Morgunblaðið - 01.10.1965, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.10.1965, Blaðsíða 2
MORGUNSLÁDID F5studagur 1. október 1965 AfhygHsverðar athuganir um flugvaHarmál Rvíkur í FORSTJÓRARABBI í Faxa- fréttum, blaði starfsfólks Flug- félags íslands, segir Örn O. John son frá umræðum og álitsgerðum um framtíðarflugvöll fyrir Reykjavíkurborg. í því sambandi ^egir forstjórinn að til Flugfé- lags íslands hafi verið leitað um útreikninga á rekstri félagsins ef einhver eftirtalinna hátta yrði upp tekinn í flugi hér á landi. 1. Allt utan- og innanlandsflug fari um Keflavíkurflugvöll. 2. Miðstöð innanlandsflugs væri , á Reykjavíkurflugvelli en utan- j landsflug á Keflavíkurflugvelli. 3. Innanlandsflug og „medium j range“-utanlandsflug fari um Reykjavíkurflugvöll, annað utan landsflug um Keflavíkurflug- völl. 4. Miðstöð innan- og utanlands flugs væri á nýjum flugvelli í næsta nágrenni Reykjavíkur, t. d. á Álftanesi. Forstjórinn segir að í þessu Wilson vegnar vel á landsfundinum — gagnrýni á sljornina, vegna launsmála, felðd Blackpool. 30. sept. — NTB HAROI.D Wilson, forsætisráð- herra Breta, vann í dag mikinn sigur á landsfundi Verkamanna- flokksins í Blackpool. Var þar felld gagnrýni á lagafrumvarp, sem miðar að því að vinma gegn óeðlilegum kauphækkunum. — TiIIagan sem felld var, lét í ljós óánægju yfir því, að verkamanna félög skuli tilkynna væntanlegar kaupkröfur með góðum fyrir- vara. Margir af nánum stuðnings- mönnum forsætisráðherrans höfðu lagzt gegn stefnu hans í þessu máli, og segir í fréttum, Ærin skiloði 55 kg. kjöts Bæ, Höfðaströnd, 30. sept. HÉR kom til réttar í haust einhver afurðamesta ær, sem um getur. Er hún frá Kambi í Deildardal og eru eigendur Páll Hjálmarsson og Erla Jónsdóttir. Sjálf er ærin þrí- lembingur, þrevetur og hefir tvisvar átt lömb. Ærin er sjálf 90 kg. Var hún tvílembd í fyrra og átti þá tvær gimbr- ar, sem báðar lifðu fengu í vetur, önnur varð tvílembd og lifa bæði, en hin var ein lembd og 15 kg kjöts af því lambi. Sjálf skilaði ærin nú í liaust tveimur hrútlömbum, annað á fæti 58 kg og hitt 62 kg. en kroppþungi var 26 kg af því léttara en í tæp 30 kg af hinu. Hefir ærin því skilað rúmlega 55 kg af kjöti í haust Ærin gekk á túni í allt haust. — Björn. Góður uili Bæ, Höfðaströnd, 30. sept. SLÁTURTÍÐ hefur gengið hér ágætlega og fé reynzt með bezta móti. Fiskafli hefur verið mjög sæmilegur. Fjórir dragnótabátar leggja upp hér í Hofsósi. Starfs- fólk við frystihúsið hér hefur haft nóg að gera undanfarna daga. —Björn. Kviknuðl í UM kl. 5 síðdegis í gær kviknaði í hesthúsi og heyi að Útskálum við Elliðaárvog hér í borg. Eng- ir hestar voru í húsinu og heyið úti. Hesthúsið brann og talsverð- ar skemmdir urðu á heyinu. Enn vár slökkvilið á brunastað um miðnætti í nótt. að Wilson hafi talið það mikinn sigur, er atkvæði féllu honum í vil. Fulltrúar 3.635.000 félags- meðlima studdu forsætisráðherr ann, en fulltrúar 2.540.000 með- lima greiddu atkvæði gegn. Telur brezka stjórnin nauðsyn- legt, vegna skipulagningar efna- hagslífsins til