Morgunblaðið - 21.09.1965, Blaðsíða 2
MORCU N BLAÐIÐ
f>rið.iudagur 21. sept. 1965
i Strauss
og stjórnar-
myndunin í V-Þýzkaiandi
EINS og kunnugt er, unnu
Kristilegir demókratar mik-
inn sigur í vestur-þýzku þing-
kosningunum og er þegar vit-
að að Ludwig Erhard núver-
andi kanzlara verði falin
stjórnarmyndun að nýju. —
Engu skal hér spáð um, hvern
ig hin nýja stjórn verður
skipuð. Telja má hins vegar
líklegt, að ýmislegt óvænt
kunni að koma á daginn áð-
ur en ný stjórn verður mynd-
uð þvi að viðhorfin hafa mik-
ið breytzt við úrslit kosning-
anna nú.
Eranz Josef Strauss er kom-
inn fram á sjónarsviðið að
nýju. Hann er leiðtogi Kristi-
legra sósíalista í Bæjaralandi,
en þessi flokkur er sjálfstæð-
ur flokkur, sem verið hefur í
bandalagi við Kristilega demó
krata, flokk Erhards, og hafa
þessir flokkar komið frani sem
einn flokkur í Samtr.ndsþing-
inu. Sem kunnugt er, var
Strauss um alllangt skeið ráð-
herra í stjórn Adenauers á
meðan hann var kanzlari. —
Strauss varð fyrst ráðherra
1953. Varnarmálaráðherra
varð hann 1956 og þeirri stöðu
gegndi hann til ársins 1962,
er hann sagði af sér vegna
málaferla þeirra, sem urðu
vegna vestur-þýzka tímarits-
ins Der Spiegel.
Spiegel-málið kom sem
þruma úr heiðskíru lofti. í>að
varð með þeim hætti, að lög-
reglan lét handtaka útgefanda
og helztu ritstjórnarmeðlimi
Der Spiegel, en þetta tíma-
rit, sem gefið er út í Ham-
borg, hafði að þessu sinni birt
ítarlega grein um heræfingar
Atlantshafsbandalagsins í Vest
ur-Evrópu í september sama
ár undir nafninu „Fallex 62“.
í þessari grein var hlutur
vestur-þýzka hersins gagn-
rýndur mjög og látið í það
skína, að hernaðarundirbún-
ingur Vestur-Þýzkalands gagn
vart árás að austan væri í
handaskolum.
Franz Josef Strauss snerist
mjög harkalega gegn þessari
gagnrýni og beitti lögreglunni
gegn tímaritinu sem að fram-
an segir. Helztu ritstjórnar-
meðlimir þess voru ekki ein-
ungis handteknir, heldur voru
skrifstofur og húsakynni tíma
Flugvél
skemmíst
í lendingu
Akraiiesi, 20. sept.: —
HÉR Á flugvellinum við Berja
dalsá laskaðist síðdegis sl. laug-
ardag í nokkru hvassviðri flug-
vél af gerðinni Cessna 170 í
lendingu, þannig, að annað lend-
ingarhjólið brotnaði undan henni.
Sprengdi hjólið upp gólfið í vél-
inni. Skemmdist vélin talsvert,
svo að taka varð hana í sundur.
Tveir vörubilar voru á staðn-
um meðan verið var að raða flug
vélarhlutunum kyrfilega á þá. Að
því búnu fluttu þeir vélina svona
sundurlausa til Reykjavíkur. —
Þrír farþegar voru auk flug-
manns í vélinni og sluppu allir
ómeiddir, sem betur fór. Flug-
vélin var trá flugskólanum Þyt.
• Fimm „Kosmos".
Moskvu, 20. sept. (NTB)
Sovétríkin skutu á loft á
laugardagin fimm gerfihnött-
um af gerðinm „Kosmos“.
Heppnaðist geimskotið vel, og
var það sama eldflaugin, sem
bar alla hnettina á braut.
ritsins rannsöknuð af lögregl-
unni, hirzlur brotnar upp og
lögreglan hafði skjöl og ann-
að þessháttar á brott með sér.
