Morgunblaðið - 07.11.1965, Qupperneq 2
2
MORGUHBLAÐI3
Sunnudagur 7. nóv. 1965
Einar Ingimundarson
bœjarfógeti í Hafnarfiroi
og sýslumaður i Gullbringu- og Kjósarsýslu
Segir af sér Jbingmennsku i
Norðurlandskjördæmi vestra
f GÆR barst Morgunblaðina
svohljóðandi fréttatilkynning frá
dóms- og kirkjumálaráðuneyt-
ínu:
„Forseti íslands hefur í dag
samkvæmt tillögu dómsmálaráð-
herra veitt Einari Ingimundar-
syni, bæjarfógeta á Siglufirði,
bæjarfógetaembættið ' í Hafnar-
íirði og sýslumannsembættið í
Gullbringu- og Kjósarsýslu, frá 1.
janúar 1966 að telja.“
Mbl. hafði samband við Einar
Ingimundarson í gær og átti við
harui s.tutt viðtal.
— Ég hef ákveðið að segja af
mér þingmennsku, sagði Einar, og
ekki siðar en um næstr. áramót.
Hið nýja emibætti er svo veiga-
mikið, að ég verð því algerlega
háður.
— Hvernig heíur yður líkað í
Siglufirði?
— Það er meira en óhætt að
segja, að mér hefur líkað þar
mjög vel. Mér þykir mjög vænt
um staðinn og fólkið, sem býr
Knifisala hirkju-
nefndar Dóm-
kirkjunnar í
Tjarnarbúð
HIN árlega kaffisala kirkju-
nefndar Dómkirkjunnar er í dag,
sunnudag, í Tjarnarbúð (Odd-
fei'Iow-húsinu).
Með kaffi- og kökusölu afla
konurnar í kirkjunefnd fjár,
sem notað er til þess að prýða
og fegra Dómkirkjuna. — Kaffi-
salan í Tjarnarbúð hefst kl. hálf
þrjú.
Kópavogur
B- AR Sjálfstæðlskvennafélags-
i - fdu er kl. 3 í dag ; CJ — f-
Btæðishúsinu í Kópavogi.
— Kosið
Framhald af bls. 1.
segjast sannfærðir um, að
þeir fái að minnsta kósti 25
þingsæti nú í Quebec, en þeir
hafa nú aðeins sjö. Stjórn-
málafréttaritarar vilja ekki
skrifa undir þessa bjartsýni
og telja yfirleitt ólíklegt, að
hann bæti nokkru við sig,
megi jafnvel þakka fyrir að
halda því, sem hann hefur.
Sigurhorfur Pearsons seg-
ir fréttamaður AP, að bygg-
ist einkum á tveimur ráð- .
stöfunum stjórnar hans, sem
Diefenbaker og hans menn
hafa mælt í mót. Annarsveg-
ar þeirri ráðstöfun að skipa
konunglega nefnd ,er fjalli
ýtarlega um vandamál varð-
andi tungumál og menningu
þjóðarbrotanna og leiti leiða
til þess að bæta samskipti
þeirra. Og hinsvegar sú ráð-
stöfun að skipta um fána fyr
ir Kanada.
Kosningar fóru síðast fram
i Kanada 8. apríl 1963. Þá
urðu úrslit þau, að Frjáls-
lyndi flokkurinn fékk 129
þingsæti (hafði haft 100), í-
haldsflokkurinn 95 (hafði
haft 116) Social Credit flokk
urinn — flokkur Caouettes
— 24 þingsæti (hafði áður
30) og Nýji Demókrataflokk-
urinn hlaut 17 þingsæti (en
hafði áður 19),
þar, og mun þykja það áfram,
hvort sem ég á þar heima eða
ekkL Siglfirðingar hafa reynzt
mér ákaflega vel.
— Hefur þetta ekki verið eril-
samt starf?
Einar Ingimundarson.