langframa, að kaup kröfur komi ekki fyrirvaralaust. Sagði fjármálaráðherrann, Jam- es Callaghan, í dag, að aðeins væri um tvær leiðir að ræða til að leysa þann vanda, sem nú steðjar að í efnahagsmálum. Annað hvort yrði að taka upp fastheldni í launamálum, eða til kreppu kæmi og samdráttar. Á landsfundinum var einnig felld framkomin tillaga um gagn rýni á stjórn Verkamannaflokks- ins, vegna stefnu þeirrar, er miðar að því að draga úr fjölda innflytjenda til Bretlands. satnbandi hafi Flugfélagið falið einum starfsmanna sinna, Gunn- ari Finnssyni, sem nýlega lauk námi í Bandarikjunum, að ann- ast þessa útreikninga. Hafi hann unnið að verkinu í mánaðartíma og sé verkinu að ljúka. Síðan segir forstjórinn orðrétt: „Þótt ekki sé tímabært að birta niðúrstöður athugana Flug- félagsins á þessu máli, er þó full- víst að þær eru mjög athyglis- verðar og hljóta að hafa veruleg áhrif á ákvarðanir um framtíðar- stefnu flugvallarmálsins“. Páll ísólfsson þakkar listamanninum leikinn að loknum tón- leikunum í gærkvöldi. Hefur gaman af jazz Stutt samtal við Vladimir Askenasi VLADIMIR ASKENASI lék 5. píanókonsert Beethovens á hljómleikum Sinfóníuhljóm- sveitar íslands í Háskólabíói í gærkvöldi við mikinn fögnuð áheyrenda. Stjórnandi hljóm- sveitarinnar var Bohdan Wo- diczko. Að loknum píanókonsertin- um hópuðust áheyrendur til þess að þakka listamanninum fyrir skemmtunina að tjalda- baki og tókst fréttamanni M!bl. rétt í miðri ösinni að spyrja listamanninn nokkurra spurninga. Við spurðum Ask- enasi fyrst, hvernig tilfinning ar hans væru fyrir og eftir tónleika og sagðist hann ekki vita það. Þá spurðum við, hvert væri það tónskáld, er hann hefði mestar mætur á og svaraði hann: — Beethoven er eitt þeirra tónskálda, er ég hef mest gaman af að leika verk eftir. — Hve marga tónleika mun uð þér halda í Bandaríkjun- um? — Það munu verða um þrjátíu tónleikar. Verk eftir ýmis tónskáld. — Ætlið þér ag leika inn á plötur í þessari ferð? — Nei, það er ekki ætlun mín. — Þekkið þér rússnesku píanóleikarana Emil Gilels og Svyatoslav Riohter? Hvað finnst yður um þá? — Ég er mjög hrifinn af þeim báðum, en Richter er sá píanóleikari, sem ég hef mest ar mætur á. — Voru einhver vandamál með flygilinn á æfingu í gær- morgun? — Flygillinn var alls ekki góður og ég vildi ekki lerka á hann. Þessi flygill, sem ég lék á í kvöld er betri, en engan veginn nógu góður. — Hvert er álit yðar á Sin fóníuhljómsveit íslands? Berklavarnardagur- Inn á sunnudaginn A SUNNUDAG n.k. gengst SÍBS fyrir hiiKum árlega Berklavarnar degi og verða þá að venju seld merki og blöð, en á merkjunum eru jafnframt happdrættisnúmer og vinningur í happdrættinu er bifreið að verðmæti 130 þús. kr. Þá munu konur innan SÍBS gangast fyrir kaffisölu í Breið- firðingabúð og reninur ágóðinn af henni í svokallaðan Hlífar- sjóð, sem er til styrktar berkla- sjúklingum. Af þesum sökum boðuðu for_ ráðamenn sambandsins frétta- menn á sinn fund, þar sem þeir gerðu m.a. nokkra grein fyrir starfsemi sambandsins. Þeir kváðu nú verða starfræktar á sínum vegum þrjú