Þessar aðgerðir fóru fram
undir því yfirskini, að Der
Franz Josef Strauss.
Spiegel hefði með því að
birta framangreinda grein
haft í frammi landráðastarf-
semi.
Þessar lögregluaðgerðir fóru
fram án vitneskju dómsmála-
ráðherrans, Dr. Wolfgang
Stanbergs, sem var einn af
fimm ráðh. Frjálsra demó-
krata í ráðuneyti Adenauers,
og sagði hann af sér í mót-
mælaskyni.
Der Spiegel hafði, áður en
allt þetta gerðist, hvað eftir
annað ráðizt á Franz Josef
Strauss vegna meintra mis-
ferla í starfi. Það leiddi m.a.
til gruns um að aðgerðirnar
gegn blaðinu hefðu verið
hefndarráðstafanir. Áður en
yfir lauk höfðu allir ráðherrar
Frjálsra demókrata lýst því
yfir, að þeir myndu segja af
sér ef Strauss yrði áfram ráð-
herra og sagði Strauss þá af
sér sem varnarmálaráðherra.
Gangur Spiegel-málsins eft-
ir þetta varð þannig, að ásak-
anir á hendur blaðinu um
landráð voru felldar niður,
en Strauss var á hinn bóginn
ekki sakfelldur fyrir vald-
níðslu.
Aðgerðirnar gegn Der Spi-
egel urðu engu að síður
orsök mikillar gagnrýni á
Strauss og vestur-þýzku blöð-
in fordæmdu almennt aðgerðir
stjórnarvaldanna og sögðu
þær minna á aðferðir NaZista
og v*ru._ harkaleg skerðing
á ritfrelsinu. Ekki leikur vafi
á því, að þær sköpuðu Strauss
á k a f a r óvinsældir meðal
fjölda aðila. Forystumenn
Jafnaðarmanna og Frjálsra
demókrata höfðu fyrir kosn-
ingarnar nú lýst því yfír, að
ekki kæmi til mál-a, að Strauss
fengi saeti í stjórn, sem þeir
yrðu aðilar að.
Ýmsir höfðu talið, að Spieg-
el-málið myndi spilla mjög
fyrir Strauss í kosningunum
nú. Raunin varð hins vegar
allt önnur. Flokkur hans
bætti við sig atkvæðum, enda
þótt hann fái tveimur þing-
sætumyfærra nú en í síðustu
þingkosningum, eða 48 í stað
50.
Samkvæmt úrslitum kosn-
inganna nú virðist eðlilegt að
Kristilegir demókratar og
Kristilegir sósíalistar (flokk-
ur Strauss) myndi stjórn með
Frjálsum demókrötum, því
hinir fyrrnefndu hafa ekki
bolmagn til þess að mynda
einir stjórn. Frjálsir demó-
kratar hafa hinsvegar, eins og
áður er sagt, marglýst því yfir
að þeir muni ekki vera aðilar
að ríkisstjórn, sem Strauss á
sæti í. Haldi þeir fast við
þessa afstöðu sína, hver verða
þá viðbrögð Strauss og Kristi-
legra sósíalista? Ætla má að
Strauss verði ófús til að
styðja stjórn Kristilegra demó
krata og Frjálsra dem-
krata, sem hann og hans
flokkur ætti ekki aðild að.
Kristilegir demókratar og
Frjálsir demókratar geta hins
vegar ekki myndað stjórn
einir. Þeir verða að hafa
stuðning Kristilegra sósíalista
og þann stuðning verða þeir
að öllum líkindum að greiða
fyrir með þátttöku Strauss í
ríkisstjórninni. Ekki er því
ólíklegt að nokkrir erfiðleik-
ar geti orðið á stjórnarmynd
un, enda þótt Erhard hafi í
gærmorgun lýst yfir, að hon-
um muni ganga greiðlega að
mynda stjórn að nýju.
Skipið ofhlaðið
Á MIÐVIKUDAG fóru fram hjá
borgardómaraembættinu í Rvík,
sjópróf vegna Rifsnesslyssins,
sem varð fyrir Austfjörðum á
sunnudag í fyrri viku. Kristján
Jónsson, borgardómári, stjórnaði
sjóprófum, en skipstjóri, stýri-
maður og fjórir hásetar á Rifs-
nesi voru yfirheyrðir.