— Nokkuð svo stundum, eink-
um þegar mikið hefur borizt að
af síld á sumrin. SiglufjörCur
er mikill útflutningsstaður, en
á síðustu árum hefur síldin horf-
ið frá Norðurlandi, og hefur það
r'
Fram, Armann
og Valnr sigrnðu
ÞRÍR leikir fóru fram í mfl.
karla í handknattleiksmeistara-
móti Reykjavíkur á föstudag.
Úrslit í leikjunum urðu þau að
Valur vann Þrótt með 17 -14. Ár-
mann vann ÍR með 9-5 og Fram-
vann Víking með 16-10.
Fram hefur forystu í mótinu
með 6 stig eftir þrjá leiki. KR
og Valur eru einnig taplaos, en
hafa bæði leikið 2 leiki.
haft mikil áhrif á afkomu bæjar
félagsins og bæjarbúa, og þá á
störf við embættið um leið.
— Þér takið nú við umfangs-
miklu embætti.
— Já, þetta er eitt stærsta
embætti á landinu fyrir utan
embættin í Reykjavik. Mikið fjöl
menni er í umdæminu, og byggð-
in eykst stöðugt. Ég vil að lok-
um taka það fram, að ég hef
haft kynni af fólki víðs vegar
í Norðurlandskjördæmi vestra
og á ágætar minningar um þau
kynni. Vona ég, að þau haldist,
þó að ég bregði nú á þetta ráð.
— ★ —
Einar Ingimundarson er fædd-
ur 29. maí 1917 í Kaldárholti í
Holtum, sonur Ingimundar bónda
þar Benediktssonar ráðsmarfns á
Breiðabólsstað í Fljótshlíð Dið-
rikssonar og konu hans, Ingveld-
ar Einarsdóttur, bónda á Hæli í
Gnúpverjahreppi Gestssonar. —
Hann varð stúdent í Reykjavík
árið 1938 og lögfræðingur 1944.
Hann var fulltrúi hjá tollstjóran-
um í Reykjavík og síðar hjá saka
dómaranum í Reykjavík. Héraðs-
dómslögmaður varð hann 1949.
Bæjarfógeti á Siglufirði varð
Einar 1952 og hefur gegnt því
starfi síðan. Hann var þingmað-
ur Siglfirðingá 1953—1956 og á
sumarþinginu 1959. Þingmaður
Norðurlandskjqrdæmis vestra hef
ur hann verið frá árinu 1959.
Hann er kvæntur Erlu Axels-
dóttur, og eiga þau þrjú börn.
Gert við vegi
ú VesUjörðnm
NÚ er unnið að viðgerðum á
vegum vestra, eftir skemmdirn-
ar miklu, sem urðu í sl. viku.
Fært er orðið frá ísafjarðar-
kaupstað til Hnífsdals, og þaðan
er hægt að komast til BQlungar-
víkur. Fært er frá ísafjarðar-
kaupstað til flugvallarins. Veg-
urinn milli Súgandafjarðar og
Ísafjarðarkaupstaðar er fær
jeppum, en í Dýrafirði er veg-
urinn lokaður við Lambadalsá,
þar sem áin rauf um 20 metra
skarð í veginn. Vegurinn , um
Breiðdalsheiði er ófær Önund-
arfjarðarmegin.
Þarna er komin gríska krónprinsessan Alexía á armi afa sáns,
Friðriks Danakóngs og virðist kunna vel við sig í Kaupin-
hafn, sem hún heimsækir nú í fyrsta sinn í fylgd með móðuir
sinni, Önnu Mariu drottningu Grikkja og yngstu dóttur Friðrifc*
kóngs.
HGH ú Akranesi
ÞREMENNINGANA Bjórgvin
Sæmundsson, bæjarstjóra, Ólaf
Hauk Árnason, gagnfræðaskóla-
stjóra og Pál Gíslason, sjúkra-
hússyfirlækni, hafa La ssam-
tök Hcrferðar gegn kungri í
heiminum valið til þess. að ann-
ast söfnunina hér í bænum.
