gegn foringjum hans og þeir sakaðir um að vinna gegn stjórninni. Og nú hefur Petkov verið líflátinn, all- ir þingmenn flokksins sviptir umboði til þingsetu óg ýmsir foringjar hans og áhrifamenn sitja í fangelsi og bíða dóms.“ Er það nokkur furða að menn velti því fyrir sér eftir þessa lýsingu Tímans á morði Pet- kov og aðgerðum kommún- ista gegn leiðtogum bænda- flokksins í Búlgaríu, hvaða „bændaflokkur" það var, sem Eysteinn Jónsson sótti heim í Búlgaríu og hverjir voru þessir „dugmiklu forustu- menn“, sem Eysteinn hitti og hann segir frá í grein sinni. Þessi Framsóknarforingi seg ir í grein sinni um Búlgaríu- ferðina, að formaður Bænda- flokksins, Strambolinsky, hafi verið myrtur 1923 og „síðan þetta gerðist mun bænda- flokkurinn hafa haft sam- vinnu við kommúnista eftir því sem ég bezt veit, enda var hin pólitíska barátta ekki úr því háð við kjörborðið held- ur annars staðar, en einstök- um þáttum þeirrar sögu er ég ekki kunnugur.“ Ef Eysteinn hefði lesið Tím- ann frá 8. okt. 1947 hefði hon- um ekki bara verið kunnugt „Þjóðfylkingin“ til valda und- ir forsæti Kimon Georgiev. Örlagatímar Bændaflokks- ins hefjast. Með valdatöku „Þjóðfylk- ingarinnar" 9. sept. í skjóli Rauða hersins, hefjast öralga tímar Bændaflokksins í Búlga ríu, sem hafði átt sér djúpar og traustar rætur í landinu eins og Eysteinn Jónsson rétti lega bendir á. Þegar í stað var hafizt handa um að taka af lífi ýmsa háttsetta stjórn- málamenn og embættismenn, og kommúnistar tryggðu sér fljótlega öll völd í landinu. Innanríkisráðherra varð Ant- on Yugov, einn helzti for- sprakki kommúnista pg þar með hafði hann yfir lögregl- unni að segja. Snemma árs 1945 kom til Búlgaríu Georgi Dimitrov, sem dvalizt hafði í Sovétríkjunum um langt ára- bil. Skömmu eftir að hann kom til landsins kom upp mikil deila innan rikisstjórn- arinnar um fyrirkomulag kosn inga þeirra, sem fyrirhugað var að halda. Sex ráðherrar sögðu af sér, þ.á.m. Nikola Petkov, aðalleiðtogi Bænda- Framhald á bls. 13 Eysteinn Jónsson Petkov um morðið 1923 heldur líka „mesta réttarmorð, sem veraldarsagan greinir frá, þegar bændaleiðtoginn Nikola Petkov var tekinn af lífi.“ Og forustugrein Tímans, sem fyrr var vitnað til kann að greina frá því hvar hin pólitíska barátta bændaflokks- ins fór fram, þótt Eysteinn kunni það ekki. Hún fór fram í aftökuklefanum, og fanga- búðunum. Þá var nú öldin önnur, þeg- ar Framsóknarmenn og mál- gagn þeirra skynjuðu hvað raunverulega var að gerast í kommúnistalöndunum. En nú er því ekki að heilsa. For- maður Framsóknarflokksins Iætur blekkjast af áróðursvél kommúnista og skrifar lof- rollu um „bændaflokkinn" í Búlgaríu og „forustumenn“ hans; þ.e. Eysteini hefir tekizt að komast í samband við flokk sem ekki er til nema á papp- írnum. Er það afrek út af fyr- ir sig. En Eysteinn er ekki við eina fjöl felldur eins og allir vita. Ef marka má skrif Tímans undanfarið, kæmi eng um á óvart, þó Tíminn kallaði upprifjun á fyrrnefndum staðreyndum „McCarthyisma". En hvað sem því líður verður ekki annað séð af grein Ey- steins Jónssonar en hann hafi hlotið þá meðferð sem nú á tímum er kölluð „heilaþvott- ur.“ Kannski er það munur- inn á honum og Nikola Pet- kov.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.