Orsök slyssins virðist vera sú,
að skipið hafi verið ofhlaðið og
lestarlúgur ekki skálkaðar und-
ir síldinni sem var á þilfari. —
Skipið fékk á sig sjó með þeim
afleiðingum að ábreiða losnaði
og sjór gekk í síldarstíurnar.
Skipið lagðist þá á hliðina og
Ulbricht
í IVIoskvu
Moskva, 17. september — NTB-
LEIÐTOGI a-þýzkra komm-
únista, Walter Ulbricht, kom í
dag til Moskvu. Mikojan, for-
seti Sovétríkjanna og Kosygin,
forsætisráðherra, voru meðal
þeirra, sem buðu hann velkom-
inn.
tók á sig meiri sjó. Síldinni var
þá hleypt út og skipinu snúið
upp í vindinn, en samt sem áður
rétti það sig ekki við. Þá var
siglt áfram og í hring, til þess
að fá skipið á réttan kjöl, en þá
lagðist það á hina hliðina og
sjórinn gekk inn á lúgurnar og
streymdi í lestarnar. Var þá öll
von úti um að bjarga skipinu.
Papandreou gagnrýn-
ir Slephanopoulos
Talið að hin nýja stjórn muni halda velli
Saloniki, 20. se’pt. — (NTB):
GEOKGIOS Papandreou, fyrrver
andi forsætisráðherra Grikk-
lands, réðst í gærkvöldi harka-
lega á núverandi forsætisráð-
herra landsins, Stephan Stepano
poulos og hina nýmynduðu stjórn
Goð síldveiði
á sunnudag
í SKÝRSLU Fiskifélagsins um
veiðarnar yfir helgina segir að
37 skip hafi tilkynnt síldarleit-
inni um afia sinn á laugardags-
kvöld og aðfaranótt sunnudags,
samtals 13.750 mál og tunnur. Á
sunnudagsmorgun var góð veiði
í Norðfjarðardýpi og á Gerpis-
flaki, 36—42 mílur undan landi.
Upp úr hádegi fór að bræla og
hefur ekki verið veiðiveður síð-
an. Síldin er mjög góð til sölt-
unar Ennfremur fengu tveir bát
ar góða veiði 135 mílur NA af A
frá Raufarhöfn. Samtals fengu
69 skip alls 59.390 mái og tunnur.
Seint í gærkvöldi hafði Mbl.
samband við síldarleitina á Rauf
arhöfn, og sagði hún að 37 skip
hefðu fengið um 28 þús. mál frá
kl. 7 i gærmorgun. Síldin veiddist
45—60 mílur út af Norðfirði.
Slys í Svlna-
hrauni
Á TÓLFTA tímanum á laugar-
dagskvöld varð maður fyrir bíl
skammt fyrir austan Litlu-kaffi
stofuna í Svínahrauni. Þar var
kyrrstæð vörubifreið á veginum
með jeppa á pallinum og hjá
vörubifreiðinni verziunarmaður
frá Selfossi, Arnold Pétursson,
eigandi jeppans. Bifreið var ek
ið austur veginn í Svínahrauni
og varð Ainold fyrir henni, er
hún ók framhjá vörubifreiðinni.
Arnold var fluttur í slysavarð-
stofuna og síðan á sjúkrahúsið á
Selfossi. Hann mun hafa bein-
brotnað.
Norðursíld hæsta
stöðin á landinu
/
Raufarhöfn. 20. sept.: —
FRA HÁDEGI á laugardag þann
11. september til hádegis þann
18. svar saltað í 4000 tunnur hjá
Norðursíld. Stúlkurnar söltuðu
upp í 180 tunnur á emni viku og
fá fyrir það 11 til 12 þúsund kr.
í laun.