— Oddur.
Perusola
Lionsklúbbsins
ú Akranesi
Akranesi, 6. név.
HIN árlega perusala Lionsklúbbs
Akraness fer fram mánudags-
kvöldið 8. nóv. Llun: klú'-b-
félagar ganga í húsin og bjóða
ljósaperur til sölu. Öllum ágóða
er varið til mannúðarmála.
— Oddur.
ABvörunarspjöld á bifreiöar
gesta vínveitingahúsanna
GESTIR vínveitingahúsanna-
í höfuðstaðnum hafa margir
hverjir rekið upp stór augu
síðustu daga, er þeir hafa
komið að bifreiðum sínum eft
ir ánægjulegt kvöld við dans,
skemmtun — og e.t.v. skál.
Samstarfsnefnd bifreiða-
tryggingaféiaganna og Um-
ferðarnefnd Reykjavikur hafa
að undanförnu dreift á bif-
reiðastæði veitingahúsanna
spjöldum, sem fest eru á bif-
reiðarnar, með orðunum
„Bakkus er ekki góður öku-
maður“ og „Varið aðra við“.
Spjöld þessi eru liður í til-
raun áðurnefndra aðiia til
þess að koma í veg fyrir .akst
ur manna undir áhrifum áfeng
is. Spjöldin eru í áberandi lit-
um, rauð og svört, svo engin
hætta er á, að þau fari frain
hjá neinum.
Blaðið hafði í gær sam-
band við Pétur Sveinbjarnar-
son fulltrúa Umferðarnefndar
til þess að spyrjast nánar
fyrir um þessi spjöld. Sagði
Pétur, að dreifing spjaldanna
hefði hafizt fyrir rúmri viku
og væri þeim dreift á bíla-
stæðum vinveitingahúsanna
og í næsta nágrenni og væri
þetta tilraun til þess að bæta
einn þátfc umferðarmenningar
borgarbúa. Kvaðst hann von-
ast til þess að menn tækju
þessari tilraun vel. Spjöldun-
um yrði dreift út þennan
mánuð, en þá yrði rannsakað,
hvort þau hefðu borið ein-
hvern árangur.
Spassky með
vinningSiikui
í 3. skúkinni
ÞRIÐJA e! . ígisskák þeir: j Tal
og Spasský var tefld 1 'is á
föstudagskvöld. Skákinni var<5
ekki lokið en Spasský
miklar vinningslíku .
Tal sem fyrir si.ákina h "a
1% vinning móti 14, hafði frum-
kvæðið í þessari skál lengst af,
En í 38. Ieik gerði hann skyssu,
sem Spassky notfærði sér -til að
viruna peð og vinningsstöðiu í bið
skákinni.
Spassky hafnaði mörguim jafn-
teflisboðum frá Tal í þess 'i
skák.
Elísnbel ekkjn-
drottning Belgo
ú bntnvegi
Brussel, 6. nóv., NTB.
ELÍSABET ekLjudirobtning
Belga, amma Baudoins konungs,
er nú sögð á batavegí eftir hjarta
slag er hún fékk á fimmfcuda.g.
Er líðan hennar niú sörJð sæmi-
íeg. Ekkjudrotfcningin er 89 ára
gömuL
Ætln nð sítjn
til úttræðs
París. 6. nóvember, NTB.
CHARLES DeGaulle. Frakklands
forséti, sem. nú er 73 ára gamall,
lýsti því yfir á fimmtudag, svo
sem kunnugt er, að hann myndi
aftur gefa kost á sér í embætti
við forsetakosningarnar sem
fram fara í desemberbyrjun.
Verður forsetinn þá við völd allfc
til áttræðs, því kjörtímabil Frakk
landsforseta er sjö ár. Enginn efi
er á því talinn, að De Gaulle nái
kosningu og er honum spáð
a.m.k. 66% greiddra atkvæ'ða.