vinnuheimili, að Reykjalundi, í Múlalundi hér í Reykjavík, og að Kristnesi. Þá rækju þeir einnig ásamt Sjálfs- bjargarfélögunum vinnustofur á ísafirði. Þeir sögðu allmiklar breyting- ar hafa orðið á starfsemi SÍBS á undanförnum árum. Hefðu þess ar breytingar fyrst orðið veru- lega áþreifanlegar 1955 eða 10 árum eftir stofnun Reykjalundar og hefðu þær verið á þann veg, að heimilið fór að taka að sér aðra öryrkja en þá, sem öryrkj- ar höfðu orðið vegna berklanna, þótt í reglugerð sambandsins frá (L.jósm.: Gísli Gestsson) 1945 mælti svo fyrir um, að aðeins skyldi heimilið taka til vistar berklasjúklinga. Hefði þing sambandsins eftir þing sam þykltt undantekningar frá þess- ari reglugerð og nú væri svo komið, að sú glæsilega staðreynd blasti við, aðeins 20 árum eftir að rekstur Reykjalundar hófst, að vinnuheimilisins væri ekki lengur þörf fyrir berklasjúkl- inga. Af þesusm sökum hefði á s.l. þingi SÍBS verið samþykkt að fela sambandsstjórn og stjórn vinnuheimilisins að setja Reykja lundi nýja reglugerð. 1 hinni nýju reglugerð segir m.a., að tilgangur stofnunarinnar sé að taka til vistar öryrkja sem þurfi á hæfniprófun eða á endurhæf- ingu að halda í æfingastöð á vinnustað eða við bóklegt nám. Þeir sögðu ennfremur, að þótt þessi glæsilegi árangur hefði náðst, mætti ekki sofna á verð- ingum jþyí enn væri berklarnir skæður sjúkdómur víða. Það — Hljómsvéitin gæti leik- ið betur. Hún er of fámenn, þeir þyrftu að vera fleiri, þá myndi hljómsveitin ná meiri krafti en hún gerir. — Hvað finnst yður um hljómburð þessara tveggja húsa, sem þér hafið leikið í hér í Reykjavík, Háskólabíós og Þjóðleikhússins? — Hljómburðurinn í Há- skólabíó er alís ekki slæmur og sama er að segja um Þjóð leikhúsið, en ég held, að leik húsið hæfi betur kammer- músík. — Ætlið þér að koma til Islands í bráð? — Já, ég kem alltaf til ís- lands á leið minni vestur og vestan um haf. ísland er eitt þeirra landa, er ég hef mest- ar mætur á og ég vona, að ég geti komið sem oftast. — Hve lengi æfið þér yð- ur á dag? — Ég æfi mig svona frá þremur og upp í fimm klst. á dag. — Hvernig skiptast þeir tímar? Er það eitthvað, sem þér hafið ekki æft áður eða rifjið þér upp? — Þegar ég æfi mig er nærri alltaf um eitthvað nýtt að ræða. — Ég heyri sagt, að þér hafið gaman af jazz. Finnst yður gaman að einhverjum sérstökum jazzpíanóleikara? — Ég man engin nöfn. Ég er enginn jazzunnandi, en mér finnst gaman að heyra jazz, þegar hann er góður og vel leikinn, sagði þessi mikli snillingur um leið og við kvöddum hann. væri nauðsynlegt að halda starf semi Reykjalundar áfram, því margir öryrkjar af sökum berkla væru hér enn. Að lokum skýrðu þeir frá þvi að á Reykjalundi dveldust nú 112 vistmenn og að Múlalundí 40. En þar sem öryrkjar hér væru um 3000, væru því margir á biðlista með að komast að á vistheimil- um og því væri mikil þörf fyrir fleiri heimili sem þessi fyrr- nefndu. Akureyri Kvoldverðarfundui- Varðár F.U.S. Akureyri, sém ráðgerður var í kvöld, íöstudag, fellur niður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.