Söltunin á Norðursíld er þá orð
in 12.792 tunnur og er stöðin
hæst á landmu og stúikurnar bún
ar að vinna sér inn allt að 40 þús.
kr. í sumar J J.
hans. Sagðist Papandreou ætla
að berjast rneð oddi og egg gega
hinni nýju stjórn tíg það yrðí
ekki löng harátta, því að stjórnin .
væri þegar dauðadæmd.
Papandreou viðurkenndi, að
margir af flokksmönnum hana
innan Miðílokkasambandsina
hefðu svikið hann og snúizt á
sveif með Stepharioupolos, en
bætti við, að það væri vegna þesa
að Stephanoupolos hefði beitt
ólögiegum aðferðum til að ná
þeim á sitt band. Hann sagði, að
allt 43 af þingmönnum Miðflokka
sambandsms styddu hinn nýja
forsætisráðherra og bendir það
til þess að þingið samþykki
traustsyfirlýsingu á stjórn hans,
er hún verður borin fram síðar
í vikunni.
Ekki léf Papandreou hjá líða
að gagnrýna Konstantín konung
og sagði, að hann hefði ekki not
að, heldur misnotað þau rétt-
indi, sem stjórnarskráin veitti
honum.
Samúðorskeyti
til K.hafnar
I
HÉR Á lardi var tvíátta í aðeins tveggja stiga hiti um
gær, þvi að lægðardrag var nónbilið. Austan lands var
fyrir landinu frá norðaustri hægviðri, bjart og 10 til 12
til suðvesturs. Nyrzt á Vest-
fjörðum var NA-kaldi, úði og
stig, en SV-kaldi og skúrir á
Suðuriandi.
LÖGEEGLUSTJORINN í
Reykjavík, Sigurjón SigurðsJ
son, senöi um helgina lögreglu
stjóranum í Kaupmannahöfn
samúðarskeyti vegna hins 1
hryggilega atburðar, er fjórir i
ungir lögreglumenn voru myrt
ir á Amager á laugadags-
mogun.
Þá sendu lögreglumenn :
Reykjavík einnig starfsbræðr-
um síttum i Kaupmannahöfn
samúðarskeyti vegna atburðar
ins.
— Hvergi séð
Framha’d af bls 32
hefði hvað mesta undrun hér,
væri hversu mikið væri af bóka-
búðum í Reykjavík, sem stöðugt
væru fullar af fólki. Sagðist
hann hvergi sem hann hefur ferð-
azt hafa séð tiltölulega jafnmarg-
ar bókaverzlanir og hér. Bjarni
Benediktsson sagði þá blaða-
mönnunum frá því, hversu bók-
elskir íslendingar væru, og á
flestum íslenzkum heimilum
væri mjög mikið af bókum, því
að við- vildum eiga þær bækur,
sem við hefðum ánægju af að
lesa.
Þegar rætt var um Mfsafkomu
manna hér almennt, spurði einn
blaðamaðurinn um, hvort verka-
fólk byggi í þeim vönduðu hús-
um, sem hvarvetna væri að sjá
hér. Benti Bjarni Benediktsson
blaðamönnum á, að það væri ein-
mitt mælikvarðinn á lífsafkomu
íslendinga, að flestir byggju hér
í eigin húsnæði.
Þá höfðu blaðamennirnir mik-
inn áhuga á starfsemi íslenz u
flugfélaganna, landhelgisdail-
unni, íslenzkum stjórnmálaflokk-
um og fleiru. Svaraði forsætis-
ráðherra spurningum þeirra um
öll þau atriði.
Bandarísku blaðamennirnir
komu hingað til lands sl. laugar-
dag ásamt konum sínum og fleira
skyldfólki og er í hópnum alls
65 manns. í dag mun hópurinn
hlýða á fyrirlestur prófessors
Jóhanns Hannessonar um Is-
land, skoða borgina, heimsækja
Penfield sendiherra Bandarikj-
anna og Morgunblaðið. ísland er
síðasta landið sem hópurinn
heimsækir á ferð sinni um
Evrópu, en áður höfðu þau heim-
sótt írland, Skotland, England,
Holland, Belgíu, Þýzkaland, Nor-
eg, Sviþjóð og Danmörku. Héðan
verður síðan haldið á morgun til
Bandaríkjanna.